Morgunblaðið - 13.06.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.06.1967, Blaðsíða 15
 MORQUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1«. JÓNÍ IQffl. ----------------------------------- Gísli Brynjólfsson: Fyrir Hvalfjörö til Hvanneyrar Fyrsti dagur sólmánaðar — og Jwátt fyrir hlýnandi veður síð- ustu daga, er langt frá því að vorið sé kiomið með þann blíða og bjarta yi, sem öll skepnan þráir og hefur beðið eftir myrka og misviðrasama vetrardaga. Það eru aðeins vel ræktuð tún, sem eru búin að fá á sig þennan ekta sterkgræna lit gróskunnar. Kjarr Sð er svart, úthaginn grár, Botnis- súlur hvítar og landnyrðings- rumban lemur Hvalfjörð svört- um hrammL Hrossin eru úfin í hárum og dauf á svip, því að þeim finnst vorið svo fjarlaegt. I>ær fáu kýr, sem komnar eru undir bert loft eru hissa eins og þær vilji spyrja: Til hvens er eiginlega verið að láta ofckur út? Eigum við ekki að mjólka meir? Er ekki búið að afnema innvigtun- argjaldið? En hvað um sauð- féð — þennan bjargvætt Íslands, sem fæddi og klæddi þjóðina í þúsund ár? Hún, — blessuð sauðskepnan — hún lætur sig þetta haæða vor engu Skipta, ber 1—2 lömbum eins og ekkert sé. Þær ær, sem ekki eru heima á túnunum, leita uppi grænu strá- in 1 vegkantinum, óvitandi um það, að blessuð litlu lömbin þeirra eru þar í sömu hættu og óvitar í umferð stórborganna. — Við hermannagirðingu Essó í Hvalfirði er hvíthyrnd ær að kara nýfædda dóttur sína. Mik- ið er litla veran umkomulaus í þessari vorköldu veröld storms- ins og stríðshættunnar. Löng þykir manni leiðin fyrir Hvalfjörð þótt vegurinn sé ó- venju góður að þessu sinni. — Sikyldi sú hugsjón Guðmundar á Hvanneyri eiga eftir að ræt- aist, að brú verði byggð yfir fjörðinn, og leiðin frá höfuð- staðnum til hins búsældarlega Borgarfjarðarhéraðs stytt um tugi kílómetra. Sjálfsagt munu mörg verkefni í sámgöngumál- um þykja ennþá meira aðkall- andi. En mikið hefur Guðmund- ur þar til síns máls og góð og gild rök hefur hann fært fram fyrir þeirri mifclu samgöngubót. En það var um Hvanneyri — þetta höfuðsetur búmenntunar- innar í landinu, — um hana átti grein þessi að fjalla, en ekki leiðina þangað uppeftir héðan út höfuðstaðnum. Hvort sem þessi fjölfarna þjóðbraut verður bætt og stytt í náinni framtíð eða ekki, þá er hitt víst, að um ókomin ár, eins og hingað tii, mun fjölmennur hópur af til- vonandi bændum leggja leið sína í Hvanneyrarskóla til að búa sig þar undir lífsstarf sitt, öðl- ast þá þekkingu, sem nútíma- búfræði veitir um hagkvæm við- skipti mannsins við móður nátt- úru. Þangað munu þeir sækja þá þekkingu, sem — óbeint að vísu — verður í askana látin. En jafnvel hér uppi í sveit, er hryssingurinn í veðrinu fljót- ur að gleymast inni í vistlegum stofum við veglegar veitingar húsfreyjunnar á Hvanneyri, Ragnhildar Ólafsdóttur. Og nóg er til að skrafa um við Guðmund skólastjóra um fræðslumál bænda og framtíð sveitanna á þeesari vélvæddu öld. Fæst af því kemur fram í þessu greinar- korni. Það fyrsta, sem vekur athygli þegar komið er að Hvanneyri í ur reist í áföngum og sjálfsagt líða einhverjir áratugir áður en hún er fiullgerð og hefur að öllu leyti tekið við hlutverki hinna eldri húsa. Það fer eftir því hve háar árlegar fjárveitingar verða Nú í ár eru veittar til þess 3,2 millj. kr. á fjártlögum. Þegar húsið hefur verið tekið að fullu í nobkun standa vonir til að hægt verði að hafa allt að 100 Skólastjórahjónin, frú Ragnhildur Olafsdóttir og Guðmundur Jónsson. dag, er það að nú eru auðsjá- anlega að nálgast mikil tímamót í sögu þessa staðar. 1 raun og veru er verið að undirbúa uppbyggingu nýrrar Hvanneyrar. — Markað hefur verið með skurðum fyrir nýjum vegi af þjóðbrautinni sunnan við heimreiðina. Hann liggur að hinu mikla stórhýsi, sem er sbammt austan við staðinn, og er ein álma af nýja skólanum. Byrjað var á þessari miklu byggingu vorið 1065. Hún verð- nemendur á HvanneyrL Þótt skólinn og búnaðar- fræðsla eigi að vera aðalefni þessarar greinar, skaðar ekki að skjóta inn í hana nokkrum lín- um um Hvanneyrarkirkju. Enda þótt búnaðarskólinn á Hólum sé eldri heldur en Hvanneyri, eru Hólar í hugum fólksins fyrst og fremst annar höfuðstaður kristinnar kirkju í landinu um aldaraðir. Hinn forni helgidómur — Hólakirkja og minningarturninn um Jón Arason — það er þetta tvennt, sem setur svip sinn á Hólastað og það er næsta ótrúlegt að Norðlendingar óski þar nokk- urrar svipbreytingar. f ljóma hinnar kirkjulegu helgi Hóla- staðar hefur það allt að því gleymst, að hinn bændaskólinn á líka sína kirkju og hefur svo verið um aldaraðir. Vax þar önnur af kirkju Hestþinga (hin var í Bæ), sem voru aðeins tvær þar til Lundarprestakall var lagt niður. Hvanneyri 1939. kirkjuna og byggja hana að nýju. Mættu 22 af 43 atkvæðis- bærum mönnum. Ekki leist þeim að taka við kirkjunni og var hin nýja kirkja reist eftir teikn- ingu Rögnvalds Ólafissonar á amtsins bostnað árið 1906. Er það sú kirkja sem enn stendur á Hvanneyri — lítið en hlýlegt hús í sviphreinum stíl, dálítið umkomulaus á miðju, malbornu hlaði þessa mannmarga staðar, umfcringd stórum reisulegum húsum skólans og skólabúsins. Skólastjónahjónin hafa látið sér mjög annt um kirkjuna og stendur nú yfir viðgerð á henni — nýtt þak á turn, nýir glugg- ar o. s. firv. Meðan gluggamir stóðu opn- ir gerðu þrastarhjón sig heima- komin og byggðu hreiður sitt í krónu kirkjuljósanna framan við kórinn. Þegar-fjárræktarvísindin lögðu Hest undir sig, var prestssetur reist að Hvanneyri þar sem heit- ir að Staðarhóli. Síðasta áratug- inn hefur sr. Guðmundur Þor- steinsson, prófasts Gíslaisonar í Steinnesi, verið sóknarprestur á Hvanneyri. Hann er einnig kennari við skólann. Ekki munu aðrir hafa kennt fleiri mönnum búfiræði á íslandi heldur en Guðmundur á Hvann- eyri. Við það fræðslustarf hef- ur hann verið í meira en 4 ára- tugi. Fyrst var hann eitt ár kennari á Hólum, síðan 20 ár kennari á Hvanneyri, og sbóla- stóri þar siðan 1947. Hvanneyrarskóli rúmar með góðu móti um 60 nemendur. S.L vetur voru þeir 67. Og komust að færri en vildu. En sú vair tíðin, að meira en nóg var hús- rýmið í bændaskólunum, annar vel hálfsetinn, hinn næstum auð- ur. En það er nú langt síðan, sem betur fer og við skulum vona að þeir tímar komi ekki aftur. — Svo mikið er víst, að nú er ekkert lát á aðisókn að firæðsluistofnunum sveitanna — menntaiskóla, bændaskólum, garðyrkjusbóla, hústnæðraskól- um og héraðsskólum. Allt plása upppantað löngu fyrirfram og komast að færri en vilja. Þessu veldur bæði fjölgun fólksins 4 landinu, en þó ekki síður rýmri efnahagur fólksins. Langtum fleiri foreldrar hafia nú ráð á að bosta böm sín til framhalds- náms heldur en áður. En það eru fileiri stofnanir og meira starf á Hvanneyri held- ur en hin almenna búnaðar- fræðsla í bændaskólanum. Þar fiara firam víðtækar og umfangs- miklar tilraunir í þágu íslenzks landbúnaðar. Hafa þær staðið I rúman áratug. Tilraunastjóri er Magnús Óskarsson búfræðikenn- ari Þessar tilraunir hafa einkum verið um áburðarnotkun, hey- verkun, jarðvinnslu, ræktim og vöxt á ýmsum grastegundum og öðrum jarðargróða o. s. frv. Eina og allir vita, sem eitthvað þekkja tilraunastarfisemi er hún bæði fjárfirek, mannfrek og tímafrek. Hinsvegar hefur okkar unga þjóð í mörg horn að líta og við henni blasa verkefnin í öllum áttum sem betur fer. Flest kalla þau á einhvern fjárstuðning þes® opinbera. í annan stað vill fólk- ið fá sem fyrst einhverjar hag- nýtar niðurstöður af því, sem tilraunamennimir eru að fást við. Bóndinn spyr: Hvernig vél á ég að kaupa? Hvað á ég að bera á? Hvernig á að vinna ræktunar- landið? Hvernig á að verka hey- ið? Hvað á að gefa kúnni mik- ið? Hvernig á að fóðra féð? Og það er ætlazt til að þeir sem fást við rannsóknir og til- raunir geti sem fyrst veitt sem réttuist svör við þessum spum- ingum á grundvelli þeirrar nið- uristöðu, sem tilraunirnar gefa. Hér þsirf öflugt starf, hér þarfi Framh. á bLs. 20 Nyja skolahusið. Heunavistaralman. Kirkjan á Hvanneyri stóð áð- ur uppi á svokölluðum Kirkju- hól austan við íbúðarhúsið. Var þar veðurnæmt. Fauk kirkjan af grunni í suðaustan hvass- viðri 15. nóv. 1902. Boðaði nú prófastur, sr. Jón Sveinsson á Akranesi, til fundar með sókn- armönnum til að ræða um hvort söfnuðurinn vildi taka að sér Uvanneyrarkirkja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.