Morgunblaðið - 31.10.1967, Síða 22

Morgunblaðið - 31.10.1967, Síða 22
't 22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. OKT. 1967 Guðjón H’örleifsson Brunnstíg 8, Hafnarfirði f. 29. 6. 1919 d. 9. 11. 1967. Gísli Hjörleifsson Vesturbraut 6, Keflavík f. 32. 2. 1923 d. 17. 9. 1967. Magnús Hjörleifsson Heiðargerði 35 Reykjavík f. 16. 6.1921 d. 3. 9. 1962. Þrír bræður — Kveðja Kveðja frá Inga, Kristrún og börnum þeirra. Þegar vor:ð varma veldi sínu beitir, þá er blíðum bjarma brugðið yfir sveitir. Hátt í himínljósin horfa frjálsir bræður. Út við bláan ósinn eiga saman ræður. Svipur ungra sveina sýndi þrótt í geði, augun engu leyna allt er líf og gleðl En bernskan var liðin og bræðurnir þrír á brekkuna framtíðar sóttu, um torleiði veganna byggðu sér brýr, og bræðurnir liðtækir þóttu. Þeir unnu sér frama, þeir áttu sér nafn. En árdegið naumast var liðið, er banvæna þokuna braut yfir stafn og bræðrunum lokaðist sviðið. Því daprast vor hugur, sem drúpandi rós og dimman um sálina fiæðir. En bræðurnir áttu sér leiðsöguljós þann loga, sem drenglyndið glæðir. Þvi blessum við dægrin, er dvöldust þeir hér. En Drottinn, sá fardögum ræður, þá hugþekku drengina helgaði sér. og heimti til sín, þessa bræður. Vér skiljum þó ilia þann skapanna dóm að skyldu þeir falla svo ungir, í hjartanu finntt okkur hræðilegt tóm og hérvistardagarnir þungir. En minningarljósin þau merla svo skær að mjúklega sorgina stillir. Við samhljóma bænanna söknuður grær, og sálina rósemi fyllir. Við felum þér Jesús vorn framtíðar hag og föðurnum lotningu sýnum, en bræðurnir öðlist sinn upprisudag í ástríka faðminum þínum. E. J. E. t Ólafur Ólafsson bóndi, Skálavík, andaðist á Landsspítalanum mánudaginn 30. okt. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Ólafsdóttir. t Maðurinn minn og faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðlaugur Eiríksson, Meiðastöðum, Garði, andaðist í Sjúkrahúsi Kefla- víkur að morgni 30. október. Björg Erlendsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, sonur, bróðir og tengda sonur, Hannes Thorarensen lézt í Landsspítalanum 30. þ. m. Inga Bryde Thorarensen, Eyþóra og Henrik Thorarensen, Louise Erna og Hulda Thorarensen, Karen og Claus Bryde. t. Eiginmaður minn og faðir okkar, Magnús Jóhannesson, Björk, Reykholtsdal, andaðist í Sjúkrahúsi Akra- ness 28. þ. m. Sigurborg Þorleifsdóttir og böm. t Sonur okkar, Þórarinn Jónsson andaðist sunnudaginn 29. þ.m. Gunnlaug Hannesdóttir, Jón Þórarinsson. t Útför hjartkærrar konu minnar og móður, Lovísu Halldórsson Kópavogsbraut 62, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1. nóv. kl. 1.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er vinsamleg- ast bent á Styrktarfélag van- gefinna. Helgi Halldórsson, Erla Helgadóttir, t Hjartanlegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekn- ingu, með blómum, krönsum og samú'ðarskeytum við and- lát — og jarðarför konu minnar, móður okkar, systur og mágkonu, Indíönu ólafsdóttur. Jón Bergmann Bjarnason, Sigríður Jónsdóttir, Magnea Rafnsdóttir, Dagmar Ólafsdóttir, Jón Bjarnason, Haukur Ólafsson, Valborg Jónsdóttir, Unnur Ólafsdóttir, Gísli Jakobsson. t Þökkum hjartanlega samúð og velvild við andlát og út- för dóttur minnar, sem andaðist 4/10 Guðrúnar Magnúsdóttur ljósmóður. Fyrir hönd ættingja Margrét Eyjólfsdóttir. t Hjartans þakklæti til ykkar allra við andlát og jarðarför Fjólu Gísladóttur Ilofteigi 20. Böm, tengdaböm og barnaböm, Ingvar Guðfinnsson. t Hjartans þakkir sýnda sam- úð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður og ömmu, önnu Þórðardóttur. Kristín Ingvarsdóttir, Steinþór Ingvarsson, Sveinn Jónsson, Pálfríður Guðmundsd. og böra. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM ÉG fer öðm hverju í kirkju, og ég held að prestur- inn sniki peninga í hvert einasta skipti, sem ég kem. Ég er orðinn dauðleiður á þessu peningastagli kirkj- unnar. Er það viðeigandi, að kirkjan sé sí og æ að tala um peninga? Það er hugsanlegt, að þér farið svo sjaldan í í kirkju, að svo vilji til, að þér komið þar á „fjár- hags-sunnudeginum“, en hann er venjulega einu sinni á ári. Nei, það sómir sér ekki, að kirkjan tali um peninga í tíma og ótíma. En hefur yður nokk- urn tíma hugkvæmzt, að presturinn neyddist aldrei til að tala um peninga af stóli, ef söfnuðurinn greiddi Drottni það, sem hann skuldar honum? Það er í raun og veru merki um andlega fátækt safnaðar, ef nauð- synlegt reynist að leggja áherzlu á „gjafir“. Menn gefa örlátlega, ef þeir eru við góða andlega heilsu. En þegar andinn veiklast, er peningaveskið það fyrsta, sem sýnir merki sjúkleikans. Ástfanginn pilt- ur telur ekkert of gott handa þeirri, sem hann elsk- ar. En ef hann glatar ástinni, hverfur jafnframt löng- unin til að gefa. Þegar þér því eruð að segja mér, að í söfnuði yðar verði að „sníkja“ peninga, eruð þér í raun og veru að lýsa ástandi safnaðarins og sjálfum yður. Ráð- gjafar í hjúskaparmálum segja, að „peningamál“ séu eitt af því, sem veldur erfiðleikum í hjónabandi, og hið sama á sér stað í söfnuðunum. Fjárhagsvanda- málin verða fá, þegar við elskum Drottin af allri sálu, öllum huga og öllum mætti. Kanada færir úf landhelgina Ottawa, 27. okt., AP. Kanadastjórn kunngerði í dag, að hún mundi færa út landhelgi sína í náinni fram- tíð. Paul Martin, utanríkis- ráðherra Kanada sagði í dag, að árið 1964 hefði þjóðþingið samþykkt lög, sem fyrst og t Alúðarþakkir fyrir auð- sýnda samúð við fráfall Guðmundar Knútssonar Guðfinna Breiðfjörð, Jónína B. Ingvarsdóttir, Kristjana, Gyða og tengda- og barnabörn. fremst heimiluðu útvíkkun landhelginnar úr þremur í tólf mílur. Lög þessi áttu ekki að ganga í gildi fyrr en Kanadastjórn hefði ráðfært við við þau lönd, sem hags- muna áttu að gæta þessu viðvíkjandi. Löndin voru: Noregur, Bandaríkin, Bret- land, Danmörk, Frakkland og Portúgal. Hvað Frakkland áhræðri var áðallega rætt um farvötnin um- hverfis eyjarnar St. Pierre og Miquelon. Paul Martin sagði, að í ná- inni framtíð mundi ríkisstjórn- in birta nýjan lista um land- helgisútfærslurnar, þar sem fram kemur að landhelgislínan undan ströndum Labradors verð ur færð út og gildir það jafnt fyrir suður- og suðausturströnd Labradors. Hjartans þakkir til allra, er sýndu okkur hluttekn- ingu og vinarhug við andlát og jarðaiför MARGRÉTAR SIGTRYGGSDÓTTUR Akureyri. Júlíus Júlíusson, Sigtryggur Júlíusson, Jóhanna Jóhannsdóttlr, Alfreð Júílusson, Ingibjörg Þorleifsdóttlr, Aðalsteinn Júlíusson, Áslaug Guðlaugsdóttlr, Baldur Benediktsson, barnabörn og aðrii vandamenn. Til leigu 5 herb. íbúð í fjölbýlishúsi við Hvassaleiti. fbúðin er laus til íbúðar strax. Nánari upplýsingar gefur MÁLFLUTNING- OG FASTEIGNASTOFA Agnar Gústafsson, hrl., Björa Pétursson: fasteignaviðskipti, Austurstræti 14, símar 22870. 21750.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.