Morgunblaðið - 31.10.1967, Síða 19
MORÖUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. OKT. 1967
19
Fylgja verður eftir þeirri uppbyggingu Há-
skölans, sem nú er hafin
Úrbófa þörf í bókasafnsmálum — skorft r á vísindamönnum
— námstími til almennra prófa styttist — marka þarf sam-
rœmda stefnu í vísindamálum — Úr rœðu háskólarektors,
Ármanns Snœvars, á Háskólahátíðinni fyrsta vetrardag
„AF ÖLLUM veikum þáttum í háskólastarfinu hér er einna
brýnast að efla þann, er lýtur að bókasafni og lestrarsals-
rými. Ríkisvaldið lagði ekki um áratugaskeið — allt til 1961
— fé af mörkum til bókakaupa fyrir Háskólann, og enn hef-
ir því miður ekki fengizt viðurkenning á því sjónarmiði,
sem háskólaráð stendur einhuga að, að fjárveitingar til há-
skólabókasafns til bókakaupa eigi ekki að vera lægri en til
Landsbókasafns — og eru þó fjárveitingar til þess alltof
litlar. Nú er háskólabókasafn u.þ.b. hálfdrættingur við
Landsbókasafn. Húsnæði háskólabókasafns er svo lítið, að
undrun sætir, og er það því þakkarverðara, hversu mikið
þar hefur verið unnið af einstökum þegnskap og atorku
bókavarða. Þolir nú enga bið að taka ákvörðun um stefn-
una í bókasafnsmálum — telur háskólaráð, að því máli verði
að ráða til lykta á þessu háskólaári. Geymslurými safnsins
er þrotum — lestrarsalsrýmið er miklu takmarkaðra en svo,
að sæmilegt sé, og öll aðstaða til úrvinnslu og þjónustu er
mjÖg örðug. Er nú tvennt til ráða, annað að þjóðbókasafn
verði reist með aðild háskólabókasafns, eða hitt, að sérstakt
háskólabókasafn verði byggt“.
Þannig komst háskólarekitor,
Ármann Snævarr, m.,a. að orði í
ræðu sinni á Háskólahátíðinni
fyrsta vetrardag. Hóf rektor
mál sitt með því að minnast
bveggja látinna kennara Háskól-
ans, Benedikts Jakobssonar,
íþróttakennara og prófessors
Kristins Stefánssonar. Þá vék
hann að því, að 102 kandidatar
hefðu brautskráðist frá Háskól-
anum á sl. háskó'laári, fleiri en
nokkru sinni fyrr, og þegar inn-
ritunum væri lokið í desember
mætti gera ráð fyrir að u.þ.b.
400 nýstúdentar yrðu innritaðir.
Þeir nýstúdentar, er þegar
hafa innritað sig á þessu hausti,
alls 364, skiptast þannig á deild-
ir: guðfræði 7, læknadeild 78,
lögfræði 43, viðskiptafræði 43,
heimspekidaild 147, verkfiraeðii
30 og B.A.-verkfræðideild 16.
Stúdentar Háskólans eru nú alls
1330.
iHáskólarektor gat þess, að
óvenju miklar breytingar hefðu
orðið á kennaraliði Háskólans,
og hefðu aldrei bætzt jafn mörg
ný embætti og á síðaðsta há-
skólaári. Þór Vilhjálsmsson var
skipaður prófessor í löglfræði og
Ólafur Hansson prófessor í
sagnfræði og Ian Kirfby settur
prófessor í ensku. Þá var Guð-
laugur Þorvaldsson skipaður
prófessor í viðskiptafræðum, dr.
Gísli Fr. Petersen prófessor í
röntgenfræðum og Pétur H.
Jakúbsson prófessor í kvensjúk-
dómum og fæðingarhjálp. Þá
hefur dr. Gunnar Böðvarsson
verið skipaður prófessor í jarð-
eðlisfræði frá 1. janúar 1968 að
telja.
Prófessorsembættinu í lyfja-
fræði hefur verið ráðstafað svo,
að dr. Þorkell Jóhannesson hef-
ur verið ráðinn til að gegna því.
Prófessor Steingrímur J. Þor-
steinsson hefur leyfi frá kennslu
þetta háskólaár. Hefur Andrési
Björnssyni, lektor, verið falið
að gegna embætti hans, en Óskar
Halldórsson, cand, mag. gegnir
lektorsstarfinu. Prófessor Guðni
Jónsson hefur leyfi frá kennslu-
störfum sakir veikinda, og ann-
ast prófessor Magnús Már Lár-
usson kennslu hans, en þeir Jón
Sveinbjörnsson lektor og Jón
Hnefill Aðalsteinsson, fil. lic.
hafa á hendi kennslu prófessors
Magnúsar í guðfræðideild.
Nýr gistiprófessor í bandarísk-
um bókmenntum er Benjamin
Hickok frá ríkisháskóla Midhi-
gan í East Lansing, en Donald
M. Brander M.A., sem gegnt hef-
ur sendikennarastarfinu í ensku,
hefur látið af störfum. Finnski
sendikennarinn, Juha Kalervo
Peura, hum. kand. og rússneski
sendikennarinn Vladimir A.
Milovidov hafa látið af störfum.
Nýr sendikennari í rússnesku er
prófessor A. I. Shirochenskaya,
en finnskur sendikennari er
væntanlegur síðar. Guðmundur
Arnlaugsson hefur látið af dós-
entssitörfum, en í hans stað hef-
ur dr. Halldór Elíasson verið
settur dósent. Heimir Áskelsson
dósent hefur einnig látið af störf
um og í hans stað hefur dr. Alan
Boucher verið settur dósent.
Skipaðir hafa verið þrír lekt-
orar í lögfræði, þeir Gaukur Jör-
undsson, fúlltrúi yfirborgardóm-
ara, Jónatan Þórmundsson, full-
trúi saksóknara, og Sigurður
Línda.1, hæstaréttarri'tari. Nýi
íþróttakennari hiefur verið skip-
aður, Valdimar Örnólfsson,
menntaskólakennari. Sbunda-
kennarar hafa verið ráðnir:
Auður Þórðardóttir M.A. 1
latínu, Bergsteinn Jónsson cand.
mag. í sagnfræði, og Björn Jó-
hannesson M.A. í ensku. Nýir
sérfræðingar hafa verið ráðnir
að Raunvísindastofnun Háskól-
ans, þeir Gunnlaugur Elíasson,
dr. Hal'ldór Elíasson, dr. Vil-
hjálmur Skúlason og Þorvaldur
Búason.
Þá vék rektor að gjöfum, sem
Háskólanum hafa borizt, fyrst
bókagjöfum frá franska sendi-
ráðinu í Reykjavík, mienntamála
ráðuneyti Spánar, háskólaforlag-
inu í Osló o.fl. Ennfremur gjöf
frá séra Sophus L. Thormodsæt-
er, sem lézt 1931, en gjöfin var
afhent sl. vetur. Var þaÖ pen-
ingagjöf, er nemur tæpum 70
þús. ísl. kr. Hafði sami m.aður á
sínum tíma arfleitt Háskólaibóka
safnið að miklu bókasafni, rösk-
lega 6000 bindum. Frá forráða-
mönnum J. Þorláksson & Norð-
mann barst 100 þús. kr. gjöf til
Minndngarsjóðs Jón verkfræð-
ings Þorlákssonar. Þá hefur
Háskólanum verið afhent tæp-
lega ein og hálf milljón kr. af
dánargjöf úr búi Vestur-íslend-
ingsins Páls Guðmundssonar frá
Rjúpnafelli, sem verja skal til að
treysta tengsl Háskóla Manitoba-
ríkis og Háskóla íslands. Þá hef-
ur Volkswagenverk í Hannover
gefið Háskólanum 1.6 milljónir
kr. til kaupa á vísindaritum,
svo og til að skiptast á vísinda-
mönnum milli Þýzkalands og ís-
lands o.fl. Háskólasjóður h/f
Eimskipafélags fslands hefur
enn aukizt.
Á sl. háskólaári fluttu 20 vís-
indamenn fyrirlestra í boði Há-
skólans.
Rektor ræddi síðan um bygg-
ingu Árnagarðs og sagði að þar
fengi Háskólinn u.þ.b. 2000 fer-
metra húsnæði, þ.á.m. yrðu all-
m.argar kennslustofur og sémínar
stofur, lestrarsalur og 15 vinnu-
herbergi fyrir kennara auk hús-
rýmis fyrir Orðabók Háskólans.
Þessi bygging ætti að verða til-
búin haustið 1909 og yrði við það
mikil úrbót í húsnæðismál'um
Háskólans. Væri ekki vanþörf
að bæt,a úr, því að skólinn byggi
við geysilega húsnæðiskreppu og
við mat á kennsluhúsrými fyrir
Háskólann á næstunni væri sýnt,
að þessi nýja bygging væri ekki
á neinn hátt fullnægjandi miðað
margir hverjir ekki í hyggju að
leggja stund á langt nám, er þeir
innnita sig. Væri út af fyrir sig
mikilvægt að stúdentar tækju
snemma ákvörðun um þetta, en
Háskólinn vildi koma fleiri
stúdentum ti'l þroska en raun
bæri vitni, og yrði að leita til
þess færra úrræða af fullkomnu
raunsæi.
Siðan sagði rektor:
„Tvimælalaust þarf að efla
kynningu á Háskólanámi í
menntaskólum og vinna skiipu-
lega að þeim málum. Þegar í Há-
skólann kemur, er brýn þörf á
ráðunautum við nám í hverri
grein, er leiðbeini stúdentum og
leggi þeim margvísleg ráð, enda
eigi stúdentar aðgang að slíkurn
manni. Hefir háskólaráð oftar
en einu sinni óskað eftir heimild
til ráðningar slíkra manna.
Kennslu á fyrsta ári þarf að
sníða meira við hæfi byrjenda
en nú er gert og reyna að brúa
bilið milli þessara tveggja skóla-
heima á sem virkastan hátt. í
flestum eða öllum deildum Há-
skólans eru nú forpróf þegar á
fyrsta ári, og er það til stónbóta,
því að mikilu skiptir, að sem
fyrst á námsferli manns sé úr
því skorið, hvort stúdent sé hæf-
ur til þgss náms, sem hann hefir
skráð sig til, og til þess að
stúdent fái að öðru leyti vitn-
skólans snúið sér í auknum mæli
að því að sinna þeim, sem eru í
sérnámi, leiðbeina þeim og
skipúleggja nám þeirra. Að sínu
leyti er það mjög til athugunar,
að þessir menn verði ráðnir til
að annast vissa kennslu fyrir
stúdenta, er stunda nám til al-
mennra háskólaiprófa, og hefir
það gefið góða raun bæði í
Bandaríkjunum og Svíþjóð.
IHáskólanektor ræddi þetta mál
mál nokkuð frekar. Kvaðst hann
mæla með skyldu til tímasóknar
yfirleitt, en hins vegar finndist
sér koma til greina að leggja á
menn skyldu að skila námsefni
hvers árs eða misseris á nánar
tilteknum tíma. Umræður í hóp-
um, semínaræfingar og ýmis-
konar leiðsögn í námi þyrfti að
fara í vöxt, en fyrirlestrar að
minnska í sambandi við nám til
almiennra háskólaprófa.
í fra.mhaldi af þessu kom rekt-
or að því atriði, að fjöldi þeirra,
sem ljúka stúdentsprófi hér á
landi er lægri en á hinum Norð-
urlöndunum að Danmörku und-
anskilinni. Varpaði hann í því
sambandi fram þeirri sipurningu,
hvort það væri þjóðfélaginu
örugg.lega fyrir beztu, að allir
þeir, sem námsgetu hafa til að
ljúka stúdentsprófi, stefni að
því marki.
í lok ræðu sinnar fóru Ár-
Rektor Háskólans, háskólaráð og háskólakennarar ganga inn í upphafi Háskólahátíðar. Ljósm.
Kristinn Benediktsson).
við hinar miklu þarfir næstu ár.
Rakti rektor síðan tölfræðilega
væntanlegan stúdentafjölda
næstu ár og kom þar fram, að
þrátt fyrir nýju viðbótiina, sem
fæst með Árnagarði verður hús-
næði orðið of lítið þegar eftir
1970. Síðan sagði hann:
„Ég minni á þá staðreynd
mönnum til umhugsunar, að tala
þeirra, er ljúka stúdentsprófi á
landi hér mun tvöfaldast á næstu
7-8 árum, og mig uggir, að á
næstu árum verði vaxan.di örð-
ugleikar á því fyrir íslenzka stúd
enta að fá að'gan.g að erlendum
háskólum, svo mjög sem að-
streymi að þeim vex með ári
hverju. Háskólanefndin, ■ sem nú
starfar, mun taka þessi mál til
rækilegrar íhugunar, en vonandi
mun hún láta frá sér fara megin-
sjónarmið um eflingu Háskólans
síðar á þessu háskólaári".
Háskólarektor drap á það, er
hann ihefði gert að umræðuéfni
á síðasta háskólaári, hver hundr-
aðshluti skrásettra stúdenta iyki
námi við skólann. Athugun, sem
fram hefði farið, sýndi að til-
tölulega lítill hluti stúdenta
hættu við nám sitt eftir að þeir
hefðu stundað það í þrjú misseri,
en þeir, sem hættu fyrr, hafi
eskju um, hversu hann standi
að vígi í náminu. Af ýmsum
ástæðum tel ég, að greina eigi
betur en nú er gert milli hinna
almennu háskólaprófa og fram-
haldsnáms eða sérnáms í grein,
greina eigi milli undergraduate
nám.s og graduate náms, og miða
yfirleitt við það, að hægt sé að
Ijúka hinum almennu háskóla-
prófum, kandídatsprófi eða B.A.-
prófi, eftir 4 ár. Síðan taki við
sér.nám fyrir þá, sem vilja halda
lengra, og það nám þarf að
styrkja stórkost'lega hér við skól-
ann og taka upp margvíslega
kennslu fyrir þá, sem búast und-
ir meistarapróf, licentiatpróf og
doktorspróf. Fjöldi þeirra
kandídata héðan frá Háskólan-
um, sem Ijúka þessum æðri próf-
um, er allt of takmarkaður. Er
þetta vandamál sjaldan rætt, en
er þó eitt brýnaista áhugam.ál
okkar Háskólans manna. Hér
liggur mikið við — Háskólinn
og aðrar vísindastofnanir fá
ekki þann vísindalega mannafla,
sem þeim er brýn þörf á, nema
aðstreymi verði talsvert meira
en nú er að þessu ví’sindalega sér
námi. Ég ætla, að ef námstími
til hinna álrnennu háskó.laprófa
er styttur, geti prófessorar Há-
manni Snævarr, háskólarektor
orð á þessa l'eið:
„Með þessu háskólaári kveðj-
um við annan þriðjung þessarar
aldar og leggjum á bratta síðasta
þriðjungsins. Stúdentar, sem nú
hefj.a nám við Háskólann, munu
verða vel flestir rösklega fimmt-
ugir við pæstu aldamót, og eiga
þá enn mörg starfsár eftir, ef
þeim verður lífs auðið og heilsu.
Sú menntun, sem við veitum
þessum ungu stúdentum á því
að duga þeim m.a. á næstu öld.
Þessi tilhugsun vekur margvís-
legar hugrenningar u’m mark-
mið menntunar og inntak henn-
ar á þessari öld hraðfley.gra
framfara og breytingar — þegar
ný ví'SÍndaleg uppgötvun kann
allt í einu að kollavarpa því, sem
haft hefir verið fyrir satt um
langan aldur. Menn verða bljúgir
andspænis umhugsuninni einni
saman. Vissulega ber að hafa
hugfastar þessar breytingar, sem
í vændum eru, en hver kynslóð
verður allt að einu að skila þeim
vísindaiega fjársjóði, sem hún
ræður yfir, til næstu kynslóðar
— með allsherjar fyirvara um,
að ávallt sé skylt að hafa það,
er sannara reynist.
Framhald á bls. 21