Morgunblaðið - 17.12.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.12.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR IV. DES. 1967 Hveitið sem hagsýnar husmœður nota í allan bakstur engu að síður. Bókin er samin á þjálu máli, þó held ég að of miklar kröfur séu gerðar til orða forða líklegustu lefendanna. Grunur minn er, að flest börn lesi bækur sínar ein og því gef- ist fá tækifæri til þess að ræða orð og merkingu þeirra við full- orðna. Á eitt ber og að líta, að orðaforða barna og unglinga þarf að auka. Spurning mín er því sú, hvort ekki væri heppi- legt, að hafa orðlýsingar neðan- máls, því orð eru notuð, sem týnt hafa merkingu í máli yngri kynslóðarinnar? Frásögn höfundar er Ijóðræn, og það fer ekki á mtili mála, að hann hefir gaman að efni því, er hann glðnir við. Það mun les- andinn einnig hafa, og myndir bókarinnar auka gildi hennar, því þær eru margar listavel gerðar. Að vísu vissi ég, að Árni fengist við að teikna fyrir sjálfan sig, en ekki, að hann væri svona snjall. Frágangur bókarinnar er aftur á móti ekki nærri nógu góður. Prófarkalestur er lélegur, villur of margar, jafnvel beygingar skakkar. Víst skal ég viðurkenna, að sumar leiðréttingarnar hefðu kostað mikla fyrirhöfn, t.d. að láta blaðsíðu 78 en ekki 79 fylgja næst á eftir blaðsíðu 77. En slík mistök, svo góðu efni, eru ófyrirgefanleg. Band bókar- innar r.xinnir mig á tómstunda- iðju, meira að segja nafn vantar á kápu og kjöl. Þú finnur hvergi heldur útgáfuár. Allt eru þetta hlutir, sem hefði mátt bæta úr. Ég finn til með höfundi, að svo illa skuli að verki hans búið, því það átti betra skilið. Pappír er hins vegar góður og prentun hrein og greinilegt let- ur. — BÓKAÚTGÁFAN Saga sendir frá sér fjórar barnabækur nú fyrir jólin. Eru þetta fyrstu bæk- ur útgáfunnar og skal það sagt í upphafi, að vel er af stað farið, bækurnar snotrar og sérlega til þeirra vandað. Allar eru þær þýddar úr sænsku af sömu kon- unni, Kristínu H. Tryggvadóttur. Hún kann auðsjáanlega vel til verka, málakunnátta og staf- setning í bezta lagi. Eitt finn ég að bókunum öllum, mér virðist letrið á þeim of smátt fyrir 6— 11 ára lesendur. Af því leiðir það, að þeir þreytast við lestur- inn fyrr en ella og er slíkt vin- áttu þeirra við bækur fjötur. Þrátt fyrir fallegt útlit og vand- ALLIR ÞEKKJA HAUK FLUGKAPPA Þetta er nýjasta bókin um hann. Nútíma drengjabók um flug og tæknilega leyndardóma. HÖRPUÚTGÁFAN. Siguiður Haukur Guðjónsson skxiíar um BARNA- OG UNGLINGABÆKUR STELPUR í STUTTUM PILSUM Höfundar: Jenna og Hreiðar Stefánsson. Skreyting: Baltazar. Prentun og útgáfa: Bókaforlag Odds Björnssonar. Höfundar þessarar bókar hafa unnið sér sess meðal beztu höf- unda íslenzkra, er skrifa fyrir yngri kynslóðina. Bækur þeirra eru ritaðar af ást til þeirra, er skrifað er fyrir, — löngun t.þ.a. hjálpa þeim hærra, — gefa þeim víðari sjón'hrintg. Það er engu lík ar en höfundarnir vegi og meti hvert orð, hverja setningu, hvort hún bæti þann er les eða minnki. Af þessu 'eiðir það, að ætíð fagna ég nýrri bók fra þeirra hendi. Ég varð heldur ekki fyrir vonbrigðum. Hér er sögð saga, er angar af grósku vorsins, heimi lýst, sem fulkir er fyrirheita en um leið vand- rataðra leiða. Ég man ekki til, að ég hafi séð svo opinskátt rætt um vandamál ungrar stúlku sem hér, leidd fram langan hennar og hræðsla, — ást hennar og uppreisnarhneigð. Er það starf mitt er veldur, þegar ég el þá von í brjósti, að þessi bók verði mikið keypt og lesin bæSi af unglingum og fullorðnum á ís- lenzkum heimilum nú um jólin? Eða e.t.v. eru það vegviltu börn- in, sem ég hefi hitt, er bera mér þá von í brjóst? Sagan er engin predikun, held ur er tafl sett upp úr ljósi og skuggum og lesandanum, hver sem hann er, fenigið það í hend- ur til úrlausnar. Siálfsagt er það kennarareynsla höfunda, sem færir þeim þá skoðun, að fátt ógni ungu fólki, sem hræðsl an við hið óþekkta, er brýzt fram í hverjum manni á gelgjuskeiði hans. Þetta nota þau sér sem uppistöðuvef sögunnar. Það ætla ég að fullyrða, að góðar mega þær bækur vera, sem betri birt- ast á söluborðum þetta árið. Út- gefendur segja á kápu, að þetta sé „á/takanleg og raunsee harm- saga......“ Ég er langt í frá sammála. Þetta er ekki harm- saga — heldur lífssaga. ÖIlu lifi fylgir á'hætta, — val milii ljóss og myrkurs. Gildi sögunnar liggur í þessu valfrelsi og hvernig það er notað. Frágangur allur er til fyrir- myndar, — þó hefir prentvillu- púkinn náð í bleksvertu og fært úr lagi, en slíkt heyrir til und- antekninga. Myndskreyting bókarinnar er gerð af slíkri snilld og lífi, að unun er að. Hafi bókaforlag Odds Björns- sonar þökk fyrir skemmtilega, vel unna bók. SKESSAN f ÚTEY. Höfundur: Ólöf Árnadóttir. Myndskreyting: Árni Gunnarsson. Prentun og útgáfa: Prentsmiðjan Leiftur hf. ÞETTA er lipurt ævintýri um unga prestsdóttur, sem lendir í tröllahöndum í Útey. Þar líður hún sálarkvalir af angist. Haki, tröll, ákveður að taka telpuetrið sér fyrir konu, og — eðlilega — hræðist hún slíkt hlutskipti. wdt <i«\mórrin - -’y,r^C ■ ; Reynir hún margt sér til bjarg- ar og finnast mér það fjörleg- ustu kaflar bókarinnar, er slík- um tilraunum er lýst, t.d. frá- sögnin á bls. 57. En kunnátta manna má sín lítils móti fjöl- kyngi trölla. Helzt er svo að skilja, að María mey og Skögul- tönn skessa hafi með samvínnu orðið telpunni bjargvættir. Að vísu höfðu þær ekki sama til- gang báðar, — María vildi svara bænakalli þjáðrar veru, en tröll- inu hraus hugur við úrkynjun stofnsins, ef það fengi slíka tepru fyrir tengdadóttur, — en bjargvættir stúlkunnar urðu þær aða gerð, finn ég mikinn mun á bókunum. Tvær þeirra eiga skilið að hljóta beztu meðmæli: LITLI HREINNINN. Höfundur: Viola Wahlstedt. Myndir: Olle Poignant. ÞETTA er saga Lappa. Mig undrar, hve mikinn fróðleik um líf þeirra og lifnaðarháttu höf- undur hefir tekizt að þjappa saman í ekki lengra máli. Ská- letruðu áherzluorðin fara vel og auðvelda nám af bókinni. Mynd- irnar eru með því bezta, er ég hefi séð. Þessi bók væri gjafa- prýði. TRÉN f SKÓGINTJM. Höfundur og myndir: Maiken Banner-Wahlgren. HÉR er sögð saga trésins í máli og myndum. Fróðleg bók og teikningarnar afbragð. Ég þyk- ist viss um, að börnum skóg- lauss lands er fengur af þessari bók. Þó kem ég að hinum tveim, er ég tel miklu síðri: FRIÐRIK OG BÍLLINN. Höfundur texta og mynda: Egon Mathiesen. MYNDIRNAR eru að vísu mjög við barnahæfi, en þó ekki á neinn hátt sérstakar. Langt frá, að bókin eigi þeirra vegna erindi á markað. Lesmálið virðist mér eiga að undirstrika bræðralag allra kynþátta. Hvort sem þessi tilgáta er rétt eða röng, þá tel ég, að höfundur hefði mátt gera betur. RAUÐÁLFUR. Höfundur: Áke Holmberg. Myndir: Fibben Hald. ÞETTA er ævintýri um rauðálf, er gerist ferðafélagi fjölskyldu nokkurrar. Myndirnar bera langt af lesmálinu. Þetta er þokkaleg bók en heldur ekki meir. Hér hafa prentvillur slæðst með. Allar eru bækurnar prentaðar í Hálsihgborg og vinna á þeim góð. Það væri gaman ef vænta mætti þess að íslenzkir höfund- ar tækju sig til og gerðu bækur svipaðar þeim tveim fyrri, er hér er getið. Bókaútgáfan Saga fer vel af stað og vænti ég, að áhrifa frá henni muni gæta við gerð ís- lenzkra barnabóka. --------♦------- Sæmdir fálkaorðu EFTIRFARANDI fréttatilkynn- ing frá orðuritara barst Mbl. í gær: „Forseti íslands hefir í dag sæmt eftirgreinda menn heiðurs- merki hinnar íslenzku fálka- orðu: 1. Magnús V. Magnússon, am- bassador, stjörnu stórriddara, fyrir emibættisstörf. 2. Sigtrygg Klemenzson, banka stjóra, stórriddarakrossi, fyrir emibættisstörf. 3. Baldur Líndal, efnaverk- fræðing, riddarakrossi, fyrir rannsóknarstörf í þagu íslenzks iðnaðar. 4. Björgvin Sigurðsson, fram- kvæmdastjóra Vinnuveit^nda- sambandi íslands, riddarakrossi fyrir félagsmálastörf í þágu at- vinnuveganna. 5. Gunnar J. Friðriksson, fram kvæmdastjóra, riddarakrossi, fyrir störf að iðnaðarmálum og störf í þágu Norðurlandadeildar heimssýningairinnar í Montreal. 6. Helga Tryggvason, bókbind- ara riddarakrossi, fyrir störf á sviði bókfræða og bókasöfnunar. 7. Jón Skaptason, sýslumann, Húsavík, fyrir embættisstörf. 8. Steingrím J. Þorsteinsson, prófessor, riddarakrossi, fyrir vísinda og kennslustörf".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.