Morgunblaðið - 31.10.1967, Qupperneq 4
1
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 31. OKT. 1937
>
magnúsar
skipholti21 símar 21190
eftir lokun sJmi 40381
SIM' 1-44-44
mufirn
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald
Símí 14970
Eftir lokun 14970 eða 81748
Sigurður Jónsson
BÍLALEIGAN
- VAKUR -
Sundaugaveg 12 . Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
Hreinsum rúskinnskápur,
jakka og vesti. Sérstök
meðhöndlun.
Efnalaugin Björg,
Háaleitisbr. 58—65, sími
31380, útibú Barmahlíð 6,
sími 23337.
AU-ÐVITAÐ
ALLTAF
★ Til gangandi
vegfarenda
„Ein ósektuð“ skrifar:
„Kæri Velvakandi:
Mig langaði að skrifa fáein-
ar línur varðandi gangbraut-
ir. Hvemig er það með gang-
andi vegfarendur? Hve há er
sektin, sem þeir þurfa að
greiða, séu þeir staðnir að því:
að ganga yfir götur á rauðu
ljósi, áð líta ekki í kringum
sig, áður en þeir ana út á
göturnar (ekki á gangbraut-
um!, eða að ganga út á göturn-
ar fyrir bifreiðarnar og treysta
á að þær stanzi?
Ég hef nefnilega hvergi séð
neitt getið um þá upphæð, það
hefur einhvern veginn farið
framhjá mér, en sennilega er
sektin ekki lægri en 2.000.00
kr., sé miðað við taugaáfallið,
sem margir bifreiðastjórar
verða fyrir, þegar þeir þurfa
að snögghemla og sjá, áð þar
munaði mjóu. Og yrði slys,
þ. e. ef bifreiðastjórinn næði
ekki að stanza, hverjum ætli
yrði um kennt? Örugglega ekki
hinum gangandi vegfaranda,
eða hvað? Hvernig má það
vera, að fólk í fullu fjöri, ef
svo mætti segja, lítur ekki bet-
ur ’ kringum sig, áður en það
gengur yfir merkta gangbraut?
Því hlýtur þó að vera það ljóst,
að bifreiðar aka á bá'ðum ak-
reinum og það gæti komið bif-
reið, sem einhverra hluta vegna
stanzaði ekki, jafnvel þó þeim
bæri skylda til. Getur fólk
virkilega virt sinn rétt svo
sér fyrir hann?
mikiis, að það bókstaflega
fórni sér fyrir hann?
Víst eru alltof margir bif-
reiðastjórar, sem virða að vett-
ugi rétt hinna gangandi og svo
margt annað í umferðinni, en
það ætti fólkið líka allt að
vita (og veit) og vera við því
búið. Svo eru líka margir gang-
andi, sem virða að vettugi rétt
bifreiðanna og sem bifreiða-
stjórarnir þurfa að umbera,
með því að snögghemla eða
jafnvel aka á staura, hús eða
næsta bíl til að komast hjá
slysi, sem auðvitað er þá samt
sem áður orðið slys.
Já, þeir eru áreiðanlega ekki
færri vegfarendurnir gangandi,
sem virða að vettugi rétt öku-
tækjanna, og það gremst mér
mikið, að alltaf og undantekn-
ingarlaust skuli bifreiðastjóra
vera um kennt, verði gang-
andi vegfarandi fyrir bifreið
hans.
Hve oft hef ég séð fólk
ganga yfir götu á rauðu ljósi?
Þau skipti eru því miður ótelj-
andi. Eða þegar fólkið gengur
yfir gangbrautir með „ÉG Á
RÉTTINN" skrifað þvert yfir
merkissvipinn á andliti þess, og
svo gengur það' yfir á helmingi
lengri tíma, en þáð þyrfti, þótt
það gangi í rólegheitum.
Auðvitað ber ökumönnum
skylda til að stanza við merkt-
ar gangbrautir, og er vítavert,
að þeir ekki skuli gera það,
en eru kr. 1.500.— ekki nokk-
uð djúpt tekið í árinni? Og að
Hvað kostar
að fá teppi
yflr allt gólfið?
gangandi vegfarendur skuli
treysta því eins algjörlega og
raun ber vitni, nær ekki nokk-
urri átt, enda er það þá, sem
slysin verða.
GANGANDI VEGFAREND-
UR! Því ekki að vinna saman
með bifreiðastjórum, og t. d.
ef þið ætli'ð yfir merkta gang-
braut og bifreið stanzar, því
þá ekki að FARA VARLEGA
og athuga, hvort önnur bifreið
er sjáanleg, og ef svo er, þá
einfaldlega að rétta út höndina
og BÍÐA þangað til bifreiðin
hefur stöðvazt?
Svo mættu ökumenn athuga
við merktar gangbrautir að
gefa stefnuljós í þá átt sem
auða akreinin er, svo að næsti
bifreiðarstjóri héldi, að þið
ætluðu’ð að beygja inn á hana
og þar af leiðandi hægði á sér
og stanzaði að lokum.
Ein ósektuð“.
ic Ádrepa um
umferðarmál
„Ein í Kópavoginum"
skrifar Velvakandi bréf, og
fjallar fyrri hluti þess um hið
gamla og góða sjónvarpsmál.
Síðari hluti bréfsins hljóðar
svo:
„Ég skrifaði nú út af öðru,
sem mér liggur þungt á hjarta,
það eru þessi gangbrautarslys.
Þau eru alveg voðaleg og eiga
ekki að koma fyrir, og ég geri
rá'ð fyrir því, að allir öku-
menn þekki skyldur sínar við
zebra-strikin og merkingu á
götum og gangstéttum ásamt
umferðamerkjum og reglum,
en það er eitt sem vantar stór-
um á í okkar góðu borg og
það er fólkið, sem gengur eftir
gangbrautunum og anar þegar
því dettur í hug beint út á
akbrautir þvers og kruss og
langs fyrir bílana, svo að hrein-
asti voði er, og mörg slys hafa
hlotizt af. Væri ekki tími til
kominn að taka i öxlina á því
og sekta það, eins og á að
fara að gera við bílstjóra, sem
gerast brotlegir við gangbraut?
að eru ekki alltaf þeir, sem eru
sekir; kynni'ð ykkur, hvernig
fólkið fer hér út í umferð á
götunum. Það þarf að sekta
það á staðnum, eða láta það
ganga í viku með breiða (gula)
borða á handleggnum öðrum
til viðvörunar um, að þarna
séu lögbrjótar á ferð og öku-
menn þurfi áð passa sig sér-
staklega á þessu fólki.
Kæri Velvakandi, ég óska
þér gæfu og gengis, og gott
er margt í pistli þínum.
Ein í Kópavoginum".
it Upplýsingar frá
Lögreglimni
Lögreglan hefur beðið
Velvakanda fyrir eftirfarandi:
„í dálkum þínum 27. okt. sl.,
er rituð ágæt grein um um-
ferðarmál og kemur þar m.a.
frain, að lögreglan oftúlki þann
rétt, sem g,angandi fólki, er ætl
aður á gangbrautum og sé það
mikill skaði. í þessu tilefni þyk
ir rétt að rifja upp þær reglur,
er gilda í þessu efni, í umferð-
arlögum og Iögreglusamþykkt:
Umferðarlög: í 47. gr. 3.
málsgr., segir svo m.a.: Eigi
má aka fram úr ökutæki á
vegamótum, beygjum, ef þær
eru brattar eða þröngar, né
við eða á afmörkuðum braut-
um fyrir gangandi fólk.
í 48. gr. 6. málsgr.: Öku-
mönnum ber að draga úr hraða
eða nema staðar, ef nauðsyn
krefur vegna fótgangandi veg-
farenda á merktum gangbraut-
um.
í 91. gr. 3. málsgr., segir svo
m.a.: Þar sem merkt er gang-
braut yfir veg, skulu menn
nota hana, er þeir ætla yfir
veginn. Ef ekki er gangbraut,
skulu menn ávallt ganga þvert
yfir veg með jöfnum hraða.
Gangandi menn skulu gæta vel
að umferð, áður en farið er yf-
ir veg.
f 29. gr. Lögreglusamþykktar
Reykjavíkur, segir svo m.a.:
Við gangbrautÍT skulu bifreiða
stjórar, hjólreiðamenn og aðr-
ir ökumenn gæta sérstakrar
varkárni og nærgætni. Skuiu
þeir nema staðar við gangbraut
ir, ef vegfarandi er þar á ferð
framundan ökutækinu eða á
leið í veg fyrir það. Ennfremur
skulu ökum'enn nema staðar
við gangbrautir, ef vegfarandi
biður sýnilega færis að komast
yfir götu. Þegar ökumenn af
þessum ástæðum hafa hafa
numið staðar, skulu þeir bíða
unz hinir fótgangandi vegfar-
endur eru komnir leiðar sinnar.
Fótgangandi vegfarendur eru
og skyldir til að gæta almennr-
ar varkárni, er þeir leggja leið
sína út á gangbrautir. Sérstak-
lega skulu þeir gæta þess, að
ökutæki sem nálgast, hafi næg-
an tíma og svigrúm til þess að
nema staðar utan markalínu
gangbrautarinnar, ef þess er
þörf.
Túlkun lögreglunnar á fram-
angreindum reglum, takmark-
ast af ofangrendum reglum og
verður að vera innan marka
þeirra.
Lögreglan".
Mýtt sófasett „Kosmos 68“
Hjá okkur er glæsilegasta úrval af
sófasettum og húsgagnaáklæðum á ís-
landi.
Dönsk sófaborð í úrvali. Sófaborð sem
hægt er að breyta í borðstofuborð.
Það bezta er ódýrast.
qpana
<J Slmi-22900 Laugaveg 26
f