Morgunblaðið - 07.09.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.09.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. SEPT. 19«7 Leikár Þjóöleikhússins hafiö Myndin er tekin á leiksviði Þjóðleikhússins þar sem leikarar og starfsfóik var samankomið fyrsta dag leikársins. LEIKÁR Þjóðleikhússins hófst 1. september, svo sem verið hefur, og byrjuðu þá æfingar á tveim leikritum. En þau eru Galdra- Loftur eftir Jóhann Sigurjóns- son og verður leikritið, nú flutt með músík eftir Jón Leifs og verður það í fyrsta sinn, sem leik ritið verður sýnt með hinni mjög svo áhrifaríku tónlisf Jóns Leifs, og í fyrsta sinn sem Þjóðleik- húsið sýnir Galdra-Loft. Leik- stjóri er Benedikt Árnason en Páll Pamplicher Pálsson stjórn- ar hljómsveitinni, sem leikur. Loft leikur Gunnar Eyjólfsson en Kristbjörg Kjeld leikur Stein unni. Gunnar Bjarnason hefur ger.t leiktjöldin. Frumsýning á Galdra-Lofti verður sunnudag- inn 17. september og með henni verður Norræna tónlistarhátíðin opnuð, en hún verður nú í annað sinn haldin hér á íslandi. Hitt leikritið er gamanleikurinn ítalskur stráhattur eftiir franska leikritaskáldið Labiche, sem uppi var á Napoleonstímabilinu og var þá einkar vinsæll gaman- leikahöfundur. En þó hann sé nú fallinn frá fyrir 80 árum, lifa verk hans góðu lífi, og eru sýnd við ágætan orðstír í fjölmörgum leikhúsum Evrópu, nú síðast í Æ.S.K. í Hólastifti ÁTTUNDI aðalfundur Æskulýðs sambands kirkjimnar í Hóla- stifti verður haldinn um næstu helgi á Hvammstanga og hefst hann laugardaginn 9. september kl. 4 e.h. í hinu nýja félagsheim- ili þar á staðnum. Flutt verður skýrsla stjórnarinnar og htnna ýmsu starfsgreina ir.nan æsku- lýðssambandsins. Þá mun frú Dómhildur Jónsdóttir flytja stutt erindi um föndur og sýnd- ir safnaðarfólk og þátttakendur unglingar hafa sjálfir unnið. Kl. 8.30 síðdegis verður kirkju kvöld í Hvammstangakirkju fyr ir safnaðarfólk og þátttakendur fundarins. Séra Bolli Gústafsson prestur í Laufási flytur fram- söguerindi um mál fundarins: Skemmtanir og kristin trú. Gylfi Jónsson stud. theol, sumarbú- staðastjóri sýnir iitskuggamynd- ir af starfi sumarbúðanna viif Vestmannsvatn, sem starfa á vegum sambandsins. Þá verða einnig fluttir í mynd og máli ýmsir þættir af æskulýðsstarfi kirknanna. Kirkjukór Hvamms- tangakirkju syngur og þá verð- ur almennur söngur. Séra Jón Bjarman æskulýðsfulltrúi flytur ávarp, en kvöldvakan endar með almennri altarisgöngu. Ávarp í upphafi flytur séra Gísli Kolbeins prestur að Mel- stað, og stjórnar hann kirkju- kvöldinu. Sunnudaginn 10. sept. flytur séra Kári Valsson prestur í Hrís ey, morgunbæn, og þá taka um- ræðuhópar til starfa og skila áliti. Kosið verður í ráð og nefndir og í stjórn og fundinum slitið um hádegi. Kl. 2 e.h. á sunnudaginn verða svo guðsþjónustur í sex kirkj- um í sambandi við fundinn, sem prestar og æskulýðsfélagar munu annast. Messað verður á eftirtöldum kirkjum: Efra-Núps kirkju, Melstaðakirkju, Hvamms tangakirkju, Staðarbakkakirkju, Tjarnarkirkju og Víðidalstungu- kirkju, sem eru í Húnavatnspró- fastsdæmi. Fundinn sækja prestar og æskulýðsfélagar af Norðurlandi og var sambandið stofnað árið 1959. Er hér um að ræða frjáls samtök presta og ungs fólks til eflingar kristni og kirkju í stift inu. Mark þeirra og mið felst í æskulýðsheitinu, er hljcðar svo: Ég vil leitast við af fremsta megni að hafa Frelsara vorn Jesúm Krist að leiðtoga lífs míns. (Fréttatilkynning frá Æsku- lýðssambandi kirkjunnar 1 Hólastifti). London í ár, og Stokkhólmi fyr- ir tveim árum við miklar vin- sældir. Leikstjóiri er Kevin Paimer, sem kominn er nú til okkar í þriðja sinn og allir leik- húsgestir þekkja af hinum snjöllu uppsetningum hans í Þjóðleikhúsinu. Una Collins ger- ir leiktjöldin. Frumsýning á ftalska stráhattinum verðux í fyrri hluta október. Jeppi á Fjalli verður tekinn upp aftur, en hann var sýndur síðastliðið vor við frábærar und irtekir. Lárus Pálsson lék Jeppa af mikilli snild enda hlaut hann bæði heiðursstyrk Þjóðleikhúss- ins og Silfurlampann fyrir það hlutverk. Sýningar á Jeppa munu hefjast fyrir september- lok. Mun marga fýsa að sjá Lár- us í þessu bráðskemmtilega hlut verki. Þá verður Homakórall- inn, hinn nýstárlegi íslenzki gamansöngleikur, sem sýndur var nokkrum sinnum í vor rétt áður en leikári lauk, tekinn upp aftur um eða eftir miðjan októ- ber, og má það teljast til tíðinda, að minnsta kosti þegar um nýtt íslenzkt leikrit er að ræða, að allir leikdómendur blaðanna voru á einu máli um ágæti og skemmtilegheiit þessarar leiksýn ingar. Þegar Homakórallinn verður sýndux nú, kemur hann í aukinni og endurbættri útgáfu. Gert var ráð fyrir að taka eiim ig upp „Hunangsilm", sem að- eins var sýndur þrisvar á Litla sviði Þjóðleikhússins í Lindar- bæ, en sýningar á honum geta ekki hafizt strax sökum veik- indaforfalla Helgu Valtýsdóttur, sem lék aðalhlutverkið. Um jólin verður Þrettánda- kvöld, hinn þekkti gamanleikur Shakespeares, sýndur. Fljótlega eftir nýárið hefjast svo sýningar á íslandsklukku Halldórs Laxness. íslandsklukk- an var sem kunnugt er ein af vígslusýningum Þjóðleikhússins og var siðan endursýnd í tilefni fimmtugsafmælis höfundar og var aftur sýnd er Laxness fékk Nóbelsverðlaunin, og í öll skipt- in við frábærar viðtökur áhorf- enda, enda er íslandsklukkan það leikrit Þjóðleikhússins, sem mest aðsókn hefur hlotið frá upphafi. f öll þessi skipti hafa nær öll hlutverkin verið í höndum sömu leikaranna. En vegna þess að nær 18 ár eru nú liðin síðan skipað var í hlutverk í fslands- klukkunni fyrst, verður nú breytt um, svo til í öllum hlut- verkum. Nýr hópur leikara kem ur nú fram á sjónarsviðið í þessu merkilega verki og að ein- hverju leyti verður það í nýjum búningi. Ef marka má af öllum þeim fyrirspurnum, bæði munn- legum og bréflegum, sem borizt hafa um það hvenær íslands- klukkan komi aftur á svið Þjóð- leikhússins, verður ei annað ætl- að en að vinsældir „Klukkunn- ar“ séu þær sömu og verið hef- ur. Sú nýjung verður í starfsemi 'eikhússins, að nemendahópur sá, er útskrifaðist úr Leikskóla Þjóðleikhússins á síðastliðinu vori, mun sýna tvo einþáttunga á Litlu sviði Þjóðleikhússins í Lindarbæ. Þessi leiksýning nem- endanna, sem var hluti af próf- vérkefni þeirra, vakti verð- skuldaða athygli og munu sýn- ingar í byrjun október. Ekki verða að sinni frekar rak in verkefni Þjóðleikhússiíns á þessu nýbyrjaða leikári. Þess skal þó getið að leikárinu mun ljúka með sýningu á hinni þekktu Vínaróperettu Brosandi land eftir Lehár, en þetta er örrnur af hinum sígildu óperett- um þessa vinsæla tónskálds, sem Þjóðleikhúsið þá sýnir. Hin er „Káta ekkjan“, sem Þjóðleikhús- ið sýndi vorið 1956 með Stinu Brittu Melander í aðalhlutveik- inu. En það varð svo vinsæl sýn- ing að framlengja þuirfti sýn- ingatíma þar til viku af júlí og var óperettan sýnd nær 30 sinn- um, jafnan fyrir fullu húsi og var ekker.t lát á aðsókn, þegar hætta þurf.ti sýningum. Aðalhlut verkið í óperettunni Brosandi land, Sou-Chong prins, syngur Ólafur Þ. Jónsson, og gefst ís- lenzkum leikhúsgestum þá kost- ur á að sjá og heyra þennan unga söngvara, sem um nokkur ár hefur sungið við góðan orð- stír í ýmsum óperuhúsum Þýzka lands. Síðastliðinn vetur söng hann þetta hlutverk í óperunni í Liibeck og fékk fyrir það ágæta dóma. Brosandi land verður frumsýnt í byrjun maí. Verð aðgöngúmiða að leiksýn- ingum í vetur verður það sama og á síðastliðinu leikárL Leik- arar verða flestir þeir sömu og á síðastliðhu leikári að undan- skildum Jóni Sigurbjörnssyni, sem hætt hefur störfum hjá leik húsinu. f sumar hafa miklar endur- London og Hong Kong, 30. ágúst, AP, NTB. BREZKIR sendiráðsstarfs- menn í Peking urðu enn í dag fyrir aðkasti og meiðing- um af hálfu Rauðra varðliða, en í London sat George Brown utanríkisráðherra og skrifaði starfsbróður sínum í Kínaveldi, Chen Yi, bréf um síversnandi sambúð Bret- lands og Kína og fór þess á leit að hafnar yrðu viðræður fulltrúa beggja ríkjanna með það fyrir augum að reyna að NÚ sem stendur er mjög sér- stæð og falleg sýning á Mokka við Skólavörðustíg. Sýndar eru barnateikningar eftir börnin úr barna- og unglingaskólanum á Eskifirði. Skólastjóri skólans, Kristján Ingólfsson og teikni- kennari Karl Guðmundsson ræddu í gær við blaðamenn um sýninguna. Sl. vor sýndum við um 300 teikningar eftir börnin í skólan- um á Eskifirði, sagði Kristján Ingólfsson. Við vorum mjög bætur verið gerðar á leikhúsinu. Nýtt áklæði hefur verið seét á sæti áhorfendasals, svo og ný teppi á sal og á ganga, öll snyrti- herbergi hafa verið endurnýjuð og ný teppi látin á vestingasali bæfta þar eitthvað um og færa aftur í skikkanlegt horf. Orðsending Browns var síðan símsend austur til Peking og af- rit hennar jafnframt aKhent Shien Ping, sendifulltrúa Kina í London. Haft er eftir brezkum embættismönnum að orðsendárag Browns sé til þess gerð að skýra Ohen Yi persónulega frá því hversu alvarlegum augum brezíka stjórnin líti á síversnandi sambúð Bretlands ag Kíraa og þykir þetta framtak Browns mikil nýlunda. Síversnandi sambúð Sambúð Bretlands Oig Kína er ánægðir með þá sýningu, því börnin höfðu fjarsxa mikla ánægju af hennd. Nýlega, begar við vorum í Reykjavík, vorum við hvattir, af góðum borgur- um hér, til að koma með nokkr ar af þessum myndum suður og sýna þær hér. Einkum hvatti Guðmundur á Mokka okkur til þess og hefur hann verið mjög hjálpLegur og aðstoðað okkur við að koma sýningunni upp. Karl Guðmundsson sagði, að það væri einkum að þakka nýj- Leikhúskjallarans. Allur um- búnaður í salarkynnum leikhúss ins verður því næs^t eins og var, þegar leikhúsið var opnað fyrir rúmlega 17 árum. dyggilega hefur venð fra skyrt í fréttuim undanfarið Oig er gkemmst að minnast aðfararinn- ar að brezka sendiráðinu í Pek- irag í fyrrd viku, er Rauðir v«irð- liðar lögðu þar eld í hús og börðu menn, og áfloganna við sendiráð Kína í London í gær, þar sem áttust við kínverskir sendiráðsmenn og brezkt lög- reglulið. f dag urðu brezkir sendiráðs- starfsmenn í Peiking enn fyrir aðfkaisti Rauðra varðliða, sem sett usf um híbýli þeirra ag höfðu uppi stóryrði vegna atburðanna í London í gær. í fréttium, sem borizt hafa tdi London uim málið segir, að varðliðarnir hafi vaðið að sendiráðsstarfsmönnunum með barsmíðum og öllum illum Framhaid á bis. 27 um kennsluaðferðum hvað ár- angur af teiknikennslunni hefði verið góður. Ég hef látið börn- unum sjálfum eftir að velja sér viðfangsefni til að teikna, en ekki beðið þau um að teikna eft- ir ákveðinni fyrirmynd. Árang- urinn af þessu hefur orðið mjög fjölbreyttur og hafa börnin fund ið upp á hinum furðulegustu hlutum til að teikna. Mér finnst stimdum eins og ég geti greint persónuleika barnsins út frá myndinnL Brown vill viöræður við Chen Yi - til aS koma í reg fyrir ai upp úr slitni °4 vra,a milt °* stjórnmálasambandi Bretlands og Kína Myndin sýnir nokkrar af teikiingum barnanna. (Ljósm. Sv. Þ.) Barnateikningar á Mokka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.