Morgunblaðið - 17.12.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.12.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DES. 1967 19 Þorvaldur Skúlason: )fBjartar línur“, 1966. hefur ekki sýnt á jafn skýran hátt, hugmyndir sínar á mynd- fletinum. Hvernig á þvi stendui er erfitt að svara. Getur góður skól: hjá hæfustu kennurum á- samt góðum hæfileikum ráðið þar nokkru um? Það er einhver veigamikil ástæða fyrir því, hve margir íslenzkir málarar hafa lítið form- og litskin, að ekki sé tal- að um að improvisere með lín- una. Þessar spurningar eru áleitr.- ar, þegar skoðuð eru verk valds, vegna þess hve lisirær’ gildi verka hans er mikið. Þ 1 er skoðun mín, að ónákvæmni í lit og formi sé einn mesti óvin- ur myndlistar, en um leið auð- veldasta aðferðin til framleiðslu á málverkum. Yfirlitssýning á verkum Þor- valds Skúlasonar, sem haldin var í Casa Nova dagana 21. okt. til 2. nóv. gaf að miklu leyti heildarmynd af ' tuttugu ára starfi listamannsins. Áhorfand- inn verður vitni að þeim breyt- ingum, sem hafa orðið, hann sér á hinum eldri myndum forsend- ur fyriri hinum nýju, hann sér í heild siamhengið milli mynd- anna. — Það er áberandi hve liturinn hefur stækkað og hve allar formhreyfingar eru djarf- ari og þróttmeiri, sem er and- stæða við hinar kyrru hreyfing- ar og litameðferð, sem sjá má í hans eldri myndum. Það er skoðun mín, að með þessari sýningu hafi Þorvaldur sýnt að hann stendur framar öðrum nútímamálurum á íslandi, og list hans sé einn af þeim menningarþáttum, sem við get- um verið stolt af. Að lokum vilid ég þakka Þor- valdi Skúlasyni fyrir þann heið ur ,sem hann hefur sýnt Lista- félagi Menntaskólans, með þvi að gefa því tækifæri til að sýna verk hans. Ólafur Kvaran. Um Ulysses James Joyce Á SÍÐU þesisari, birti ég sýnis- hom úr frægustu bék James Joyce, Ulysses, sem Ólafur H. Símonarson hefur þýtt brot úr. Sýnishorn þetta er ágætt dæmi um stíl og setningafræðilega uppbyggingu bókarinnar. En Ulysses hefur haft mikil áhrif á allar nútímabókmenntir. Ekki hafa þó áhrif Joyee borizt með neinum hraða inn í íslenzka bóka gerð. Helzt má rekja skyldleika hans í stíl Guðbergs Bergssonar i bókinni, Tómas Jónsson Metsölu- bók, og í virðingarverðar til- raunir Bugða Beyglusonar. Þó virðist Joyes hafa átt nokkrum vinsældum að fagna í skólablaði M.R. og hafa þar birzt mjög skemmtilegar stælingar á stíl hans. Ulysses kom fyrst út í París árið 1922. En bókin var bann- færð í Englandi og Ameríku, því þegar upplag af bókinni var sent til Englands, gerði tollurinn hana upptæka og lét brenna það sem í náðist. 1 dag er bókin hinsvegar í hávegum höfð meðal bókmenntamanna og þegar hafa verið skrifaðar svo margar dokt- orsritgerðir um hana og greinar að nægja mundi til að fylla heilt bókasafn. Margt í bókinni verkar undar- Iega á lesandann, og sumt gæti virzt óskiljanlegt, svo ósikiljan- legt að í fyrri heimsstyrjöldinni, þegar nokkur blöð úr handritinu lentu í höndum njósnara, héldu þeir að hér væri um dulmál að ræða og sendu blöðin til rann- sókna sem leyniskjöl. Hér á síðunni hefur áður birzt sýníshorn úr verkum Joyce, en það var þýðing Ernis Snorra- sonar á fyrsta kafla æskuverks Joyce „A portrait of the artist as young man“. H. G. — Gunnar í Leiftri Framhald af bis. 7. Dóra og bekkj arsystur hennar er önnur bókin um Dóru. Þessi bók hérna heitir Jóna í skólanum og er góð saga handa ungum stúlkum eftir Mögnu Toft. Hér er fyrsta bók í nýjum bókaflokki: Frank og Jói finna fjársjó'ð. Þessi bókaflokkur er við hæfi röskra drengja, sem aldrei eru iðjulausir. Á meðan á þessari upptaln- ingu hefur staðið, hefur Gunnar handfjatlað hveí.fa bók. Um and- lit hans leikur bros — bros móð- ur, sem hreykin er af börnum sínum. Það er ekki svo lítið átak, sem þarf til að koma 36 bókum á legg, en þetta átak er Gunnar samt í þann veginn að leggja síðustu hönd að. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu , LAUN IB lHil IL B3Í nð I JltKi mm ilnif Brot úr Ulysses James Joyce — Þýtt hefur Ólafur H. Símonarson ÞAÐ var lamið á dyrnar, og rödd útá gánginum hrópaði: — Hockey. Þeir dreifðust, rugguðu sér út- af bekkjunum og stukku yfir þá. Skyndilega voru þeir horfnir, og frá áhaldaherberginu byrjuðu skellirnir í kylfunum og hávað- anum í skóm og túngum. Sargent, sem var einn eftir, gekk hægt upp og rétti fram opna stílabók. Magur hálsinn og ritjulegt hár ið vitnuðu um ráðleysi hans, og gegnum döggvuð gleraugun horfðu tvö veik augu. Á kinninni, sem var glanslaus og föl, var blekklessa, möndlu- laga. og ennþá fersk og blaut, einsog snigilspor. Hann rétti fram stílabókina. Orðið REIKNINGSDÆMI stóð efst. Undir því stóðu hallandi tölu- stafir og neðst krókótt undir- skrift með lokuðum sluffum og blekklessu. Cyril Sargent: nafn hans og merki. Mr. Deasy sagði, að ég ætti að umskrifa hvert einasta þeirra, og láta yður síðan líta á þau, herra, sagði hann. Stephen snerti brúnir bókar- innar. Tilgángsleysi. — Veitstu hvernig á að reikna þau?, spurði hann. — Númer ellefu til fimmtán, sagði Sargent. Mr. Desay sagði, að ég skyldi skrifa þau upp af töflunni, herra. — Geturðu sjálfur reiknað þau? spurði Stephen. — Nei, herra: Ljótur og einskis nýtur: mag- ur háls og ritjuhár og blekklessa, snigilspor. Og þó hafði ein elskað hann, borið hann í fangi sínu og hjarta. Ef hennar hefði ekki notið við, hefði hið beljandi lífshlaup troð- ið hann undir, maskaður, bein- laus snigill. Hún hafði elskað, þunna vatns kennda blóðið, sem var hennar eigið blóð. Var það mögulegt? Hið einasta sanna í lífinu. f heilögum eldmóði tróð Col- umbanus á liggjandi líkama móður sinnar. Hún var ei lengur: þessi skjálf andi grind úr kvisti sem hvarf í loganum, rósatrésilmur og rök aska. Hún hafði frelsað hann frá að vera troðinn undir og hvarf eftir andartaks veru. Veslings sál, hverf til himins: og uppá heiði undir tindrandi stjörnum stóð refur með ránryk á pelsnum, og miskunnarlaus, skínapdi augu og krafsaði í jörð- ina, hlustaði, krafsaði upp mold- ina, hlustaði, krafsaði og krafs- aði. Stephen sat við hlið hanns og reiknaði dæmin. Hann sannaði með algebru, að draugur Shakespeares er afi Hamlets. Sargent gaut augunum gegn- um skökk gleraugun. Hockeykylfurnar smullu í á- haldaherberginu: holir smellir frá bollta og hróp utanfrá vellinum. Yfir síðuna mjökuðust í virðu- legum máradansi, í dulargerfum, bókstafir, með einkennileg höf- uðföt úr teningum og kúlum. Réttið hendina, krossið, hneig- ið fyrir dömunni: þannig: húsálfar frá ímyndun- arafli máranna. Einnig horfnir heiminum, Av- ernas og Moses Maimonides, dökkir menn í andliti og hreyf- ingu: í ugluspegli þeirra höndl ast hin falda heimssál, myrkur, sem lýsir í greinileik, sem greinileiki ekki fær höndlað. — Skilurðu nú? Geturðu reiknað það næsta? — Já, herra. Með löngum, veikburða penna strikum skrifaði Sargent niður verkefnið. f stöðugri von um hjálpandi orð, hreyfði hönd hanns hin ó- stöðugu tákn, meðan veikur roði af skömm reikaði undir gljá- lausri húð hans. Amor matris: subjektiv og objektiv genitiv. Á kraftlitlu blóði sínu, og fjörefnafátækri mjólk hafði hún mett hann, og dulið hann gráð- ugum augum. Einnig hann var ég sjálfur, þessar kýttu axlir, þessi vöntun á yndisþokika. Æska miín krýpur við hlið mér. Of lángt frá, til að ég geti snert hana, aðeins einusinni. Mín er fjarlæg og hanns leynd ardómsfull einsog augu okkar. Leyndardómar, þöglir og stein runnir, ríkja í höllum hjartna okkar: leyndardómar, lóngþreytt ir á ofríki þeirra: harðstjórar, sem óska að hverfa úr valda- stólum. Dæmin voru reiknuð. — Þetta er mjög auðvelt, sagði Stephen um leið og hann reis á fætur. — Já, herra. Þakkir, svaraði Sargent. Hann þurrkaði síðuna með þunnum þerripappír og gekk með stílabókina aftur í borðið sitt. — Þú skallt ná í kylfuna þína og fara út til hinna, sagði Step- hen, meðan augu hanns fylgdu yndisvana líkama drengsins að dyrunum. — Já, herra. Þetta er nýjasta læknaskáldsagan eftir SHANE DOUGLAS Saga um ástir og örlög saklausrar stúlku LAUN ÁSTARINNAR er jólabók kvenna. SANNAR FRASAGNIR UR STRIÐINU Allir karlmenn kunna að meta sanna hreysti og hetjudáðir. í þessari bók eru frásagnir manna, sem lentu í misk- unnarleysi stríðsins og háðu harða bar- áttu fyrir lífi sínu. TIL SÍÐASTA MANNS er karlmannabók. HÖRPUÚTGÁFAN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.