Morgunblaðið - 25.11.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.11.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓV. 1««7 iwinittMftfrffr Útgefandi: Hf. Árvakur, R'eykjavík. Framkvæmdastj óri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Sigurður Bjarnason frá Vigur. ' Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. VINNUFRIÐUR F|agurinn í gær var við- ** burðarríkur. Seðlabanki fslands gaf út tilkynningu um að gengi íslenzku krón- unnar hefði verið lækkað um 24,6% miðað við bandarískan dollar. Forsætisráðherra lýsti því yfir að frv. um greiðslu verðlagsuppbótar á laun skv. nýju vísftölunni hinn 1. des. n. k. yrði væntanlega lagt fyrir Alþingi í dag og mið- stjórn Alþýðusambands ís- lands tók ákvörðun um að mæla með því við þau aðild- arfélög sín, sem boðað hafa verkfall að þeim verði aflýst. Þannig hafa í skjótri svipan verið leyst ýmis erfið vanda- mál, þótt önnur fylgi í kjöl- farið til úrlausnar eins og alltaf er. Öllum landsmönnum mun vafalaust þykja mest um vert, að nú má búast við að vinnufriður hafi verið tryggð ur um sinn a. m. k. Ríkis- stjórnin hefur fyrir sitt leyti stuðlað að því með því að leggja til vegna breyttra að- stæðna að verðlagsuppbót jrerði greidd á laun 1. des. n. k. um leið og forsætisráð- herra hefur lýst því skýrt yfir að það sé óhagganleg skoðun ríkisstjórnarinnar að sjálfkrafa vísitöluhækkun launa sé mjög varhugaverð á þeim tíma, sem áhrif geng- islækkunarinnar eru að koma fram og að ríkisstjórnin muni í samræmi við það leggja til að lagaákvæði um vísitölu- bindingu launa verði numin úr gildi en það verði samn- ingsatriði milli verkalýðs- samtaka og vinnuveitenda, hvort og að hve miklu leyti hún verði tekin upp á ný. Alþýðusamband íslands hefur af sinni hálfu sýnt sam- komulagsvilja sinn með því að mæla með því, að verk- föllum verði aflýst vegna of- angreindrar ákvörðunar rík- isstjórnarinnar enda er sú afstaða í samræmi við fyrir- hugaða kröfugerð verkalýðs- félaganna. Enn einu sinni hefur því tekizt að varðveita vinnufriðinn í landinu og hef ur hann nú staðið samfleytt að mestu um fjögurra ára skeið. Þessi mikilsverði ár- angur hefur ekki sízt náðst vegna þess að gagnkvæmt traust hefur skapazt milli forustumanna ríkisstjórnar- innar og verkalýðssamtak- anna. Þessum málalokum munu landsmenn fagna og treysta því, að þær samninga- viðræður sem síðar verði vafalaust teknar upp beri einnig jákvæðan árangur. Það hefur legið ljóst fyrir frá því að gengi sterlings- pundsins var lækkað sl. laug- ardag, að óhjákvæmilegt mundi verða að breyta gengi íslenzku krónunnar. Um það hefur enginn ágreiningur verið en þær athuganir sem síðan hafa farið fram hafa beinzt að því að meta hve mikil gengisbreytingin skyldi verða. Seðlabankinn hefur nú í samráði við ríkisstjórnina ákveðið að lækka gengi krón- unnar um 24,6% miðað við bandarískan dollar. Sú ákvörðun byggist á því, að þar sem gengisbreyting var óumflýjanleg vegna falls pundsins væri eðlilegt að miða gengisbreytingu krón- unnar við það, að heildar- lausn fengist á þeim erfið- leikum, sem við hefur verið að etja í íslenzku efnahags- og atvinnulífi að undanförnu vegna verðfalls og aflabrests. Gengislækkunin nú miðar að því að undirstöðuatvinnuveg- ir þjóðarinnar geti starfað styrkjalaust um leið og ýms- ar greinar iðnaðar hljóti bætta rekstraraðstöðu. Það skiptir nú höfuðmáli, að sú gengisbreyting krón- unnar sem ákveðin hefur ver- ið, verði til þess að skapa við- unandi jafnvægi í efnahags- lífinu og að hið nýja gengi geti staðið til frambúðar jafn- framt því sem rekstrargrund- völlur atvinnuveganna verði treystur svo sem kostur er og nauðsynlegar umbætur verði gerðar í ýmsum grein- um atvinnuveganna til þess að auka framleiðni þeirra og verðmætasköpun. Til þess að svo megi verða er nauðsyn- legt að víðtækt samstarf tak- izt milli ríkisvalds, atvinnu- rekenda og verkalýðssamtaka um ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir örar verð- lags- og kaupgjaldshækkanir í landinu. Sá vinnufriður, sem nú hefur væntanlega skapazt um sinn a. m. k. er þýðingarmikil forsenda þess, að slíkt samstarf takizt. Geng islækkunin verður til þess að örva mjög allt atvinnulíf í landinu og má þá búast við að atvinna aukizt og þar með tekjur verkafólks. Þess vegna benda allar líkur til, að tekj- ur launþega geti aukizt tölu- vert, þótt ekki komi til al- mennra og verulegra launa- hækkana. Óvæntir atburðir erlendis hafa nú orðið til þess að vandamál íslenzks efnahags- og atvinnulífs verða leyst eft- ir öðrum leiðum en ráðgert var. Ef gengi íslenzku krón- Panaoytis Pipinellis, - nýi utan- ríkisráðh. grísku herstjórnarinnar SKYNDILEGA hefur athygli alls heims verið beint að eynni Kýpur að nýju og þeirri hættu, að til styrjaldar kunni að draga milli Grikkja og Tyrkja vegna eyjarinnar. — Ólíklegt er annað, en bæði þessi ríki vilji forðast svo vá- legan atburð í lengstu lög, en samt er greinilegt, að takmörk eru fyrir því, hve langt þau vilja ganga til móts við hvort annað í því skyni að forðast styrjöld. Kýpurdeilan er þeim greinilega viðkvæm, og það svo, að svo virðist, sem þau kjósi heldur að láta vopnin skera úr, en verða að láta í minni pokann hvort gagnvart öðru, að þvi er Kýpur varðar. Hvort úr þessu máli rætist, er mjög komið undir því, hvern- ig Panayotis Pipinelli, hinn nýi utanríkisráðherra Grikk- lands heldur á spilunum. — Hann var skipaður í stöðu sína fyrir nokkrum dögum og hefur ástæðan sennilega verið framar öðru sú, að talið var, að hann yrði líklegur til þess að megna að leysa deiluna á viðunandi hátt fyrir Grikki, án þess að til styrjaldar dragi, en þá var Ijóst, að deilan milli Grikkja og Tyrkja vegna Kýpur var að komast á háska legra stig en nokkru sinni áð- ur og er þá langt til jafnað. Pipinelli, utanríkisráðherra, er 68 ára gamall. Hann er mikill fylgismaður konung- dæmisins í Grikklandi og styður herforingjastjórn þá, sem nú hefur völdin í sinni hendi þar í landi. En það er ekki einungis Kýpurdeilan, sem orðið hefur þess vald- andi, að Pipinelli varð utan- ríkisráðherra. Þessi ráðherra- stóll hefur verið auður í nokkrar vikur og skipun Pipi- nellis í stöðu utanríkisráð- herra hefur sennilega verið málamiðlun milli konungsins annars vegar og hins sterka manns herstjórnarinnar hins vegar, þ.e. Georgs Papadop- oulos ofursta. Sennilega á þetta einnig að vera vísbend- ing til annarra, sem til hægri eru, að þeir geti líka átt að- gang að ráðuneyti herstjórn- arinnar, ef þeir eru reiðu- búnir. til þess að fallast á „hina nýju skipan“. Pipinelli lýsti því yfir hinn 5. okt. sl., að hann styddi her- stjórnina, en í mörg ár hefur hann verið ráðgjafi konungs- fjölskyldunnar í stjórnmálum og m.a. fylgt henni, þegar hún hefur neyðzt til þess að fara í útlegð. Samtímis stuðn- ingsyfirlýsingu sinni við her- stjórnina skoraði hann á Grikki að gefa herstjórninni tækifæri til þess að sýna, hvers hún væri megnug. Sennilega er það framar öðru þessi yfirlýsing og klofn- ingsstarfsemi, sem Pipinelli hefur haft í frammi á meðal hægri manna, sem andvígir eru herstjórninni, er valdið hefur því, að Pipinelli var gerður að utanríkisráðherra. Hann er mjög ákveðinn samn- ingamaður, en afturhaldssam- ur í skoðunum og virðist líta á hverja tilraun til þess að koma á frjálslegra nútíma- fyrirkomulagi í grískum stjórnmálum sem samsæri, er kommúnistar standi að baki. Pipinelli hefur hins vegar talsverðan feril að baki sér sem stjórnmálamaður. Hann var utanríkisráðherra 1950, forsætisráðherra 1963 og sam- ræmingarmálaráðherra í stjórn Kanellpopoulos, for- sætisráðherra, unz stjórn hins síðarnefnda var steypt af stóli 'af hernum í apríl sl. Kýpurmálið verður sjálf- sagt eitt örðugasta viðfangs- efni, sem Pipinelli hefur nokkru sinni átt við að etja og það þolir enga bið. Við- ræður þær, sem fram hafa farið á milli tyrknesku og grísku stjórnarinnar, og eng- an árangur báru, síðan úr- slitakostir Tyrkja og loks frá- vikning Grivasar hershöfð- ingja, sem yfirmanns herliðs Grikkja á Kýpur, allt er þetta til þess fallið að draga úr hinni takmörkuðu virðingu, sem Grikkir bera fyrir her- stjórninni. Ef Pipinellis tekst ekki að finna lausn í samkomulagsátt milli grísku og tyrknesku stjórnarinnar, sem svo mikið er undir komið nú, er eins víst, að ferill hans sem utan- ríkisráðherra grísku her- stjórnarinnar verði ekki lang- Pólitískir fangar í Grikklandi pyndaðir London, 24. nóv. NTB-Rauter BREZKUR lögfræðingur, Cedric Thornberry, sem er nýkominn frá Grikfclandi, ritar í dag grein í blaðið .,Guardian“. Þar eru ljót- ar lýsingar á pyndingaraðferðum sem grískir fangar eru beittir, að sögn Thornberrys. Hann segir, að fangar séu pyntaðir á kerfis- bundinn og' þrautskipulagðan hátt, ýmist með barsmíðum, raf- magnslosti og sýndar-aftökum. Greinarhöfundur segir. að margir þeirra, sem pyntaðir voru hafi nýlega verið leiddir fyrir rét í Aþenu og dæmdir eftir þau réttarhöld, sem enga lagalega stoð hafa haft. Thornberry kveðst hafa upplýsingar sínar frá fólki, sem náin afskipti hafði af réttar höldunum og að hann trúi þeim fastlega. Hann segir, að stúdína ein hafi í fangelsinu verið klædd úr hverri spjör og Iamin til óbóta og ekki hætt fyrr en allur líkam inn var blár af mari. Verðirnir tveir, sem framkvæmdu pynding arnar á stúlkunni sneru síðan upp á brjóst hennar. og þegar hún þverskallaðisst enn, reittu þeir öll hár af kroppnum á henni og neyddu hana til að éta þau. Annar kvenfangi var einnig af klæddur, hvert líkhár reitt af og undirbúin var aftaka henn- ar. En í Ijós kom, að það var aðeins liður í andlegri misþyrm- ingu. f fimm klufckustundir var stúlkan lamin linnulaust og lög- regluforingi einn sat kyrfilega á mjöðmum stúlkunnar til að hún gæt-i sig ekki hreyft. Einn kvenfangi var sett í myrkraklefa, sem var einn og hálfur fermetri að stærð. Þar var hún látin hírast matarlauis í fjóra sólarhringa og allan tím an sprautuðu fangaverðir vatni á gólfið. Eftir vistina í myrkra stofunni var hún slegin undir iljar með járnstöng og með sand pokum annars staðar á skrobk- inn. Meðan því fór fram sat fanga vörður afan á stúlkunni til að koma í veg fyrir að hún gæti streitzt á móti. Fanga einum var sagt, að hann yrði skotinn, ef hann leysti eklki frá skjóðuni. Síðan var bundið fyrir augun á hon- um og lögreglumenn drógu byss ur upp úr pússi sínu og skuibu mörgum skotum allt í bringwm hann. Greinarthöfundur segir þetta mjög tíðkaða pyndingar- aðferð. Eitt kvöld kom lögreglan með mann. Við sáum hann ekki, en við heyrðum í vélinm, þeg.ar hún var sett af stað og við heyrð um hrópin. Það voru ekki eins og óp mannlegrar veru. Fjórar næt ur í röð var maðurinn pyndað- ur með þessum hætti frá klukk- an hálf ellefu á kvöldin til hálf fimm næsta morgun Thornherryi segir, að gríska tónskáidið Mikis Tlieodorakis hafi verið fluttur úr kiefa sín- um tiil að koma pyndingar vél- inni fyrír. unnar hefði ekki verið lækk- að í kjölfar á gengisfalli sterlingspundsins hefði það þýtt um 400 milljón króna áfall, fyrir útflutningsat- vinnuvegi okkar, sem þeir með engu móti hefðu getað staðið undir á sama tíma og verðmæti útflutningsins hef- ur þegar lækkað um fjórðung og lækkar líklega enn meir þegar litið er á árið í heild. Nú hefur nýtt blað verið brotið í íslenzkum efnahags- og atvinnumálum. Mikilvægt er, að þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið beri já- kvæðan árangur. Til þess að ná þeim árangri getum við byggt á reynslu fyrri ára og því, sem þá hefur farið öðru vísi en ætlað var. í þeim efn- um er þýðingarmikið að víð- tæk samvinna takist milli allra þeirra, sem hafa sýnt að þeir vilja vinna af ábyrgðar- tilfinningu að lausn vanda- mála þjóðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.