Morgunblaðið - 25.11.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.11.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓV. 1967 11 heilsað með gleði MEÐ þessum fáu línum vil ég vekja athygli kirkjufólks á lít- illi bók, sem sker sig nokkuð úr öðrum bókum, sakir nýbreytni hennar. Það er söngbókin Unga Kirkjan. Hér er um að ræða sálma og söngva með nótum, en þannig eru flestar erlendar sálmasöngs- bækur úr garði gerðar. — í bók inni eru margir söngvar, sem ekki hafa áður komið fram, og að því leyti ætti það vera feng- ur fyrir söngfólk, er vill kynna sér nýja söngva. Ég tel bókina þýðingarmikla fyrir barna og æskulýðsstarfið, ennfremur kirkjukórana í land- inu. — Verkefni organista og söngstjóra er m.a. það, að velja fyrir kórana stólvers og sérstök lög, sem þeir vilja láta kórana syngja við messugerðir eða sér- stök tækifæri. — Þá þurfa söng- stjórarnir ennfremur að skrifa nótur að þeim lögum í hendur kórfélaga til æfinga. — Hvort tveggja fá þeim í söngbókinni: Unga Kirkjan. — Hver kirkja ætti að eignast fleiri eða færri eintök af bókinni. Hún fæst hjá Bókaútgáfu Æ.S.K. í Hólastifti Box 87, Akureyri. Séu pöntuð 20 eintök eða fleiri, er verð bók arinnar kr. 100.— í ávarpsorðum sínum segir biskup íslands herra Sigurbjörn Einarsson: „Ég heilsa þessari bók með gleði um leið og hún er búin til farar sinnar á vit ungs fólks á íslandi. Bók af henn ar tagi hefur vatnar .....“ í bók- inni eru m.a. fallegir jólasöngv- ar sem tilvalið væri fyrir kirkju kóra að æfa og syngja um jólin. Pétur Sigurgeirsson. Soltað d Eski- íirði d laugardag Eskifirði, 21. nóvember. SALTAÐ var í Eskifirði á laug- ardaginn í um 3000 tunnur, og var síldin mjög góð. Síldarflot- inn hefur verið að reyna að komast á miðin aftur, en orðið að snúa við vegna brælu. Tvö skip komu með um 900 tunnur til Sigfúsar Baldvinssonar sf. í kvöld. Hér hefur verið þýðviðri undanfama daga og klukkan fimm. í dag var 11 stiga hiti. Mikil hálka er á götum í Eski- firði. — Regína. Bezt að auglýsa 1 Morgunblaðinu Skrifstofumaður með góða þekkingu á bókhaldi óskast til starfa sem fyrst. Upplýsingar um menntun og fyrri störf send- ist blaðinu fyrir 1. des. n.k., merkt: „Framtíð 405.“ Árgerð 1964 Volkswagen til sölu. Upplýsingar í síma 15585 milli kl. 14 og 17 í dag. Skagfirðingar Við spilum í Tjarnarbúð á sunnudag 26. kl. 3. Stjórnin. Nauðungaruppboð Að kröfu innheimtumanns ríkissjóðs, Ágústar Fjeldsted hrl. og Jóns Gr. Sigurðssonar hdl., verð- ur opinbert uppboð haldið við Bílaverkstæði Hafnarfjarðar, laugardaginn 2. desember n.k. kl. 14. Seldar verða eftirtaldar bifreiðar: G-295, M. Benz ’64, G-860, Ford Bronco ’66, G-3396, Aust- in ’62, og G-3422, Cons. Cortina ’65. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Einstaklingsherhergi Til sölu er einstaklingsherbergi með eignarhluta í sameiginlegu snyrtiherbergi við Hraunbæ. Af- hendist fullgert nú þegar. ÁRNI STEFÁNSSON, Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Sími 14314 og 34231. Skátabazar Kvenskátafélag Reykjavíkur heldur sinn vinsæla bazar sunnudaginn 26. nóvember kl. 20.30 í Iðn- skólanum, gengið inn frá Vitastíg. Á boðstólnum verður margt fallegra muna til jólagjafa. Kaffi og heimabakaðar kökur. Happdrætti. Jólasveinar selja lukkupoka. Bazarnefndin. Auglýsing varðandi gin- og klaufaveiki Vegna þess að gin- og klaufaveiki hefur náð mik- illi útbreiðslu á Stóra Bretlandi er samkvæmt heimild í lögum nr. 11/1928 um varnir gegn gin- og klaufaveiki bannaðar innflutningur á fóður- vörum þaðan. Ennfremur er fyrst um sinn lagt bann við því að nota matarleifar og sláturafurðir hvers konar til gripafóðurs, sbr. lögum nr. 124/1947. Landbúnaðarráðuneytið. 22. nóvember 1967. CETEBE útflutningsfyrirtæki Lodz, Nautowicza 13, Póllandi Símnefni Cetebe, Lodz; Telex 88210, 88226. Sími 28533 — Pósthólf 320. býður: HESSIAN“-striga til fiskumbúða og annarra nota. Leitið upplýsinga hjá umboðsmönnum okkar á íslandi: ÖLAFUR CISLASl & CO. HF. Ingólfsstræti 1A — Reykjavík. Sími: 18370 — (3 línur). Bifreiðaeigendur — Bif reiðaeigendur Þið sem viljið selja bíla hafið samband við okkur strax, þar sem mikil eftir- spurn er nú eftir góðum bílum. — Opið til kl. '4 í dag. Sýningarsalurinn Sveinn Egilsson, Sími 22469.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.