Morgunblaðið - 05.12.1967, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.12.1967, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DES. 1967 Fjölmonn iullveldissamkoma Sjdlfstæðismanno 1 Bolnngaivik Bolungarvík, mánudag. Sjálfstæðiskvennafélagið Þur íður Sundafyllir í Bolungar- vík gekkst s:I. laugardags- kvöld fyrir samkomu, þar sem minnzt var 49 ára af- mælis fullveldisviðurkenning arinnar 1. desember 1918. Hefur félagið mörg undan- farin ár haft forgöngu um slíka samkomu. Að þessu sinni hófst samkom- an með því að spiluð var félags- vist. Stjórnaði frú Ósk Ólafsdótt- ir henni. Síðan flutti Sigurður Bjarnason, alþingismaður frá Vig ur ræðu, og minntist fullveldis- ins, ræddi um hina íslenzku utan ríkissttefnu og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar í dag. Var gerður mjög góður rómur að ræðu hans. Þá fór fram tízkusýning. Sýndu nokkrar ungar stúlkur undir stjórn frú Hildar Einarsdóttur. Er það fyrsta tízkusýning, sem haldin er í Bolungarvík. Vakti hún mikla athygli. Að lokum var dansað og lék hljómsveitin „Berk ir“ fyrir dansinum. Samkoma þessi var mjög fjölmenn og fór í öllu hið bezt fram. Formaður undirbúningsnefndar var frú María Haraldsdóttir. Fundur Sj^IIstæðisfál. Ísíirðinga Sjálfstæðisfélag ísfirðinga hélt fund sl. sunnudag og hófst hann kl. 2 síðdegis. Guðfinnur Magn- ússon, sveitarstjóri, formaður fé- lagsins setti fundinn og stjórn- aði honum. Tilnefndi hann til fundarritara Högna Þórðarson, bankagjaldkera. Þá flutti Sigurð- ur Bjarnason, alþingismaður, ræðu uni stjórnmálaviðhorfið. Urðu miklar umræ'ður að henni lokinn og tóku þessir til máls: Samúel Jónsson, framkvæmda- stjóri, Kristján Guðjónsson, tré- smiður, Guðfinnur Magnússon, sveitarstjóri, Högni Torfason, ritstjórí, og Brynjólfur Samúels- son, trésmíðameistari. Fór fund- urinn hið bezta fram. I Frá fréttaritara Mbl. , Man chester GIN. og klaufaveiki-faraldur inn breiðist enn ört út og nú þegar hefur, yfir 200 þúsund skepnum verið siátrað. Þetta er verstj faraldur sinnar teg- undar sem nokkurn tímann hefur skollið yfir England. Hér er barizt á fjöldamörgúm vígstöðvum til að reyna að hefta frekari útbreiðslu með- al annars á flugvöllum og hafn Íarbökkum. Sérstökum varúðar ráðstöfunum er beitt til að reyna að koma í veg fyrir að faraldurinn berist til írlands. írsk yfirvöld hafa orðið sér úti úm nýtt vopn í baráttunni og við sjáum það hér á mynd inni. Það er, eftir því sem næst verður komizt, nokkurs konar blásari, sem sótthreins ar fætur allra þeirra sem frá Englandj koma um leið og þeir stíga á írska grund. Nú fara íslenzkir stúdentar og aðr ir sem hér dveljast að flykkj- ast heim í jólaleyfi. Væri ekki athugandi að blása dá- litlu á þá þegar heim kemur svo talað sé bæði i gamni og alvöru, því engan langar vist til að flytja með sér svo ó- skemmtilega jólagjöf allra sízt á þessum síðustu og verstu tímum? I Franco 75 ára Madrid, 4. des., NTB. FRANCO, einræðisherra Spánar hélt í dag hátíðlegt 75 ára af- mæli sitt. Afmælið var ekki haldið hátíðlegt opínberlega, en fjölmörg spænsik dagblöð birtu myndir af leiðtoganum og árn- uðu honum heilla. Franco hefur ekki minnst á, að hann ætli að draga sig í hlé frá stjórnarstörf- um, og á Spáni er áiitið, að hann muni sitja við völd til dauða- dags. Bróðir Francos, Nicholas, seg- ir, að heilsa hans sé með ágæt- um. Hann leikur golf, stundar veiðar, skrópar aldrei af ríkis- ráðsfundum og vinnur að ritun endurminninga sinna í frístund- um. Til marks um ágæta heilsu leiðtogans er þess getið, að hann hafi farið á veiðar á sunnudag- inn og skotið 112 hænur. Franco hefur setið lengst í valdastóli allra stjórnmálamanna £ heimi, að undanteknum konpngi Afg- hánistans, Zahir Zhah. Hjarta grætt Framhald af bls. 1. ingur hans eðlilegur. Að sögn dr. Bernard mun á næstu tiu dögum skorið úr um hvort líkami hans „sættir“ sig við hið nýja hjarta, en allar vonir standa til að svo verði. Sagði dr. Beernard, að sjálf hjarta- græðslan hefði ekki skapað veruleg vandamál, heldur sé þýðingarmest að hve miklu leyti vefirnir nái að gróa saman. Darvall og Wash- kansky eru bæði hvít að hör undslit. Ungfrú Darvall var enn á lífi er hún kom á sjúkrahús- ið í Höfðaborg, en hún hafði hlotið mjög alvarlegan á- verka á höfði og árangurs- lausar tilraunir voru gerðar til að bjarga lífi hennar. Móðir hennar, frú Myrtle Darvall, lézt samstundis í þessu sama bílslysi. Þegar einsýnt var, að ungfrú Dar-' vall mundi ekki lifa slysið af, var faðir hennar spurð- ur hvort græða mætti hjarta hennar í Washkansky. Svar- aði hann bví til, að ef ekki væri unnt að bjarga lífi dóttur sinnar hefði hann ekkert á móti því, að reynt væri að bjarga lífi Wash- kanakys með hjartagræðsl- unni. Washkansky var spurð- ur að því fyrir þremur vik- um hvort hann vildi, að slík aðgerð yrði framkvæmd á honum og svaraði hann þeg- ar játandi. Aðgerðiin hófst kl. 1 aðfaranótt sunnudags og stóð yfir í fimm klukkustund ir. Hún var framkvæmd í fjórum stigum. Fyrst voru konan og maðurinn sett í hjarta- og lungnavélar. Síðan var hjarta konunnar fjarlægt, þá hjarta mannsins og loks var hjarta Darvall grætt í líkama mannsins og æðar og slagæðar saumaðar saman. Elektróður voru settar við hjartaveggiina og hleypt raf- straum á hjartað brot úr sek- úndu. Um leið hóf það að dæla blóði um líkama manns ins. Skurðlæknar um allan heim hafa lýst aðdáun sinni á af- reki starfsbræðra sinna í S- Afríku og kalla það merki- legasta árangur,. sem náðst hefur á þessu sviði skurð- lækpinga eftir stríð. Hjarta- sérfræðingar í Lundúnum segja, að það sem gerzt hefði í Höfðaborg væri rökrétt af- leiðing rannsókna og bættra skilyrða til nýrnagræðslu. Sögðu þeir, að í vissu tilliti væri auðveldara að fram- kvæma hjartagræðslu en nýrnagræðslu, þar sem hjart- að væri miklu sterkari vöðvi og þyldi meira hnjask. Mesta vandamálið í sambandi við hjartagræðslu er að lífga við þær taugar, sem tengja hjart- að líkamanum og hindra, að blóðið lifrist inn í hjartað meðan á aðgerðinni stendur og eftir hana. Jafnvel þótt sjúklingurinn lifi af sjálfa að- gerðina eru möguleikarnir á lengra lífi háðir tveimur höf- uðatriðum: Hæfileika líkam- ans til að „sætta“ sig við hinn framandi vef og því áfalli, sem blóðstreymið verð ur fyrir meðan á aðgerðinni stendur. Mesta hættan, sem að sjúkl- ingnum steðjar nú er að lík- aminn „afneiti" hinum fram- andi hjartavef, en sú er or- sök margra misheppnaðra til rauna til nýrnagræðslu. Nú eru notuð lyf til að bæla nið- ur þessi einkenni, en þau hafa þau áhrif, að mótstöðuafl lík- amans gegn smitun minnkar og þarf sjúklingurinn því vandlega umönnun. Bandaríski hjartaskurðlækn- irinft heimsfrægi, Michael Debakey, gat einmitt um þessi atriði, er hann ræddi lækna- afrekið í Höfðaborg við frétta menn í gær. Hann sagði, að líkamihn gæti „afneitað" hjartavefnum eftir tvo til þrjá daga og kannski ekki fyrr en eftir tvær til þrjár vikur. Þá hefur einnig vakn- að sú spurning hversu fljótt hið nýja hjarta muni eldast. Rannsóknir sýna, að yfir- græddur vefur eldist fljótar en sá sem fyrir var. Eins og fyrr var frá greint var Washkansky við ágæta heilsu í dag, 33 klukkustund- um eftir hjartagræðsluna. Var hann með fullri rænu og mælti nokkur orð við lækna. Hið fyrsta sem hann sagði, ar: „Mér finnst ég þekkja mig miklu betur“. Hjarta hans sló reglubundið, eins og í heilbrigðum manni, blóð- þrýstingur og púls var eðli- legur og líkamshiti hans sömuleiðis. Washkansky hafði þjáðst af hjartasjúkdómi í sjö ár og gat af þeim sökum ekki sinnt störfum. Eins og kunnugt er hafa oftsinnis verið gerðar vel heppnaðar tilraunir með hjartagræðslu á dýrum og þá einkum húsdýrum. Frá Lou- vain í Belgíu bárust þær fregnir í dag, að kálfurinn Rebekka, sem lifað hefur í tvo mánuði með hjarta úr öðrum kálfi, hafi dáið af inn- anmeini, sem orsakaðist af of miklum lyfjagjöfum. Lækn- ar við háskólann í Louvain skýrðu frá því, að hjartað hefði þó starfað eðlilega í kálfinum fram til hins síð- asta. Bardagar í Lhasa Taipei, Formósu, 4 des., AP. FRÉTTASTOFA kínverskra þjóðernissinna á Formósu hafði í dag eftir leyniþjónustunni á eynni, að mörg hundruð manns hefðu fallið í blóðugum bardög- um í Lhasa, höfuðborg Tíbet. — Spellmann Framhald af bls. 1. Fordham-háskólann. Hann varð snemma þekktur fyrir fram- sækni sína og dugnað. Hann var herskrá andkommúnisti og þjóð- ernissinni. Hann var jafnan gagnrýninn á verkalýðsfélög, barðist gegn „ósæmilegum" kvikmyndum og efasemdarmönn um í trúmálum. Johnson, Bandaríkjaforseti, U Thant, framkvæmdastjóri SÞ, Páll páfi VI og fjölmargir aðrir stjórnmála- og trúmálaleiðtogar hafa lýst harmi sinum vegna frá- falls Spellmans. Ekki er búist við að Páll páfi útnefni eftir- mann kardinálans í erkibiskups- embættiS fyrr en eftir nokkra mánuði. Á meðan gegnir John J. Magurie embættinu til bráða- birgða. Áttust þar við tveir stríðandi flokkar kínverskra kommúnista. Þes«ir flokkar deilu um það hvort Chou Jen-shan, aðalritari tibetska kommúnistaflokksins skyldi rekinn eða ekki. Bylting- arverkamenn höfðu handtekið Chou og úoru á leið með hann til opinberrar yfirheyrslu, þeg- ar starfsmenn byljingarstöðv- anna í Lhasa rændu honum, en þeir voru allir á hans bandi. Lét tíbetski herinn fyrstnefnda hóp- inn hafa vopn og skotfæri, til að herja á aðalstöðvarnar. Báðir flokkarnir segjast styðja Maó formann, en þeir höfðu ekki — Kjötflutningur Framhald af bls. 1. ber óskað eftir því að kjötinn- flutningur yrði stöðvaður. Telja margir talsmenn bændasamtak- anna að veikin hafi borizt til Bretlands með sýktu kjöti frá Argentínu óg Uruguay, en Peart ráðherra tók það fram í ræðu sinni í þinginu í dag að þótt innflutningur væri nú bannaður frá þessum og öðrum löndum, þýddi það ekki að brezka stjórn ir. hefði fallizt á þessa skoðun bændanna. Hækkar verð á íslenzku kjöti í Bretlandi Vegna þessarar fréttar sneri Morgunblaðið sér til Agnars Tryggvasonar, framkvæmda- stjóra útflutningsdeildar SÍS, og spurði um, hvaða áhrif þetta hefði á kjötsölu íslendinga til Bretlands. Agnar sagði, að útflutnings- magn það, sem við mættum flytja til Bretlands, væri ótak- markað að því er tekur til kinda kjöts a.m.k., en verðið hefði hins vegar ekki verið okkur hag- stætt. Hins vegar hefði alltaf verið leitazt við að flytja kjöt á Bretlándsmarkað, begar verðið væri þar hæst og pað væri ein- mitt um þessar mundir. Agnar sagði, að hinn takmark aði innflutningur Breta nú á kjöti myndi koma fslendingum til góða í hækkuðu markaðs- verði og um þessar mundir væri einmitt verið að senda kjöt héð- an til Bretlands. hlýtt skipunum frá Peking um að leysa ágreining sinn friðsam- lega og sameinast í „miklu bandalagi". Skopje, AP. Snarpur jarðskjálfti varð í Krusevo í dag, 75 km suðvestuir af Skopje. Engin slys urðu á mönnuim, en brestir komu í bygg- ingar og fólk flúði heimili sín þúsunduim saman. — Kýpurdeilan leyst Framhald af bls. 1. hæfi, og fór Cyrus Vance því til Kýpur á föstudagskvöld til að reyna að leysa vandann. Á sunnu dag bauðsf svo U Thant til þess að ganga persónulega í haálið, og sendi leiðtogum ríkjanna þriggja tillögur sínar til lausnar. Maka- rios svaraði þessari orðsendingu U Thants í dag, eins og fyrr segir, og fellst á brottflutning tyrk- nesku og grísku hersveitanna, en segir jafnframt að æskilegast væri að allir erlendir hermenn, aðrir en gæzlulið SÞ, hverfi frá eyjunni, einnig þeir grísku og tyrknesku hermenn, sem heiimild hafa til dvalar þar samkvæmt samningnum frá 1960. Panayotis Pipinelis utanríkis- ráðherra Grikklands skýrði frá því í Aþenu í dag að allir tyrk- neskir og grískir hermenn, nema þeir sem heimilt er að hafa þar samkvæmt samningnum frá 1960, verði fluttir á brott innan 45 daga. Þakkaði ráðherrann sáttasemjurunum þremur fyrir vel heppnaðar tilraunir þeirra til að stilla til friðar milli Grikkja og Tyrkja, og ræddi nokkuð ástandið undanfarna daga. Sagði Pipinelis að í tíu daga hafi gríska stjórnin stöðugt búizt við innrás Tyrkja. Nú væri þeirri hættu bægt frá. Samningurinn milli landanna væri ekki þannig að unnt væri að benda á hann sem sigur annars deiluaðilanna, en hann hefði komið í veg fyrir vopnuð átöik, sem — hver svo sem úrslitin hefðu orðið — hefðu spillt lífskjörum beggja þjóða í framtíðinni og kæft sérhverja von um friðsamlega sambúð ríkj anna næsta mannsaldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.