Morgunblaðið - 22.08.1967, Síða 21

Morgunblaðið - 22.08.1967, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. ÁGÚST 1967 21 FOSSKRAFT Verkamenn vanir byggingavinnu óskast. Löng vinna. Upplýsingar á Suðurlandsbraut 32. Ráðningarstjórinn. Við Hraunbæ eru sölu í smíðum 122—126 ferm. íbúðir, er seljast tilbúnar undir tréverk og málningu. Upplýsingar í síma 15795. Sími 14226 Til sölu miðsvæðis á fögrum útsýnisstað í Kópa- vogi um 160 ferm. fokheld hæð með bílskúr. Mal- bikuð gata. Hagstætt verð. FASTEIGNA- og SKIPASALA, Kristjáns Eiríkssonar, Laugavegi 27, sími 14226. ATVIN NA Maður óskast til starfa við spjaldskrárritun, reiknisskriftir og skýrslugerðir. Þarf að geta hafið störf um næstu mánaðamót. Góð framtíðaratvinna fyrir réttan mann. Tilboð ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, óskast send afgreiðslu fyrir 25. þ.m. merkt: „5704“. Starfsstúlka í mötuneyti Starfsstúlka í mötuneyti við byggingarfram- kvæmdir í Breiðholti óskast strax. BREIÐIIOLT H.F., Lágmúla 9 — Sími 81550. Frá Valhúsgögn Svefnsófar, svefnsófasett, svefnbekkir, svefn- stólar, stakir stólar og m. fl. Góð kjör, hagstætt verð. VALHÚSGÖGN Skólavörðustíg 23 — Sími 23375. Belló — belló - VEGURINN Framhald af bls. 15. inn frá verksmiðjunni í Bjarn- arflagi vestur yfir hálsana norð- an kísiliðjuþorpsins og Reykja- hlíðarbyggðarinnar enda kemur þessi vegur hvort sem er til með að liggja um óbyggðir mikinn hluta lefðarinnar. Ef þessi leið hefði verið valin hefði bæði óskum skipulagsstjórnar og nátt úruverndarráðs verið fullnægt. Það hafa engin frambærileg rök verið færð fyrir því, að þessi leið væri ekki fær, og enn er hægt að leysa málið með því að fara þessa leið. Ég vil taka það fram í þessu sambandi, a'ð ég vorkenni hvOrki Mývetningum né gestum þeirra, jafnvel ekki gestum Hótel Reynihlíðar, þótt þeir yrðu að taka á sig nokk- urra mínútna krók til þess að komast milli Reykjahlíðarhverf- isins og hins nýja vegar. En svo stóð á þegar náttúru- verndarráð hóf afskipti af þessu máli, að vegarlagning frá Bjarn- arflagi að Reykjahlíðarhverfinu var vel á veg komin og því var það, að náttúruverndarráð varð ásátt um þá miðlunartillögu, að vegarstæðfð væri ákveðið sem næst núverandi vegi undir brekkunum norðan Reykjahlíð- arbyggðarinnar. En á þessa miðlunartillögu hefur skipulags- stjórn ríkisins ekki viljað fall- ast. Það hlýtur því að falla í hlut annarra aðila að skera úr því, hvort taka á tillit til nátt- úruverndarsjónarmiða í sam- bandi við mannvirkjagerð á Is- landi. Um þau náttúruspjöll, sem vegarlagning við norðanvert Mývatn samkvæmt tillögu skipu lagsstjórnar myndi hafa í för með sér, verður ekki fjölyrt hér. Þáð hef ég gert áður í þessu blaði. En það virðist því miður vera nokkrum erfiðleik- um bundið að ræða um þá hlið málsins við skipulagsstjórn og stafa þeir erfiðleikar sennilega af ólíkum skilningi á hugtök- unum náttúruvernd og náttúru- spjöll. Að minnsta kosti er erfitt að ræðast við um þetta efni meðan formaður skipulagsstjórn- ar tekur Fríkirkjuveginn í Reykjavík sem dæmi um þáð, að fjölfarinn vegur á vatns- bakka hafi ekki truflandi áhrif á fuglalífið. Slík röksemda- færsla er hliðstæð því þegar reynt var að verja sumarbú- staðahneykslið í Gjábakkalandi með þvi, að menn kunnu ekki síður að meta Hellisgerði í Hafnarfirði þótt hús væru byggð fast upp að því. Finnur Guðmundsson. # II. DEILDÍ f ’ ■ ’ \ - ' * Melavöllur — Úrslit í kvöld kl. 10.30 leika til úrslita í B-riðli Vikingur — í. B. V. Síðast skildu liðin jöfn. Hvort liðið sigrar nú? Mótanefnd. Coryse Salomé verður til ráðleggingar í verzlun vorri næstu daga. Signubúðin Hafnarfirði. KAUPFELAG UTI A LANDI vill ráða röskan mann til að annast vöruinnkaup og verzlunarstjórn. Um- Eftir að sjónvarpstækin komu inn á heimilin hefur mikið mætt á sófasettinu og sérstaklega örmunum. En Balló sófasettið er með heilum teakörmum og varna þess vegna áklæðinu frá sliti. Hægt er að fá 3ja eða 4ra sæta sófa. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Útsölustaðir: Kjörhúsgögn, Selfossi Trausti Marinósson, Vestmannaeyjum Nýja bólsturgerðin Laugavegi 134, sími 16541. sóknir ásamt nauðsynlegum upplýsingum sendist Starfsmannahaldi S.Í.S. OPAL tízkusokkar OPAL er vestur-þýzk gæðavara OPAL 20 DENIER OPAL 30 DENIER OPAL 60 DENIER OPAL krepsokkar 30 denier OPAL er á hagstæðu verði. Notið tízkusokkana frá OPAL. Einkaumboð fyrir OPAL TEX- TILWERKE G.m. b.: REIN- FELD. KR. Þorvaldsson & Co. heildverzlun Grettisgötu 6 — Sími 24730.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.