Morgunblaðið - 22.08.1967, Síða 20

Morgunblaðið - 22.08.1967, Síða 20
MORGUNELAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1967 20 Sigurður Greipsson Haukadal, sjötugur ÞÁ hef ég verið á bamsaldri, er ég sá þig fyrst, — stórskorinn seið'karl, er hrærðir í pottum Geysis. Seinna heyrði ég þig frægðan fyrir íþróttir þínar og skóla. — Þá var ég síðhærður unglingur á gelgjuskeiði, langur sláni, einrænn í hátturn, og karl- arnir, vinnufélagar mínir, gerðu sér það líklega til gamans að gizka á, hvað mætti téilga úr þessari unglingsspýtu. Þeir sögðu: „Þú þyrftir að komast til hans Sigurðax Greipssonar.“ — Þá fékk ég þann grun, að þú værir sá maður, er gæti gert unga drengi 'hrausta og upplits- djarfa, og sá grunur hvarf aldrei að fullu frá mér. Nofckrum ánum síðar var ég orðinn sóknarprestur þinn. Þá var að hausti til haldið kveðju- samsæti við Geysi, — á Sönd- unum, eins og Tungnamenn kalla þar. Þá voru þau séra Eirík ur og frú Sigurlaug kvödd. Þar reis hver bændahöfðinginn af öðrum úr sæti sínu og flutti ræðu, Skúli í Tungu, Þorsteinn á Vatnsleysu, Guðjón á Tjörn, þú og margir fleirL Þeir töluðu allir snjallt mál af ein- lurð. Mér verður það æ minni- stætt. Ég skyggndist það kvöld inn í veröld, sem ég hugði ekki til vera. Hvernig átti mig að gruna, að svo málsnjallir höfð- ingjar byiggðu eina' sveit? Ræð- urnar man ég ekki, — man að- eins, að þær lýstu einlægri vin- áttu og tryggð, en það eitt var engin nýjung, því að þannig töl- uðu Tungnamenn ávallt um þau Torfastaðahjón. Og þó man ég eina setningu, eina hendinigu af því, sem þá var talað. Þú stóðst á miðju -gólfi í salnum. Þú va-rst heima. Þú varst konungurinn í þessari höll, og þú byrjaðir ræðu þína þannig: „Ég kvíði að heyra haustvængsiins snögga þyt.“ Ég sé enn eldinn í augum þér, heyri þungann í rómnum — og finn og heyri haustvængsins snögga þyt fara um salinn. Nokkru áður höfðum við bundið fasfmælum, að ég skyldi aðstoða þig við skóiann þá um veturinn. Þá urðu samfundir okkar margir. Næstu átta vetur sat ég í stofiu þinni tvisvar og þrisvar í viku um svartasta skammdegið. Ég hafði bæði skemmtun og uppbyggingu af kennslunni ag kynntist auk þess mörgum góðum drengjum, sem ég hef mætur á síðan, en beztar voru þó ávallt stundirnar uppi í storfunni þinni. — Þar voru bæibur nógar til þess að stelast í. Þar voru geymdir góðir grip- ir, en afreksmenn höfðu barizt um. Þar var keimur af erlend- um þjóðum í ýmsum kynlegum gjöfum og gripum. Og glugginn vissi að hverunum, Laugartelli og Bjarnarfelli. Og þar varst þú gja-rna sjálfur. Ýmist var þar lesið, skrifað eða skrafað. Um- ræðuefni skorti aldrei. Þú kunn- ir sögur af margs kyns gestum, er þig höfðu sótt heim, einnig af sveitungum og vinum. Margar voru þær eitthvað spaugilegar, og það var gaman að hlæja með þér. Þú gazt verið spurull og meinháðskur. Þú hugsaðir og sagðir marigt um sveitarmál, þjóð mál og jafnvel kirkjumál. Ég lét mér oft fátf um finnast margt af því, en þér var aldrei sarna um neitt. Oft varst þú annað hvort í gamni eða alvöru alger- lega á móti meiri hlutanum. — Þér þótti ekki sjálfsagt, að eibt sveitarfélag byggði sér samkomu hús fyrir milljónir. — Þú vEdir vita til hvers ætti að byggja upp í Sfcálholti. Oft hef ég heyrt þig nefndan afiturhaldssegg, en bezt gæti ég trúað, að sú nafnbót og aðrar slíkar kitluðu eyru þín, því að þú ert alla tíð dálítið brellinn og stríðinn. Það ætlar ekki að eldast af þér. Þú last ljóð og talaðir um skáldiskap, hafðir mætur á Grími Thomsen, Þú áttir tryllt- ara stóð en aðrir bændur. Eitt sinn, er vegur tepptist frá þér af snjóum dögum saman, settár þú mig á gatnlan víkingshest og reiddir mi-g að Múla. Það var skemmtileg tilbreytni, og þér fór vel að vera á hestbakL — Ég sá þig aldrei glíma, en í mínum augum ert þú allra manna lik- astur hin.um fornu vikingum í sjón og raun — af þeiim, er ég hef þekkt. Því veit ég, að þú hef-ur sómt þér vel sem glímu- kónguriinn ósigrandL Þó verð ég að játa, að það fellur mér alltaf bezt við atgervi þitt og gerviieik, að þér er ekki gjarnt að fjölyrða um það eða miklast af þvi Ég herf aldrei heyrt þig ræða um afrek þín í glímumni — né heldur önnur afreksverk, er þú kannit að hafa unnið. En það hefur mér aldrei dul- izt, að skólinn þinn og piltamir þínir stóðu þér næst hjiarta, Ég skE það vel nú orðið. Fyrir þenna-n skóla lagðir þú allt í sölurnar. Hann var lífshugsjón þín og varð lífsstarf þitt. — Þú varst þjóðlfraegur maður yngri en þrítugur, og þér hiefði senni- lega enzt frægðin, ef þú hefðir gerzt gegn bónd-i eða íþrótta- kennari í þéttbýlinu og látið svo skrá frægðarsögu þína á raups- ár-uinum. En þér var ekki nóg að vera glímukonungurinn frækni. Þú áttir ógoldna skuli við ísland. „ísia-ndi allt“, það var þitt kjörorð, og þú lézt efcki sitja við orðim ein. Þú sást sýnir, og þær sýnir skyldu rætast: „— Handan við jökla og höf lyftist gullni sprotinn til höggs móti forneskju-draug- unum töturbúnum. Nú finnst mér þín vormótt, ís- land, sem skjálfandi skar mót skinandi degi. — Álög þín verða brotin.“ Þú hefur aldrei fjölyrt úm það við mig — né aðra svo, að ég hafi heyrt, hvílíkt áuæðisverk og þrekraun það hafi verið að koma skólanum á fót. En oft bef ég leitt hugann að því. Þú brauzt tú mennta af sjálfsdáð- um og sigidir til framandi þjóða til þess að búast sem bezt undir lífsstarfið. Um þrítugt varst þú albúiinn til atlögunnar. Þú vild- ir koma upp íþrótta- og lýð- háskóla í Hkingu við hima beztu, er þú faafðir kynnzt erlendis. Þannig vildir þú vinna að menn ingu og vakningu fainnar ís- lenzku þjóðar. — Þú varst höfð- imgjadjarfur, gekfcst á fund áhrifamikils stjórnmálamanns og baðst um liðsinmi, fékkst synj un. Þá sóttir þú faeim Jófaannes Reykdal í Hafnarfirði og hittir fyrir mann, sem var jafnoki þinn að áræði og drengskap. Hann sendi þér húsgrindima tilhöggna heim undir Torfastaði. Lengra varð henni ekki ekið á bílum. En er þú hiafðir brotizt með hana um vegleysu-r alla leið upp að Geys-i, sendi hann þér einnig mann til þess að reisa hana. Þessa sögiu þarf raunar ekki að segja þér, en ég vænti þess, að aðrir, sem betur kunna hana, sjái svo um, að hún falli ekki í gleymsku. Og svo hófist sfcólastarfið. Ég veit, að þér hefur verið létt um hjanta, þegar fyrstu nemendurn- ir voru seztir á skólalbekkinn. Það er haft á orði hér heima í Tungum, að þú farir að greikka sporin og lyfta brúnum á hverju haiusti, þegar líður að skólabyrj- un. — Og ár liðiu. Nemendum fjölgaði. þrátt fyrir harðindi og kreppu Á fjörutíu ánum er-u nemendur þínir orðnir um átta hundruð. Það faefur verið firemur hljótt um lífsstarf þitt. Því undras-t ég aldreL er ég hitti fólk, sem spyr um sikólann þinn, hevnsu um- fangsmikill hann sé og hversu mifcill ávöxtur hans. Þannig hlefði ég þu-rft að spyrja, áður en ég gerðist samstarfsmaður þinn. — En nú hef ég árum saman fylgzt með því, hversu þú breytir uppburðarli-tlum og gelgjulegum unglinigum í frjáis- leig og drengileg karlmenni, — ég hef séð þá ganga djarflega til leiks að vori og glíma, svo að þeim hljóp kapp í kinn, og ég hief séð það, sem mér þykir mest til koma: Þeir h-afa hver af öðrum gengið fram á leikvöll Ufsins og gJímt þar þér til sóma. Það er alkunnugt, að rnargir nemendur þínir hafa orðið glímukóngar og fræknir íþrótta- menn. Hinu hiefur verið minni gaumur gefinn, að þeir eru ó- taldir, sem hafa reynzt nýtir for- ystu- og féJagsrruenn í sínu um- hverfi 'hvarvetna um landið. Þú k-annit að verða þess var, að starf þitt sé stund-um van- metið. Ekki hef ég orðið þess var, að þú hafir verið heiðraður með orðum eða na-fnbóbum, og ef til vill hefur þér einhvern tirna orðið hugsað til þess, að enginn er spámaður í átthögum sínum. En þessar lín-ur hef ég ritað fyrir mí-na hönd og sveit- unganna til þess, að þér mætti ljóst verða, hversu mikils þú ert metinn hér. Ég hef það fyrir satt, að meiri hluti þeir-ra bænida, sem í B iskupstun-gum búa og ynigri eru en fimmtugir eða svo, séu niemendur þínir. Allir hafa þeir bundið við þig æviílanga vináttu, en sjálfiur getur þú gleggst séð, hver áhrif þú faefur haft á þá. Þú er-t þess vegna einhver mestur ræktunarmaður í Biskupstungum og þótt víðai væri leitað. Þess minnast Bisk- upstungnamenn með þakklæti í dag, er þú er-t sjötugu-r. Þeir minnast þess og játa það, að þú gekkst manna fremsf í því að gera garðinn frægan, fynst með íþrótt þinni, síðar með skólan- um og na-usn þinni við ges-ti og gangandi og síðast en ekki sízt með t-ryggð þinni og vináttu við Geysi gamla. „Fjal'lbrúð-.ur alein í heimi, þögul og há. Vort hja-rta er í ætt við þann loga, sem felur hú-n inni. Vér berum oft létt, eins og lín- traf, hvað aðrir sjá, þó leynist bálsins eyðia-ndi rót oss í sinni.“ Þannig segiir einnig í ljóðinu sem þú vitnaðir til í kveðju- samsæti fyrir 12 árum. Síðan hef ég hey-rt þiig halda margar ræður. Ma-rgar voru þær kynngi magnaðar, því að eldur brann undir hverj-u- orði. Ég hef glaðsit með þér, er þú heils- aðir memendium að faausti, klökknað með þér, er þú kvadd- i-r þá að vori. Þú heflur talað um hið fegursta og göfigasta með mönnum, svo að sál mín brann einnig. Þú hefur talað þannig um tign og fagurð landsins, að það va-rð feg-urra- í a-u-gum mínr um en áðu.r. — Guð gafi þér sannarl-egia meira en mörigum öðrum, stóra sál, glögga sýn, eld í hjarta. Þess vegna veit ég, að sorg þín hef-ur verið dýpri en annarra manna, — og gleði þín einnig meiri og barnslegri. Góði vinur, — ég kvíði ekki að heyra haustvængsins snögga þyt frá þeim hreiðrum, sem þú hefiur hlúð að. Þar dafnar ekki farþrá til suðrænna hagia-. Nei, sjálfur varst þú „melgrasskúf- urinn harði.“ Og fræ þitt (hefur fiokið um landið og víð-a skotið rótum. Eitt sinn talaðir þ-ú við unga drengi um signinguna, svo ágæt- lega, að ég mun minnast þess. f dag bið ég þe-ss, að Drottinn signi þig sjálla-n með eigin hendi. Megi gæfa og néð bú-a í húsi þinu lan-ga ævi og aðrir uppskera með gleði, þar sem þú sáðir. Við hjónin samfögnum þér og Sigrúnu, somum þínum og fjölskyldu allri. Guðm. ÓIi Ólafsson. ÞAÐ hefur ávallt verið gæfa fs- lands að eiga einstaka dygga og dja-rfa synL er meta velferð þjóð ar og lands meira en eigin hags- munL menn, sem ötullega ráð- ast í að koma hugsjónum sínurn Bond hringdi í M, yfirmann sinn, og fékk að vita, að Goldfinger flygi sam- dægurs til Frakklands, ásamt Oddjob — og gnla silfurdraugnum . . . — Ef þú talar tollverðina til skal ég koma fyrir senditæki í bíl Goldfingers og skyggja hann. Um eilefuleytið þennan sama morgun .. — Bond yfirforingi? Bíll skjólstæðings yðar bíður í tollskýlinu. Bond tók binn brothætta sendir upp úr vasa sínum . . . — Þetta ætti að passa vel undir bakk- ann í farangursrýminu. Ég athuga svo áhrifin, þegar bifreið Goldfingers er kom- in um borð í flug vélina. í framkvæmd, og hlúa að vel- ferð annarra fremur en sjálfra sín. Einn slíkra manna er Sig- urður Greipsson, íþróttáken-nari og bóndi í Haukadal í Biskups- tungurn, sem er sjötugur í dag. Á uppvaxtarárum sánum hreifst han af ungmennafélags- hreyfingunni sem aðrir hraustir og tápmiklir æskumenn. Þá var stigið á stokk og strengt þess heit að vinna ættjörðinni af al- huig og mætti. Þeir vildu bera meirki þjóð-ar sinnar hátt, rétta úr kútnum og njóta sjálfstæðis í fögru landi. íslandi skyldi æv- in helguð. Með þá hugsjón að leiðar- stjörnu hélt Sigurður Greipsson til annarra landa til þess að auka menntun sína, afl sitt og þor. Þar kynntist hann bæði lýðhá- skólum, og sá hvílíkt g-ildi þeir höfðu fyrir unglinga. Fyrir tæpum 900 árum var einn elzti skóli landsins í Haukadal, og þar lærði Ari fróði að draga til stafs auk margs annars. Sá skóli var einn af hornsteinum íslands. Hann lagðist niður, er veldi hinna fornu Haukdæla dreifðist og dvínaði. En fyrir réttum 40 ár- um stofn-aði Sigurður sinn ei'gin skóla í Haukadal, nýkominn ut- an úr löndum uppfullur af eld- móði og áhuga. Með tilstyrk sinn ar ágætu konu, Sigrúnar Bjarna dóttur frá BólL setur hann bú við Geysi og tekst á hendur að reis-a fþróttaskóla, sem hann hef ur rekið með frábærum dugn- að;i allt til þessa dags, og komið mörgum ungum dreng til manns. Kynni imín og Sigurðar eru nú hart nær 40 ára og af þeim bef ég séð og lært, að það sem skáld ið kvað forðum um ágætan mann, á ekki síður við urn Sig- uirð Greipsson. Að fara vel með fengið pund og frjósamt af megni gera, ei mikið láta, en mlikill vera, og hreinn í hjarta, hreinn í lund. Fleiri orð þarf ekki, en ég og fjólskylda mín óska bonum og hans ættingjum alls hins bezta á þessum heiðursdegi. Hákon Bjarnason. HINN kuni skólastjórii og ung- mennaleiðtogi, Sigurður Greips- son, er sjötugur í dag. Vil ég fyrir hönd Héraðssamfaandsins Skarphéðins senda hon-um hjart- anlegar heillaóskir og þakkir fyrir hans miklu og ómetanlegu störf fyrir samfaandið. Skarphéðinn fer nú að nálg- ast sextugsafmælið. Sambandið var stofnað árið 1910. Þann 5. nóvemfaer 1921 var Sigu-rður Greipsson kjörinn formaður Skarph-éðinssamb. og gegndi því starfi óslitið þar til hann baðst undan endurkjöri 30. jan. 1966. Mun það vafalaust einsdæmi að sami maður sé formað’ur í félags skap sem þessum í nær hálfa öld, enda er nafn Sigurðar Greipssonar tengt nafni H.S.K. órjúfandi böndum í vitund Sunn lendinga og annarra lands- man-na. Ég mun ekki í þessum fáu lín um rekja æviferiil Sigurðar, en störf hans í þágu íslenzkrar æsku verða seint fuliþökkuð. íþróttaskólinn í Haukadal er 40 ára á þessu ári. Skólann hafa sótt nær 800 ungmenni víðs veg- ar að af landinu. Þar hesfur m-arg ur fengið veganesi, sem endist ævilangt og komið frá Hauka- dal sem nýr og faetri maður bæði á sál og líkama. Hinir mörgu vinir Sigurðar og samstarfsmenn munu í dag senda honum hlýjar kveðjur og heiðra á ýmsan hátt og fjölskyldu hans. Nemendur Haukadalsskóla munu heiim- sækja Sigurð og hans ágætu konu, Sigrúnu Bjarnadóttur frá Bóli. í kvöld gengst svo Héraðs- samfaandið Sk-arphéðinn og vin- ir þeirra og sveitungar fyrir sam sæti í Aratungu þeim til heið- urs. Ég vil að lokum óska þess, að Sigurði endiist líf og heilsa til að starfa áfram að áhugamálum sínum til heilla landi og lýð í anda þeirra hugsjóna, sem hann frá unga aldri hefur helgað sitt Hf. Jóhannes Sigmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.