Morgunblaðið - 05.12.1967, Side 12

Morgunblaðið - 05.12.1967, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DES. 1967 Rættumveðrið ÞAÐ er líklega fátt eins um- rætt manna á milli og veðrið og hefur hver og einn sitt að að segja þar um. Okkur datt í hu; að hittta veðurfræðing- ana okkar að máli og fá hjá þeim samanburð á veðrinu í nóvember síðustu ár. Við lit- um fyrst inn á skrifstofu Veðurstofunnar í Stýrimanna skólanum og síðan hittum við veðurfræðingana sem voru á vakt á veðurstofunni í flug- turninum á Reykjavikurflug- velli. Veðurstofa íslands er ekki hálfrar aldar gömul, en elzta veðurkortið á Veðurstofunni er frá janúar 1920. Veður- athuganir byrjuðu að vísu 1845 í Stykkishólmi, á vegum fslenzka bókmenntafélagsins og í sambandi við skozka vís- indafélagið, en þær athuganir voru stað- og tímabundnar. Danir munu hafa stundað veð urathuganir hérlendis frá 1874 og fram að 1920, en þá hættu þeir og tók við Veður- stofa fslands, sem spratt þá út frá „Löggildingarstofu voga og mælitækja“, og voru fyrstu veðuriýsingar teknar 1. jan. 1920. Við hittum fyrst að máli Hlyn Sigtryggsson, Veður- stofustjóra og Öddu Báru Sig fúsdóttur, veðurfræðing, og spurðum þau um veðurfar í nóvember síðustu ár. Hiynur: „Það hefur verið heldur umhleypingasamt núna síðustu daga, en það er ekki neitt óvenjulegt, ég held að : • Jónas Jakobsson veðurfræðingur og Knútur Knudsen veð- urfræðingur við gerð veðurkorta á Veðurstofunni í gær. það væri óvenjulegra ef það væri ekki. Tíðarfar í nóvem- ‘ber í fyrra var kalt lengst af og með afbrigðum umhleyp- ingasamt.“ Adda Bára: „Skýrslur sýna að nóvember núna er frekar kaldur og 2 stigum kaldari en í meðalári, en meðalhiti í t.d. Reykjavík í nóvember siðustu þrjú ár hefur alltaf verið sá sami, 0,6 stig. Á Ak- ureyri var meðalhiti nóv. ’67 —0,9 stig, en var í fyrra —0,4 stig.“ Hlynur: „Talað er um storm þegar veðurhæðin fer í 9 vind stig, eða meira og í nóv. í fyrra voru 3 stormdagar á móti 2 í ár og 8 sinnum voru 8 vindstig eða meira í nóv. í fyrra.“ Adda Bára: „f fyrra hélt des. áfram að vera kaldur og umhleypingasamur eins og nóvember og þá voru þessir mánuðir báðir slæmir veður- farslega séð. Meðalhiti er mið- aður við 30 ára tímabil, það er núna tímabilið 1931—1960 og þá var meðalhiti nóvem- ber 2,6 stig í Rvík, þannig að við frá meðallagi síðustu þrjú ár, miðað við nóvember, er 2 stig undir meðallagi og er nokkuð furðulegt að það skuli vera það sama þrjú ár í röð. Árin 1966 og 1967 eru bæði köld ár miðað við 30 ára tíma bilið.“ Hlynur: „Það er alþjóðasam komulag að nota 30 ára tíma- bil til viðmiðunar í skýrslu- gerð um veður og þannig verð ur næsta tímabil, sem miðað verður við frá 1960—1990. En auðvitað gerir Veðurstofan samanburð á færri árum en þessu langa tímabili." Adda Bára: „í nóvember síðasta ár voru 32 sólskins- stundir, en í nóvember sl. voru 52 sólskinsstundir og í meðalárferði eru sólskins- stundir 32.“ Þannig er það imeð veðrið, á voru landi, það er ekki svo mikill múnur frá ári ti'l árs, en það geta aftur á móti dtm- ið yfir flest afbrigði veðurs á einum og sama deginum. Veðurstofunni í flugturnin- um á Reykj avíkurflugvelli hittum við Jónas Jakobsson ísinn eins og hann var norður af íslandi 1. des. síðastliðinn. veðurfræðing og spurðum hann um veðurhorfur næstu daga. — „Það er kuldi á næstu grösum og það virðisit vera að ganga í norðanátt úr þessari óstillingantíð mieð vaxandi frosti og í bili verður líklega ekki umhieypingasamt. Veður útlitið tol. 14 4. des. hljóðaði á þessa leið:“ Kl. 14 var allhvöss NV-átt og snjókoma með 5—6 stiga frosti norðanlands og við SV-ströndina var alihvasst á vestan með éljagangi og 3ja stiga frosti, en á Austfjörð- uim og SA-landi var NV-kaldi, léttskýjað og frost 2—5 stig.“ Eins og veðurútlit var í gær kólandi veðri og má búast við voru horfur á norðanátt og að hafísinn hrekist nær land- Mönnum er vafalaust í fersku minni helztu óihöpp sem hentu í nóvember s.l., en til fróðleiks Og samanburðar teljum við hér upp helztu skaða og hrakninga, sem hentu í nóvember sáðasta ár. Helztu gkaðar og hrakning- ar í nóvember 1966: Mikil hálka var á götum og vegum í þessum mánuði, og urðu margir árekstrar. Þ. 7. varð árekstur á Kefia- víkurvegi og þ. 12. á Hafnar- fjarðarveginum. Þ. 19. urðu 10 árekstrar á Akureyri, og mörg umferðaóhöpp í Reykja- vík þ. 23. Þ. 25. varð bílslys í Flóa, en farþegar meiddust litið, og sama dag valt vöru- bíll út af hafnargaj-ði á Siglu- firði og skemimdist mikið. Þ. 9. fauk áætlunarbifreið út af veginum hjá Þyrli í svipti- vindi. Bifreiðin skemmdist mikið, og nokkrir farþegar meiddust. Þ. 18. var Mýrdals- vegurinn ófær vegna vatna- vaxta. Þ. 25. sökk síldarbátur um 23 sjómílur austsuðaustur frá Dalatanga. Áhöfnin bjarg- aðist. Það tók af fjárhúsi á Arnarstapa þ. 26. Víða urðu skaðar í ofsaveðrinum þ. 27. og aðfaranótt þ. 28. Trilla sökk á Áskógarströnd, og önnur barst upp á malarkamb og brotnaði eitthvað. Skemmd ir urðu á bát og raflínum í Hrísey, og bátar sukku á Hauganesi. Togarann Hrím- bak rak á land við Gierárósa. Rafmagns- og símabilanir urðu út með Eyjafirði, og í Axarfirði kringum Kópasker varð einnig rafmagnslaust. Eitthvað fennti af fé í Þing- eyjarsýslu. Járnplötur tók af húsi og hey fauk á Hafunsá á Fljótdalshéraði og járnplötur af nýrri hlöðu á Vagnsstöðum í Suðursveit. Ennfremur tók þak af húsi á Skógum og fjós- þak á Raufarfelli. Víða brotn- uðu rúður af grjótfoki undÍT EyjafjölLum." Tjónið í árekstr um s I. föstudag talið vera 350 þúsund krónur GÍFURLEG hálka hefur verið á götum Reykjavíkur nokkra undanfarna daga, og samfara því hafa orðiff mörg umferff- aróhöpp og slys. Föstudag- urinn síffastliðinn var einna verstur þessara daga, og einn árekstrahæsti dagur- inn á þessu ári. Lauslega áætlað, tjón á farartækjum þennan eina dag er frá 210- 350 þúsund krónur — ná- kvæmari tölur er ekki hægt að fá að svo stöddu. Við brugðum okkur til um- ferðarlögreglunnar á Snorra- braut, og ræddum þar við Óskar Ólason, yfirlögreglu- þjón, og Hörð Valdimarsson hjá slysarannsóknardeild lög- reglunnar. Þeir upplýstu, að skráðir árekstrar á föstudag- inn hefðu, verið 35 talsins, og lætur því nærri, að um 70 bif- reiðar hafi því skemmzt meira eða minna á þessum eina degi. Fæstir þessara árekstra munu þó hafa orðið mjög harðir, og skemmdir yfirleitt ekki verulega miklar. Hörður tjáði okkur að flestir árekstr- arnir hefðu orðið á tímabil- inu frá hádegi og fram til klukkan sjö að kvöldi. Við fengum að líta í bók þá, þar sem árekstrar þessir eru skráðir og sást þar, að fyrsti áreksturinn hafði ekki orðið fyrr en kl. 10.20 um morgun- inn, en hinn síðasti um kl. 20 Langflestir árekstrarnir urðu milli kl. 1 og 3, stundum að- eins með 5-10 mínútna milli- bili. Um orsakir árekstranna . er það að segja, að stór hluti þeirra stafaði af því, að öku- menn gættu þess ekki að hafa nógu langt bili ?. milli farar- tækjanna, og voru því aftan- ákeyrslur tíðar. Ennfremur var mjög algengt að ökumenn ækju bifreiðum sínum of greitt að gatnamótum, svo að þær runnu í hálkunni út á aðalbrautir, er ökumaðurinn hemlaði ,og lentu þar á a-nn- ari bifreið. Óskar Ólason sagði okkur, að árekstratalan í sl. viku hefði verið mjög há, t.d. hefði orðið 25 árekstrar mánudag- inn 25. nóvember. Þó væri árekstrartalan fyrir nóvem- bermánuð núna lægri heldur en í sama mánuði í fyrra, eða 256 talsins núna miðað við 280 í fyrra. Óskar sagði, að þannig væri það reyndar um flesta mánuðina það sem af er þessu ári, og hefðu aðeins tveir mánuðir núna hærri árekstratölu nú en sömu m!án- uðir árið 1966. Ljóst er að föstudagurinn sl. hefur verið tryggingar- félögunum æði dýr, enda þótt ómögulegt sé, enn sem komið er, að segja nákvæmlega um tjónið, sem hlauzt á þessum eina degi. Við snerum okkur til Ólafs B. Thors, deildarstjóra hjá bifreiðadeild Almennra trygg inga, og spurðum hann álits á tjóninu. Hann kvaðst ekki vita, hve stóran hluta Al- mennum tryggingum bæri að greiða af þessu tjóni, þar sem tryggingarfélaginu hefði enn ekki borizt lögregluskýrsl ur. Hann gat þess að fyrir um tveim árum hefði meðaltjón í árekstri verið reiknað út og hefðu öll tryggingarfélög landsins tekið þátt í því. Kom í ljós að meðaltjón í árekstri nam 10 þúsund kxónum og taldi hann, að sú tala hefði ekki breytzt mikið á síðustu tveimur árum. Samkvæmt því má áætla að tjónið af völdum árekstranna á föstudag ihafi numið 350 þúsund krónum. Þá höfðum við einnig sam- band við Bruno Hjaltested hjá Samvinnutryggingum. Hann sagði, að mjög erfitt væri að átta sig á því, hve mikið tjón hefði orðið þennan dag, en taldi að næst því mætti kom- ast með því að hafa til hlið- sjónar meðaltjón undanfar- inna ára. Hann kvaðst hafa reiknað út meðaltjónið í árekstri hjá samvinnutrygg- ingum í fyrra, og hefði það numið 6-7 'þúsund krónum. Taldi hann það vera mjög svipað nú. 1 2L.......... ........................- • ðftanákeyrslur voru tíffar á föstudag, og hér sjást 3 bílar í einum sbkum árekstri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.