Morgunblaðið - 30.06.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.06.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1967. Guðlaug Árnadótti AÐFARANÓTT sl. sunnudags, 25. júní, andaðist í sjúkradeild Hnaínistu merkiskonan GuðLaug Árnadóttir á 83. aldursári, eftir n*r hálfs annars árs sjúkra- legu. Guðlaug fæddist 6. apríl 1885 að Kirkjuferju.hjáleigu í Öifusi, dóttir hjónanna þar Árna Stein- dónseonar og Sigríðar Jóns'dótt- ur. Ólst hún fyrst upp í for- eldrahúsum, en sumarið 1896 gerði jarðskjálfta mikinn, sem lagði í rústir fjölda býla í Árnes sýslu, einkum í Ölfusi, og hrundi þá bæ-r foreldra hennar í rústir einar. Tvístraðist þá fjölskyldan, — sem margar aðr- a: af þessum sökum, — og flutt- ist hún þá með móður sinni til Eyrarbakka, þar siem hún dvaldist til ársins 1903, er hún fluttist til Reykjavikur og bjó þar ætíð síðan. Árið 1908 giftist hún Jóhanni Hafstein Jóhannssyni, trésmið, síðar skrifstofustjóra, og eígn- uðust þau 11 böm. Af þeim dó eitt í bernsku, en 10 eru á lífi, 7 synix og 3 dætur, þar af tivær búsettar erlendis, en hin öll hér í borginni. Þau Guðlaug og Jó- hann slitu samvistum 1939. Á heimili, þar sem eru 10 tóp- mikil börn á ýmsum aldri, þarf móðirin margs að gæta og mörgu að sinna frá morgni til kvödds dag hvern, margan vanda að leysa svo, að engum sé misgert, margt að vinna, eif halda skal ölliu 1 horfi með þeim takmarkaða aðbúnaði og engum nútíma heimilislþægind- um svo sem tíðkaðist á fýrstu áratugum þessarrar aldar. Vinnudagurinn varð þvi oft langur en hvíldartímmn stuttur. Þegar heimilisstörfum lauk og börnin voru sofnuð, tóku þjón- ustubrögðin við. En hlutverki sínu sem húsmóðir og móðir skilaði Guðlaug, við sínar erfiðu kringumstæður, með slfkum ágætum og myndarbrag, að af bar. í vöggugjöf hilaut Guðlaug líkamLega hreysti, glæsilegt út- lit, andlegt atgerfi, létta lund og kærleíksríkt hjarta, sem um- bar aLLt, fyrirgaf allt og vonaði alltaf allt það bezta. Hún var sannarlega vel gerð kona. Á ölLu þessu þurfti hún lika oft að halda á æfibraut sinni. Það voru þessir meðfæddu og þrosk- uðu, góðu eiginleikar, sem fleyttu henni gegn um lífið þannig, að hún hélt ávalt fullri reisn sinni og glæsiLeik og lét aldrei bugast. Það er mikið æfistárf að ala upp til manndómsára 10 börn. Sú kona, sem slíkt afrekar, skuldar þjóðfélaginu örugglega ekki neitt við brottför sína héð- ar. úr lifL Hitt er ekki minna ViTði, og allrar athygli vert, að hafa leyst það hlutverk sitt í Lífinu sivo vel atf hendi, að öll þessi börn hatfa af ástríki tign- að Guðlaugu og dáð til hinztu stundar, umvafið hana ástúð og ávöxtum þeirra kærleiksfræ- korna, s>em hún sóði í ung hjörtu þeirra, jafnframt því, sem hún leitaðist við að þrostka með þeim þá góðu eiginleika, sem henni sjálfri höfðu verið gefnir í vöggugjöf og síðan þroskað með sér. — Hér talar einnig sínu máli það kærleiks- ríka vmáttusamba'nd og gagn- kvæm umhyggja, sem jatfnan befir ríkt milH GuðLaugar og tengdabarna hennar. Því er minningin um hana hjá þeim — sem og öðrum hennar mörgu vina — heiðrík og björt. Guðla.ug var kona íturvaxin, tiginmannleg á velli og fríð sýnum. Hún var þjóðLeg í hugsun og atihöfnum og bar jaifnan á mannamótum, ef ges.ta var von og bvar sem hún fór, íslenzka þjóðbúninginn sinn, og jók það enn á glæsileik henmar, enda bar hún þann bún- ing hafðinglega. Guðlaiug hafði yndi atf ferða- Löguim og var skem m t ile gur ferðatfélagi, sem jafnan bafði góð áhritf á umhverfi sitt sö(k- um meðfæddrar glaðværðar og léttrar lundar. Etftir að börnin voru farin að heiman, fór bún nokkrum sinnum í heimsóknir tii þeirra dætra sinna, sem er- lendis búa, önnur í Kaupmanna- höfn en hin í London. Að sjáif- sögðu fóru þær með hana í fierðalög víðsvegar um sín 'heimalönd. En hevrt sem hún fór um byggðir eða borgir, jafnt utaniands sem innan, Mæddist hún alltatf sínum íslenzka þjóð- búningi. Hún var er'lendis — sem hérlendis — glæisilegur full- trúi ættlands síns og íslenzkra kvenna og þjóðbúnings þeirra, svo sem bezt mátti vera. Eins og áður er getið, eru börn þeirra Guðlaugar og Jó- hanns 10 á lífi. Þau eru þessi: 1. Guðrún Sivertsen, ekkj a í Kaupmanniahöfn. 2. Sigríður, gift Kristjáni Ska.gfjörð múrara meistara. 3. Ferdinand, skirif- stofumaður, kvæntur Báru Lýðisdóttur. 4. Alexander, fuíl- trúi, kv. Guðfinnu Þórarinsdótt- ur. 5. Svaivar, kennari, kv. Hrefnu Pétursdóttur. 6. Haufc- ur, verkam., ókv. 7. VaLur, prentari, kv. Unni Jóhannes- dóttur. 8. Már, sikrifstotfustjórL kv. Helgu Sigfúsdóttur. 9. Drop- laug, gift Leslie Cooney, Lond- on. 10. Birgir, kaupmaður, var kvæntur Ásdísá Erlendsdóttur, sem látin er fyrir fáum vikum. — 11. barnið, Hilmar, misstu þau ársgamalt. — Baxnabörn og barna-barnabörnin eru nú orðiin yfir 40. Og nú er Guðlaug farin — horfin yfir Landamæri Lifs og dauða. Löngum startfsidegi er lakið — oft mieð sólbjörtum sœlustundum — otft erfiðum, þótt ekki væri kvartað. — Ef til vill þó ei'fiðustum í hennar löngu sjúkdómslegu undir ferðalokin, með otft yfirþyrm- an.di þjáningum, sem hiún þó bar með aðdáanlegri rósemd og hetj.ulund. — Ávallt þaikklát, aldrei kvartandi. Hún va.r hetja í lífinu, — hetja í þjáningun- um, — hetja til hinztu stundar. Utför Guðlaugar verður gerð í dag kL 10.30 frá Dómkirkj- unnL Guðbj. Guðmundsson. AMMA mín er dáin, sú ljúfasta sál, sem mér hefur verið gefin. Eðalmerki hennar voru — — fórnfýsi, góðmennska, ósérhlífni og takmarkalaus dugnaður. Skilning á allt, sem mannlegt er átti hún í ríkasta mæli. Við, sem erum afkomendur þessarar göfugu konu, geymum yndislegar minningar, ekki að- eins í dag, heldur alla daga. Ég þakka góðum Guði mínum fyrir að hafa notið og átt jafn yndislega ömmu og bið ég henni Guðs blessunar. Guðlaug. ------♦♦♦------- - MINNING Framhald af bls. 22 bandi í 38 ár, eða þar til þau fluttu frá Vestmannaeyjum lil Reykjavíkur árið 1963. Þau voru nýlega búin að bygigja þar upp nýtt heimiH í Safamýri 52, er heilsu Lilju hra'kaði, en hún andaðist 19. apríl 1964. Nærri má geta að erfitt hefur verið fyrir Lilju og Jóhann að kveðja Vestmannaeyjar og vinina þar, taka upp heimilið, þar sem þau hofðu búið svo lengi og lifað sína hamingjudaga í gagnkvæm- um kærieika og ástúðlegri frið- semd. Hei/mili Jóhanns og Lilju var rómað fyrir ástúð og gestrisni. MilSLi þeirra og dætranna ríkti slíkiur kærleiki og sikilmngur, sem engin orð megna að lýsa. Eftir að Lilju naut ekki lenigur við skiptust systurnar á uim að létta honum lífið, hlynna að honum, vaka yfir honum og hjúkra, þegar með þurfti. Ef ég heyri góðs manns getið, mun ég ætíð mi-nnast Jóhanns Vilhjálmssonar. í bjargfastri trú og ró, beið ha-nn eftir kalli guðs, sem hann alla ævi hafði treyst og bygigt sitt Mf á. Guð hafði bænheyrt hann, gefið honum far sælt lítf, góða konu, fagurt heim- ili, og mikið þrek til starfa. Og dæturnar, sagði hann eitt sinn, eru mér allt, sem góð börn geta verið sínum föður. Vart gefur að líta mann jafn sáttan við lífið og Jóhann var. Óvini eða óvildarmenn hafði hann aldrei eignazt. Hann kom sér jafn vel við börn sem full- orðna. Hans örlæti í kærleika og viðgerningi átti sér engin tak- mörk. Jóhann var mjög gætinn í umgengni við menn og prúð- men.nskan var eitt af hans aðals- merkjum. Nú er hann horfinn heim, góði gesturinn árrisuli, sem dáði þá mynd, sem lýsx er í upphafi þessarar greinar, góði gesturinn, sem okkur var öllum svo kær, sem búið höfum með honum í Heimakletti að Lau.garvatni. Jóhann hafði einstakar mætur á dótturdætrum sínum, Guðrúnu og Lilju hjúkrunarkonu. Lilja hjúkraði honum af einstakri al- úð í síðustu sjúkdómslegunni. Þær systurnar kveðja nú með söknuði eiskul'egan atfa. Ég votti systrunum Gerði og Hönnu, innilega samúð um leið og ég þakka góðurn vini mínum Jóhanni Vilhjáimssyni samver- una. Jensína Halldórsdóttir. , KARFÁVOCUR Höfum til sölu 130 ferm. íbúð við Kaffavog. íbúðin er 3 svefnherbergi og 2 stofur, eldhús með nýrri innréttingu og bað. Bílskúr um 45 ferm. Ræktuð lóð. Góð kjör. LAUFAS Höfum til sölu fokhelda neðri hæð í tvíbýlishúsi við Laufás í Garðahreppi. íbúðin er um 140 ferm. auk bílskúrs um 25 ferm. íbúðin er 3 svefn- herbergi, 2 stórar stofur, eldhús, bað og vaska- hús, allt á sömu hæð og allt sér. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. EINBYLISHUS Höfum til sölu einbýlishús við Melabraut á Sel- tjarnarnesi. Húsið er tvær hæðir, uppi 3 svefn- herbergi og bað, niðri 2 stofur, eldhús, gesta- salerni ásamt þvottahúsi, bílskúrsréttindi. Lóðin ræktuð og girt. Hagkvæm kjör. - r d*-*. .yt' -TSS* FASTEIGNA SKRIFSTOFAN BJARNI BEINTEINSSON HDL. JÓNATAN SVEINSSON LÖGFR FTR. AUSTURSTRÆTI 17 ÍHÚS SILLA 00 VALOA) SÍMI 17466 Hemlaviðgerðir Rennum bremsuskálar, límum á bremsuborða, slípum bremsudælur. HEMLASTILLING H.F., Súðavogi 14, sími 30135. Félagsheimili Heimdallar opið í kvöld JAMES BOND James Bond BY IAN FlEMtNG DRAWING BY JOHN MclUSXY 1 IAN FLEMING Áður en Bond komst inn í setustofu Goldfingers gat hann heyrt einmitt það, lem hann hafði búizt við Hann laumaðist hljóðlega inn í setu- stofuna.... Dró fimmu og fjarka. Hefur fullt Can- asta með fimmum og tveim tvistum........... Kastar fjarka. Hefur kóng, gosa, niu, sjóu _... Fyrir utan .... Dró drottningu og kóng. Hefur drottn- ingafernu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.