Morgunblaðið - 22.08.1967, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. AGUST 1967
299 blöðrum sleppt undan
leik íslands og Danmerkur
íslenzka landsliðið æfði á
Idrætsparken í gær
Frá Atla Steinarsyni,
Kaupmannahöfn 21. ágúst.
ÍSLENZKA landsliðið sem mæt-
ir Dönum hér á miðvikudag,
æfði í gær á Idrætsparken, á
nákvæmlega sama tíma dags og
leikurinn verður. Voru þeir mjög
ánægðir með allar aðstæður á
leikvellinum, nema hvað þeim
bar saman um að birtan væri
nokkuð truflandi siðari hluta
fyrri hálfleiks, eða um það leyti
sem ljósaskipti eru hér, og flóð-
ljósin taka við.
Landsleikurinn á miðvikudag-
inn er 300. landsleikur Dana og
er í því tilefni nokkur viðhöfn.
Verður 2'99 blöðrum t.d. sleppt
Enska
knattspyrnan
1. UMFBRÐ ensku deildarkeppn
innar fór fram sl. laugardag og
urðu úrslit leikja þessi:
1. deild
Arsenal — Stoke 2-0
Burnley — Coventry 2-1
Everton — Manchester U. 3-1
Fulham — Wolverhampt'on 1-2
Leeds — Sunderland 1-1
Leicester — Tottenham 2-3
Manchester C. — Liverpooi 0-0
Newcastle — Southampton 3-0
Sheffield U. — N. Forest 1-3
W.B.A. — Chelsea 0-1
West Ham — Sheffield W 2-3
2. deild
Birmingham — Bolton 4-0
Bristol City — Huddersfield 2-3
Cardiff — Plymouth 1-1
Derby — Charlton 3-2
Hull — Carlisle 1-0
Middlesbrough — Ipswich 0-2
Millwall — Blackburn 1-2
Norwich — Aston Villa > 1-0
Portsmouth .— Q.P.R. 1-1
Preston — Blackpool 0-2
Rotherham — Crystal Palace 0-3
í loftið rétt áður en leikurinn
hefst. 137 þeirra eru rauðar og
tákna unna landsleiki Dana, 47
eru bláar og tákna jafnteflis-
leiki og 115 gular blöðrur sem
tákna tapaða leiki.
Tíu piltar frá fimm knatt-
spyrnufélögum munu sleppa
blöðrunum, en félög þeirra eru
KB, AB, B-93, Frem og B-1903
og hafa þessi félög átt flesta leik
menn í danska landsliðinu frá
upphafi. Þeir sem koma síðar til
með að finna þessar blöðrur fá
að launum ókeypis miða á lands-
leik Dana og Hollendinga í októ
ber, ef þeir óska þess.
Hljómsveit mun byrja að leika
á leikvanginum einum og hálfum
tíma áður en leikurinn hefst, en
Danir gera rá'ð fyrir að um 20
þúsund manns muni koma og
sjá leikinn. Aðgangseyrir er mik-
ill að dómi okkar íslendinganna,
eða frá 15—25 kr. danskar í sæti.
Danir tefla tvímælalaust sínu
sterkasta liði fram gegn okkur.
Enginn nýliði er í því, og hafa
leikmennirnir frá einum og upp í
15 landsleiki að baki.
KR sigraði í bikarkeppni
FRÍ í annað skipti
Skemmtileg keppni og spenn-
andi — Allgóðir árangrar náðusf
asta. Ólafur stökk lengst 7,03.
Guðmundur Hermannsson var
hinn öruggi sigurvegari í kúlu-
varpinu, kastaði þrisvar yfir
17.70 og lengst 17,78, sem er 5
cm. styttra en íslandsmetið.
Valbjörn Þorláksson sigraðd í
spjótkastinu eftir harða keppni
við Björgvin Hólm. Kastaði Val-
björn 59, 88 metra en Björgvin
57,25. Valbjörn sigraði einnig í
200 metra hlaupinu á 22,7. Hall-
dór Guðbjörnsson vann 3000
metrana öruglega á 9:.04,2.
Sveit KR vann 4x100 metra
boðhlaupið á 44,4 sekúndum,
Síðari daginn sigraði Valbjörn
Þorláksson í tveknur greinum:
110 metra grindahlaupi á 16,4 og
stangarstökki á 4,00 m.
í sleggjukastinu sigoraði Jón
Magnússon með 52,50 metra
kasti, en Þórður B. Sigurðson
varð annar með 47,96. Erlendur
Valdimarson sigraði í kringlu-
kastinu eftir harða keppni við
Þorstein Alfreðsson. Kastaði Er-
lendur 44,50 m., en Þorsteinn
44,13. Ólafur Guðmundsson sigr-
aði í 100 metr.unum á 11,5 sek.
og Þorsteinn Þorsteinsson vann
BIKARKEPPNI FRÍ lauk á
Laugardalsvellinum í fyrradag.
Ágætur árangur náðist í nokkr-
um greinum og í heild var keppn
in mjög spennandi. Fyrirkomu-
lag keppninnar reyndist mjög
skemmtilegt, en einn keppandi
frá hverju félagi tók þátt í
hverri grein. KR bar sigur út
býtum í þessari keppni og varð
bikarmeistari öðru sinni.
Jón Þ. Ólaifsson sigraði nokk
uð óvænt í þrístökkinu og
tryggði félagi sínu ÍR annað sæt.
ið. Stökk Jón lengst 14,31 en ann
ar varð Karl Stefánsson HSK
með 14,26.
I langstökkinu hafði* Ólafur
Þorsteinn Þorsteinsson, KR, á
1:54,3, en Gunnar Kristinsson
HSÞ varð annar á 1:54,6.
Þorsteinn Þorsteinsson sigraði
einnig naumlega í 400 metrunum
á 51,2. Þórarinn Aa-nórsson ÍR
varð annar á sama tíma.
í langstökinu hafði Ólafur
Guðmundsson KR lengst af for-
ustuna en Guðmundur Jónsson
HSK tryggði sér sigurinn með
7,05 metra stöki undir það síð-
Landsliðið gegn
Dönum valið
Nokkrar breytingar frá leiknum við Breta
LANDSLIÐSNEFND hefur nú
endanlega valið lið það, sem
leika á gegn Dönum á morgun,
og er það skipað eftirtöldum
leikmönnum:
Markvörður: Guðmundur Pét-
ursson. Bakver’ðir: Jóhannes Atla
son og Guðni Kjartansson. Fram-
verðir: Jón Stefánsson, Anton
Bjarnason og Guðni Jónsson.
Framherjar: Björn Lárusson,
Helgi Númason, Hermann Gunn-
arsson, Eyleifur Hafsteinsson
(fyrirliði) og Elmar Geirsson.
Ekki verður annað sagt, en
þetta lið líti sterkt út á blaði,
og hið sterkasta, sem völ var á,
af þeim 16 leikmönnum sem vald
ir voru til fararinnar. Breyting-
arnar eru allar til bóta, og er
ekki að efa að hver og einn leik-
maður mun berjast vel gegn Dön
unum. Sú hefur ávallt verið
raunin, þegar Island hefur mætt
Dönum á heimavelli þeirra síð-
arnefndu.
1500 metrana á 4:.06,0, en Gunn-
ar Kristinsson HSÞ hljóp á
4:08,0.
5 km. hlaupið sigraði Halldór
Guðbjörnsson á 15:53,9 og sveit
KR vann 1000 metra boðhlaupið
á 2:05,4.
Kristín Jónsdóttir sigraði í 100
og 200 metrunum með yfinburð-
uim, Hljóp hún 100 metrana á
13,1 og 200 metrana á 28,2.
Arndís Björnsdóttir úr Kópa-
vogi sigraði í spjótkasti og Berg
hildur Reynisdóttir vann kúlu-
varpið með 9,37 m. kasti.
í hástökki sigraði Fríða
Proppé ÍR, stökk 1,43 en Sig-
rún Sæmundsdóttir og Unnur
StefánsdóttÍT stukku sömiu hæð.
Lilja Sigurðardóttir vann 80
metra grindahlaup á 13,2 og einn
ig vann hún langstökkið, stökk
lengst 5,02 m.
Sveit HSÞ sigraði í 4x100 m.
boðhlaupinu á 53,5 sek.
Kringlukastið vann Fríður
Guðmundsdóttir ÍR með 30,49
m., en önnur varð Dröfn Guð-
mundsdóttir úr Kópavogi með
30,05.
KR hlaut flest stig í keppn-
inni og þar með bikarinn. Fékk
KR aJls 122 stig. í öðru sæti
varð ÍR með 114 stig og HSÞ
þriðja með 107 stig, HSK hlaut
101 stig, UMISK 81% og lestina
rak HSH, sem hlaut 63 % stig.
Fram og FH í
úrslitum ■ kvöld
FH-ingar og Framarar mæt-
ast aftur í kvöld í úrslitaleik
um íslan dsm eistarati ti 1 i n n í
útihandknattleiksmótinu.
Fyrri leik liðanna lyktaði,
sem kunnugt er, með jafn-
tefli 10:10. Hefst leikurinn í
kvöld kl. 8, og er þess að
vænta að þá fáist hrein úr-
slit.
Myndin hér að ofan er frá
úrslitaleiknum og er það
Gunnlaugur Hjálmarsson, sem
sækir að marki FH-inga.
8 unglingar keppa
í Kaupmannahöfn
i TILEFNI af 800 ára afmæli
Kaupmannahafnarborgar verður
efnt til mikils íþróttamóts, þar
í borg, fyrir unglinga frá 60—
70 borgum víðsvegar úr heimin-
um, dagana 28. ágúst til 1. sept.
n.k. Borgaryfirvöld Kaupmanna-
hafnar buðu Reykjavíkurborg
að senda 8 unglinga til þátttöku
í frjálsum íþróttum á mótinu.
Fylgdi því boði vikudvöl á
íþróttaskólanum á Sönderborg á
Jótlandi fyrir mótið. Borgarráð
Reykjavíkur ákvað að taka boð-
inu og kosta ferðir unglinganna
til og frá Kaupmannahöfn.
A'ð vonum hefur þetta vakið
mikinn áhuga meðal ungling-
anna og hafa æfingar verið
stundaðar af kappi í sumar.
Liðið, sem valið var af Frjáls-
íþróttaráði Reykjavíkur, fór ut-
an á laugardag og er þannig
skipað:
Bergþóra Jónsdóttir keppir í 100
og 200 m hlaupi.
Guðný Eiríksdóttir keppir í
langstökki.
Ingunn Vilhjálmsdóttir kepp-
ir í hástökki.
Eygló Hauksdóttir keppir í
spjótkasti.
Snorri Ásgeirsson keppir í
110 m grindahlaupi.
Friðrik Óskarsson keppir í
þrístökki.
Rúdolf Adolfsson keppir í 00
m hlaupi.
Finnbjörn Finnbjörnsson
keppir í spjótkasti.
Fararstjórar eru Stefán Kristj-
ánsson, íþróttafulltrúi Reykja-
víkur og Kristjana Jónsdóttir,
íþróttakennari.
Víkingur og Eyjamenn leikn
í kvöld
*
IJrslit í III. deild n.k. sunnudag
f KVÖLD kl. 19.30 leika Vík-
ingar og Vestmannaeyingar á
Melavelli í h-riðli II. deildar.
Er þarna um hreinan úrslita-
leik að ræða á milli þessara
liða, en fyrri leik þeirra lauk
sem kunnugt er með jafntefli
2:2;
Úrslitaleikurinn í III. deild fer
fram á sunnudaginn á Akurejrr-
arvelli og hefst hann kl. 17.
Þar leika til úrslita FH og Völs-
ungar frá Húsavík. Síðarnefnda
liðið þurfti að leika aukaleik
um sigurinn í sínum riðli gegn
Mývetningum í s.l. og sigruðu
þeir með 5 mörkum gegn engu.