Morgunblaðið - 17.12.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DES. 1967 Mjólk og rjómi í nýjum umbúðum í gær Selt á bráðabirgðaverði fram að jólum MJÓLKURSAIHSALAN hefur fengið heimild til að selja mjólk og rjóma í nýjum umbúðum á bráðabirgðaverði. Þessar umbúð ir eru kassalaga og eru kallað- ar fernur. Stærðirnar eru þrjár, tveggja lítra, eins líters og hálfs líters. Byrjað var að selja mjólk í þessum umbúðum nú á laugardag en fyrst um sinn verður aðeins framleitt lítið magn daglega, og hyrnurnar verða einnig á boðstólum. Tveggja lítra fe*nurnar verða notaðar eingöngu fyrir mjólk, og kostar hver tveggja lítra ferna kr. 18.20. Eins iíters og hálfs líters fernur verða fyrst í stað eingöngu notaðar fyrir rjóma og kostar eins líters ferna kr. 90,55 en hálfs líters kr. 45,85. Eins líters mjólkurhyrnur kosta svo aftur kr. 8,70. Á fundi með frétta- mönnum í gær, sagði Stefán Björnsson, forstjóri: í þessu verði er ekki hækkun vegna gengisbreytingar þar sem áfyllingavélar og það magn umbúða sem nú verður notað, var fengið fyrir gengisfellingu en hins vegar hafa tollayfirvöld úrskurðað að tollur á fernuefni skuli vera, fyrst um sinn til ára móta, 30%. Tollur á hyrnuefni er 15% og er það flutt inn í rúllum. Tollurinn á fernuefni er rök- studdur með því að þar sé um hálfunna vöru að ræða. í Evrópu löndum, þar sem bæði hyrnur Nýtt hús Búnaðnrhanknns í Stykkishólmi Stykkishómi, laugardag 9. des. í DAG var tekið í notkun nýtt húsnæði fyrir útibú Búnaðar- banka islands í Stykkishólmi. Er þetta hús við Aðalgötu í Stykk- ishólmi, 135 fermetrar að flatar- máli og tvær hæðir auk kjallara, útveggir flestir úr gleri og svo timbur til að halda því saman. Bygging þessa húss hófst haust ið 1965 og má því segja að tekið hafi rúm tvö ár að reisa húsið þar til það var fært til notkunar. Útibúið hefir áður verið í litlu húsrými í útjaðri kauptúnsins og er hér um að ræða stórkostlega bót allra starfsskilyrða auk þess sem bygging þessi er á bezta stað í bænum hvað viðskipti áhrærir. Að stærð er húsið um 1180 rúmmetrar. Á aðalhæðinni eru svo afgreiðslu og skrifstofur Bún aðarbankans ásamt biðstofu. Á efri hæð er einnig stórt skrif- stofuhúsnæði og þangað flytur Stykkishólmshreppur með skrif- stofur sínar og leigir þær af Bún- aðarbankanum en flytur úr eigin húsnæði sem hann hefir haft í mörg ár í svonefndu Frúarhúsi 1 StykkishóLmi. Húsið er teiknað á teiknistofu landbúnaðarins af Sigurði Geirssyni, en Trésmiðja Stykkishólms h.f byggði húsið og sá um innréttingar og fleira. Þeir Bjarni Lárentsínusson og Gunnlaugur Lárusson húsasmíða meistarar höfðu umsjón með smíðinni. Raflagnir annaðist Haraldur Gíslason rafvirkja- meistari, en Vélsmiðja Kristjáns Rögnvaldssonar sá um hitalögn, Sigurður Sigurgeirsson vélsmíða- meistari smíðaði öll handrið en múrverk annaðist Kristinn Finns son múrarameistari. Málararnir Jón Svanur Pétursson og Þor- steinn Aðalsteinsson sáu um alla málningu á húsinu. Húsið og allur frágangur er mjög vand- aður og byggingin traust. Umsjón með byggingunni af hálfu aðalbankans hafði Svavar Jóhannsson bankamaður. Útibús srtjóri er Ólafur Guðmundsson og er starfsliðið alls fjórir manns. í tilefni opnunarinnar í dag bauð bankinn þeim sem að bygg- ingunni unu svo og hreppsefnd og embættismönnum Stykkis- hólmi í síðdegisveizlu. Voru þar fluttar árnaðaróskir til stofnun- arinnar og útibússtjórinn lýsti byggingunni með nokkrum orð- um. og fernur eru seldar er toilur lítið eitt hærri af fernuefni en hyrnuefni, og vonir standa til að fernutollurinn verði lækkað- ur hér. Væri sami tollur á fern- um og hyrnum myndi framan- greint verð lækka um 10 aura á líter. Byrjað var að selja mjólk í þessum nýju umbúðum á laug ardag en fyrst um sinn verður lítið rnagn að ræða daglega. Fengnar hafa verið tvær litlar áfyllingarvélar en síðar verða teknar ákvarðanir um frekari vélakaup. Vélar og umbúðir eru sænskar frá Tetra Pak. í Evrópu eru aðeins tvö fyrirtæki sem framleiða þessa umbúðagerð, Elopak og Tetra Pak. Fengin voru tilboð frá báðum og voru tilboð Tetra Pak hagstæð- ara. Þar að auki bjóðast þeir til að taka notaðar hyrnuvélar upp í fernuvélar ef þess er óskað. Ennfremur er hagstæðara að skipta við sama fyrirtæki með bæði fernu- og hyrnuvélar þar sem fá þarf eftirlits- og viðgerð- armenn erlendis frá nokkrum sinnum á ári. Heimild fyrir bráabirgða- verði fékkst nú vegna þess að Mjólkursamsalan hafði gert ráð fyrir að taka mætti nýjar um- búðategundir í notkun fyrr á ár inu eða í júlí sl. og að þessar Stefán Bjömsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, Oddur Magn- ússion, stöðvarstjóri og Oddur Helgason, sölustjóri. nýju umbúðir yrðu notaðar um jólarjómann. Flöskuáfyllingavél sú, sem notuð hefir verið í Mjólk urstöðinni, er orðin um 20 ára görnul og ónýt. Hafa því ekki verið fluttar inn flöskur lengur. Var því óhjákvæmilegt að taka fernuvélarnar í notkun nú vegna jólarjómans og þar sem sömu vélar fylla á 2 ltr. fernur, koma þær á markað um leið. Á næst- unni verður svo sótt um nýtt verð á öllum umbúðátegundum vegna gengisbreytingar og ann- arra hækkana og þá einnig fyr- ir fleiri umbúðategundir. ,Sex daga stríðið' — bók Randolps og Winstons S. Churchills um styrjöld ísraels og Arabaríkjanna komin út d íslenzku SKÖMMU eftir að sex daga styrjöld ísraels og Arabarikjanna s.l. sumar lauk hófu þeir feðgar Randoph og Winston S. Churchill að skrifa bók um þetta stutta en afdrifaríka stríð, og kom hún út í Bretlandi nú í haust. Bókin hefur nú verið þýdd á íslenzku og ísafold gefið hana út. í bók- inni er skýrt frá aðdraganda styrjaidarinnar og atburðarás- inni síðan lýst nákvæmlega. Bókinni er skipt í tólf kafla, og bera þeir heitin: Fortíðin, Sundinu lokað, ísrael tekyr ákvörðun, Loftsóknin, Ósvífni á hafinu, Sínaí: Brynhnefinn, Jerúsalem og vesturbakkinn, Við brögð á alþjóðavettvangi, Sínaí: hönd dauðans, Sýrlenzku hæð- irnar, Eftirleikurinn og Eftir- máii. Bókin er 224 bls. að stærð. f henni eru mörg kort til skýr- inar og fjöldi mynda, sem teknar voru meðan á átökunum stóð. Þýðandi er Skúli Bjarkan. Slysavarna- félag kvenna stofnað í Vopnafirði Vopnafirði, 11. des. STOFNAÐ var hér í Vopnafirði Slysavarnafélag kvenna s.l. sunnudag, 10. des. Stofnendur voru 120 konur. Félagið hlaut nafnið Sjöfn. Stjórn sikipa: Kristín Guð- mundsdóttir form., Sigríður Þórðardóttir, varaform., Ásta Björnsdóttir, ritari, Stefanía Sig- urðardóttir, gjaldkeri, Elísabet Sigurðardóttir, meðstjórnandi. Félagið er stofnað að tiihlutan Hannesar Hafsteins erindreka, sem hér var á ferð í haust, og á sama tíma var stofnuð hér björgunansveit 12 manna og er formaður hennar Antoníus Jóns- son, framkvstj. — RG. Slys í Slésíu Varsjá, 13. desember. AP. AÐ minnsta kosti 13 manns biðu bana í dag þegar stífla brast og vatn flæddi yfir fimm þorp í Neðri-Slésíu í Jótlandi í dag. 15 manns hafa slasazt og óttast er að enn sé fólk grafið í leir og leðju. Þetta er kjörbók allra þeirra, sem hata áhuga á byggingum og innréttingum og mjög gagnleg bók tyrir þá, sem standa í bygg- ingum eða hafa það í huga. Ellefu íslenzk ir arkitektar hafa verið fengnir tilað velja úrvalshús. Allt eru það splunkuný hús og mjög glœsileg. Hverju húsi fylgir grunnteikning og nákvœm lýsing. Þetta er bók, sem lengi hefur vantað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.