Morgunblaðið - 22.06.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1967.
5
1
Gagnfræðaskóli á Patreksfirði
í tilefni 60 ára afmælis Patrekshrepps
Patreksfirði, 15. júni.
í DAG er sextíu ár,a afmœli Pat
rekshrepps, sem sjálfs tæðs
Eveitarfélags, en þann 15. júní
1907 var kosin fyrsta hrepps-
nefnd til að fara með málefni
hreppsins, skipuð fimim mönn-
um.
Undanfarið hefur venið vax-
andi byggð á Vatneyri og Geirs-
eyri við Patreksfjörð, þótti þá
rétt að gera kauptúnið, sem þá
var að myndast, að sérstöku
sveitarfélagi, en fram að þeim
tíma tilheyrði byggðin Rauða-
sandshreppi. Voru þá um 420
álbúar í hinu nýja sveitarfélagi.
í tilefni þessana tímamóta hélt
hreppsnefnd Patreksfjarðar sér-
stakan hátíðafund kl. 17 í dag
í nýjum fundarsal í skrifstofu-
húsi hreppsins við Aðalstræti 63
é Patreksfirði og fór jafnframt
fram vígsla á fundarsalnum.
Ásmundur B. Ólsen oddiviti
hreppsins flutti vigsluraeðuna og
lýst þvi yfir að salurinn væri
tekinn í notkun. Við það tæki-
færi aflhenti hann hreppnum að
gjöf frá sér og konu sinni, frú
Kristbjörgu ólsen, stækkaðar
myndir af þeim mönnum, sem
gegnt hafa starfi oddivita í
hreppnum á þeim sextíu árum,
sem liðin eru frá stofnun hans,
en þeir eru alls átta.
Fyrsti oddviti hreppsins var
Jón M. Snæbjörnsson, símstöðv
arstjóri, sem nú er látinn fyrir
all mörgum árum. Myndirnar
voru hengdar upp í fundarsaln-
um. Gjöfinni veitti móttöku
Svavar Jóhannsson, varaoddviti
Athugasemd
um tveggja daga
veðurspá
Á baksíðu Morgunblaðsins
hinn 20. júní er klausa með fyr-
irsögninni „Mikill meirihluti 2ja
daga spáa réttur“. Af einhverj-
um ástæðum er þar einungis
greint frá niðurstöðum, sem birt-
ar eru í athugasemd við grein
mína um þetta efni í tímaritinu
„Veðrið“, er. ekki hirt um niður-
stöður í sjálfri greininni. Þar
sem ég tel mér málið þannig að
nokkru skylt, leyfi ég mér að
gera hér nokkrar athugasemdir.
í athugun minni á gæðum 2ja
daga spáa kom í ljós, að telja má
um 60% vindáttaspánna (sem
ég tel ákvarðandi fyrir gæðin)
annað hvort alveg réttar eða
allréttar. Athugunin stefndi að
því, að meta spárnar á hlutlægan
(objektiv) hátt og vísa ég til
greinar minnar I því efni.
f athugasemd þeirri, sem
Morgunblaðið styðst við er skýrt
frá því, að gerð hafd verið all-
víðtæk athugun á spánum um
árabil, og eru niðurstöður birtar.
Þessi athugun kom til tals, er
ég árið 1966 var beðinn að taka
þátt í rannsókn á gæðum tveggja
dag spánna fyrir fund nor-
rænna veðurfræðinga í Reykja-
vík, og var það álit þeirra, sem
um málið fjölluðu, að ekki bæri
að leggja hana til grundvallar,
þar eð hún væri að nokkru leyti
ókerfisbundin og óhlutlæg, m. a.
vegna þess, að þeir, sem gera
spána gefa sjálfum sér einkunn,
og mat þeirra er því einstakl-
ingsbundið. Niðurstöður af slíkri
athugun hljóta því að verða
nokkuð óáreiðanlegar, enda er
hundraðstalan 87,4% fyrir góðar
og sæmilegar spár töluvert hærri
en ýmsar veðurstofur gefa upp
fyrir eins dags spár.
2ja daga spárnar eru nú þegar
það góðar, að þær eiga fullan
rétt á sér, og sjálfsagt eiga þær
í framtíðinni eftir að verða eins
góðar og fyrirsögn Morgunblaðs-
ins bendir til, en sú stund er þó
að mínu áliti nokkuð langt und-
«n.
Með þökk fyrir birtinguna,
Markús Á. Einarsson
veðurfræðingnr.
hreppsins, og þakkaði fyrir hönd
hreppsnefndar og byggðarilags-
ins. Ennfremur þakkaði hann
oddvitanum fyrir margra ára
óeigdngjarnt starf í þágu hrepps-
félagsins, en hann hefir setið
í hreppsnefnd í samtals 25 ár og
lengst af verið oddviti.
>á tók til rnáls Jóhannes Árna
son, sveitarstjóri. Hann skýrði
frá kosningu fyrstu hreppsnefnd
ar, ástæðunum fyrir stofnun sér
staks sveitarfélags á Patreks-
firði og fyrstu verkefnunum í
sveitarstjórnarmálum á staðn-
um. Kom þar meðal annars
'fram, að fyrsta framkvæmdin,
sem ráðizt var í á vegum hrepps
ing var bygging barnaskólahúss.
Var það byggt af mikilli fram-
sýni úr steinsteypu og stór bygg
ing á þeirra tima mælikvarða.
Skólahúsdð var í notkun fram
yfir 1960 eða í rúm 50 ár, en þá
var það innréttað fyriir skrifstof
ur hreppsins og héraðslbókasafn
V-Barðastrandasýslu, svó og
fundarsal hreppsnefndar sem nú
var vígður.
í fundarsalnum, sem er 60
fermetrar, er skeifulagað fund-
anborð úr harðviði, sem við eru
10 sæti. í fundarsalnum er á-
horfendapallur með sætum fyr-
ir 36 manns. Þá skýrði sveitar-
stjóri fná því, að nú, eftir að
hinn nýi fundarsalur hefdr ver-
ið tekinn í notkun, verði allir
fundir hreppsnefnrar haldnir
þar og áheyrendum heimill að-
gangur, og verði reglulegir fund
ir einu sinni í mánuði. Arkitekt
við breytingar á húsdnu var hr.
Gunnar Theódórsson Reykjavík.
Byggihganmeistarar voru Páll
og Guðjón Jóhannessyndr, Pat-
reksfirði. öll fagvinna var unn-
in af iðnaðarmönnum á Patreks
firðd. Færði sveitarstjóri öllum,
sem við þessar framkvæmdir
hafa unnið beztu þakkir fyrir
vel unnin störf. Að lokum færði
sveiitarstjóri hreppnum að gjöf
frá sér og konu sinni, Sigrúnu
Sigurjónsdóttur vandaðan fund-
arhamar til notkunar í hinum
nýja fundarsal. Oddviti veitti
gjöfinni móttöku fyrir hönd
hreppsnefndar og færði sveiar-
stjóra þakkir.
Var þá tekið fyrir eina mál-
ið á dagskrá fundarins, svohljóð
andi tillaga, sem var samþykkt
með samíhljoða atkvæðum*
>
„í tilefni af sextíu ára afmæM
Patreksihrepps, sem sjálfstæðs
sveitarfélags, samþykkir hrepps-
nefndin á fundi sinum í dag, að
komið verði upp á Patreksfirð&
gagnfræðaskóla og hafinn verði
undinbúningur að byggingu yíir
þá stofnun“.
Til fundarins var boðið ölluim
fyrrvarandi hreppsnefndarmönn
ur í Patrekshreppi, oddvitum ná
granna hreppanna og fleiri gest-
um ásamt konurn þeirra. Að
fundarstörfum loknum voru
bornar fram veitingar.
sveitartstjlóri flytur ræð<u. Myndir af oddvitum hreppsins eru á
veggnum fyrir aftan. (Ljósm. J. Eggertsson).
Keflavík - Suðurnes
Höfum oþnað kjólamarkað með miklu úrvali af
kjólum fyrir börn og unglinga í öllum stærðum.
Appelsínugulir, eplagrænir, ljóslilla auk margra
annarra lita. Frúarkjólar upp í st. 48.
Markaðtirinn stendur aðeins fáa daga.
VERZLUNIN ELSA, Keflavik.
Til leigu
ný 2ja herbergja íbúð við Reynimel. — Upplýsingar
í síma 13204 eftir kl. 2 í dag.
Sumarstarf
Vanur einkaritari óskar eftir sumarstarfi, á skrif-
stofu í verzlun eða annars staðar þar sem þýzku
og enskukunnátta kemur að notum. Tilboð merkt:
„Sumarstarf — 774“ sendist afgr. Morgunblaðsins
fyrir 27. þ.m.
Ungur íögmaður
óskar eftir vinnu hálfan daginn (fyrir hádegi).
Tilboð sendist blaðinu fyrir n.k. þriðjudag, merkt:
„775“.
3ja t. Tliames Trader ’64
vöruhíll
með lágum, sléttum stáipaili, nýskoðaður, í góðu
lagi og vel með farinn, til sýnis og sölu hjá FÖNIX,
Suðurgötu 10.
Hafnarfjörður
Byggingarfélag alþýðu hefur nú fengið leyfi fyrir
síðari helming húss þess sem nú er í smíðum. Um-
sóknir um þær íbúðir sendist til stjórnar félagsins
fyrir 1. júlí. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar.
Fyrir hönd stjórnar félagsins
ÞÓRHALLUR HREINSSON.
Tilboð óskast
í eftirtalin tæki sem verða til sýnis við verkstæði
Strætisvagna Kópavogs, fimmtudaginn 22. og föstu-
daginn 23. júní.
Vörubifreið Bedford árg. 1963.
Vörubifreið Mercedes Benz árg. 1955.
Vélgrafa Massey Ferguson árg. 1959.
Beltakrani og grjótflutningavagn.
Tilboðum sé skilað á skrifstofu bæjarverkfræðings
fyrir kl. 11 á mánudag 26. júní. Réttur er áskilinn
til að hafna öllum tilboðum.
Kópavogi, 21. júní 1967.
BÆJARVERKFRÆÐINGUR.
ÍÞAKA ÍÞAKA
Menntaskólanemor!
Félagsheimilið íþaka verður opið í kvöld,
fimmtudagskvöld og framvegis á fimmtu-
dögum fyrir nemendur skólans.
Veitingar og plötuspilari.
Fjölmennið og takið með ykkur gesti.
NEFNDIN.
ÍÞAKA ÍÞAKA