Morgunblaðið - 25.11.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.11.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. NÓV. 1967 21 - ÖHEIMIL Framhald aj bls. 1 koml samþykki verðlags- nefndar til. • Þegar skilað er til banka gjaldeyri fyrir útfluttar af- urðir framleiddar fyrir árslok 1967 skal greiða hann á eldra gengi og kveður ríkisstjóm- in nánar á um til hvaða af- urða þetta ákvæði tekur. Mis- munur á andvirði skilaðs gjaldeyris á eldra og nýja genginu skal færður á sér- stakan reikning í Seðlabank- anum og skal því fé ráðstaf- að í þágu þeirra atvinnuvega, sem eiga viðkomandi afurða- andvirði. • Innheimta má af gjaldeyris- og/eða innflutningsleyfum allt að 1% leyfisgjaid af fjárhæð þeirri, sem leyfið hljóðar um. Helmingur af gjaldi þessu skal eftir nánari ákvörðun ríkisstjómarinnar ganga til bankanna til að standa straum af kostnaði við úthlutun leyfa en að öðra leyti renni það í ríkissjóð til greiðslu kostnaðar við verðlagseftirlit. Auk þessara ákvæða era í frumvarpinu ákvæði um stofnun sérstaks gengisbreytingarreikn- ings í Seðlabankanum og um ákvörðun verðtolls og annarra gjalda á innfluttum vörum. Frv. fer hér á eftir í heild ásamt athugasemdum við það: 1. gr. Frá gildistöku þessara laga skal við ákvörðun verðtolls og annarra gjalda á innfluittuim vör um, þ.á.m. söluskatts, reikna fob-verðmæti þeirra á hinu nýja gengi. Sama gildir um annan kostnað í cif-verði, þar á meðal flutningskostnað, sé hann ákveð inn í erlendum gjaldeyri, þann- ig að krónuvirði hans breytist sjálfkrafa til samræmiis við hið nýja gengi, ef greiðsla fer fram eftir gildistöku þessara laga. Á innflutningsfarmskrám, sem farmflytjendur afhenda tollyfir- völdum, skal flutningsgjald til- greint í íslenzkum krónum,. í föb-verðmæti skal reikna allan erlendan kostnað, sem á er fallinn, þá er vara er komin í faratæki það, sem flytur hana til íslands. Ákvæði 1. málsgr. þessarar gr. gilda á hliðstæðan hátt um öll önnur gjöld af innfluttum vör- uim, sem innheimt eru af tollyfir- völdum og ákveðin eru sem hundraðshluti af vöruverðmæti. Nú hefur innflytjandi fyrir 19. nóvember 1967 afhent til toll- meðferðar skjöl, sem eru að öllu leyti fullnægjandi til þess að hægt sé að tollafgreiða viðkom- andi vöru þegar í stað, og skal þá miða gjöld af henni við eldra gengið, en þó því aðeins, að toll- afgreiðsia eigi sér stað fyrir 1. desember 1967. Ákvæði 1. málsgr. þessarar gr. gilda við tollafgreiðslu vara, sem hafa verið afhentar inn- flytjendum með leyfi tollyfir- valda gegn tryggingu fyrir greiðslu aðflutningsgjalda (sbr. 15. gr. tollskrárlaga), nerna fullnaðartollafgrefðsla eigi sér stað innan tveggja mánaða frá gildi-stöku laganna. 2. gr. Óheimilt er að hækka verð á birgðum innfluttra vara, sem greiddar hafa verið á gengi í gildi fyrir 19. nóvem-ber 1967, og sama gildir um verð á birgð- um iðnaðarvara, sem framleidd- ar eru úr efni, sem greitt hefur verið á eldra gengi. Til birgða teljast í þessu sambandi vörur greiddar á eldra gengi, sem ekki eru komnar í hendur innflytj- enda. * F Nú á skipafélag kröfu, sem ákvörðuð er í erlendum gjaid- eyri eða miðuð við erlendan gjaldeyri á innlendan aðila vegna farmgjalda af innfluttum vörum. er ekki hafa verið afihent ar m ittakanda hennar fyrir gild istöku þessara laga, og skal þá einungis heimilt að innheimta slíka kröfu á hina nýja gengi, að svo miklu leyti sem skipa- félagið á ógreiddan kostnað ut- anlands í erlendum gjaldeyri vegna flutningastarfsemi sinnar, enda komi samþykki verðlags- nefndar tiL 4 gr. Þá er skilað er til banka gjald- eyri fyrir útfluttar aifurðir fram leiddar fyrir árslok 1967, skal hann greiddur útflytjanda á því gengi er gilti fyrir 19. nóvember 1967. Ríkisstjórnin kveður nán- ar á u-m til hvaða afutrða þetta ákvæði skuli taka, og eru ákvarð anir hennar þa-r að lútandi fulln- aðarúrskurðir. Mismunur andvirðis skilaðs gjaldeyris á eldra gengi og and- virðis hans á hinu nýja gengi skv. 1. m-álsgr. skal færður á sérstakan reikning á nafni ríkis- sjóðs í Seðlabankanum. Fé, sem á reikninginn kemur, s-kal með sérstökum lögum ráðstafað í þágu þeirra atvinnuvega, sem eiga viðkomandi afurðaandtvirði. 5. gr. Stofna skal sérstakan gen-gis- breytingarreikning í Seðlabank- anum, og skal á hann færa þann gengismun, er verður vegna gengisbreytingarinnar hjá ein- stökum bönkuim. Við útreikning á þessum gengismun skal taka tfflit til allra eigna og skulda viðkomandi banka í erlendium gjaldeyri, þá er hið nýja gengi tekur gildi. Innstæður og skuld- ir í krónum á natfni erlendra að- ila, sem gengistryggðar eru með sérstökum samningi, þar með taldir skuldareikningar ríkis- sjóðs gagnvart alþjóðastofnun- um, teljast eriendur gjaldeyrir i þessu sambandi, og sama gildir um gulleign Seðlabankans. Á þennan reikning skulu ein-nig færðar eftirstöðvar reikn-in-ga vegna gengisbreytinganna 1960 og 1961, sbr. 5. gr. laga nr. 4 frá 20. febrúar 1960 og 1. gr. laga nr. 28 frá 17. apríl 1962. N-ú hefur -bankaábyrgð til handa erlendum aðila verið greidd erlendis, en ekki greidd í íslenzkum ban-ka fyrr en eftir 24. n-óvember 1967, og skal hú-n þá gerð upp á hinu nýja gengi. Ákvæði þetta gildir ekk-i um greiðslufrestsábyrgðir, þegar skjöl hafa verið afh-ent innflytj- anda fyrir gengisbreytinguina. Gengismunur, er til verður vegna ákvæða þessarar máls- greinar, skal færður á gengis- breytingarreikning, sbr. 1. máls- gr- 6. gr. Tíunda grein laga um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála o.fl. nr. 30 frá.25. maí 1960 orðist svo: Innheim-ta má af gjaldeyris- og/eða innflutningsleyfum allt að 1% leyfisgjald af fjárhæð þeirri, sem leyfið h-ljóðar um. Af gjaldi þessu skal allt að helm ingur, eftir n-ánari ákvörðun ríkisstjórnarinnar, gan-ga til bankanna ti-1 að standa straum af kostnaði við úthlutu-n leyfa, en að öðru leyti renni það í ríkis sjóð til greiðslu kostnaðar við verðlagseftirlit. Jafn-framt falia úr gildi lög nr. 912 frá 22. desember 1965 u-m breytingu á lögum um skipan innflutnings- og gjaldeyrism-ála o.fl. nr. 30 frá 25. maí 1960. 7. *r. Rikisstjórninni er heimilt að setja með reglugerð eða á annan hátt nánari fyrirmæli um fram- kvæm-d laga þessara. 8. gr. Lög þessi öðlast þeg-ar gildi. Athugasemdir við lagafrumvarp þetta. í dag, 24. nóvember 1967, hef- ur Seðlabanki ísland-s gefið út tilkynni-ngu um nýtt stofngengi íslenzkrar krónu. Áf þessu leiðir, að nauðsynlegt er sð setja sér- stök lög, er kveði á um ýmis framkvæmdaratriði varðandi gengisbreytinguna. Hafa slík nög ætíð verið sett, þegar líkt hefur staðið á. í lag-afrumvarpi því, sem hér liggu-r fyrir, er þó ein- göngu að finna þau ákvæði, sem mest liggur á að lögfesta, svo að ebki sé um nein vafaatriði að ræða, þegar gjaldeyrisviðskipti hefjast væntanlega að nýju mánudaginn 27. nóvember á grundvelli hins nýja stofngeng- is. Síðar verður nauðsynlegt að setj-a frekari löggjöf um ýmis vandamál, er úr þarf að skera vegna gengisbreytingari-nnar. Yfirleitt má segja, að frum- varp þetta þurfi ekki mikffla skýringa við, þar sem þa-ð er að mestu leyti byggt á þeirri reynslu og ákvæðum, er áður hafa verið sett, þegar líkt hefu-r á staðið. Fara hér á eftir athuga- semdir við einstakar greinar þess. Um 1. gr. Ákvæði þessarar greinar eru í aðalatriðum hliðstæð ákvæðum 7. gr. laga nr. 4/1960 um efnahags mál og 5. gr. laga nr. 28/1962 um ráðstafanir vegna g-engis- breytingarinnar í ágú-stmánuði 1-961, og eru þau nauðsynleg til að fjalla um meðferð aðflutnings gjalda, á sama há-tt og verið hef-' ur við fyrri gengisbreyting-a-r. Um 2. gr. iHér er um að ræða samhljóða ákvæði og er að finna í 27. gr. 1. nr. 4/1960 um efnahagsm-ál og 12. gr. 1-aga nr. 28/1962 varðandi gengisbreytinguna 1961 og er sett til að tryggja, að ekki verði um verðhækkunarágóða að ræða af þeim birgðum erlendra vara, sem greiddar eru á eldra geng- inu, Um 3. gr. Samíhljóða ákvæði var ekki í lögum varðandi gengi-sbreyting- arnar 1960 og 1961. Skipafélögin haf-a haft ákvæði í farmsamningnum, sem miða farmgjöld við erlendan gjald- eyri. Munu þau ákvæði byggð á því, að verulegur hl-uti tilkostn- aðar skipafélaga fellur til er- lendis, enda standa félögin að jafnaði í miklum erlendum rebstrarskuldum, einkurn við um-boðsmenn. Að því leyti, sem skipafélag á kröfu í erlendum gjaldeyri á innlendan aðila, eins og segir í upphafi greinarinnar, þá er því aðeins h-eimi-lt að inn-heimta um- rætt farm-gja-ld, miðað við hið nýja gengi, að svo miklu leyti sem skipafélagið á ógreiddan er- lendan kostnað, þegar gengis- breytinigin tekur gildi, vegna flutningastarfseminnar, enda komi samþykki verðlagsnefndar tíL Um 4 gr. Sa-mkvæm-t þessari grein er gert ráð fyrir því, að sá gjald- eyrir, sem ski-lað er til ban-ka fyrir afurðir, sem framleiddar eru fyrir árslok 1967 skuli g-reiddur á hinu gamla gengi. Er talið eðlilegt að miða hér við árslok með tilliti til þess, að því er sjávarafurðir snertir sérstak- lega, að fiskverð það, sem nú gildir, miðast við tímábilið til áramóta, þegar nýtt verðlags- tím-abil teku-r við. Þá má enn fremur ætla, að hækka-na á fram leiðslukostnaði vegna gen-gis- breytingarinnar múni lítt eða ekki gæta á þeim stutta tíma, sem eftir er til ársloka. Þá er talið sjálfsagt, að þeim mismun, sem þarna kem-ur fram, verði varið í þágu þeirra atvinnu vega, sem þær afurðir koma frá, sem ákvæði þessarar greinar ta-ka til. Nánari ráðstöfun á því fé, sem hér um ræðir, fellur hins vegar ekki innan ramma þessara laga og er því gert ráð fyrir, að um það verði sett sérstök lög. Um 5. gr. Ákvæði hliðstæðs efnig er að finna í 5. gr. laga nr. 4/1960 og 1. gr. laga nr. 28/1962 og er hér farin sama braut og áður um meðfierð gengismunar við bank- ana. Aðalefni gireinarinnar er, að bankarnir hvorki hagnist né bíði skaða við gengisbreyting- u-na, og er stofnaður gengisbreyt ingarreikningur við Seðla-bank- ann, sem gengismunur er færður á. Á hann eru einnig færðar eft- irstöðvar reikninga vegna geng- isbreyti-nganna árin 1960 og 1961. í annarri málsgrein er um að ræða hliðstætt ákvæði og sett var í lög 4/1960 5. gr. og lög 28/1962 2. gr. og gengismunur, sem til fellur í þessu sambandi, færður á sambærilegan há-tt og áður hefur v-erið. Ákvæði grein- arinnar nær þó eigi tií ábyrgða með erlendum greið-slufresti, þegar hlutaðeigandi vöruskjöl hafa verið afhent innflytjanda fyrir gengisbreytinguna. Um 6. gr. í 10. gr. laga nr. 30/1960 var veitt heimild til 1% leyfisgjalds og hefur sú heimild frá upphafi verið notuð að hálfu og a-nd- - KÝPURDEILAN Framhald af bls. 2. endum í Istanbul verið sagt, hvernig þeir eigi að nota farar- tæki sín, ef til hernaðarástands kemur. í frétt frá Aþenu segir, að þessi nýjasti þáttur Kýpurmáls- ins hafi þega-r kostað nokkur mannslM. Voru það fjórtán grísk ir hermenn, sem biðu bana, er flutningabifreið þeirra ók yfir jarðsprengju skammt frá tyrk- nesku landaimærunuim. Svo er að sjá sem Grivas, hershöfðingi, verðá ekki látinn snúa aftur til Kýpur. Hann var kallaður heim til Aþenu fyrir nokkru til viðræðna um ástandið og komst þá á kreik sá orð- nómur, að honum hefði verið vikið frá — en það hefur ek-ki enn fen-gizt staðfest. Síðustu dagana hefur ákaft verið leitað diplómatískra leiða til þesis að leysa Kýpurdeiluna. Síðast í dag félluist báðar deiiu- þjóðirnar á að ManlSo Brosio, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsinsi, reyndi að miðla málum og er búizt við, að hann fari fljótlega til Aþenu og Ank- ara. Báðar þjóðirnar eiga aðild að Atlantshafsbandalaginu — hafa fengið vopn og hergögn frá sömu aðiluan ag þekkja herbúnað hvor annarra-r til hins ítrasta. Búizt er við fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um Kýpur- deiluna seint í kvöld, en haft er eftir aðalfulltrúa Tyrkja hjá S.Þ.: að nýjur umræður þar muni tæpast leiða til annars en gagnkvæmra klögumála. í aðalstöðvunum ræddi U Thant í dag við aðalfulltrúa Ban-daríkjanna, Bretlands og Kanada og var þá rneðal annars reifuð tillaga frá Kanada u-m lausn Kýpundeilunnar. U Thanit hefur haft sérlegan sendima-nn sinh, dr. Jose Rolz Bennett, í förum mill Aþenu og Ankara-. Bandaríski sendiherr- ann í Ankara hefur rætf við tyrkneska utanríksráðherrann og sérlegu-r s-en-dimaður Jahnsons florseta, Cyrus Vance hefur einnig rætt við báða aðila. í Tyrklandi hefur hann verið lit- inn óhýru auga. Eitt útbreidd- ast blað Tyrklands, „Hurriyet" skrifar í dag, að Johnson, for- seti, hafi móðgað Tyrki með því að senda þeim „óþekktan lög- fræðdng fá New Yonk“. Nú sé kamið nóg og Tyrkir megi gera sér ljóst, n-ú eins og oft áður, að Bandaríkja-menn- séu ekki sannir vinir þei-rra. Blaðið segir enn- fremur, að grískir áhriffamenn í Washington styðji Grikki í bar- áttunni við Tyiiki. Annað áhrifamkið blað „Milliyet'1 gagnrýnir harðlega þær tilra-unir, sem gerðar hafa verið hvarvetna, allt frá Sovét- ríkjunum til Kanada til þess að koma í veg fynir stríð milli Grikkja og Tynkja. Hafizt vgr handa upp úr há- degi í dag við að flytja eríenda borgara fná Kýpur. í kvöld höfðu 600 bandarískar konur og börn verið flutt þaðan og fyrir- hugað að flytja 200 kpnur og börn til viðbótar, fjölskyldur starfsmanna gæzluliðs Samein- uðu þjóðanna á Kýpur. Þá eru á Kýpur alls um 18.000 manns með brezk vegabréf og er í at- hu-gun, bvernig og hvort ei-gi að flytja það fólk burt. Því hefuir verið ben-t á að leita til brezkra aðila sem fyrst. virði skipzt mil-li gjaldeyrisbank anna, annarsv-egar vegna leyfa- úthlutunar og verðila-gseftirlits hins vegar. Með lögum nr. 92/1966 var ákvæði 10. gr. laga nr. 30/1960 breytt. Heimild um leyfisgja-id var lækkuð í 0.5% og tekið upp nýtt gjald, sem nam 0.5% a-f gj ald-eyrissölu, sem gan-ga skyldi til ríkissjóðs. Með greininni er nefnt gjald ti-1 ríkissjóðs fellt niður og grein- in orðuð að efni til, eins og hún var upphaflega sett með lögum nr. 30/1960. Um 7. og 8. gr. Þa-rfnast ekki skýringa. - SKIPIN Framhald af bls. 32. Eimskip, sagði, að tvö af skipum félagsins hefðu stöðvazt í verk- fallinu, Brúarfoss og Mánafoss. Mánafoss leggur af stað á mánu- dagskvöld til Vestmannaeyja, Reyðarfjarðar og Norðfjarðar og þaðan fer hann til Lysikil og Gautaborgar. Önnur skip stöðv- uðust ekki, en hinsvegar urðu tafir á afgreiðslu víða vegna breyttra áætlana. Brúarfoss fór frá Reykjavík í gærkvöldi til fsa fjarðar, Súgandafjarðar, Siglu- fjarðar, Ólafsfjarðar og Akureyr ar og frá Akureyri fer skipið svo til Cambridge. Hjá Hafskip var það að frétta, að Rangá fór í gærkvöldi til Norður- og Austurlandshafna, þar sem hún lestar síldarmjöl og saltfisk til Englands. Langá var að losa 1 Reykjavík í gær, en átti síðan að fara til Akra- ness og lesta þar hval- og fiski- mjöl til Finnlands. Von var á Selá til Reykjavíkur í kvöld og að öllu óbreyttu lestar hún síld- armjöl til Belfast og Liverpool. Laxá er að losa áburð í Óðins- véum, en fer þaðan til Hamborg- ar og Hull og lestar vörur til ís- lands. Og leiguskipið Marco lest- ar vörur til íslands í Kaupmanna höfn og Gau-taborg. Rangá kx>m til hafnar daginn sem verkfallið hófst og varð að liggja þar allan tímann. Langá kom á þriðj.u- dagskvöld og var þá byrjað að losa, en gekk seint, þar sem ekki mátti nota bómur skipsins til þess. Selá kom á miðvikudags- morgun til Seyðisfjarðar, en bú- ið var að losa hana um morgun- inn, þegar verkfallið var leyst. Þó að ekki hafi nema tvö skip stöðvazt, seinkaði þetta mikið og færði úr skorðum allar áætl- anir. Fimm af farkostum skipadeild ar SÍS stöðvuðust í verkfallinu, en Litlafellið fékk raunar undan þágu til að losa olíufarm. En nú eru þau öll komin af stað aftur. Disafell fór um miðnætti á fimmtudagskvöld til Sauðár- króks, til að lesta gærur og mjöl til útlanda. Jökulfell fór til Ak- ureyrar og Norðurlandshafna til að losa fóðurmjöl og lesta fisk- til Ameríku, og í gærmorgun fór Helgafellið til Borgarness til að losa fóðurmjöl og lesta síld til Finhlands. Stapafell og Litlafell lestuðu olíu í Örfirisey og Skerja firði og héldu vestur og norður um land, og mun Stapafell einnig fara til Austfjarðahafna. Guðjón Teitsson, forstjóri Skipaútgerðar ríkisins, sagði, að þeir væru að hugsa um að láta Blikur fara austur um land á mánudag. Esjunni væri ætlað að fara til Vestfjarða á þriðjudag og Herðubreið daginn áður til Norðurlandshafna, sérstaklega á Strandir og Húnaflóa. Herjólfur verður í ferðum til Vestmanrsa- eyja. Gerið skil NÚ fer óðum að styttast í það, að dregið verði í skyndi'happ- drætti Sjálfstæðisflokksiins, en vinning'urinn er sem kunnugt er stórglæsileg bandarísk bifreið. Félagar í hinum ýmsu Sjálf- stæðisfélög-um, í Reykjavík og í hi-num dreifðu byggðum, eru vin- samlega beðnir um að gera s-kil á h-appdræt-tismiðum. sem allra fyrst. Dregið verður hinn 5. des- ember n.k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.