Morgunblaðið - 22.08.1967, Qupperneq 19
MORGrTJNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1967
19
Flugdagurinn
FLUGDAGURINN var á laug-
ardaginn í ágætu veðri. Mikill
fjöldi fólks fylgdist með hinum
ýmsu sýningaratriðum af áhorf-
endasvæðinu á Reykjavíkur-
flugvelli og ofan af Öskjuhlíð.
Flugmálafélag íslands stóð
fyrir flugdeginum eins og endra
nær og var þetta sá níundi í
röðinni.
Fyrsta atriðið á flugsýning-
unni var hópflug tuttugu og sex
litilla flugvéla yfir horgina. Síð-
an sýndi Þórður Hafliðason, ís-
landsmeistari í svifflugi, list-
flug á svifflugu g Elíeser Jóns-
son listflug á Tékknesiku fim-
leikavélinni.
Þrír Flugbjörgunarsveitar-
raenn stukku út úr flugvél í
fallhlífum og lentu mjög nálægt
ákveðnum stað. Eiríkur Krist-
insson, stökkkennari, stökk síðan
úr rúmlega 3ja kílómetra hæð
og lét sig falla langa hrið áður
en hann opnaði fallhlífina. Þetta
atriði vakti vafalaust mesta at-
hygli ahorfenda.
Gullíaxi, Boeing-þata Flug-
félagsins flaug lágt yfir vellin-
um ásamt Candaair RR 400
skrúfuþotu Loftleiða og orustu-
vélar af Keflavíkurflugvelli
þutu yfir áhorfendur.
Flugdagurinn 1967 tókst vel á
flesta lund, ekki sizt vegna hins
prýðilega veðurs.
— Hong Kong
Framihald af bls. 1
voru staddar bundnar við jörðu
en allri umferð, sem von var á
í dag, var beint til Manila, Tai-
pei og Bangkok. Flest skip í
höfninni í Hong Kong héldu á
haf út, en ferjur allar hættu ferð
um nokkru eftir hádegi og sömu
leiðis sporvagnar og strætis-
vagnar bæði í Hong Kong
.sjálfri, í Kowloon og á öllu svæð
inu milli þeirra og allt að landa-
m-ærunn Kína, tæpum 40 'km.
norðar. Enga leigufeíla var að fá
í borginni og einkabifreiðar
voru varaðar við að fara eftir
vegum þa>r sem von var á skriðu
föllum. Úrhellisrigning var í
Hong Kong og dró ekki úr henni
eftir hádegið. Hálf tylft vega var
ófær af skriðuföllum og tveir
vegna rafmagnslína sem fallið
höfðu yfir þá í óveðrinu. Nakk-
ur slys hafa orðið á rnönnum, en
ekki dauðsföll svo vitað sé. Veð-
ur.firæðingar sögðu, að fellibyl-
urinn myndi fara yfir Kína-
strönd hjá portúgölsku nýlend-
unni Macao, tæpum 65 km. vest-
an Hong Kong, á mánudags-
kvöld og var þar mikill viðbún-
aðurl að mæta „Kötu“.
Ofbeldi linni 15. september
Hermt er, að Mao Tse tung
háfi fyrirskipað Rauðu varðlið-
unum að hætt skuli öllum of-
beldisaðgerðum 15. septembec
n.k. ella muni Kínaher skerast
í leikinn.
Peking-útvarpið tilkynnti í
dag, að andstæðingar Maos hefðu
ráðizt að Rauðum varðliðum í
Tzekung í Szechuan-fylki i marz
sl. og kúgað grimmúðlega en
ekki til lengdar.
Herinn ræður úrslitum
í málgagni miðstjórnar kin-
verska kommúnistaflokksins,
„Rauða fánanum“, sagði á sunnu
dag, að það væri Kínaher að
þakka að sjá mœtti nú ifyrir full-
an sigur Mao-sinna í menningar
byltingunni miklu, herinn hefði
ráðið þar úrsilitum.
Ágreiningur með Lin Piao
og Chiang ching?
Þjóðernissinnastjórnin á For-
mósu kvaðist hafa það eftir njósn
urum sínum á meginlandinu, að
upp væri kominn ágreiningur
með Lin Piao, varnarmálaráð-
herra Kína og Chiang ching, eig
inkonu Mao Tse tungs. Fylgdi
það sögu, að þessu til staðfest-
ingar væri það, að rauðir varð-
liðar sem Chiang ching hefði
látið senda til Lhasa frá Peking
ynnu þar yfirmanni herstjórnar
innar í Tíbet, Ohang Kuo-hua
hershöfðingja, allt það ógagn er
þeir mættu og það í trássi við
samkomulag, sem þeir hefðu
gert sin í milli hershöfði'nginn
og Lin Piao.
„Skuld“ Breta við Kína
Ekki linnir hótunum kín-
verskra yfirvadda um að reka
Breta burt frá Hong Kong. Á
sunnudag fjallaði „Dagblað þjóð
arinnar" í Peking um málið og
sagði, að brezka nýlendan hefði
verið hluti Kínaveldis frá örófi
alda, en Bretar hrifsað hana úr
höndum Kínastjórnar eftir ópí-
umstríðið fyrir rúmri öld og
síðan lagt undir sig Kowloon
og nærliggjandi héruð og þessa
skuld yrðu Bretar fyrr eða síð-
ar að greiða Kínverjum.
Þá báru kínversk yfirvöld firam
harðorð mótmæli á sunnudag
g'egn meintri ofsókn Breta á
hendur kínverskum blöðum og
blaðamönnum í Hong Kong og
hótuðu öllu illu ef ekki yrði geng
ið að kröfuim þeim er settar voru
fram í þessu sambandi, m.a.
þeim að þrjú blöð sem bönnuð
hafa verið fái að k'oma út á ný
og sleppt verði úr haldi 53 mönn
um sem handteknir hafa verið.
Bretar neituðu að taka á móti
mótmælaorðsendinguhni, sögðu
orðalag hennar óviðurkvæmilegt
og ekki viðtöku veitandi. Ekki
voru Bretar ýkja áhyggjufullir
vegna mótmælaorðsendingarinn-
ar og bentu á að Kína hefði til
þesa sent Bandaríkjunum 438
„alvarlegar viðvaranir“ vegna
brota gegn loifthelgi Kina.
Bretar krefjast verndar til
handa brezkum borgurum
í Kína
Birezka stjórnin áminnti í dag
Kínastjórn um ábyrgð þá er á
henni hvíldi að tryggja líf og
limi ferezkra borgara í landinu.
Rauðir varðliðar réðust á Æöstu-
dagskvöld inn á heimili frétta-
ritara Reuters í Peking, Anthony
Greys, sem situr nú í stofufang-
elsi í mótimælaskyni við aðgerð-
ir brezkra yfirvalda í Hong
Kong síðustu daga gegn blöðum
kommúnista í nýlendunni. Pestu
varðliðarnir upp áróðursspjöld
á veggi en unnu ekki spjöll á hús
inu sjálfu og gerðu ekki Grey
mein. Lögreglumenn eru á verði
við húsið, en símasambandslaust
er við fréttaritarann og hann þyí
ekki sjálfur til frásagnar um at-
burði.
Heitið 25.000 Hong Kong-dölum
til höfuðs banamanni tveggja
barna
Yfi'rvöld í Hong Kong hafa
heitið 25.000 Hong Kong-dölum,
ja.fnvirði 4.500 Bandaríkjadala
eða tæpum 200 þúsundum ísl.
króna, hverjum þeim er veilt
geti upplýsingar er leiði til hand
töku þeirra er urðu að bana
tveimnr kínverskum börnum á
sunnudag sl. voru börnin tvö,
átta ára telpa og tveggja ára
bróðir hennar, að leik á götu úti
er sprengja sprakk í námunda
við þau og varð 'báðum að bana.
Onnur sprengja sprakk í Hong
Kong sama dag og er nú tala
þeirra er látizt hafa í sprengju-
tilræðum og öðrum áþekkum at-
vikum að undirlagi kommúnista'
í nýlendunni undanfarna þrjá
mánuði, komin up í 28. Lögregl-
an í Hong Kong leitar nú ákaft
hermdarverkamanna kommún-
ista og í dag voru gerðar óvirk-
ar 11 sprengjur sem fundust
víða í nýlendunni, þar af tvær •
við barnaleikvöll í Kbwloon.
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA.SKRIFSTOFA
SÍIVll