Morgunblaðið - 07.09.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.09.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. SEPT. 1967 MAYSIB GREIG: | Læknirinn og dansmærin 1. kafli. Það var ekki einasta hinn mikli sársauki, sem hún fann, heldur og hitt, hve vandræða- legt þetta var. Það var ekki nóg með það, að Rainier fursti og Grace furstafrú voru meðal áhorfenda, heldur var Tim það líka. Hann hafði komið fljúgandi frá London, til þess að sjá hana dansa. Hún var einmitt í vandasöm- ustu hreyfingunni sinni, sem fræg var orðin, þegar vöðvi slitn aði í fæti hennar. Hún fann, að hún gat ekki staðið upp af gólf- inu. Allir áheyrendur gripu and ann á lofti, og tjaldið var látið falla. Það varð að bera hana af sviðinu og inn í búningsherberg ið hennar. Verkurinn var svo sár, að það leið yfir hana. Þegar hún rank- aði við sér, sá hún hávaxinn, dökkhærðan mann, sem laut yfir hana. — Ég er læknir, ungfrú, sagði hann. — Marcel Sellier frá ameríska spítalanum, við Nice. Það vildi svo til, að ég var með- al áhorfenda og sá yður detta. Hvar er verkurinn? — f fætinum. Hún var náföl og skjálfandi, Hann potaði með fingrinum. Hann hafði langa, næma fingur — læknisfingur. — Ég er hræddur um, að það hafi slitnað vöðvi, sagði hann — og það er afskaplega sárt! — Þýðir það sama sem, að ég geti ekki dansað framar? sagði hún biðjandi. — Ekki í bili, er ég hræddur um, sagði hann. — Þér þurfið að fara í sjúkrahús. Ég get kom ið yður inn í ameríska spítal- ann, og þar verður séð vel um yður. — Þarf ég nauðsynlega að fara í sjúkrahús? — Já, það væri skynsamlegra, ungfrú. — Þér þarfnist læknis- meðferðar. Allt í einu varð hún þess vör, að Tim stóð að baki lækninum. Þrátt fyrir allan sársaukann var hún fegin nærveru hans. Hann var svo fallegur og henni þótti svo vænt um hann. Hann var | næstum þrjár álnir á hæð, i herðabreiður, og ljóshærður. ; Timothy Atwater, greifasonur, var iðjuleysingi. Hún vissi I aldrei á hverju hann lifði. En líklega hafði hann einhverjar einkatekjur. Franski læknirinn rétti úr sér og Tim gekk að legubekknum, sem hún lá á. Hann snerti and- litið á henni með bendinni. Það var hæg og blíðleg snerting. — Þetta fór illa, góða mín, sagoi hann. — Þvílíkt bölvað óhapp! Hún greip hönd hans. — Já, ég varð mér voðalega til skammar, var það ekki, Tim? Og það frammi fyrir svona fínum áhorf endum! — Þú gazt ekki að því gert. Þú hlýtur að hafa runnið til. Allir vorkenna þér þetta afskap lega. — Ef ég fer í sjúkrahús, æll- ar þú þá að heimsækja mig, Tim? — Vitanlega. Hann bætti við eftir litla þögn: — Meðan ég er hérna. — Hvað verðurðu hérna lengi? Hann glotti. — Það fer nú eft- ir heppninni minni í spilabank- anum. —O— — Ég ætla að ná í sjúkra- vagn, sagði Sellier læknir. — Svo kem ég og lít til yðar í fyrramálið í ameríska sjúkrahús inu. — Verður þetta mjög dýrt, læknir? Það varð hún að fá að vita. Fjárhagurinn hjá henni var ekki sem blómlegastur. Hún hafði næstum ekkert við að styðjast nema kaupið sitt sem dansmær. — Þér borgið eftir efnum og ástæðum, sagði hann. Þessum spítala er að mestu haldið uppi af góðgerðarfélögum. Nú skal ég gefa yður sprautu til þess að draga úr sársaukanum. Hann rak síðan hóp, sem þarna hafði safnazt saman, út úr búningsherberginu og gaf henni morfínsprautu. Hann hafði það með sér. Hann hafði verið kallaður til Monte Carlo, áður en hann kom til leikhússins. Hún greip andann á lofti þeg- ar hann stakk nálinni í lærið á henni. En næstum samstundis dró úr sársaukanum. Hún brosti til hans, þakklát á svipinn. Hann var mjög laglegur, og hávaxinn af Frakka að vera. Ensku talaði hann ágætlega. Hún kunni vel við brúnu augun hans og bar fullkomið traust til hans. Hún spurði hann, hvort hún gæti talað við Tim, áður en sjúkravagninn kæmi. Hann samþykkti það, en spurði, hvort Tim væri unnusti hennar. Hún roðnaði: — Nei, við erum ekki trúlofuð, en við erum góð- ir vinir. Hann kom gagngert frá Englandi til þess að sjá mig dansa......Og þessir fínu áhorf endur! Hún þagnaði og beit á vörina. Augu hennar fylltust blygðunartárum. Hann lagði sterku, næmu hend Nauðungaruppboð Eftir kröfu Guðmundar Ingva Sigurðssonar, hrl., fer fram upp nauðungaruppboð í Vélsmiðju Sandgerðis fimmtudaginn 14. september n.k. kl. 14.00 og verða þar seldir tveir harðfiskvalsar, taldir eign Vélsmiðju Sandgerðis. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, Sigurður Hallur Stefánsson ftr. Mikið úrval af GOOD YEAR gólfflísum og NEODON og DLW gólfteppum. — Gott verð. LITAVER S.F., Símar 3028«, 32262. Húsnæði til leigu Til leigu við Suðurlandsbraut skrifstofuhæð um 125 ferm., iðnaðarhúsnæði, um 300 ferm. HAGTRYGGING H.F. Eiríksgötu 5 — Sími 38580. Nýft frá Wilh. Schaumann AB Okal milliveggjaplötur (holplötur) 8— x 4’ x 44 m/m. Okal spónlagðar spónaplötur 14—16—19 m/m. Verð MJÖG hagstætt urnar á öxl henni. Þér dansið seinna, sagði hann. En bara ekki strax. Ætlið þér aftur til Eng- lands? Hún hikaði. — Ég var búin að segja upp íbúðinni minni, og hef rofið öll sambönd mín þar. Hald ið þér, að það væri mögulegt að fá eitthvað að gera hérna? — Það mætti kannski koma því í kring. Hann brosti til hennar. — Ég ætla að sjá, hvað ég get gert. Honum fannst hún falleg stúlka og hún virtist vera greind. Þetta ætti ekki að verða erfitt. Hún var fremur há og vel vax- in með ljósjarpt, liðað hár. Aug- un voru stór og brún, nefið ofur- lítið uppbrett, munnurinn breið- ur og brosandi. Hún virtist hafa til að bera hugrekki — nægi- legt hugrekki til að þola von- brigði, nægilegt til að byrja aft- ur, og með góðum árangri. Hann fann einkennilega hlýju til henn ar, ekki einasta sem sjúklings, heldur sem mannveru. Hann skyldi gera fyrir hana það, sem hann gæti. Hann velti því fyrir sér, hvers konar þáttur Timothy Atwater væri í lífi hennar, út því að þau voru ekki trúlofuð. Hann fór og opnaði dyrnar. Tim beið úti í ganginum. — Þér megið fara inn og sjá hana nú, sagði hann við Timo- thy. — En þér megið ekki æsa hana upp. Ég er nýbúinn að gefa henni morfínsprautu. — En batnar henni ekki aft- ur? sagði Tim, kvíðinn. — Jú, hún verður fullfær eft- ir nokkrar vikur í sjúkrahúsi. Ég er búinn að panta sjúkravagn til að flytja hana í ameríska sjúkra- húsið. Marcel Sellier gekk út og lét þau eftir ein. Hann vildi ekki vera til óþæginda, en ennþá var hann að velta fyrir sér sam- bandi þeirra. Tim vafði Yvonne örmum. — Elskan mín, ef þú bara vissir, hvað mér þykir fyrir þessu. Hún hallaði höfðinu upp að honum. — Ég er svo áhyggju- full, hvíslaði hún. — Elskan mín! sagði hann og kyssti hana. — Þú mátt ekki kenna sjálfri þér um þetta. Þetta var slys og hörmulegt slys fyrir þig. Ég ætla að reyna að vera hér viðloðandi þangað til þú kemur úr sjúkrahúsinu. En það getur verið, að ég þurfi að skreppa til Englands, til að ná í einhverja aura. Ég kann að verða heppinn í spiiabankanum — það er aldrei að vita. Þau höfðu verið vinir í nokkra mánuði, en Tim hafði aldrei nefnt hjónaband á nafn. Henni þótti fyrir því. Ekki vissi hún, hvaðan hann hafði peninga, en hún vissi, að hann hafði þá af frekar skornum skammti. En hefði hann gifzt henni, var hún reiðubúin til að halda áfram að vinna. Hún var fær fimleika- dansmær og hafði allgott kaup. — Ég kem í sjúkrahúsið á morgun, sagði hann. — Hvað ætlarðu að gera I kvöld? spurði hún. — Ég ætla að fara aftur í spila bankann, sagði hann. — Ég var dálítið heppinn þar í eftirmið- dag. og hver veit nema ég verði það áfram. — Farðu varlega, Tim, sagði hún. — Þú mátt ekki spila óvar lega. Hann hló að þessu. — Tekj- urnar mínar eru hreinasta óvera svo að ef ég væri heppinn öðru hverju, væri ég gjaldþrota. Hún óskaði þess, að hann væri ekki svona. Hún vildi, að hann fengi sér eitthvað að gera eins og aðrir. En hvenær sem hún ympraði á því, hló hann bara og sagði: — En ég er bara ekki eins Vélritunarstúlka Gott fyrirtæki vill ráða hæfa vélritunarstúlku með góða starfsreynslu og kunnáttu í ensku. Vélritun eftir segulbandi æskileg. Vinna fyrir hádegi kemur til greina. Upplýsingar með nafni, símanúmeri og um fyrristörf sendist Mbl. merkt: „Áreiðanleg — 100“. BIKARKEPPNIN Melavöllur: í dag, fimmtudag kl. 6.30 leika Þróttur A — Akranes B i Kemst gullaldarlið Akurnesinga í aðalkeppnina? MÓTANEFND.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.