Morgunblaðið - 27.06.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.06.1967, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JÚNÍ 1967. |U2 N- GULLFAXI Framhald a*f bls. 10 ttr í því skyni um nokkra fram- «ð. Völlur fyrir innanlandsflugið Hforður að vera á höfuðboTgar- Bvæðinu eða við það. Viðkom- andi stjórnarvöld hafa gert sér iulla grein fyrir því og munu foyggj a ákvarðanir sínar á þeirri Bkoðun. Flugvöllurinn í Keflavík er talinn vera mjög fullkominn, á Iheimsmælikvarða. Eðlilegt er að totanlandsflugið sé starfrækt það- an. Við þetta tækifæri skal sú ósk framborin að framtaki Flugfé- Jags fslands megi fylgja gifta, foeppni og farsæld. Megi þotan verða til þess að efla flugfélagið og verði sá þáttur í samgöngu- kerfinu, sem aukið verður við, tU hagsældar fyrir þjóðina. Heill lylgi íslenzku framtaki, sem til foagsældar stefnir. Heill fylgi Gullfaxa hvar sem liann fer. . Heill fylgi Flugfélagi Islands. ®Æegi almenningsheill blómgast Og atvinnulífið eflast. Megi þjóð- in ávallt sækja fram og sigrast á öllum hindrunum. HERRA forseti íslandis, hæst- virt ríkisstjóim, góðir þestir og alþjóð, sem á athöfn þessa kunnia að hlýða. Við erum hér stödd í Reykja- víkurflugvelli hafandi verið sjónarvottar að lendingu fyrstu þotuflugivélarinar í eigu íslend- inga, sem er a(f gerðinni Boeing 727. Þetta er því merkisdagur í 30 ána átarfssögu Flugfélags ís- lands, sem við vonum jafnframt að marki tímiamót í samgöngu- sögu þjóðarinar. í geðslagi íslendinga hafa löngum verið snaxir þættir, út- þrá og heimþrá. „Út vil ek“ sagðd Snorri, og I!á þó konungs'bann við að sigla tdl ísl'ands. Bernskudraumur Egils á Borg Var að eignast fley og fagrar árar og halda til annarra landa. íslenddngar urðu líka snemm'a góð'ir farmenn og ferðalangar, sem gerðu viðreist: gengu til Rómar og gistu Rúðuborg og Kænugarða. — Og námu jafn- ■ Vel lönd og álfu. Þeim stofni, sem byggði þetta land var í blóð borinn norrænn þróttur og keltnesk ævintýra- glóð — og enn lifir í þeim glæð- cm. — Við íslendingar vdljum ekfci. vera heimalningar, eða að- exns sögulegir safngripir til ftugnayndis útlendingum, heldur Víðförlir og kynnast þeim heimi, #em við byggjum og nema kunn áttu annarra þjóða án þess að glata þjóðarvitund okkar eða gleyma eigin þjóðháttum. Við erum eylendingar, sem foyggjum land, sem liggur úti í stór-hafi miðja vegu milli tveggja meginálfa hins mennt- aða heims. Samgöngur eru þvi sanarlega lífæð þessarar þjóð- ar. — Samgöngur við önnur lönd ag raunar líka um okikar víðáttumikla en strjiálbýla land. Um alda raðir var það dygg- asti þjónninn, hesturinn, gamli Faxinn, sem tróð slóðir um land ið. Nú eru það „Faxarnir“ í lofti, sem lagt bafa á nýjar slóð ir og flytja okkur iandshorna og landa á milli. Nú hefur okkur bætzt einn nýr við. Og á félagið þá 8 flug- vélar, sem samtals geta tekið 425 farþega í sæti. Sá hinn nýji farkostur, er svo sem vera ber veglegastur og get ur borið flesta farþega otg flutn- ing og skiliað hvorutveggja á skemmstum tíma. — Mun hon- um nánar verða lýst hér af öðr- um en mér. Eitt vil ég ekki láta hjá líða, aðeins að geta þess, að slí'kur kjörgrdpur kostar oftfjár á mæli kvarða fámennrar þjóðar og til- tölulega lítils félags. — Vélin ein ásamt útbúnaði mun kosta upp undir 300 milljónir króna. — 6 flugáhafnir hefur orðið að þjálfa erlendis og um 20 véla- menn sem vinna að eftirliti og viðgerðum. — Lauslega áætlað mun þjálfunarkostnaðurinn einn nemta að minnsta kostd 10 millj- ónum króna. Birgir Kjaran, stjórnarfor- maður F. t Þegar vél ai þessari gerð var valin var á engan háitt rasað um ráð fram og fjölmargar aðr- ar gerðir og stærðdr flugvéla vendilega rannsakaðar af inn- lendum og erlendum sérfræð- ingum. — Og raunar kaupin ekki gerð hjá neinum óvaning- um í flugvélasmíði. Því að Boeing-félagdð hefur að baki sér 50 ára reynslu. — Þessi gerð þótti að rannsókn lokinni bezt henta okkar þörfum í dag, bæði hvað snertir stærð, burð- arþol, fLughraða, þægindi og traustleika þann sem jafnan skal setja efstan á blað í flugi, þó hér sé síðlast nefndur. Til þess að Flugfélag íslands gæti eignast þennan glæsilega flugvélakost þurfti margt að koma til og aðstoðar og fyrir- greiðslu víða að leita. 1 því sam- bandi vil ég fyrir hönd Flugfé- lags Islands sérstaklega færa þakkir: Ríkisstjórn íslands og alþingi, sem með ábyrgð sinni gerðu þessi kaup möguleg, sem, ella hefðu verið útilokuð. — Þá og þeim embættismönnum í ísl. utanríkisþjónustunni, sem hjálp- legir voru. Ekki ber þó sízt að þakka Seðlabanka íslands, bankastjórum og starfsmönnum, sem að málinu unnu fyrir þeirra góða hlut. Einnig erum við þakk látir viðskiptabanka okkar Landsbanka Islands fyrir hans hjálp við að koma þessu hugð- arefni okkar í höfn, sem og fyr- ir fyrri aðstoð við félagið. — Marga aðra mætti tilnefna, sem lagt hafa hönd á plóginn, en hér yrði of langt mál að rekja og nafngreina. Að lokum vildi ég segja: íslendingar eiga í dag meira komið undir góðum flugkosti og traustum fLugmönnum, en fLest- ar aðrar þjóðir. En gleymum því aldrei, að ísland er etoki auð- velt flugland. Góð tæki mega ekki gera okk- ur ógætin. Þau skapa okkur þvert á móti fyrst og fremst aukna ábyrgð. Ég ber tr,aust til áhafna olklk- ar og ég hefi trú á þessum far- kosti. Þarna stendur hún þá þotan okkar, — þotan ykkar — fyrsta þotan í eigu íslendinga. Ég býð hana og áhöfn hennar velkom- in og óska þjóðinni til hamingju með vélina og vona að gæfa og góðir vættir megi fylgja henni og þeim sem með henni ferðast. Herra forseti íslands, Hæstvirt ríkisstjórn, Virðulegir gestir. HIN þróttmiklu og sígildu alda- mótaljóð skáldjöfranna Einars Benediktssonar og Hannesar Haf stein hafa verið þjóð vorri hvatn- ing til dáða allt fram á þennan dag. Ástæða þessa er vissulega ekki einvörðungu hinn hrífandi kveðskapur, heldur og raunar miklu fremur, sú mikla trú, sem skáldin hafa á gæðum landsins og mög-uleikum — ef þjóðin að- eins „vaknar til að vinna“, beitir hugviti og vísindum og trúir á Guð sinn og land. Og þeir marka stefnuna: „Auðlindir sjávar" skulu nýttar, orka .ólgandi fossa“ kvikja „ljós yfir grund“ og land- ið grætt „frá hafi til fjalls“. „Orka með dyggð reisi bæi og byggð“ og iðnaður og verzlun skal fram — svo fátt eitt sé nefnt af hugsjónum þeirra Einars \ Þessar flugfreyjur hittum við um borð í Gullfaxa í gær, þar sem þær voru að kynna sér atarfsaðstöðuna um borð. Talið frá vinstri: Margrét Pálsdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Kristín Snæhólm, yfirflugfreyja F. I., Valgerður Tómasdóttir og Svala Guðmundsdóttir. — Þær voru sérstaklega ánægðar með hve rúmgóð vélin er, og sögðu að ekki veitti af, því að þær yröu að hafa hraðann á sér í samræmi viö hraða þotunnar. Örn Ó. Johnson, forstjóri F. í. Benediktssonar og Hannesar Haf stein. En, „höfum við þá gengið til góðs, götuna fram eftir veg“?, eins og Jónas spurði forðum. Vissulega hafa ekki allir draumar aldamótamannanna rætzt, en margt hefir á unnist og fleira mun fylgja ef „kraft- arnir safnast og sundrungin jafn- ast í samhuga fylking“. Athafnalíf nútíma þjóðfélags er ofið úr mörgum þráðum, sem hver um sig hefir hlutverki að gegna. Samgöngur, á láði, legi og lofti, teljast ti'l þeirra máttar- stólpa, sem allt athafnalíf byggir á — án greiðra samgagna getur nútíma þjóðfélag etoki náð eðli- legum þrozka. Hinum góða farkosti, sem vér fögnum í dag, er það hlutverk ætlað, öðrum fremur, að styðja menn til dáða og greiða götu at- hafna og framkvæmda í landi voru. Með tilkomiu hins nýja „GULL- FAXA“, má segja, að ísland fær- ist nær umheiminum svo nemi helmingi fyrri fjarlægða, því hann mun kljúfa loftið með tvö- földuim hraða þeirra flugvéla, sem Flugfélagið á fyrir. Hann mun á venjulegum starfsdegi, geta flutt næstum hálft þúsund farþega til og frá landinu og flytja farm sinn yfir úthafið í allt að fimmfaldri hæð öræfa- jökuls með hraða, sem nálgast hraða hljóðsins, eða hartnær l, 000 km. á klukkustund. Af- kastageta „GULLFAXA" á hverri klst. í lofti, er 30 sinnum meiri en þeirrar flugvélar, sem fyrir 22 árum síðan ruddi braut íslenzks millilandafluigs, Cata- linaflugbátsins „SNÆFAXA.“ „GULLFAXI“ er smíðaður í Boeing verksmiðjunum í Seattle á Kyrrahafisströnd Bandaríkj- anna. Hann er búinn þrem for- þjöppu hverfilhreyflum af gerð- inni Pratt & Whitney, sem hver fyrir sig hefir 14.000 punda spyrnu, eða, sem í kyrrstöðu svar ar til 5,400 hestafla. Eldsneytisgeymar rúma tæp- lega 30.000 lítra, sem nægir til flutnings fullrar arðbærrar hleðslu 4.200 km. vegalengd með tilheyrandi vara eldsneyti. Lengd flugvélarinnar er 40,6 m. , vænghaf 33 m. og hæð 10.4 m. y Hámartos flugþungi er um 77 lestir og lengdingarþungi tæpar 65 lestir. í farþegasal er rúm fyrir 119 sæti, en ,GULLFAXI“ mun að jafnaði búinn 108 sætum. Auk fullrar hleðslu farþega, getur flugvélin flutt um 3.4 lestir af vörum. Hún er jafnframt þannig útbúin að breyta má hluta af, eða öllu farþegarými til vöru- flutninga. Séu eingöngu fluttar vörur, getur arðbær hleðsla num ið 20 lestum. Áhöfn í stjórnklefa skipa 3 menn, flugstjóri, flugimaður og vélstjóri, en í farþegasal munu 5 flugfreyjur annast þjónustu við farþega. Allur aðbúnaður fyrir farþega og áhöfn er hinn full- toomnasti, sem völ er á í dag. Þotur af þessari gerð Boeing 727, eru taldar hljóðlátari en aðrar þotur, bæði innan veggja og utan. Kemur þar hvorttveggja til mjög vönduð einangrun og for- þjöppúbúnaður hreyflanna. „Gullfaxi er búinn öllum full- komnustu siglingatækjum, sem framleidd eru í dag, m.a. blind- lendingartækjum, sem gera það kleift að lending sé algjörlega sjálfvirk. Alþjóðareglur heimila þó ekki notkun slíks búnaðar til hins ýtrasta enn sem komið er, en gera má ráð fyrir að slík heimild verði veitt innan fárra ára. Einn af mörgum kostum Boe- ing 727 þota eru hinir stóru og áhrifamiklu lofthemlar, sem hef- ir í för með sér, að þær þurfa mun styttri flugbraut til lend- ingar og flugtaks en aðrar þot- ur. Vegna þessa góða eiginleika Boeing 727 hafa margar borgir fengið samgöngur með þotum, sem annars hefðu ekki getað fært sér í nyt þessa nútíma tækni. Hér á landi mun .Gullfaxi", auk þess geta athafnað sig á flugvöllum Reykjavíkur og Keflavíkur, geta notað Akureyr- arflugvöll strax og malbikun hans er lokið, ef og þegar ástæða þykir til. Fyrir rúmum tveim árum var hér á Reykj avikurflugvelli fagn að nýjum farkosti, skrúfuþot- unni „Blikfaxa“. Koma ,J31ik- faxa" markaði tímamót í starfi Flugfélagsins — endurnýjun flugvélakosts félagsins var hafin. Fyrir rúmu ári tókum við á móti annarri skrúfuþotu af sömu gerð — „Snarfaxa." í dag heils- um við fyrstu íslenzku þotunni og að átta mánuðum liðnum er von þriðju skrúfuþotunnar af Fokker Friendship gerð. Hér er stefnt að því marki, að innan skamms tíma starfræki félagið aðeins tvær gerðir flug- véla, þotur og skrúfuþotur, og með því aukist hagkvæmni 1 rekstri jafnframt því, sem nú- tíma tækni eor nýtt, svo sem kost ur er. En hér er um mikið átak að ræða fyrir lítið félag. Saman- lagt kaupverð þessara nýju flug véla ásamt tilheyrandi varahlut- um, nemur um 450 millj. króna. Því er ekki að leyna, að við höf- um spennt bogann til hins ýtr- asta — en við gerum það í anda þeirrar stefnu, sem aldamóta- skáldin mótuðu — í óbilandi trú á Guð okkar og land. „Gullfaxi" — þér er í dag heilsað og fagnað til mikilla starfa. Megir þú verða þjóð þinni til heilla og algóður Guð halda verndarhiendi yfir þér 1 öllum þínum ferðum. Fréttamönnuim gafst í gær kostur á að skoða þotuna að innan, en innréttinig öll er sér- staiklega björt og vistleg. Sætin eru í tveim.ur þreföldum röð- um og tiveir gluggar við hvert sæti. Áklæði eru í ljósum lit, sætin vel stillanleg og gott pláss fyrir stærstu menn að teyigja úr sér. Veggir og loft farþegaklef- ans eru í ljósum, fallegum lit og myndir eru á á’klæðinu, sem tákna ferðamannalandið ís- land. Þar má sjá eldgos, gos- hveri, gamlan torfbæ, Fóstur- lanidsins Freyju, Ingólf Arnar- son, sem táfcn höfuðborgarinn- ar, laxveiðar, sjómann o. fl. — Hefur FlugÆélagsmannium vel tefcizt að gera farþegaklefann sem vistlegastan og þægilegast- an. — Duvalier sýnt hanatilræði Santo Domingo, 24. júní, NTB. — Tveir menn reyndu að ráða af dögum Francois Duvalier, forseta Haiti, þar sem hann var staddur á flug- vellinum i útjaðri Port au Prince að kveðja nokkra ætt- ingja sína sem voru á leið til Parísax. Frétt þessi er höfð eftir heimildarmönnum í ná- grannaríki Haiti, Dómini- kanska lýðveldinu, og fylgdi það sögu að ekki væri þetta í fyrsta skipti sem reynt hefði verið að ráða Duvalier, ein- ræðisherra Haitis um áratug og svarinn harðstjóra, af dögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.