Morgunblaðið - 17.12.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.12.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DES. 1967 Vinargjöf þarf að hafa varanlegt gildi, Helgafellsbók þýðir: Listræn bók, þroskandi bók, ddeilubók Hér eru taldar aðalbæk- urnar í ár: „Undir Helgahnúk", fyrsta nútímasagan á íslenzka tungu, skrifúð af Hall- dóri Laxness tvítugum. Bók unga fólksins í dag. „fslendingaspjall", óður til gullaldarbókmenntanna. „Heimsljós", mesta skáld- verk á okkar tungu. „Ljóðasafn" Tómasar Guð- mundssonar með inn- gangi eftir Kristján Karlsson. Ný útgáfa af ljóðasafni þjóðskáldsins. Jafnfersk og töfrandi. Klassísk verk æskufólks- ins. „Suðaustan fjórtán“, Vest- mannaeyjabók Jökuls Jakobssonar og Baltasar. Unaðsleg bók að lesa, snjallar teikningar. íburðarmesta bók ársins. „Kvörnin" eftir Odd Björnsson. Þó þetta sé fyrsta skáldsaga Odds Björnssonar er hann þjóðkunnur sem leikritahöfundur. Nýstárleg saga, dramatísk og soennandi. Bók unga fólksins. „Vetrarbros“. Um hina bráðsnjöllu skáldsögu Þorsteins Antonssonar „Vetrarbros“ segir Ólaf- ur Jónsson meðal annars í mjög lofsamlegum dómi: „Það er ekkert nýtt að höfundur sé rómantískur, — en hitt ber nýrra við að slík rómantíska verði látin uppi með jáfntrúverðugu móti.“ „Astir samlyndra hjóna“ hin hálofaða bók Guð- bergs Bergssonar, djörf bók og listræn, ætluð æskufólki. „Foringjar falla“, berorð ádeilusaga úr nútíman- um. „Niðjamálaráðuneytið“. Bók um skrifstofuveldi velferðarríkisins. „Sjómannafélagsbókin“, saga sjómannafélagsins, saga sjó- mennsku og farmennsku eftir Skúla Þórðarson, sagn- fræðing. Prýdd hundrað myndum. Bók allra sjómanna og farmanna. íslandsvisa", ný bók eftir umdeildasta höfundinn, Ingimar- Erlend. „Hundrað kvæði,“ ljóða- safn sem margir hafa beðið eftir og lengi. Einn af höfundum nútíma- ljóðaskáldskapar, Jón úr Vör, á eftir að vinna húg landa sinna með þessari útgáfu Einars Braga. „Ásverjasaga", ný og skemmtileg íslendinga- saga eftir Arnór Sigur- jónsson. Bók fyrir þá sem unna íslandi og ís- lenzkri menningu fyrr og síðar. „Kvæðabók" Hannesar Péturssonar. Þetta er fyrsta bók skáldsins í nýrri og allmikið breyttri útgáfu. Perlur íslenzkra bókmennta. „Veizla undir grjótvegg“ eftir Svövu Jakobsdótt- ur. Bók skrifuð af nú- tíma konu fyrir nútíma- konur. Helgafellsbækur fást í öllum bókabúðum. Munið málverkaprentanir Helgafells eftir frægustu málverk um íslands í Unuhúsi. Heimsækið hús nýju kynslóðar- innar — UNUHÚS. Gaman- þættir af vinum mínum Magnús Á. Árnason, hinn gáfaði listamaður, er kunnari sem málari, myndhöggvari og tónskáld en rithöfundur. Hins- vegar sannar þessi bók, áð hann kann líka vel að halda á penna. Magnús kemur víða við, enda er hann víðförull maður bæði heima og erlendis. Hann dvald- ist t. d. lengi í Kaliforníu á ungum aldri og segir bráð- skemmtilega frá veru sinni þar. Vinur hans, Halldór Laxness, var félagi hans í San Francisco og kemur mjög við sögu. Mann lýsingar Magnúsar eru yfirleitt stórmikill fengur. Sem vænta má hefur hann haft kynni af mörgum listamönnum, málur- um og skáldum, og lýsir þeim hispurslaust með skörpu auga á verðleikum þeirra, sérkenn- um og skrýtnum vanköntum. Viðhorf hans til manna eru pérsónuleg og sjálfum sér sam- kvæm. Frásagnir hans af Einari Benediktssyni, Kjarval, Steini Steinarr, Erlendi í Unuhúsi, Jóni Pálssyni frá Hlíð, Ás- mundi frá Skúfsstöðum og mörgum fleirum verða harla minnisstæðar. Með þessari bók hefur Magn- ús Á. Árnason aukið sérkenni- legum og skemmtilegum þátt- um í ritaða persónusögu sam- tímans og varpað ljósi á ýmsar hliðar íslenzks listamannalífs, bæði alvarlegar og kátlegar. Jólabók til listamanna og listunnenda. ILCAFELL ÁSVERJA- SAGA Ný gagnmerk íslendingasaga, merkilegt framlag til sögu ts- lands. Eins og fyrr á öldum, er það íslenzkur bóndi og bóndason- ur, sem skrifar þessa merku bók um Ásverja. Fyrrum var Ás í Kelduhverfi eitt af mestu höfuðbólum lands ins. Á 15. og 16. öld bjó þar nafntoguð ætt, sem var, ein£ og höfundur segir „góður full- trúi forustumanna íslenzku þjóðarinnar í tvær aldir“. 15. og 16. öld hafa löngum verið taldar meðal hinna myrku alda þjóðarinnar og saga þeirra furðu lítið rann- sökuð. En með þessu verki sínu, Ásverjasögu, varpar Amór Sig- urjónsson ótrúlega skýru og heillandi Ijósi á ýmsa þætti þessarar sögu. Fulltrúar Ás- verja voru mann fram af manni rfðnir við stórmál þessa tíma- bils og sumir þeirra. svo sem Jón Pálsson Maríuskáld og Minnbogi lögmaður, forustu- menn í viðureign leikmanna við biskupsvaldið. En á þeirra dög- um sátu á Hólastóli ýmsir hin- ir mestu — og yfirgangssöm- ustu — skörungar í biskupa- stétt: Jón Vilhjálmsson hinn enski, Ólafur Rögnvaldsson, Gottskálk Nikulásson. Ásverjasaga er nær eingöngu rituð eftir samtíma heimildum, sem er aðallega að finna í ís- lenzku Fornbréfasafni. Með fræðimannlegri skarpskyggni og vakandi íhygli lýkur höf- undur upp fjársjóðum þessa mikla heimildarrits og skap- ar lifandi, samfellda sögu. Hann dregur fram mörg nýstárleg söguleg rök, t. d. um þátt brennisteinsvinnslu í valdabar- áttu þessara tíma. Þá er ekki síður forvitnilegt að lesa út- listanir hans á erfðamálum Lofts ríka eða Hvassafellsmál- um. Víst er um það, að bók hans á erindi til allra, sem ís- lenzkri sögu unna. Sem fræ'ði- rit er rhún brautryðjendaverk í sögu hinna „ myrku alda“ þjóðarinnar. Bókin hefir að geyma marg- ar ágætar myndir, kort og ætt- arskrár. í bókarauka er meðal annars að finna ljóð síra Jóns Maríuskálds. Flestir íslendingar -munu vilja kynnast þessu nýja verki um sögu þjóðar sinnar. . Gjöf tfl forvitinna íslendinga. ILCALELL ÍSLAIAIDSVÍSA bók umdeildasta höfundarins Islandsvísa, skáldsaga Ingi- mars Erlendar, speglar í ein- faldleik sínum fornan sann- leik um fall þjóða. Enn hafa þeir atburðir, sem þessi bein- skeytta og áhrifamikla saga lýs ir, ekki skeð í bókstaflegri merkingu hjá okkur, en þeir hafa vissulega að einhverju leyti þegar gerzt í vitund þjóð- arinnar. Eða getur nokkur ís- lendingur nú á tímum staðhæft, að þjóðarvitund hans hafi í engu truflazt, og hann hafi aldrei persónulega lotið fram- andi skurðgoðum. Og — ef til vill stöndum við nær en við höldum þeim yfirþyrmandi at- burðum, sem birtast óspilltri skynjun aðalpersónanna, hinna tveggja hugþekku ungmenna, sem eru að vakna til lífsins. Ef til vill hafa þessar ógnir raunverulega skeð í ríkari mæli en við finnum sjálf. Þá er sag- an ekki lengur dæmisaga og spádómur um framtíðina út frá uggvænlegum teiknum líð- andi stundar. heldur óumflýj- anlegur og miskunnarlaus veru leikinn í kringum okkur. Ingimar Erlendur hefur skrif að skáldsögu, sem er einföld eins og beztu smásögur hans og djarfari en Borgarlíf — sögu, sem hlýtur að vekja ugg í brjósti hvers hugsandi íslend- ings. Islandsvísa, jólabók unga fólksins, eftir umdeildasta höf- und okkar. HELGAFELL — UNUHÚS að bezt er að auglýsa í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.