Morgunblaðið - 05.12.1967, Síða 24

Morgunblaðið - 05.12.1967, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUÐAGUR 5. DES. 19«» CJtgefandi: Landssamband Sjálfsfœðiskvenna Ritstjóri: Anna Bjarnason — hefur frá stofnun átt drjúgan þátt í starfsemi Sjálfstæöisflokksins nyrðra Núverandi stjórn Sjálfstæðiskvennafélagsins á Akureyri. „ÁR 1937, fimmtudagjnn 2. desember kl. 20.30 var fundur haldinn í bæjarþingsalnum á Akureyri. Mættar voru þar tvær konur úr Sjálfstæðiskvennafélaginu „Hvöt" í Reykjavík, í þeim erindum, að stofna hér Sjálfstæðisfélag kvenna. — Húsið fylltist á einum hálf- tíma. Konurnar voru frú Guðrún Guðlaugsdóttir og frú Sigríður Sig- urðardóttir. Fundarstjóri var kosin frú Gunnhildur Ryel og fundar- ritari frú .lónheiður Eggerz. Félagið var stofnað með hundrað áttatíu og sjö meðlimum. og hlaut nafnið Sjálfstæðiskvennafélagið „Vörn“. I»á var kosin stjórn, formaður fröken Arnfinna Björnsdóttir, samþykkt með öllum atkvæðum, meðstjórnendur Fanney Jóhannes- ðóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Elínborg Jónsdóttir og Jónheiður Eggerz . . . . “ Þannig hljóða brot úr fyrstu fundargerð Sjálfstæðiskvennafé- félagsins Varnar á Akureyri, sem á þrítugsafmæli í dag. Ekki er aðstaða hér til að rekja sögu þessa félags, sem hef- ur frá stofnun átt drjúgan þátt í starfsemi Sjálfstæðisflokksins nyrðra, en drepið skal á fáeina þætti til nokkurrar glöggvunar. Frá upphafi og um tíu ára skeið' var Vörn geysifjölmennt félag, Eins og fram kemur í til- vitnun hér að framan, voru stofn endur nær 190 talsins, en félags- konum fjölgaði næstu misserin og voru nokkuð á 3. hundrað, þegar þær voru flestar. En um skeið dofnaði yfir starfseminni. Laust eftir 1950 tók hún fjör- kipp á ný og enn laust eftir 1960. Síðan hefur starfsemi Varnar staðið með blóma og vaxið ár frá ári. Um þessar mundir er enn verið að fitja upp á nýjung- um til eflingar starfseminni. Fé- lagskonur eru um 100 talsins og fer þeim nú aftur fjölgandi. Eðlilega hefur Vörn jafnan fyrst og fremst starfað á vett- vangi stjórnmálanna, stutt Sjálf- stæðisflokkinn me'ð ráðum og dáð og átt mjög verulegan þátt í framsókn hans á norðurvíg- stöðvunum. Þegar í upphafi tóku Varnar- konur að starfa að bæjarmálum Akureyrar, jafnframt þjóðmála- starfinu, og hafa þær síðan unn- ið ötullega í hverjum alþingis- og bæjarstjórnarkosningum. En jafnsnemma tók Vörn upp á sína arma ýmsa annars konar starfsemi, til þess að tengja fé- lagskonur nánari böndum bg gefa þeim fleiri tækifæri til upp byggilegrar starfsemi. Fjórði fundur félagsins, hald- inn 25. febrúar 1938, hófst með söng fundarkvenna, að vanda, en þær voru 130 talsins. Á þessum fundi hóf Gunnhildur Ryel um- ræður um það, hvort félagið gæti ekki með einhverjum hætti bætt úr verkefnaskorti unglinganna í bænum, og Dagmar Sigurjóns- dóttir brydda'ði upp á skemmt- í anahaldi. Upp frá því var unnið að þessum málum um árabil með ýmsum hætti. Á næsta fundi voru kosnar þrjár nefndir, byggingarnefnd, vinnustofunefnd og skemmti- nefnd. En húsnæðismál voru að sjálfsögðu vandamál á fyrstu ár- um félagsins og lengi frameftir. Varð félaginu lítið ágengt í út- vegun varanlegs húsnæðis fyrir starfsemina og má segja að lausn á því máli fengist ekki fyrr en með tilkomu Sjálfstæðishússins, þar sem öll Sjálfstæðisfélögin í bænum fengu aðstöðu. Hinum nefndunum gekk betur. — Um haustið 1938 hófst starfsemi vinnustofu, þar sem kennt var: Fatasaumur, tóvinna, hannyrðir og smfðar. Starfaði vinnustofan um nokkurra ára skeið. Af og til síðar var unnið að svipuðum verkefnum og nú síðustu tvö ár- in hefur verið starfandi verk- efnanefnd, sem heldur föndur- námskeið, bazara o. fl., og er nú að undirbúa sýnikennslu fyrir Framhald á bls. 20. „Mörg óhugamál kvenna eru pólitísk, og þær eiga að tala sínu máli“, — segir Freyja Jóns- dóttir, formaður Varnar á Akureyri SÍÐAN átti stutt spjall við Freyju Jónsdóttur, formann Sjálfstæðiskvennafélagsins Varn- ar á Akureyri, í tilefni af 30 ára afmæli félagsins 2. des. Við spurðum Freyju fyrst, hvernig hún teldi að til hefði tekizt um starf Sjálfstæðis- kvenna á Akureyri í stjórnmál- unum þar nyrðra. — Á þessu tímabili sem Sjálf- stæðiskonur hér hafa starfað í eigin félagi, hefur starfsemin að siálfsögðu verið breytileg eftir tímabilum. Hún hefði oft mátt vera meiri og mætti vera það énn. í heild tel ég þó, að Sjálf- stæðiskonur hér hafi lagt veru- lega af mörkum til stjórnmá'l- anna, bæði bæjarmálanna og hvað snertir þjóðmálin. Þar hef- ur eigið félag verið ómetanlegur styrkur. Án þess hefði allt okkar starf verið miklu meiri erfið- leikum bundið. — En hvert er þitt mat á af- skiptum kvenna af stjórnmálum? — Mörg áhugamál kvenna eru pnlitísk, og konur eiga sjálfar að tala sínu máli. Auk þess má segja, að þjóðfélagið sé allt jafnt umhugsunarefni kvenna og karla. svo að auðvitað eiga þær að mynda sér skoðanir og bera þær fram ekkert síður en karl- mennirnir. — Og hvernig erenvur svo Vörn aff koina sinum málum á fram- færi? — Það verður að segia eins og er, að síðari árin hefur ekki verið sami áhuginn á stjórnmál- um innan félagsins og á fyrri árum. en þá voru flestir eða all- ir fundir félagsins í eimhverjum mæli helgaðir stjórnmálunum og oft sérstök baráttumál á dag- skrá. Það er eins og tíðarand- inn í þessum efnum hafi breytzt. En ég tel, að við Varnarkonur eigum að auka stjórnmálastarf- semina aftur. Við eigum nokkrar konur. sem eru vel til þess hæf- ar, að vinna meira 'að þeim en gert er. Hins vegar reynum við, eins og áður, að byggja einnig upp annað starf, einkum til þess að skapa meiri kynni milli fé- lagskvenna. — Aff lokum? — Þrjátíu ára afmæli er merki um ungt félag ,en sæmilega þroskað vona ég. Við eigum að geta hafið næsta áratug í starfi félagsins með bjartar vonir í huga, um aukið og fjölbreyttara starf til gagns þeim málefnum, sem við viljum styðja, heill og hag landsins og þjóðar, með því að standa vörð um stefnu Sjálf- stæðisflokksins og öfluga starf- semi hans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.