Morgunblaðið - 25.11.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.11.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓV. 1967 31 Gullæðið nær hámarki f - Þrengt að dollarnum Dollarinn verður ekki fslldur London, San Antonio, París, Ziirich og Jóhannesarborg, 24. nóvember. NTB-AP. „Gullæðið" í kauphöllum í London og París náði há- marki í dag og bandaríski dollarinn varð fyrir auknum þrýstingi, en Johnson, forseti, hyggst ekki fella gengi doll- arins, að því er blaðafulltrúi hans sagði í San Aantonio í dag. Hann bætti því við, að gullforði Bandaríkjanna væri nægilegur við þær aðstæður er nú ríktu. f London var eftirspurnin ett ir guili enn meiri en undan- farna daga. I París nam veltan í gær 30.8 milljónum franka og var það algert met, en í dag tvöfaldaðist veltan og nam 62.8 milljónum franka. í Zurich stöðv uðu fimm helztu barikar borgar innar sölu á gulli til braskara er reyndu að hagnast á hiniun al- þjóðlegu gjaldeyrisvandræðum. í Jóhannesarborg greip einnig um sig gullæði, ogy gullverðbréf hækkuðu um 10% að meðaltali. „Það er ekkert lát á eftirspurn inni og ef þessu heldur áfram fáum við allir taugaáfall“, sagði sérfræðingur í London. Ekkert getur stöðvað gullbraskið, ekki einu sinni yfirlýsingar frá Bandaríkjunum þess efnis að bandaríska stjómin hyggist verja dollarinn jafnvel þótt liún yrði að eyða öllum gullforða sín um. í París er sagt, að það séu að- allega „minni háttar spákaup- menn“ sem standi á ba.t við gullæðið þar. Þetta bendir til þess að traust manna á albjóð- leguim gjaldeyri hafi beð ð mik inn hnekk eftir fall steríings- pundsins og að ýmsir óttist að Bandaríkjamönnuim takist ekki að verja dollarann. Eitt af því sem ýtti undir hina miklu gul‘1- sölu í dag voru lausafregnir um, að Belgir og ítalir 'hyggist segja siig úr hinum svokallaða ,,gull- sjóði“ sem átta auðugu.ríu ríki heims eiga aðild að. Síðan í júní hafa Frakkar neitað að taka þátt í störfum sjóðsins og fjármála- menn í París segja að Frakkar safni nú kröftum til að knýja fram hækbun á gullverð'nu. Ahyggjur í Bandaríkjunum. Bandaríiskir embættísmenn hafa haft þungar áhyggjur af gullæðimu í Evrópu síðustu daga, en ekki l'á'tið í Ijós ugg um gengi diollarans. Þegar blaðafulltrúi Joi" ns;>ns forseta, George Ohristian, va” að því spurður í San Antonio í dag hvað áhrif gullæðið hefði á doll arann, vitnaði hann í þá yfir lýsingu Jolhnsons forseta frá 18. nóvember, að Bandaríkin sfandi fast við þá skuldbindingu sína að kaupa og selja gull á nú'/er- andi gengi sem er 35 iollarar fyrir únsuna. Ohristian játaði, að ástandið á hinum alþióðlega gullmarkaði væri „óstöðugt", en bætti þvi við að seðlabankar í Evrópu að Frakklandi undan- skildu væru sammála Bandaríkja mönnum um, að gullverðið msgi ekki hækka. Eftir fall sterlingspundsins var við því búizt að dollarinn yrði fyrir erfiðleikum, og á það er bent að kaup á gulli aukist allt af þegar alvarlegt áitand rík- ir, eins og í styrjöld Araba og tsraelamanna í sumar. En em- bættismenn í Washington játa, að guMbraskið í þessari viku bendi til þess að sú skoðun sé útJbreidd að verð á gulli mu;ii hækka. Síðan 1934 hafa Bandaríkja- menn tryggt að gull á alþjóða- markaði sé stöðugt í verði og boðizt til að kaupa eða selja erlendum seð'labönkum gull fyrir 35 dollara únsuna. Ef gull hækk ar í verði fá seðlabankar fleiri dollara fyrir gullið, og þá get- ur svo farið að gengi doUarans lækki. Síðan 1958 hefur gengið á gullforða Bandaríkjamanna ár frá ári og heildartapið nemur 6.849 milljónum dollara. 370 lestir seldar? í New York áætlaði sérfræðmg ur í alþjóðaviðskiptum, dr. Franz Pick, að undanfarna daga hefði verið hamstrað sem nem- ur 370 lestum gulls sem er að verðgildi 425.98 milljónir doll- ara. Hann kveðst hafa eftir he:m ildum í Evrópu, að braskarar hefðu keypt 150 lestir í dag. 100 lestir í gær og 120 lestir í fyrra dag. Hann taldi, að Bandarík- in hefðu tapað 600 milljóaum dollara síðan gengi steríings pundsins var fellt. Pick sagði, að 400 únsa gull- stengur væru seldar fyrir 36.35 dollara á únsuna eftir lokunar- tíma í Sviss og 31-únsa gull- stenigur á 35.80 dollara. Seðla- bankinn í New York vill ekk ert lóta uppi um hve miklu Bandaríkjamern hafa tapaó af gulli siðuistu daga. í Bretlandi eru embættismerm og fjármálasérfræðingar sann- færðir’um, að gullæðið eigi m.a. rót sína að rekja til ákveðian- ar tilraunar af hálfu de Gaull- es Frakklandsforseta til þess að hrifisa forystuhlutverkið í a;- þjóðafjármálum úr höndam Bandaríkjamanna. Eitt af því sem Bandaríkja- menn geta gert í varnarskyni er að binda enda á fjárfestingar sín ar í Evrópu, einkum Frakklanói og þurrausa þanniig dollaraforða þann, sem Frakkai hafa ti! um- ráða til þess að breyta í gull. Önnur gagnráðstöfun er Banda- ríkjamenn geta gripið til er að hætta guUtryggingu dollarans og losa þannig um gull að verð mæti 10 milljarðar dollara. Sér- Framhald á bls. 12 Stórtap Verkamanna- flokksins í Matlock Matlock, Englandi, 24. nóv. — AP—NTB — STJÓRN Verkamannaflokksins í Bretlandi varð fyrir enn einu áfallinu í dag, er úrslit voru kunn í aukakosningunum í land búnaðarhéraðinu Matlock á Mið Englandi. Lenti frambjóðandi Verkamannaflokksins þar í þriðja sæti og tapaði um 13% atkvæða yfir til íhaldsflokksins. Frambjóðandi íha ldsflokksins var James Soott Hoþkins — fyrr um ráðuneytisstjóri ‘ Lndbún- arráðuneytinu. Hann hlaut 16. 319 atfcvæði, en frambjoðandi Verkamannaflokkisinis, Robii Cor bett, aðeins 5.284 atkvæðL Með þessuim únsUtum heifur enn lækk að meirihluti Verkamannaflokks ins í Neðri má'lstofunni. Hann hefiuir nú 354 þingmenn o.g íhalds filokkurinn 255. Formaður íihaldsflokksins, Ant hony Barber, kvaðst mjög ánægð ur með úrslitin og sagði, að þau væru dómur kjósenda yfir geng isfel'lingu stjórnarinnar ag fram komu hennar í efnahagsmálum landsins yfirleitt. Íhaldsflokkuírinn hefur haft þetta kjördæmi frá þvi árið 1950 og kiom því ekki á óvart, að hann skyldi sigra. öllu athygl- isverðara er hversu mikið at- kvæðamagn hann hefur lekið frá Verkamannaflokknum, sé miðað við fyrri kosningar — eða um 13%. Frambjóðandi Frjáls- lynda flofcksins hlaut 5.692 at- kvæði og Óháðu/r frambjóðandi R. Goodall, hlaut 1496 atkvæði. Fyrirhugaðar eru aukakosning ar í fjórum kjördæmum á næst- unni — þar af þremur, sem Verkamannaflokkurinn hefur haft lengi og er úrslitanna þar beðið með mikilli eftirvæntingu. Alla jafna er minni bátttaka i aukakosningum en í þiigkosr- ingum. í kosningunum í Matlock var nú þátttaka til dæmis 64 5% en var í síðustu bingkosningum 83,4%. í NTB frétt frá London segir, að sfcoðanakönnun nýlega hafi æitt í ijós, að meirihluti brezkra kjósenda muni telja réttmætt, að Wilson forsætisráðherra eíni til nýrra kosninga nú. 54% þeirra, sem spurðir voru, töldu að stjórnin ætti að segja af sér og efna til kosninga, 43% voru þvi andvígir. Ökumaður þessarar Volvo Lapplander bifreiðar var "einn þeirra sem varaði sig ekki á hálkunni í fyrradag. Afleiðingin var sú að hann missti stjóm á henni og lenti fyrir utan veginn — á hliðinni. Skemmdir á bifreiðinni urðu talsverðar en engin slys á mönnum. Ölvaðir menn virðast hafa ríka tilhneigingu til að taka upp hægri akstur, og ökumaður fólksbifreiöarinnar á þessari mynd er annar, sem á fáum dögum líður fyrir þessa tilhneigingu. Hann var að aka suður eftir Réttarholtsveginum — á hægri akrein — þegar hann mætti vörubifreið. Ökumaður vörubifreiðarinnar kom norðan að, hélt að hinn ætlaði að fara út á autt svæði hægra megin vegarins og beygði því. En hinn fylgdi fast á eftir og ók á mikilli ferð inn í hlið vörubifreiðarinnar. Farartæki hans stórskemmdist, en báðir sluppu mennimir ómeiddir. Kjarasamningar far- manna framlengdir — til 31. júlí, með ýmsum breytingum 1 SAMKOMULAGI um lausn farmannadeilunnar segir meðal annars að kjarasamningar við- komandi aðila skuli framlengjast til 31. júlí 1968 með þeim Dreyt- ingum sem hér fara á eftir, auk þeirra atriða sem gerðatdómur úrskurðaði 30. október 1967. Frídagarnir 20 sem greindir em í kjarasamningum stýri- manna, vélstjóra og loftskeyta- manna skulu jafngilda 23 almain aksdögum og þeir fridagar sem ekki em teknir skulu greiddir með 1/30 af mánaðarkaupi að viðbættu 60% álagi. Gjlda í styrktar- ag sjúkra- sjóði viðkomandi stéttarfélaga skal verða kr. 3 í stað kr. 2. Þeg ar flutt eru skotfæri eða sprengi efni fyrir varnarliðið skal áhöfn fá 10% álag á allt kaup msðan varningurinn er um borð og þá tvöfa'ldast einnig líf- og örorku- trygging skipverja. Þá skal níu manna nefnd eem skila á áliti fyrir 1. júní n.k. taka til gagngerðrar athugunar kaup og kjör hlutaðeiga'nd; far manna svo og samlbærilega starfs hópa í landi, kjarasamninga og löggjöf á hinuim Norðuriöndun- um er fjalla um skattfríð'ndi sjó manna. Sérstaklega skal nefndin kanna hvers konar ákvæði um sérstaka þóknun fyrir vakta- vinnus, aukagreiðslu vegna fjar veru frá heimili og hnattlegu og ófriðarhættu. Þá skal nefnd- in kanna og gera tillögur um ef komið verði við breyíinaum á vinnutilhögun og a'hafnar- stærð bættum tækniútbúr.aði um borð og við land, senn bætt geti rekstrarafkomu skipafélag- anna, með það fyrir augum að bæta kjör samningsaðila. Verði hækkun á meðaltalskaupi verka- manna í Reykjavík fyrir 1. júlí 1968, skuilu kauptaxtar samnings þessa hækka hlutfallslega. Þetta var undirritað með þeim fyrirvara að ríkistjórnin beitti sér fyrir eftirfarandi atriðum: Þar eð vitað er, að breyting á lögunum um tekjufrádrátt til skatts vegna hlífðarfatakostnað- ar fyrir aðra sjómenn en fiski- menn, sem samþykkt var á sl. vori, hefur ekki verið framfy'.gt til fullnustu við álagningu tekju skatts og tekjuútsvars á árinu 1967, heitir ríkisstjórnin því, að beita sér fyrir að úr þessu verði leiðrétt á þeim sjómönn rn, sem ekki hafa fengið þann tekjufrá- drátt, sem þeir eiga rérí á, sam kvæmt framangreindum lögum. 2) Ríkisstjórnin heitir að beiia sér fyrir, að þeir meðlimir F.F.S. í., sem ekfci hafa átt kost á út- hlotun ílbúða, sem byggðar hata verið á vegum framkvæmda- nefndar byggingaráætlu \armnar, vegna veru sinnar í stéctarfé- lagi utan A.S.Í., skuli, ef sömu skiLmálar eru uppfylltir og hjá meðlimum Alþýðusamb? ndsins, njóta hliðstæðrar fynrgreiðslu, ef viðkomandi stéttarsamtök ráð ast í slíkar byggi igarfram- kvæmdir. 3) Til þess að leysa deilu þá, sem yfir stendur, bjit'X rík's- stjórnin að beita sér fyrir breyr- ingu á lögunum um tekjuskatt og eignarskatt á yfirstandandi þingi, á þann veg, að kr. 3.000.00 pr. mánuð, frádráttur fvnr hvern fiskimann, nái til allra islenzkra sjómanna, skráða á islenzk skip, enda hafi þeir verið skioverjar á nefndum skipum eigi skemur en (6) sex mánuði. Ástin er tímaþjófur — segja Kínverjar Prag, 24. nóv. AP. „ÁSTIN er einskær tímaeyðsla og væri betur, að fólk notaði timann í þjónustu föðurlandsins og hug- sjónanna“ hefur tékkneskt dag- blað eftir grein í kínversku blaði. í kínversku greininni er sagt, að gönguferðir ungra elskenda í kvöldhúminu, setur þeirra á bekkjum í skemmtigörðum sé vítavert og dýrmætur tími fari þax til sþillis. Blaðið bætti við, að verkamenn og stúdentar fari alltof snemma að þýkjast verða ástfangnir og hugsa til að stofna heimili. Þetta séu ill áhrif frá úreltu borgara- legu þjóðfélagskerfi. Líta verði á slík ástarævintýri sem afleitar freistingar frá óvinum alþýðunn. ar og þetta tefji ungt fólk frá því að taka þátt í uppbyggingu stjórnarkerfis og hætta á að hug sjónir byltingarinnar dvíni og týnist, ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða gegn hinum var hugaverða tímaþjófi heimsvalda- sinna: ástinnL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.