Morgunblaðið - 27.06.1967, Side 28
28
MORGUSNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. JUNI 1967.
EFTIR
KRISTMANN
GUÐMUNDSSON
ykkar um tíma“, sagði Danó við
Ómar Holt, er þeir voru á leið
til stjörnuskipsins. ,,Það er leið-
inlegt að þið skulið enn ekki
haía náð saimbandi við þæf* vit-
verur aðrar, sem á hnetti ykkar
búa — á sömu bylgjulengd og
þið. Þar eru að minnsta kosti
fjórar tegundir slíkrar, auk
mannanna, en þið meðhöndlið
þær allar eins og skynlausar
skepnur. Að vísu eru maurarn-
ir á jörð þinni ekki háþróaðir,
en hafa þó náð langt á sinni
braut og það væri gaman fyrir
ykkur að geta talað við þá“.
„Þetta lagast bráðum", mælti
Míró Kama. „Þeir eru þegar
byrjaðir að spjalla við höfrung-
ana“.
Er þeir komu um borð færði
stjörnuskipið sig innar í sól-
kerfið. Voru nú skoðaðir þrír
skordýrahnettir í viðbót, en.
þarna var þróun þeirra lífvera
allsráðandi. Loks kotnu þeir að
lítiili veröld, á stærð við Mars,
mjög nærri hinni rauðu sól. Eng-
in höf voru þar, aðeins vötn og
elfur, en landrými mikið og allt
vaxið fjólubláum skógi. Heitt
var niðri á hnettinum, en þó vel
líft mönnum, enda komust geim-
fararnir brátt að því, er þeir
flugu yfir skógana í diskum sín-
um, að þarna var fullt af verum
í mannsmynd. Raunar bar mest
á stórum, litfögrum fiðrildum,
er hvarvetna voru á sveimi inn-
an um krónur trjánna, sem voru
víða prýddar litfögrum blóm-
um. En mannverurnar höfðu gert
sér frumstæða bústaði í rjóðr-
um, og á hæðadrögúm, þar sem
gróður var strjáll. Fólk þetta
gekk nakið. Það var fremur smá-
vaxið, en mjög fagurlega skap-
að, og svipmót þess benti tli
að það væri ánægt með tilver-
una.
„Þetta verðum við að atihuga",
sagði Danó. Hann sat við firð-
sjána, ásamt Ómari Holt og
Míró Kama. „Hafið þið nokkru
sinni séð unaðslegri mannverur
— Íítið á hjónakornin, sem eru
að leika sér þarna á flötinni und-
ir ávaxtatrjiánum! Þau gætu
áreiðanlega sýnt þennan dans
sinn hvar sem væri, við mikla
hrifningu á'horfenda.
Diskurinn nam staðar yfir
sléttu rjóðri í skóginum, og
geimfararnir virtu fyrir sér tvær
ungar manneskjur, er stigu þar
dans af þvílíkum þokka og
leikni að hrein unun var á að
horfa. Þetta var ljósbrúnt fólk,
með granna líkami, og fegurð
þess svo fullkomin sem væri það
vordraumur ástfanginna guða.
Stór og dökkfjólublá augu þess
„Carter“ veggflísar
VANDAÐAR ENSKAR POSTULÍNSFLÍSAR
í STÆRÐUNUM: 10x10 cm., 7.5x15. cm. og 10x20 cm.
EINNIG SÁPU- OG SVAMPSKÁLAR TIL INN-
MÚRUNAR. MIKIÐ LITAÚRVAL.
FLÍSALÍM OG FUGUSEMENT.
J. Þorláksson
& Mmann hf.
Bankastræti 11 — Skúlagötu 30.
— Nú ertu búin að fá svefnpoka, og þá geturðu ekki líka
fengið tjald.
ljómuðu af barnslegu sakleysi,
hreinleika og gleði.
„Hér verðum við að fara var-
lega í sakirnar“, sagði Danó lág-
róma. „En ég get ekki stillt mig
um að kynnast þeim dálítið nán-
ar — enda skylda mín. Við skul-
um heilsa þeim með okkar ljúf-
ustu tónurn".
Diskurinn seig ofurhægt niður
í rjóðrið, en frá honum barst
þýð og viðkvæm hljómlist, er
minnti á „bænina" í Finnlandía.
Átti hún einkar vel við ljósraur.t
sólskinið og blíða kyrrðina á
þessum fagra stað.
Pilturinn og stúlkan héldu
áfram leik sinum, eins og ékkert
hefði í skorist, þar til diskurinn
lenti skamimt frá þeiim og geim-
fararnir stigu út. Þá loks hættu
þau, studdu hendi á öxl hvors
annars og biðu átekta.
Ómar Holt andaði að sér fersku
loftinu, sem var fullt af angan
blóma og gróðurs. Svo gekk
hann til móts við unglingana,
ásarnt Danó og Míró Kama; var
Lolla Hratari einnig í fylgd
með þeim, svo og Me-lú Ga-ia
og fmenna Kha. Höfðu þau öll
krosslagðar hendur á brjósti, og
snéru lófarnir upp. Þau fóru
hægt og gætilega, til að styggja
ekki hinar ókunnu manneskjur,
en þær hreyfðu sig ekki úr spor-
um, og var hvorki ótta né undr-
un að sjá í svip þeirra. Piltur-
inn var þó alvarlegur í bragði,
en blítt bros lék um varir stúlk-
unnar. Allt í einu réttu þau upp
hendur sínar til hálfs og tónuðu
bæði sama orðið: ,.EUóí“. Það
minnti á mildan hörpuhljóm.
9vo mælti stúlkan með lágum
og ljúfum rómi: „A ili ema
ollóa“.
Lolla hóf þá samræður við
þau, og innan stundar tókst
•henni að skilja mál þeirra nokk-
urnveginn. „Þau bjóða okkur
hjartanlega velkomin", sagði
hún, og aldrei þessu vant var
enginn fýlusvipur á andliti henn
ar. „Hugur þeirra segir þeim,
eins og þau komast að orði, að
við séum gestir úr annarri ver-
öld. Ég er hrædd um að þau geti
lesið hugsanir okkar, svo það er
vissast að láta ekki á því bera
hvað við erum vond og spillt!“
Lolla glotti og gaut augum til
félaga sinna. Svo hélt hún áfram
að ræða við unglingana, og áður
Tökum að okkur:
NÝLAGNIR
VIÐGERÐIR HEIMILISTÆKJA
TEIKNUM RAFLAGNIR
en langt um leið virtist hun
mæla reiprennandi á tungu
þeirra, eins og þau væru gamlir
kunningjar.
„Þetta er undarlegt fólk“, sagði
hún loks. „Mér skilst að það sé
háþróað andlega en véltækni
hefur það enga — og samt fæ ég
ekki betur skilið en að það þekki
hana. Ég held að við höfum
fundið hérna eitthvað sem er
mjög óvenjulegt?"
Danó fór nú að leggja spurn-
ingar fyrir unglingana, með að-
stoð Lollu, og stóð ekki á greið-
um svörum: „Við erum full-
komlega hamingjusöm á hnetti
okkar, og lifum í friði við al1 ar
aðrar verur. Fiðrildin eru vinir
okkar, og við tölum við þau með
'hugsanaflutningi. Þau eru skyni
gædd og góð í sér. Við störfum
saman að viðhaldi gróðursins, og
það hefur aldrei verið neinn
ágreiningur okkar á milli. Dýra-
tegundir eru hér fáar og frið-
samar, þær lifa á grasi og laufi.
Allir hafa það sem þeir þarfnast
og sækjast ekki eftir öðru. Hing-
að hafa áður komið menn, sem
líktust ykkur. Þeir girntust
perlurnar, er finnast á strönd-
um vatnanna, og við gáfum þeim
þær fúslega. Þeir vildu gefa
okkur sitt af hverju í staðinn, o.g
við vorum þeim þakklát fyrir
góðviljann, en okkur vantaði
ekki neitt".
VIÐGERÐIR Á ELDRI LÖGNUM
VIÐGERÐIR f SKIPUM
GÓÐ ÞJÓNUSTA
„Eru þessar perlur ekki fall-
egar?“ spurði Danó. „Hvers
vegna viljið þið ekki eiga þær
sjálf ?“
„Börnin okkar leika sér stund-
um að þeim, og við sjáum fegurð
þeirra, þótt hún jafnist ekki á
við dýrð hins daglega lífs, þar
sem hvert augnablik er öllum
perlum fegra“.
„Trúið þið á Guð?“ spurði
Danó.
„Guð? — Áttu við ljósið sem
hefur skapað allt? — Já, ég sé
að svo er, og þá höfum við sama
átrúnað. En það sem býr í Ijós-
inu talar við huga okkar, og
kennir okkar að njóta þess sem
okkur er gefið, á réttan hátt. Það
birtir okkur einnig þá leyndar-
dóma tilverunnar, sem við erum
fær um að skynja. Við vitum að
til er mikill fjölda annarra
hnatta, og að menn og dýr lifa
þar lífi sínu. Nú sjáum við f
huga ykkaf, að þið eigið heima
á þessum hnöttum, í fjarlægð.
Við vonum að þið hafið ánægju
af að heimsækja okkur, og allt
sem við megum fyrir ykkur
gera er sjálfsagt og velkomið",
Danó brosti glettnislega.
„Mættum við þá setjast hérna
að hjá ykkur — og heldurðu að
stúlkurnar ykkar myndu vilja
þíðast karlmenn frá öðrum
hnöttum?"
„Ertu orðinn vitlaus, maður!"
tautaði Lolla en þýddi þó spurn-
inguna.
Pilturinn og stúlkan svöruðu
bæði í senn: „Verið þið eins
lengi og þið sjálf viljið. Og þið
getið reitt ykkur á að stúlkurn-
ar okkar munu fagna ykkur af
öllu hjarta".
Danó hristi höfuðið alveg dol-
fallinn. „Við erum á hraðri ferð
núna,“ sagði hann. „En fagur
er 'heimur ykkar og þið indæl-
asta fólkið sem ég hef fyrirhitt
í öllu sólnaihverfinu. Hingað vil
ég koma þegar líður á líf mitt og
aavintýraþrá minni er svalað.14
Hann hugsaði sig um andartafe,
og spurði síðan: „Eiga konurnar
hérna lifandi börn — eða egg?“
„Ég sé í huga þínum hvað þú
átt við,“ anzaði pilturinn. „Börn
CHJÐMUIVDVR HE\KDIKTSSO.\
LÖGG. RAFVIRKJAMEISTARi
RAFTÆKJAVINWSTOFAK TEKGILL
SÓLVALLAGATA 72 — REYKJAVlK — SlMI 22530 - HEIMA 38009