Morgunblaðið - 31.10.1967, Side 15

Morgunblaðið - 31.10.1967, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. OKT. 1967 15 Prófesor Jóhann Hannesson: LUTH Teikning af Marteim i.utner frá 1520. Sagan og maðurinn UNDÁNFARNA fjóra áratugi hefir gengið eins konar Lúth- er-vakning yfir kristnina. Ein- stök verk Lúthers birtast~ á ný í fjöldaútgáfum, og hafa prent- smiðjur varla við að sinna eftirspurn sumra þeirra. Marg- ir kunnir menn skrifa stuttar eða langar ævisögur Lúthers eða bækur um einstaka þætti í starfi hans. Meðal rómversk- kaþólskra er Lúther lesinn meir en nokkru sinni, jafnvel svo að kunnugir menn ræða um „dulbúna lúthersku“ með- al kaþólskra í nútímanum. Hér verður að sjálfsögðu að fara mjög fljótt yfir sögu. Þann 10. nóv. 1483 fæddist 1 Eisleben sveinn, sem skírður var næsta dag Marteinn, eftir deginum og dýrlingi hans, en dagurinn er Marteinsmessa. For eldrarnir voru þau hjónin Hans Lúther og Margrét Ziegler. Fróðir menn segja að nafni'ð sé dregið af nafninu Lothar. Zwingli fæddist ári síðar en Lúther. Um páskaleytið 1497 var Lúther sendur í skóla í Magdeburg, en sama ár fædd- ist sá maður, sem kunnur er undir heitinu Melanchton og varð nánasti vinur og sam- verkamaður Lúthers. Ári síðar var Marteinn sendur í skóla heilags Georgs í borginni Ei- senach. Snemma í maí árið 1501 byrjar svo háskólanám hans í Erfurt, og þann 7. jan- úar, fórum árum síðar, er Lúth- er útskrifaður magister í frjáls- um listum. Þann 20. júní sama ár tók Lúther að nema lög- fræði að ósk föður síns. en svo lendir hann í þrumuveðri þann 2. júlí, og vinnur heilagri Önnu þa'ð heit að hann skuli gerast munkur. Þann 17. júlí gengur hann í klaustur Ágústínusar- reglunnar, föður sínum til sárra vonbrigða. Þetta sama ár, 1505, lætur Júlíus páfi II. rífa hina fornu Péturskirkju, þrjátíu mannsaldra gamla, felur Mi- chaelangelo að gera teikningu að nýrri, og kveður Bramante, frægan byggingameistara, til að byggja þá Péturskirkju, sem síðan hefir staðið. Árið 1507 var Lúther prest- vígður og flutti sína fyrstu messu þann 2. maí. Næsta ár er hann sendur í „svarta klaustrið“ í Wittenberg. Þann 9. marz 1509 tók Lúther for- próf (B.Th.) í guðfræði, og var um haustið sendur aftur til Erfurt. Á þessu ári fæddist Calvin, þann 10. júlí, en hann er nafnfrægasti siðbótarleið- togi Svisslendinga. Lúther var sendur í emb- ættiserindum fyrir klaustur- reglu sína um mi'ðjan nóv. 1510 og kynntist þá Rómaborg af eigin reynd. Snemma næsta ár kom hann heim aftur, og fluttist seint á því ári til Wit- tenberg. Þó má vera að sá flutn ingur Jiafi ekki átt sér stað fyrr en 1512, en það ár er hon- um veitt heimild til að kenna guðfræði frá 4. okt., en doktor í guðfræði varð hann þann 19. sama mánaðar. Júlíus n. páfi dó þann 20. febrúar 1513, og var þá mikið eftir af Péturskirkjunni ósmíð- að. Leó tíundi verður páfi sama ár, og gerir Rómaborg að „glaumbæ jarðarinnar og grímuleikastöð ítalíu“. Á þessu ári og hinum fjórum næstu kenndi Lúther ritskýringar vfð Davíðssálma, Rómverjabréfið og Galata-bréfið. Þá er hann enn undir sterkum áhrifum frá þýzku dulspekinni, heimspeki Occhams og Ágústínusi kirkju- föður, og urðu sum af þessum áhrifum varanleg, en önnur urðu að víkja fyrir áhrifum frá Ritningunni sjálfri, að sama skapi meir sem hann fékkst lengur við guðfræðikennsluna. II. Þann 16. marz 1517 var slit- ið fimmta Lateranþingi, sem Júlíus II. páfi hafði boðað til. Það áorkaði engu til sfðbótar kirkjunnar. Þann 31. okt. sama ár festi Lúther upp á hallar- kirkiuhurðina í Wittenberg 95 greinar um yfirbót, aflát, ásamt andmælum gegn framferði af- látssalanna, sem hann áleit að páfa væri ekki kunnugt um. Lúther bauð mönnum til kapp- ræðna um þetta efni, en eng- inn mætti. Samt vöktu þessar greinar svo sterka hreyfingu, að með þeim telja menn að siðbótin hefjist. „Vér getum séð það í sagna- ritum, með hvílíkum hneykslis- framfedðum Leó X vakti upp og rak svndalausnarsölu, þvert ofan í eiða sína. og skipti ábat- anum þar af milli sín og Al- berts, erkibyskups í Mayence. Árið 1517 er þjóðverska kirkj- an í höndum konungborinna stórklerka; voru þeir vellauð- ugir, flestir gerspilltir, eða þeg- ar bezt lét, veraldarmenn . . .“ segir kaþólski sagnfræðingur- inn W. Barrey í riti sínu „Páfa- dómurinn", þýð. P.E.Ó. árið 1915, bls. 78. Júlíus páfi II. hafði líka látið reka aflátssölu, og munu engir páfar hafa tek- ið fram þessum tveim í þeirri grein. Árið 1518 ritaði Lúther bók um „Aflát og náð“, 22. febrú- ar. Kappræður hans í Heidel- berg fóru fram þann 26. apríl. Bók með útskýringum um af- látsgreinarnar komu út í júní, og um líkt leyti var höfða’ð mál gegn Lúther í Rómaborg. Þann 23. ágúst fær Cajetan kardínáli páfabréf um að hann skuli kalla Lúther fyrir sig til yfirheyrslu. Þann sama mánuð fær Melamhton stöðu sem há- skólakennari í Wittenberg. Lúther fer í ferð til Ágsborgar þann 25. og er yfirheyrður af Cajetani dagana 12.—14., en þann 16. s.m. skýtur Lúther máli sínu til páfa. Þann 28. nóv. tilkynnir Lúther að hann vilji að almennt kirkjuþing fjalli um málið. Þann 8. des. neitar Friðrik kjörfursti því að framselja Lúther kirkjulegum yfirvöldum í Rómaborg. Þetta var því mjög viðburðarríkt ár, og óx spennan stöðugt eftir því sem á leið. Árið 1519 gerist svo það, a¥5 diplómatiskur sendimaður frá páfahirðinni, Karl von Miltitz, er sendur til að semja við Lúther um nokkurs konar „þegjandi samkomulag“, og fóru þeir samningar fram í Altenburg dagana 4.—6. jan. Reyndi hann að fá Lúther til að halda sér frá frekari árás- um á páfadóminn, ef andstæð- ingar hans hættu ádeilum. Þá dó Maximillianus I. keisari þann 12. janúar, en þann 28. júní s. á. var kjörinn keisari Karl V., ungur höfðingi, er var rammkaþólskur alla tíð. En andstæðingar Lúthers gátu ekki þagað, og dagana 4.—14. júlí fór fram hin fræga kapp- ræða milli Lúthers og sterk- asta andstæðings hans, Jóhanns Eck, próf. í Ingolstadt. Lúther fannst sjálfum að hann hefði ekki sta'ðið sig vel, en einmitt þessi kappræða færði honum tvo mikilhæfa fylgismenn, er mjög komu við sögu siðbótar- innar síðar meir. Þetta ár var prentað hið fræga skýringar- rit við Galatabréfið, og alþýð- legar skýringar Lúthers á boð- orðunum og Faðirvorinu og fleiri rit. Snemma á næsta ári bjóðast þeir von Hutten og von Sickin- gen til að veita Lúther vopn- aða vernd. Þann 8. júní kom út ein merkasta bók Lúthers, „Um góð verk“, og sfðan í átta upplögum það sem eftir var af því ári. Þann 15. júní er dag- sett páfabréfið „Exurge, Do- mine“, með fyrirdæmingu 41 greinar eftir ritum Lúthers, jafnframt hótun um bannfær- ingu, ef hann afturkalli ekki kenningarnar innan 60 daga; skjal þetta sá Lúther ekki fyrr en í október, en frétti af því áður. í ágúst kemur svo út bók hans: „Til kristins aðals þýzkrar þjóðar“, og þann 6. október bætist við bókin „Um babylónska fangelsun kirkj- unnar". Þann 12. nóv. voru rit Lúthers opinberlega brennd í Köln, og í sama mánuði rit- aði Lúther gegn bannfæringar- skjali páfa, og rétt um sama leyti kemur bók hans, „Um frelsi kristins rnanns", róleg og yfirveguð, rétt eins og ekkert hafi í skorizt, og telst hún af mörgum gimsteinninn meðal bókmenntalegra verka Lúthers. Þann 10. des. brennir Lúther bannhótunarbréfi páfa og ka- nóniskum réttarskjölum við Elsterhliðið í Wittenberg. Heim ildir segja a'ð árið 1519 hafi alls verið prentaðar í Þýzka- landi 111 bækur, þar af 71 eftir Lúther og árið 1520 prent- aðar 208 bækur, en þar af 133 eftir Lúther, svo að hann fram- leiðir meir en helming þýzkra bóka á þessum árum. Árið 1521 byrjar Leó páfi tíundi með því að gefa út bann færingarskjal yfir Lúther, og ber það heitið „Decet Roman- um pontificem“, dags. 3. jan. Aleander, fulltrúi páfa á ríkis- þinginu í Worms, hvatti Karl keisara í ræðu til áð fullnægja dómi páfans yfir Lúther. En keisari brást öðru vísi við og kallaði Lúther til Worms og sendi honum griðabréf með heiti um ferðafrelsi til og frá Worms. En til öryggis gaf þó keisari þann úrskurð þann 10. marz að brenna skyldi rit Lúth ers eða eyða á annan hátt. Lúther hélt af stað til Worms 2. apríl og var þar í tíu daga; 16.—26. apríl, mætti fyrir rík- isþinginu þann 17. og 18. apríl og bar síðari daginn fram þá játningu, sem heimsfræg er orð in, að samvizka hans væri til fanga tekin í orði Guðs, og þess vegna gæti hann ekki tek- ið aftur kenningar sínar. En Karl keisari stóð við lofoúð sitt. Það skial, sem birtir sam- stilltan dóm keisara og páfa yfir Lúther, Wormser Edikt, er dagsett þann 8. maí, en und- irskrifað af keisara á trinita- tis hátíð eftir messu, í sama mánuði. Lúther er samkvæmt því bannfærður, réttlaus og útlægur, og fylgismenn hans sviptir réttarvernd í ríkinu og hverjum manni heimilt að taka eignir þeirra undir sig. Frá 4. maí bió Lúther dulbúinn og nálega einangraður á Wart- borgar kastala, undir heitinu Georg jungherra. og tók til'að þýða Nýia Testamentið og rita postillu sína. Keisari og páfi gerðu bandalag gegn Frakk- landi þann 29. maí, én þess naut ekki lengi við. því að Leó páfi dó síðar á þessu ári. í fjarvist Lúthers héldu fylg- ismenn hans áfram siðbótinni. Fyrsta evangeliska altarisgang- an á þessu sögusk"iði kirkiunn ar fór fram í Wittenberg þann 29. Sept. Þann 1? nóv. hurfu þrettán munkar frá klaustur- lifnaði i Ágústiningaklaustrinu þar. Kirkiulegar óeirðir öfga- manna með margs konar skemmdarverkum stóðu dag- ana 3.—4. desember. Nokkru siðar kom út trúfræði Melanch tons, Loci Communes, sem les- in er víða enn í dag. Árið 1522 varð einnig við- burðarríkt. Þýzka Ágústíninga- reglan var leyst upp þann 6. jan. Dagana 1.—6. marz kom Lúther aftur frá Wartborg til að firra vandræðum, þar sem við lá að vingltrúarmenn sneru siðbótinni upp í byltingu. Rétt eftir heimkomuna tók Lúther a'ð halda sínar frægu prédikan- ir. I apríl hóf Zwingli siðbót sína í Zurich í Sviss. Árið eftir ritaði Lúther bók um „veraldleg yfirVöld og hversu langt menn séu skyld- ugir til að hlýða þeim“ og kom hún út í marzmánuði. Um hvítasunnuleytið gaf hann út fyrri reglurnar um guðs- þjónustuformið. Þann 1. júlí voru brenndir á báli fyrstu píslavottar lútherskrar siðbót- ar í Brussel. Og á þessu ári og hinu næsta komu út fyrstu hlutar þýðingar Lúthers á Gamla testamentinu, en þýð- ingin á Nýja testamentinu kom út í september 1522. Hadrían páfi VI. tók við af Leó X. og var gæddur sterk- um siðbótarvilja, svo að hann játaði á þingi í Nurnberg a'ð Framha.ld á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.