Morgunblaðið - 05.12.1967, Síða 19

Morgunblaðið - 05.12.1967, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. DES. 1967 19 Yfirskipstjórinn á Poseidon: Þetta er allt eitt ævintýri ■ Þið þurfið lœknisskip á stœrð við síldarskipin ykkar HÉR í Reykjavíkurhöfn get- ttr oft að líta þýzk eftirlits- skip, sem við svo köllum, og fyrst og fremst þau Poseidon og Meerkatze, sem bæði eru hjálparskip fiskveiðiflotans á Norður-Atlantshafi. Nú ligigur Poseidon hér í höfninni og fréttamenn blaðs- inis brugðu sér þangað um borð og hittu að máli skip- stjórann, hnellinn, meðalmað ur á hæð, ríflega á miðjum aldri, brosleitur með IjóSt gráspengt hár og hökuskegg. Hann heitir Wolfgang Himer og titill hans er á þýziku „Seehauptkapiten". Starfssvið eftirlits- eða hjálparskipa er ekki á vegum hers eða flota heldur fellur undir landbún- aðar- skógar. og matvæla- ráðuneytið, en undirdeild þess fjallar um fiskveiðar. Þannlg er hér um að ræða almenna þjónustu, eða „civil“- þjónusbu eins og þeir nefna það. — Við erum á leiðinni til Vestur-Grænlands, sagði Him er skipstjóri við okkur. — Hingað til Reykjavíkur kom- um við til að setja í land tvo sjúka menn af skipshöfn okkr ar, annar var með magasjúk- dóm, en hinn með blóðsjúk- dóm. Hvorugt getum við lækn að hér um borð og verða þess ir menn því sendir heim á sjúkrahús í Þýzkalandi. Við Vestur-Grænland eru nú 17- stórir þýzkir togarar að veið um og vegna þeirra förum við þangað. Hinsvegar er þjón usta okkar alþjóðleg. Við höf- um samvinnu um að veiía öll- um skipum liðsinni, sem þurfa á hjálp að halda, og við getum veitt. Það koma til okkar fjöldi Englendinga. Hol lendinga Portúgala o. fl. o. fl. Þjónustan um borð í Poseidon byggist fyrst og fremst á lækn ishjálp og hér höfum við lækna og tæki til lækninga svo og sjúkraherbergi. Þá höf um við viðgerðarmenn til að gera við ratsjár skipa. loran, loftskeytatæki og fleirj tæki. Vélaviðgerðir önnumst við þó ekki ,en við höfum kafara um borð og aðstoðum skip, sem hafa fengið net sín eða vörpu í skrúfuna. Þá er veð- urathugun mjög snar þáttur í starfi okkar. Við sendum út veðurfregnir á þriggja stunda fresti allan sólarhringinn. Einnig dýptarmælum við all- ar okkar siglingarleiðir og af hendum línurit mælanna og setjum með stuttu millibili stöðu skipsins á þessu línuriti. Þetta er svo sent rannsóknar- deild sjómælinga. tvo menn hjá þeim í stað þeirra sem sjúkir eru. — Poseidon er gott sjó- skip, segið þér, skipstjóri? — Já. Við förum út í hvaða veðri sem er og hvernig sem sjór er. Og hér við ísland og norður af því eru verstu sjó- ir sem skip lenda í á Atlants- hafi. Skipin verða því að vera sterk og góð sjóskip. En það eru hér fleiri hjálparskip en okkar. Hollendingar hafa sjúkra og kirkjuskip, sem þeir nefna De Hoope, eða „Von- Wolfgang Himer yfirskipstjóri með jóiapóstinn og Aðventu- kransinn. Ljósm. Ól. K. Magn. Við spurðum Himer skip- stjóra um þýzka fiskveiðifiot- ann hér við land. Sagði hann okkur. að nokkur þýzk síld- veiðiskip væru hér við auist- urströndina og svo væru minni togarar hér norður og vestur af íslandi, 600-—1200 tonna skip. Aftur væru Græn- landtogararnir þeirra allt að 2000 tonnum. — Við erum alltaf á Græn- landsmiðum á veturna — sagði Himer skipstjóri. — Poseidon er mjög gott sjó- skip þótt það sé ekki nema 930 tonn að stærð. Meerkatze er aftur á móti hér í kringum ísland á vetrum, en á vorin við Norður. Noreg og nú ‘er það á leið hingað til Reykja- víkur, því við verðum að fá ina“ og það er nú á Norður- sjó og aðstpðar vetrarsíldveiði flotann þar. Portúgalar hafa einnig sitt eftirlitsskip og Bretar hafa herskip til að- stoðar sínum flota, en þeir geta ekki sent herskipin á Norðurhöf á vetrum, þvi þau þola ekki hina kröppu sjói, enda rnunið þið hafa séð, að herskipin þeirra eru eins og þvottabretti til að sjá á skrokkinn, ef þau lenda í stór sjó, rifin standa út eins og á holdlausum brjóstkassa. — Hvað eruð þið margir hér um borð? spyrjum við. — Við erum 29. — Og nú ætlið þið að halda jólin við Grænland? — Já, það fer eftir ástæðum hvort við getum haldið þau á sjálft jólakvöldið. Við reyn- uim þó, ef ekki þarf á okfc- ur að halda til aðstoðar ein- hverju skipi, að koma okkur í landvar, þar sem við getum verið rólegir og átruflaðir í svo sem þrjár klukfcustundir. Við fáum rauðvín og heitt rommpúns og svo borðum við fasana. Það er jólamaturinn okkar. Eftir þrjár klukku- stundir erum við svo' aftur kornnir af stað og enginn tími til frekara gleðihalds. Við fá um ekki tækifæri til að „skvetta í okkur“ þvi raunar erum við í stöðugri þjónustu. Við sá'um fyrir framan skip stjórann, á borðinu hans, jóla- póstinn frá skipinu. Hann átti að fara hér í land og send- ast til ýmissa kunningja bæði heima og erlendis. Þar sáum við einnig teikningu af skipi og Himer skipstjóri tjáði okk- ur að þetta væri nýtt eftir- litsskip, sem verið væri að byggja og yrði til í október næstkomandi og þá kæmi það væntanlega hingað til ís- lands og skyldum við koma um borð og skoða það. Það verður gott skip. 1600 tonn að stærð og á að ganga sextán og hálfa sjómílu, búið nýj- ustu og fullkomnustu tækjum Gert er ráð fyrir að það skipt ist á við Poseidon að vera við Grænland á veturna. Og jólin voru einnig komin á skipstjóraborðið. Þar stóð Aðvenbukrans, sem einu sinni var búið að kveikja á, og nú tendraði skipstjórinn kertin á honum. — Hvað eruð þér búnir að vera lengi hér við störf í Norð urhöfum? spyrjum við. — Ég byrjaði 1955 og hef því verið rúm- 12 ár, þar af 10 á Meerkatze. Það er raun- ar svo, að þeir sem byrja á að vera á þessum eftirlits- skipum eru þar gjarnan lengi. Flestir af á'höfninni hér hafa verið 6 ár eða lengur sumir allt upp í 10 ár. En svo eru auðvitað alltaf nokkrir nýlið- ar. Áhöfnin er öll búsett í Cuxhaven, en það er raunar okkar heimahöfn, þótt skip- ið sé skrásett í Hamborg. Það sem gerir að menn eru þaul- sætnir hér um borð er. að laun eru góð og við fáum tveggja mánaða leyfi á ári. Við erum 7-8 vikur í hverri útivistarferð, förum því sem næst 6 ferðir á ári. Leyfin eru þó bæði sumar og vetur. I vetrarleyfum fara menn til Suður-Þýzkalands og nota snjóinn og sólskinið þar og koma brúnir og sællegir til baka. Það skiptir ekki máli hvort við fáum fríin að sumri eða vetri. Suður í Svartaskógi og Ölpunum er ágætt að dvelj ast í leyfi sínu. Skipsmennirn- ir eru nær allir giftir og eiga fjölskyldur. — Eins og þér skiljið lang- ar okkur blaðamennina gjarn an til að fræðast um einhver ævintýri sem þið hafið lent í ,segjum við. — Ævintýri! Þessar ferðir okkar eru raunar eitt sam- fellt ævintýri. Stórsjóirnir ykkar hérna við ísland, storm arnir og stórhríðarnar hinn mikli ís við Grænland, borgar ísjakarnir allt í kringum okk- ur. Þetta er allt ævintýri. Þegar við höfum rætt um jól á Grænlandshafi, skipið nýja og þjónustu eftirlitsskip anna segjum við Himer skip- stjóra frá síldveiðiflotanum okkar, sem sækir nú orðið allt norður til Jan Mayen og hefir engin eftirlitsskip. Við spyrj- um hann hvað hin langa reynsla hans búi yfir og hverj ar ráðleggingar hann vilji gefa okkur íslendingum til að stoðar þessum fiskiskipum okkar. —Þyrla og sjóflugvélar koma ykkur að takmörkuðu gagni. Þið þurfið aðeins að búa eitt skip á stærð við fiskiskipin ykkar, þannig að það aé sæmilega gott sjúkra- skip með aðbúnaði fyrir lækni og sjúklinga. Þetta veit ir fiotanum mikið öryggi og þar væri hægt að veita alla fyrstu aðstoð. þegar skyndi- leg veikindi, eða slys ber að höndum. Þarna geta og verið menn til frekari aðstoðar .svo sem froskmaður og viðgerðar maður ef þurfa þykir. En ég myndi halda að ykkur nægði lítið skip á borð við fiski- skipin ykkar til þessarar þjón ustu. Þett.a1 skip þarf að hafa mjög góðan biörgunarbát. eða gúmmíbát. Við höfum slíkan bát t.il að sækía sjúklinga í vondum veðrum og flytja milli skipa, þegar ekki er hægt að legg’-ast uop að þeim. Hann er 4% meter á lengd. 1,80 á breiidd og flobholtin á honum er 50 cm í þvermál all an hringinn og hann er gerð ur úr sérstaklega sterku efni, enda kostar hann. án utan- borðsvélar. 3000 mörk, Við notum alltaf utanborðsvélina, en auk þess geta fjórir menn róið bátnum og við höfum farið á milli og nnfast við vélina, í allt að 10 vindstig- um á rúmsjó. Við höfum svo nefndan langskeftan. Johnson utanborðsmótir. en þar er skrúfustöngin 51 cm á lengd, svo báturinn má endastingast talsvert, svo að skrúfan komi upp úr. Við þökkum Himer yfir- skipstjóra vingjarnleear mót- tökur hans og fróðleeu UDplýs ingar og kveðjum hann með ósk um góða ferð til Græn- lands og gleðileg jól. vig Yfirlýsingu svarað MBL. liefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Kristjáni Xhorla- cius vegna yfirlýsingar mið- stjórnar ASÍ: Miðstjóm Alþýðuisambands fs- lands hefur sent frá sér yfirlýs- ingu í tiiefni af ummælum mín- um í ræðu, sem ég flutti 27. f.m., þar sem ég gagnrýndi forseta Al- þýðusambands íslands fyrir að hafa látið undan kröfu forsætis- ráðherra um, að Alþýðusam- bandið tæki þátt í framhaldsvið- ræðum við ríkisstjórnina um efnahagsmál, án þess að Banda- lag starfsmanna ríkis og bæja ætoti hlut að þeim. Ég bætti því við, að ég teldi, að forusta Hannibals Valdimarssonar hefði brugðizt í baráttu launþegasam- takanna fyrir því mikla hags- munamáli launþega, að óskert verðlagsuppbót yrði greidd ó kaup. f yfirlýsingu miðstjórnar- manna er lýst fyllsta trausti þeirra á Hannibal Valdimars- syni. Það er fallega gert að standa með félögum sínum, og mér þykir sýnt, að miðstjórnin telji sig vera að framkvæma drengskaparbragð með því að bera hönd fyrir höfuð forseta síns. En þetta mál hefur fleiri hliðar. Eins og ég tók fram i ræðu minni, var fyrr á þessu hausti stofnað til formlegis samstarfs miili tveggja stærstu heildarsam- taka launþega í sambandi við fram komnar tillögur og aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum. Þetta samstarf var hreint ekki lauslegt samband milli ein- stakra forustumanna, heldiur lá'gu fyrir um það samþykktir stjórnar Alþýðusambandis fs- lands og stjórnar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja Siðan var þetta samstarf staðfest og því fagnað af fjölmennri ráð- stefnu Aiþýðusamfbandsins og aulkaþingi B.S.R.B. Sameiginiag stefna var mörkuð og nefnd 'kjörin til viðræðna við ríkis- stjórnina. Eitt atriði var sett sem ófrávík janlegt að vísitölutrygg- ing launa skyldi haldast óskeit og óslitið. Um þetta var full sam staða meðal launamanna. Auglj'óst var, að forsætisráð- herra undi illa samstöðu A S.í. og B.S.R.B. Honum hafði hins vegar ekki tekizt að sundra sam tökum launþega í fyrri viðræð- unurn. Nú bauð hann Alþýðu- sambandinu einu til framhalds- viðræðna, og þá skeður það, að Hanniibal Valdimarsson sér ekki við forsætisráðherranum. Það er þetta, sem ég hefi kallað, að for- usta forseta A.S.Í. hafi brugðizt. Strax og ég heyrði, að íor- sætisráðherra 'hafði boðið Al- þýðusambandinu- einu til við ræðna lagði ég áherzlu á þá skoð un mína í samtali við Hannibal, að A.S.Í. og B.S.R.B. ættu að standa saman áfram að viðræð- um við ríkisstjórnina. Það væri styrkur í sókn að hinu sameig- inlega marki launþegasamtak- anna. Þá þegar virtist Hannibal hafa gengið of langt, en afsakaði sig með því, að forsætisráðherra yrði að ráða því við hverja hann ræddi þessi mál. Sama dag fórum við þrir full- trúar B.S.R.B., Haraldur Stein- þórsson, Guðjón B. Baldvmsson og undirritaður á fund forusru- manna A.S.l. og lögðum álherzlu á, að viðræður héldu áfram sam- eiginlega af hálfu heildarsam- taka launþega. Markmið launþegasamtakanna er að tryggja áfram fulla verð- lagsuppbót á laun. Stefna ríkis- stjórnarinnar að afnema hana. Hefur verðtrygging launa nú þegar verið afnumin með lögum. Þannig hefur stefna forsætisráð- herrans sigrað. Af hverju stafar það, að for- seti Alþýðusambandsins fær svo mikið lof hjá Morgunblaðinu fyrir, hvernig á þessum málum hefur verið haldið af hans hálfu? Ég læt öðrum eftir að dæma um af hverju hrifningin og þakk Iætið muni stafa, en ég vænti þess, að forustumenn launþega muni draga þann lærdón af hóli Morgunblaðsins, að þeir sjái betur við aðferðum forsætisráð- herrans í framtíðinni en hingað til. Ég legg enn á ný alveg sér- staka áherzlu hvílík nauðsyn það er fyrir alla launþega i landinu, að B.S.R.B. og A.S.f. hafi traust. og öruggt samstarf. Kristján Thorlacius. Í STUTTU MÁLI Washingtoru AP. Bandaríska utanríkisráðuneyt iðuipplýsti í dag, að Bandaríkja- stjórn mundi ekki reyna að hindra, að fulltrúar Viet Cong hreyfingarinnar í S-V.ietnam væru boðaðir á fund Öryggis- ráðs SÞ, ef ráðið æski þess. Juneau, Alaska, AP. Ríkisstjóri Alaska, Walter J. Hickel, sendi á laugardag skeyti til Dean Rusk, utanríkisróðherra Bandaríkjanna, þar sem hann lýsti áhyggjum sínum vegna þeirra fregna, að Sovétríkin hefðu í hyggju að sprengja neð- ansjávar í nánd við Aleutin-eyj- arnar í könnunarskyni. Segir Hickel, að sprengingarnar geti haft áhrif á fiskveiðar við eyj- arnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.