Morgunblaðið - 22.06.1967, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR
1967.
BÍLALEIGAN
-FERÐ-
Daggjald kt. 350,-
og pr. km kr. 3,20.
SÍMI 34406
SENDUM
MAGIMÚSAR
SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190
eftirlokun sími 40381
siMI V44-44
mniFW/R
Hverfisgötn 103.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald.
Bensín innifalið í leigugjaldl.
Sími 14970
BÍLALEIGAN
- VAKUR -
Sundlaugaveg 12. Síml 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
fjssssao/uurteA/r
IfiA/L&ar
RAUDARARSTÍG 31 SllWI 22022
í Kjörguði
NÝKOMIÐ:
Sundbolir
Verð kr. 3Ö5,-.
Bikinibaðíöt
Og
Stuttbuxur
fyrir
kvenfólk
Langavegi 65.
í Morgunblaðinu
Bezt að auglýsa
ýc Þröngt er stundum
á þingi í strætó
,,Kæri Velvakandi!
Mig langar til að koma að
nokkrum orðum viðvíkjandi
strætisvögnunum í dálka yðar.
Ég vil þó taka fram, að ég er
ekki í þeirra hópi, sem tala
i'lla um „strætó“ og vagnstjóra
þeirra. Þeir eru yfirleitt beztu
menn, sem vilja koma samborg
urum sínum til vinnu á réttum
tíma.
Ég er heimabúi og fer f
vinnu á morgnana. Venjulega
er sendur aukavagn á þeim
tíma, þegar flestir þurfa að fara
til vinnu, eins og t.d. á tíma-
bilinu milli kl. 8% og 9 f.h.,
og virðist fuU þörf á því. Nú
ber það of oft við, að aðeins
einn vagn kem-ur á umræddum
tírna, og þá er þröng á þingi.
Hver verður að hírast þar, sem
hann kannske hefur aðeins
fundið öðrum fæti sínum stað,
og má þá segja, að hinn fótur-
inn geti staðið þar ofan á, hafi
þá ekki aðrir orðið fyrri til að
notfæra sér það pláss. Ekki
skiptir máli, hvort nokkurs stað
ar er hægt að halda sér, sam-
borgararnir sjá um stuðning-
inn. Hver verður að anda fram
an í annan (kannske væri ekki
úr vegi að snúa sér til heil-
brigðisyfirvaldanna); speglar
sem venjulega er talið nauðsyn
legt að vagnstjórar sjái hindr-
unarlaust í, eru byrgðir af þétt
skipuðum hausum. í svona til-
fellum virðist allt í lagi. Lög-
reglan telur ekki út úr þessum
bifreiðum. Hvað væri sagt um
einkabifreiðaeigendur, sem
nýttu rúmmetrana svona til
hins ýtrasta? Sennilega gilda
önur lög um það, mér er satt
að segja ekki kunnugt um,
hvernig það er.
Kannski gætu okkar ágætu
frambjóðendur hugsað sér að
taka sér far með ,.strætó“ einu
sinni til tvisvar á ári á þeim
tíma, sem flestir kjósendur
þeirra eru að fara til vinnu.
Þarna er tækifæri til þess að
koma á umbótum og verða
mörgum að liði. Það verður
örugglega þakkað.
Með fyrirfram þökk fyrir
birtinguna.
R. Br.“
Skömm er að
eldspýtunum
„Kæri Velvakandi!
Gjörið svo vel að birta eftir-
farandi:
Ríkið hefir sem kunnugt er
einkasölu á áfengi, tóbaki og
eldspýtum og hagnast mjög vel
á öllum þessum vörutegundum.
Manni virðist því, að vörur
þessar ættu að vera ósviknar,
þegar um slíka okurálagningu
er að ræða, sem hér á sér stað.
Svo er þó ekki, hvað eldspýt-
urnar varðar a.m.k. Þessar ein-
okunareldspýtur, sem nú eru á
markaðnum, eru hreint út sagt
stórhættulegar í notkun, því að
þegar kveikt er á þeim, hrjó*a
eldneistar út um allt og brenna
altl, sem fyrir verður og brunn-
ið getur. Þar að auki er mikið
um bera tréstauta, sem ekkert
íkveikjuefni er á.
Þetta er að mínum dómi
ekki hægt að bjóða almenningi,
og væri frjáls innflutningur á
þessari vörutegund, myndi
enginn kaupa þessa sviknu
vöru, en á hins vegar ekki ann
ars úrkosta, þar sem um einka-
sölu er að ræða.
Almenningur á því heimt-
ingu á, að Áfengis- og tóbaks-
verzlun ríkisins stöðvi nú þeg-
ar sölu á þessum óþverra og
kaupi eldspýtur frá löndum,
sem framleiða þær í nothæ'u
ástandi, til þess að hafa hér á
boðstólum.
—Eldspýtunotandi.“
Velvakandi þakkar bréfið.
Það er í rauninni hjákátlegt,
eins fínir og merkilegir vér ís-
lendingar erum með oss í þessu
nýtízku velmegunarstandi, að
vér skulum eigi geta kveikt
eld nema á hinn frumstæðasta
hátt. Ég hef nefnilega „lúmsk-
an grun“ um, að eldurinn á rík
isþóknanlegum eldspýtum
kvikni ekki vegna þessa pólska
eða tékkneska brennisteins,
sem á þær hefur verið klínt,
heldur einfaldlega vegna sam-
núnings tréstautsins við flöt-
inn á stokknum. Alla vegna er-
um vér á steinaldarstigi enn 1
eldkveikj umálum.
Gamlir kveða
„Gamall sveitamaður-
skrifar:
„Heiðraði Velvakandi!
Oftlega heyrði ég sagt i
barnæsku minni „oft er það
gott, sem gamlir kveða“. Þetta
var stundum lokasetningin 1
þrætum manna, því að enginn
vogaði sér að andmæla speki
forveranna. Þetta var álíka
sterkur endahnútur í rökræð-
um og málsháttur, sem enginn
treysti sér að mæla í gegn,
nema hann kynni annan and-
stæðan (sbr. „heimskur er
jafnan höfuðstór" annars veg-
ar og „heimskur er jafnan
höfuðmjór“ hins vegar).
Nú leikur mér forvitni á að
vita, hvert nokkur tilhæfa sé
í vísu, sem margir fóru með
um sumarmál á bernskudög-
um mínum.
Vísan er svona (og munu
margir kannast við hana):
Frjósi sumars fyrstu nótt,
fargi enginn á né kú;
gróðakonum gerist rótt,
gott mun verða undir bú.
Ég hef að gamni mínu fylgzt
með því, hvort „saman frjósi
sumar og vetur", og er reynsla
mín sú, að ef svo gerist, megi
eiga von á góðu ári. Nú þætti
mér fróðlegt að v-ita, hvort veð
urfræðingar hafi nokkra skýr-
ingu á þessu fyrirbæri, — ef
þeir þá viðurkenna þetta sem
staðreynd.
Blessaður,
„Gamall sveitamaður-.
Veðurfræðingar eru hér með
beðnir um að senda Velvak-
anda línu um þetta atriði.
Við bjódum yður velkomin meb:
GKILL KJÚKLING — MÍNÚTUSTEIK
GRÍSAKÓTELETTUM — ÚRVALS HAMBORGURUM
SÍLDARRÉTTUM — SÚPUM
SMURBRAUÐI — SAMLOKUM, HEITUM, KÖLDUM
EGGJAKÖKUM — SKINKU OG EGGI
KAFFI, MJÓLK, JUICE, ÖLI, GOSDRYKKJUM.
OPIÐ FRÁ KL. 8.00 TIL 23.30.
Framtíðarstörf
Karlmaður
Viljum ráða áhugasaman og
reglusaman mann til af-
greiðslustarfa í verzlun vora.
Þetta er skemmtilegt og vel
launað framtíðarstarf fyrir
hæfan mann.
Umsækjendur komi til viðtals á
skrifstofu vora Laugavegi 26 milli
kl. 5 og 6 næstu daga.
Kona
Viljum ráða vana afgreiðslu-
stúlku í verzlun vora, ekki
yngri en 25 ára.