Morgunblaðið - 31.10.1967, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 31. OKT. 1967
MARY ROBERTS RINEHART:
SKYSSAN MIKLA
Loksins farun ég mér atvinnu
í borginni hjá fyrirtæki, ©n
kreppan var ekki lengi að ganga
af því dauðu. Skamma stund
hafði ég ofurlitlar tekjur af
fasteign föður míns. Bn svo var
hluti af henni seldur upp í skatta
og afgangurinn gerði ekki betur
en að standa undir sér. Þar eð
liftryggingin hans hafði öll farið
upp í skuldir, var ég raunveru-
lega alveg auralaus.
Ég vil ógjarnan minnast þess-
ara ára, þegar ég varð að draga
við mig mat í borginni, og svo
þetta eilífa fatnaðar-vandamál,
flutningur úr einni skrifstofu í
aðra. Stundum gat ég staðið í
skilum við ungfrú Mattie og
klætt mig sæmilega. Og svo varð
ég vitanlega ástfangin á þessu
tímabili.
Ég get hlegið að því nú orð-
ið. Bill Sterling var upprunninn
þarna í þorpinu og bezti læknir-
inn okkar. Hann var fjórtán ár-
um eldri en ég, sem var nítján
ára, stór og herðabreiður, sannar
lega ekki fríður en ég tók þetta
afskaplega alvarlega. Ég fann
mér upp átyllur til að koma í stof
una til hans, o>g gekk framhjá
húsinu hans á kvöldin, í þeirri
veiku von að sjá hann stíga upp
í bílinn eða út úr honum.
Eina ástæðan til þess að ég
er að minnast á þetta nú, er sú,
að Bill átti síðar meir hlutverki
að gegna í sögunni minni.... Og
hvað ástaræfintýrið snerti, þá
leysti Bill sjáltfur þann vanda, á
sinn eiginn sérstæða hátt Hann
hafði stungið hitamæli upp í
munninn á mér, leit alvarlega á
hann þegar hann tók hann aftur,
hallaði sér aftur á bak í stólnum
og horfði á mig brosandi
— Hættu nú þessu, Pat, sagði
hann. — Ég get ekki verið að
senda þér reikninga fyrir ekki
neitt. Þú ert eins heilbrigð og
bezt getur orðið.
Líklega hef ég roðnað, því að
hann hal’laði sér fram og klapp-
aði mér á höndina. — Það er allt
í lagi, sagði hann. Við erum
beztu vinir, er það ekki? Ég
kann vel við þig og þú við mig.
En næst þegar ég kem með hita-
mæli þarf hann að sýna eitt-
hvað, og það er bannað að
leggja hann við hitaflösku fyrst.
Það leið heilt ár áður en ég
gat litið á hann án þess að
roðna en ég hafði gott af þessu.
Nú hafði hann lengi verið að
draga sig eftir Lydiu. Ég held,
að þau hafi viljað giftast, en
Audrey var eitthvað lítið um
hann. Og þessi óbeit Audrey á
Bill Sterling átti eftir að hafa
slæmar afleiðingar.
Hann kom heim til Lydiu dag-
inn áður en ég fór þaðan. Hann
kyssti Lydiu, eins og kæruleys-
islega og sló á öxlina á mér.
— Jæja, hvernig kunnirðu við
Maud?
— Ég kunni ágætlega við
hana. Þakka þér fyrir að benda
henni á mig, Bill.
— Ég sagði henni, að þú værir
til fyrirmyndar um allan dugn-
að, háttvísi og nærgætni, sagði
hann hógværlega. — Einnig það,
að þú mundir láta hann Tony
í friiði, þar eð þú værir pipar-
mey af sannfæringu. Hvernig
gengur ykkur að undirbúa sam-
kvæmið?
Ég fór skömmu seinna, en ég
fór ekki beint heim til ungfrú
Mattie. Ég ók í hægðuim mínum
fram og aftur um göturnar,
hortfði á húsin og velti því fyrir
mér, hvert álit Sbúarnir hefðu á
Maud. Þetta var eitthvað svo
5
ótrúlegt. En svo var hugurinn
líka við kvöldboðið og dansleik-
inn, sem í vændum var, og ég
var að fara yfir gestaskrána í
huganum.
Ég man, að það var dansleik-
ur í Beverley-klúbbnum þetta
kvöld, og þegar ég ók þar frarn
hjá, sá ég Audrey Morgan, sem
stóð þar úti í forskálanum og
leit út eins og einhver ljósálfur
við hlið himnaríkis.
En vitanlega stóð hún ekki
lengi þarna ein. Það fylgir þes.s-
um Audreyum í heiminum, að
þær hafa alltaf einhverja karl-
veru sveimandi kring um sig. 1
þetta sinn var það Larry Hamil-
ton, og ég þaut aftur yfir gesta-
skrána í huganum. Jú, Larry var
þar, svo að ég fór heim í her-
bergið mitt og svaf fjandalega
illa, því að hundrað gylltir stól-
ar voru á sveimi í hausnum á
mér, með útsaumuðum setum,
sem áttu að koma úr borginm,
og svo var það kjóllinn minn,
með víðu pilsi og ekki of fleg-
in.n, og yfirleitt var þarna allt
á ferðinni, sem dansleiknum til-
heyrði.
Og það var lika einmitt þetta
allt, sem líf mitt snerist um,
JJfenwood strauvélin
Yður eru frjálsar hendur
við val og vinnu
Simi
11687
21240
Vikuþvottinn, Iök:, sængurver,
borðdúka, handklæði, kodda-
ver o. fl. o. fl. cr nú hægt að
strauja á örskammri stund.
I>ér setjist við vélina slappið
af, látið hana vinna allt erfiðið.
Engar erfiðar stöður við strau-
borðið. Kenwood strauvélin
lðsar yður við allt crfiðið, sem
áður var.
Á stuttum tíma komist þér upp
á lag með að strauja skyrtur
og annan vandmeðfarinn þvott
vel og vandlega. Lök, sængur-
ver og önnur stærri stykki er
hægt að strauja án allra vand-
kvæða í Kenwood strauvél-
inni, sem er með 61 cm valsi.
Þér getið pressað buxur, stífað
skyrtur og gengið frá öllum
þvotti í Kenwood strauvélinni
eins og fullkominn fagnaður.
Verð aðeins kr: 5.350.
Viðgerða- og varahlutaþjónusta
Guð! Mamma! Ætlarðu að láta sjá þig í þessum síðdruslum?
næstu þrjá dagana. Tony Wain-
wright var ekki heima og sýndi
sig ekki fyrr en síðdegis veiziu-
daginn, Um það leyti var ég orð
in alveg ringluð, þó að ég léti
ekki á því bera. Þegar penninn
minn valt inn undir leðursóf-
ann í herberginu, sem nú var
orðið skrifstofa mín, þá skreið ég
eftir ihonum. Og svo lá ég þarna
bara kyrr, úttauguð eftir að hafa
viðhaft orðbragð, sem Weaver
gamli hafði sagt, að væri óvið-
eigandi fyrir unga dömu.
Ég heyrði rólega rödd uppi
yfir mér.
— Svona fallegir fætur og
svona ljótt orð'bragð, sagði hún
ávítandi. — Hjálpi iriér allir
heilagir!
Ég reis upp, bálvond.
— Hugsið ekki um fæturna á
mér, sagði ég reiðilega. — Ef yð-
ur langar að vita það, eru þeir
sáraumir.
— Ég var heldur ekki með
neinar áhyggjur út af þeijn-
Þetta er ungfrú Abbot, er ekki
svo?
Þetta var í fyrsta sinn, sem ég
sá Tony Wainwright almenni-
lega. Hávaxinn ungan mann með
róleg frá augu og glettnisbros á
vör.
— Sjáið þér til, sagði hann, —
þér eruð búin að þræla yður
ærða. Því ekki að koma út og
fá sér svolítið frískt loft? Ég er
búinn að senda Maud í rúmið.
Af konu að vera, sem hefur stað
ið í veizlu'höldum alla sína ævi,
er hún alveg búin að gera út af
við sig. En hvað gengur að?
Ég kærði mig ekkert um að
fara að segja honum það. Ég
sagði bara, að ég hefði verið að
hugsa um að koma mér einhvers
staðar fyrir, -og þá helzt hjá
Bu-rton, sem er aðal geðveikra-
hælið okkar þarna. Samt skyldi
ég nú koma út með honum, ef
hann bara vildi stilla sig um að
nefna samkvæmið á nafn, því að
þá mundi ég öskra upp yfir mig
ef hann gerði það. Síðan þvoði
ég mér um hendur og and-
lit í snyrtiherberginu, sem til-
heyrði skrifstofunni, en hann
horfði á af miklum áhuga.
— Ekki hafði ég hugmynd um,
að nokkur ung stúlka notaði leng
ur sápu á andlitið á sér, sagði
hann. — Það hlýtur að vera
áhriíf af auglýsingum, En þér
hafið fa’llega húð.
— Já, það er bara eitt af töfr-
um mínum, sagði ég og fylgdi
honum síðan út fyrir.
Þetta var í fyrsta sinn, sem
é'g hafði komið inn í „leikhús-
ið“, en eins og allt annað þarna
á Klaustrinu, var það miklu
stærra en ég hafði gert mér í
hugarlund. Það var byggt á of-
urlitlum gilbakka, og þakið á
(VÖRUÚRVAL.)
-----v----
HACO súpur
vV
• •
URVALSVORUR
Ó. JOHNSON & KAABER HF,