Morgunblaðið - 30.06.1967, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.06.1967, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1967. Þrjú landslið berjast í Laugardal eftir helgina IMorðmenn og Sviðr senda hing- að yngri menn sína vegna 20 ára afmælis KSÍ Á MÁNUDAGS- þriðjudags- og miðvikudagskvöld fer fram á Laugardalsvellinum þriggja landa knattspyrnukeppni yngri manna, eg er tilefni 20 ára af- mæli KSÍ, sem var í marz sl. Það eru Norðmenn og Svíar sem sækja okkur heim og keppnin stendur milli liða skipuðum mönnum undir 24 ára aldri. ís- lendingar hafa einu sinni gengið tU landsleiks í þeim aldursflokki — móti Dönum í fyrra og unnu Danir 3-1. KSÍ valdi að halda upp á tví- tugsafmæli sitt á þennan hátt. í*á er sambandið varð 10 ára efndi það til þriggja landa keppni A-landsliða milli Dana, Norðmanna og íslendinga, og þá var jafnframt um vígslumót að ræða á Laugardalsvellinum — fyrir grasvöll á íslandi. ísl. landsliðið var valið í gær og er skipað þessum mönnum: 1. Sigurður Dagsson Valur 2. Jóhannes Atlason Fram 3. Guðni Kjartansson ÍBK 4. Magnús Torfason, fyrirliði, ÍBK 5. Ársæll Kjartansson K.R. 6. Þórður Jónsson K.R. 7. Bjöm Lárusson Í.A. 8. Kári Árnason Í.B.A. 9. Hermann Gunnarsson Valur 10. Eyleifur Hafsteinsson K.R. 11. Eimar Geirsson Fram. Varamenn: Kjartan Sigtryggsson Í.B.K. Ævar Jónsson Í.B.A. Sigurður Jónsson Valur Jón Jóhannsson Í.B.K. Hörður Markan K.R. Er um 4 breytingar að ræða frá landsleiknum á Spáni, mark- vörður, v. bakvörður, v. fram- vörður og h. útherji, en allar eru breytingarnar vegna þess að hin ir sem fyrir voru mega ekki leika vegna aldurs. íslendingar hafa nokkra sér- stöðu í þessum leikjum. Þeir hafa sitt A-landslið að undanskildum 4 breytingum, en hjá Svíum eru 2 landsliðsmenn og 3 hjá Norð- rnönnum. Þessi keppni ætti að geta orðið mjög skemmtileg og ísl. knatt- spyrnumenn að fá mótherja sem þeim ber, Norðmennirnir koma hingað í kvöld 20 talsins, 16 leikmenn og 4 fararstjóra. Svíar koma á sunnudagskvöld, 16 leikmenn, 4 fararstjóra og auk þess 6 menn úr stjórn sænska knattspyrnu- sambandsins. Norðmennimir farja á laugar- daginn í ferð um Reykjavík og á sunnudag um Þingvöll og Hveragerði. Sömu ferð fara Svíar á mánudag og þriðjudag. Á miðvikudagskvöldið að lok- inni keppni heldur menntamála- ráðuneytið boð fyrir liðsmenn og gesti. Ungir Hafnfirðingar að leik # þ róffanámskeið í Hafnarfirði ÍÞRÓTTANÁMSKEIÐ verður haldið í sumar (júlí-ág.) fyrir drengi og stúlkur á aldrinum 7-13 ára. Kennt verður á þrem- ur íþróttavöllum bæjarins, þ.e. Hörðuvöllum — Hringbrautar- vellinum — skólamót við Lækj- arskóla. Á námskeiðinu verður: fótbolti, handbolti, 'badminton, leikir, göngur og fleira. Innritun fer fram föstudag 30. Fyrsta þátttaka Islands í Evrópubik- arkeppni í frjálsum heppnaðist vel — rætt v/ð Jóhannes Sæmundsson þjálfara — ÞEGAR á heildina er litið má segja, að fyrsta þátttaka ts- lands í Evrópukeppni í frjáls- um iþróttum hafi heppnazt með ágætum, sagði Jóhannes Sæ- mundsson þjálfari landsliðsins er Mbl. ræddi við hann um írlands förina. — Við gerðum okkur grein fyrir því fyrirfram að við höfðum enga möguleika til sig- urs, en allir okkar menn stóðu fyrir sínu og sett voru tvö glæsi leg íslandsmet. Annars reiknuð- um við með að írarnir væru sterkari en raun varð á, og er ekki fráleitt að segja það, að með svolítið meiri heppni og þátttöku allra okkar beztu manna hefðum við átt að sigra þá. Völlurinn sem keppt var á 2. deild í KVÖLD kl. 20.30 fer fram á Melavellinum í 2. deild íslands- mótsins milli Þróttar og Sigl- firðinga. var mjög góður. Það eina sem hefði mátt finna að, var niður- koman úr hástökki og stangar- stökki. Síðan sagði Jóhannes okkur stuttlega frá keppninni: Hlaupagreinarnar — Fyrst ber að nefna 800 metra hlaupið. 1 því tóku þátt, auk Þorsteins Þorsteinssonar, tveir hemsþekktir hlauparar. Fyrstu 200 metra hlaupsins leiddi Þorsteinn á 27,0 sek., en þá fóru írinn og Belgíumað- urinn frammúr. Fyrri 400 metr arnir voru hlaupnir á 54.0 sek. Þegar 250 metrar voru eftir í mark varð Þorsteinn að sleppa keppinautum sínum, en átti svo ágætan endasprett og vann þá heldur á þá aftur. Tíminn á Þorsteinn var skv. minni klukku 1:50,0 mín., en úrskurð- ur tímavarðar hljóðaði upp á 1:50,2 mín. íslenzkt met. Þor- steinn stóð vissulega ekki að baki keppinautum sínum í öðru en því að hann er ungur og Hörð keppni hjá GR HIN árlega „Fola Vola“ keppni GoLfklúbbs Reykjaivíkur hófist í fyrraikvöld og voru þá leiknar 12 holur. Alls er keppnin 72 hod- ur. Verða leiknar 24 holur á morgun, laugardag, og 36 holur á sunnudag. Bftir fyrstu 12 holur keppn- innar var staðan þannig: Helgi Jakobsson 50 högg Einar Guðnason 53 Þorbjörn Kjærbo 54 Sveinn Eirilksson 55 Jón Þorsteinsson 56 Helgi Eiríksson 56 Ólafuir Hafliðason 56 IngólÆur Isebarn 57 Óttar Yngvason 67 Ólatfur Bjarki Ragnarsson 58 ekki fullharðnaður sem íþrótta- maður. Má mikils af honum vænta í framtíðinni. Þá setti Þorsteinn einnig unglingamet í 400 metra hlaupi og veitti harða keppni allt þar til að kom á beinu brautina en þá varð hann að gefa eftir. írinn setti í þessu hlaupi nýtt landsmet og hljóp á 47.3 sek. 1 100 og 200 metra hlaupum keppti Ólafur Guðmundsson. Hann náði verri tíma en til stóð í 100 metra hlaupinu, þar sem hann „sat eftir“ í startinu.4 Þá höfðum við gert okkur vonir um að Halldóri Guðbjörns syni tækist að sigra írann í 1500 metra hlaupimu. Frá upphafi var mikill hraði í hlaupinu og fylgdi Halldór keppinautum sínum vel eftir. En þegar um 3—400 metr- ar voru eftir af hlaupinu, stífn- aði Halldór upp og varð að gefa eftir. Eigi að síður náði hann sínum bezta tíma í ár í hlaup- inu. í 500 metra hlaupinu hljóp Þórarinn Arnórsson prýðilega, ekki sízt þegar tekið er tillit til þess, að hamn hefur ein- göngu æft millivegalengdir, en ekki langhlaup. Náði hann sín- um bezta tíma á þessari vega- lengd. Sama má segja með Trausta Sveinbjörnsson í 400 metra grindahlaupinu. Hann hljóp prýðilega og getur örugg- lega bætt tíma sinn til mikilla muma, þegar hann er búinn að læra að fara betur yfir grind- urnar. Stökk — 1 hástökkinu höfðum við reiknað okkur fyrirfram auð- veldan sigur og var það reikn- að út frá fyrri árangrum kepp- enda. Svo fór að Belginn veitti Jóni harða keppni. Báðir stukku 1.96 metra, og var það persónu- legt met hjá Belganum. Átti hann og betri tilraunir við 2.02 metra, en Jón. Augljóst var þó, að Jón er miklu betri hástökkv- ari en keppinautar hans, þó að þetta væri ekki hans dagur. í langstökkinu var keppnin mjög spennandi. Ólafur stökk um 7,20 metra, í ógildu fyrsta stökki, en leiddi keppnina síð- an unz Belginn tók forustuna í 4. umferð. Því svaraði Ólafur með því að stökkva 6.96 metra í 5. umferð og taka forustu á ný. .í sömu umferð náði svo Belginn að stökkva 1 sm. lengra og sigraði hann á því stökki. í síðustu umferð stökk Ólafur 7,00 metra, en stökkið var „hárfínt" ógilt. Páll Eiríksson náði 3. sæti í stangastökkinu, en hann og ír- inn fóru báðir byrjunarhæðina 3,60 metra, í annarri umferð. Áttu við alls ekki von á öðru en þriðja sæti í þessari grein, þar sem írinn hafði áður náð miklu betri órangri. í þrístökkinu veitti Jón Þ. Ólafsson íranum óvænt mikla keppni og skildi aðeins einn sm. á milli þeirra. Köstin — „Hvað skyldi Guðmundur kasta langt um fimmtugt, ef hann heldur svona áfram“, varð fararstjóranum okkar Þórði B. Sigurðssyni að orði þegar Guð' mundur varpaði kúlunni 17,78 metra. í þessari grein var ekki um neina keppni að ræða, þar sem Guðmundur bar höfuð og Framhald á bls. 19 júní á Hörðuvöllum við Lækinn frá 9.30—12 og 1.30—4.30. Þátt- tökuskírteini 25 kr. Geir Hall- steinsson fþróttakennari sér um námskeiðið. Mikilvægt er a@ vera með frá byrjun. Námskeið- ið verður 5 daga vikunnar, þ.e. frá mánudegi til föstudags, ef næg þátttaka verður. Dagskrá- in verður að líkindum þessi: Fyrir hádegi: 9.30 — 10.30 drengir 7-10 ára 10.30 —i 11.45 stúlkur 7-10 ára Eftir hádegi: 1.30 — 3.00 drengir 11-13 ára 3.00 — 4.30 stúlkur 10-13 ára Nauðsynlegt að vera með strigaskó. -----♦♦♦------- Mót 2. flohks kvenna ÍSLANDSMÓT í handknattleik 2. flokks kvenna verður háð 1 Vestmannaeyjum 22.—23. júlí n.k. Þátttökutilkynningar berist til Jóns Kr. Óskarssonar for- manns handknattleiksráðs Vest- mannaeyja fyrir 9. júlí í póst- hólf 228. ----+♦+------ Heimsmet RON CLARKE, Ástralíu setti 1 dag nýtt heimsmet í 2ja mílu hlaupi í Vasteras, Svíþjóð. Tím inn 8,19.8 er næstum þremur sek. betri en eldra heimsmetið, sem Frakkinn Michael Jazy átti, en það var 8.22.6. ----♦♦♦------ Drengjameis’.- oramótið 8. og 9. júlí Keppnisrétt hafa drengir, sem verða 18 ára á almanaksárinu, svo og yngri drengir. Keppnis- greinar fyrri dag eru: 110 m, greind., 200 m., 800 m., 4x100 m, kúluvarp, spjótkast, langstökk, og hástökk. Seinni dagur: 200 m. grind., 100 m., 400 m., 1500 m., kringlu- kast, sleggjukast, stangarstökk og þrístökk. Þátttaka tilkynnist Frjáls- íþróttaráði Akureyrar, pósthólf 112 fyrir 6. júlí. (Frá Frjálsíþróttaráði Akur- eyrarþ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.