Morgunblaðið - 22.06.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.06.1967, Blaðsíða 28
AUGLYSIN6AR SÍMI 22*4*80 FIMMTUDAGUR 22. JÚNÍ 1967 RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA-SKRIFSTOFA SÍMI 10*100 Frá fundi Landskjörstjórnar í Alþingishúsinu í gær. Einar Baldvin Guðmundsson, formaður stjórnarinnar setur fundinn. Á myndinni sjást ennfremur frá vinstri við borðið: Björgvin Sig- urðsson, Jón Abraham Óiafsson, Hjörtur Torfason, og lengst til hægri er ívar H. Jónsson. Landskjörstjórn úthlutar uppbótaþingsætum Telur I-listan til Alþýðubandalagsins Síldin hefur hald- ið sig austar í ár Árlegur fundur sovézkra og íslenzkra fiskifrœðinga á Akureyri LANDSKJÖRSTJÓKN kom sam an til fundar í gær kl. 16 og birti þá niðurstöður Alþingis- kosninganna 11. júní og gaf út kjörbréf þingmanna. Úrskurður Landskjörstjórnar var eins og áður hefur komið fram, að I-listi Hannibals Valdimarssonar o.fl. skyldi teljast til Alþýðubanda- lagsins. Á fundinn komu fulltrúar flestra framboðslista. Fyrir A- iistann mætti enginn, fyrir B- listann mætti Jón Abra'ham Ólafsson, fyrir D-iistann mætti Hjörtur Torfason, fyrir G-list- ann mætti ívar H. Jónsson, fyrir H-listann mætti enginn og fyrir I-listann mættu þeir Hannibal Valdimarsson, Bergur Sigur- björnsson og Haraldur Henrýs- son. Gerði enginn fulltrúa list- anna athugasemd við niðurstöð- ur Landskjörstjórnar. Fundinn setti íormaður Lands- kjörstjórnar Einar Baldvin Guð- mundsson, en síðan las Friðjón Sigurðsson, ritari stjórnarinnar upp niðurstöður kosninganna. Niðurstöður Landskjörstjórnar fara hér á eftir og hljóta þessir menn uppbótarþingsæti til jöfn- unar milli þingflokka: Atkvæðatala: Hlutfall: 1. Sigurður Ingimumdarson, A. 2379% (5,83) 2. Eðvarð Sigurðsson, Abl. 2711% (6,64) 3. Jón Þorsteinsson, A. (652) 13,03% 4. Jónas Árnason, Abl. (827) 13,21% 5. Jón Ármann Héðinsson, A. 1595% (10,71) 6. Geir Gunnarsson, Abl. 1097 (7,36) 7. Sveinn Guðmundsson, Sj. 2501 3/7 (6,12) 8. Steingrímur Pálsson, Abl. (611) 12,93% 9. Bragi Sigurjónsson, A. (1357) 12,98% 10. Sverrir Júlíusson, Sj. (1787%) 12,00% 11. Bjartmar Guðmundsson, Sj. 999% (9,65) Varamenn Alþýðuflokksins: Atkvæðatala: Hlutfall: 1. Unnar Stefánsson 754 (8,86) 2. Pétur Pétursson (488%) 7,80% 3. Hjörtur Hjálmarsson 352 (7,45) 4. Hilmar S. Hálfdánarson (286) 5,30% Varamenn Sjálfstæðisflokksins: 1. Eyjólfur K. Jónsson (568%) 11,36% 2. Ragmar Jónsson 894% (10,51) 3. Ásberg Sigurðsson (536) 11,34% Varamenn Alþýðubandalagsins: 1. Hjalti Haraldsson 785% (7,52) 2. Ragnar Arnalds (637) 12,73% 3. Björgvin Salómonsson 561% (6,60) 4. Helgi Friðriksson Seljan (508%) 9,43% 10 millj. plnst- kúlur í sjóinn SL. ÞRIÐJUDAG lét Surts- éyjarfélagið í sjóinn við Heimaey í Vestmannaeyjium n.t. nálægt Klauf um 10 millj gular plastkúlur ca cm í þver mál. Tilgangurinn er að kannta strauma frá Heimaey . til Surtseyjar, en önnur tveggja jurta strandkál, sem vaxa í Surtsey vex einnig nálægt Klauf auk þess sem eitthvað vex af henni á Suð- urlandi. Búast má við að mikið af þessum kúlum berist til meg inlandsins og er fólk, sem finnuT þær þar, beðið um að skrifa til Surtseyjanfélagsins; Box 1238 R. DAGANA 19. og 20. júní 1967 var haldinn hinn árlegi fundur sovézkra og íslenzkra fiskifræð- inga á Akureyri. Á þessum fundi voru tekin saman gögn, sem sýndu ástand sjávar í hafinu, átuskilyrði og dreifingu síldar, á tímabilinu maí—júní 1967. Helztu niðurstöður fundarins voru sem hér segir: I. I aðalatriðum einkenndist ástand sjávar í íslandshafi og Norðurhafi í júnímánuði 1967 af eftirtölldium atriðum: 1) Útbreiðsla hafíss fyrir Norð urlandi í maímánuði og fyrri hluta júnímánaðar var með mesta móti síðan 1918, ef frá eru talin árin 1965 og ef til vill 1949. 2) 1 fyrri hluta júnímánaðar var hitastig í efstu lögurn sjáv- ar vestan íslands lítilsháttar undir meðallagi. 3) Á landgrunnssvæðinu norð- an íslands var sjávarhiti í efstu 300 metrum í maímánuði og fyrri hluta júnímánaðar frá 2—5° undir meðallagi. Sennilega er vorið 1967 eitt hið kaldasta í hafinu á þessum slóðum síðast- liðin 40 ár. Hinn óvenju lági sjávarhiti er talinn hafa orsak- azt af óvenjiulega miikilli út- breiðslu hafíss á svæðinu, mjög litlu innstreymi Atlantssjávar áð vestan inn á svæðið, lógum loft- hita og síðbúinni upphitun yfir- borðslaga sjávar. 4) Á svæði Austur-íslands- straumsins milli íslands og Jan Mayen og austan íslands var sjávarhiti frá 0,7 til 1,7° undir meðallagi. Á þessu svæði má segja, að ástandið hafi verið svipað því sem það var undan- farin köld ár. 5) í eystri álmu Atlantshafs- straumsins í Noregshafi var hita- stig 0,5 til 1,5° undir meðallagi og lægra en s.l. ár. Hins vegar var sjávarhiti í vestri álmu þessa straums 1 til 1,2° yfir meðallagi. 6) Með hliðsjón af þvi, að sjávarhiti var mjög lágur í Norð- urhafi og varmamagn þess Framhald á bls. 27. Góður afli ú línu við Grænland VÉLBÁTURINN Pétur Sigurðs- son hefur verið á línuveiðum við Grænland að undanförnu og afl- að vel. Lagði hann upp frá í>ing- eyri aðfara-rnótt sl. fimmtudags og var kominn á miðin úti fyrir Kulusuk á Austur-Grænlandi á föstudagskvöld. Það tafði þó að- eins för hans, að hann tók stefnu heldur norðarlega til að byrja með og þurfti því að sveigja fyrir ís til að komast á miðin. Eftir fyrstu tvo dagana á mið- unum, laugardag og sunnudag, hafði báturinn aflað 25—30 tonn, að því er útgerðarmaður hans Sigurður Pétursson sagði frétta- manni Mbl. í gær, er hann spurði frétta af afla bátsins. Sagði Sig- urður ennfremur, að báturinn mundi að öllum líkindum halda með afla sinn til Ólafsvíkur, þar sem hann yrði lagður inn i frystihús. Pétur Sigurðsson er eini ís- lenzki báturinn, sem nú er á veiðum við Grænland, Hauskúpur Eiríks rauða og Leifs heppna á sýningu — ásamt beinum og minjum norrœnna manna á Crœnlandi Einkaskeyti til Mbl frá Kaupmannahöfn, 21. júní. I ÚTIBÚI danska þjóðminja- safnsins í Breda, fyrir norðan Kaupmannahöfn, hefur verið opnuð sýning á jarðneskum leif um Eiríks rauða og fólks hans — og öðrum munum, er fundizt hafa við Þjóðhildarkirkju og bú staði norrænna manna á Vestur- Grænlandi. Meðal hinna mörgu beina á sýningunni eru 140 höfuðkúpur og þótt ekki hafi tekizt að finna, hver þeirra sé af Eiríki eða syni hans, Leifi heppna, eru vís- indamenm sannfærðir um, að þær séu þar á meðal. Á sýningunni er einnig módel af Þjóðhildarkirkju. Munirnir, sem þarna eru sýnd ir, eru frá þvi fyrst var farið að grafa upp minjar á hinum fornu bústöðum norræwna manna á þessum slóðum. Bodil Kock, menntamálaráð- herra, opnaði sýninguma. Atkvæði og sæti kjördæmakosinna þingmanna skiptast þannig milli stjórnmálaflokka eftir kjördæmum: Alþfl. Framsókn Sjálfst.fl. Alþ.bl. Óh. lýðr.fl. Atkv. alls Vesturland 977 (1) 2381 (2) 2077 (2) 827 (0) 6262 (5) Vestfirðir 704 (1) 1804 (2) 1608 (2) 611 (0) 4727 (5) Norðurland v. 652 (0) 2010 (3) 1706 (2) 637 (0) 5005 (5) Austurland 286 (0) 2894 (3) 1195 (1) 1017 (1) 5392 (5) Reykjanes 3191 (1) 3529 (1) 5363 (2) 2194 (1) 623 (0) 14900 (5) Norðurl.and e. 1357 (0) 4525 (3) 2999 (2) 1571 (1) 10452 (6) Suðurland 754 (0) 3057 (2) 3578 (3) 1123 (1) 8512 (6) Reykjavík 7138 (2) 6829 (2) 17510 (6) 8943 (2) 420 (0) 40840 (12) Samtals: 15050 (5) 27029 (18) 36036 (20) 16932 (6) 1043 (0) 96090 (49) Þess skal getið, að G-listi hlaut í Reykjavík 5423 atkvæði og einn mann kjörinn og I-listi 3520 atkvæði og einn mann kjör inn. Atkvæði þessara lista eru talin saman í töflunni. Við talningu atkvæða komu fram 12 utankjörstaðaatkvæði í Reykjavík, sem merkt höfðu verið með GG. Yfirkjörstjórm í Reykjavík úrskurðaði þessi at- kvæði ógild og tók Landskjör- stjórn ekki afstöðu til þeirra, enda skiptu þau ekki máli um styrkleikahlutföll flokkanna á Alþingi. Mun því Alþingi sjálft verða að taka afstöðu til þeirra sem annarra úrslita kosning- anna. Landskjörstjórn telur at- kvæði þessi þó gild og tilhe-yra Alþýðubandalaginu. Síld veidd rétt við Vesfncannaeyjar 3 bátcr komu til Þorlákshafnar með samtals um 580 lesfir Þorlákshöfn 21. júní. SIÐASTLIÐNA nótt kom hingað fyrsta síldin á þessu sumri. Það er hin svo nefnda sunnanlands- síld, veidd nálægt Vestmanna- eyjum. Halkíon kom með 260 lestir og um hádegi í dag komu Kópur og Huginn n með fuil- fermi, samtals um 320 lestir. Þessi mið eru um fjögurra klukkustunda siglingu frá Þor- lákshöfn og ekki er vitað um nema þessa þrjá báta á síld- veiðum sunnanlands. Þessi síld fer öll í bræðslu í Síldarverk- smiðjunni Mjölni hf. og gert er ráð fyrir að hún fari í gang nú um helgina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.