Morgunblaðið - 17.12.1967, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.12.1967, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DES. 1967 9 r „íbúarnir streyma til kristniboÖsstöftvanna" — Viðtal við Helga Hróbfartsson, kristniboða ÞANN 11. desember s.l. fór Helgi Hróbjartsson, kennari ásamt norskri konu sinni til Eþiophiu á vegum norska kristniboðssambandsins til kristniboðsstarfa. Helgi hefur undanfarið verið í Englandi í 6 mánuði við málanám og undirbúning kristniboðsstarfs. Kona Helga, Unni Hróbjarts- son er norsk og hjúkrunar- kona að mennt. Þau hjónin eiga tvö börn, 16 mánaða dreng og 10 vikna stúlku. Við hittum Helga að máli degi áður en hann lagði af stað og röbbuðum við hann skamma stund. Unni Hróbjartsson, kona Helga — Hvað eru margir ís- lenzkir kristniboðar í Eþiopiu núna? — Þeir sem eru úti núna eru: Gísli Arnkelsson, kenn- ari, og kona hans, bræðurnir Jóhannes, læknir, og Harald- ur kennari Ólafssynir og þeirra fjölskyldur, Skúli Svavarsson, kristniboði, og kona hans Simonetta Bruvik. — Starfa íslendingarnir á sama svæði? — Þeir starfa á þrean stöð- um í landinu, í Konso, Gidole og Negelli, en þessir staðir eru allir i Suður-Eþiophiu. — Eru ekki margiir norskir kristniboðar á þessu sama svæði? — Þeir eru rúmlega eitt hundrað, en eins og vitað er reka Norðmenn mjög víðtækt starf þarna, og er ísienzka kristniboðssambandið í nánu samstarfi við það norska. Ég verð t. d. sendur á veguim norska lútherska kristniboðe- sambandsins. — Hvar verðið þið hjónin staðsett? — Við verðum fynst á málanámskeiði í Irgalem, en síðan mun ég væntanlega fara í kennslustarf, sem enn þá er ekki fullkomlega ákveð- ið hvar verður. — Er ekki starfið fólgið í ýmsu öðru en kennslu? — Fyrir utan skólastarfið og almennt kristniboðsstarf, er unnið að mjög víðtæku líknarstarfi. — Nú er amhariskan ríkis- mál í Eþiophiu, en mábn og mállýzkurnar í landinu eru ótal margar. Skapar þetta ekki stórt vandamál í allri fræðsluistarfsemi? — Jú, það er ekki langt síðan amhariskan var gerð að ríkismáli og málið er lögboðið í skólum. Því er nauðsynlegt að aliir sem starfa þarna geti notað málið. Amhararnir sem ráða í landinu taia amharisku, en þjóðflokkar tala sín eigin tungumál, eða mállýzkur og þarna eru miklir erfiðleikar í sambandi við skólastarfið, þar sem aðeins má nota amhariskuna. — Hvernig hefur kristni- boðsstarfið gengið á þessu svæði? — Eftir því sem mér hefur verið sagt finnst varla í Afríku sá staður, sem kristni- boðsstarfið gengur eins vel og íbúarnir streyma til kristni- boðsstöðvanna í þúsunda tali bæði til andlegrar og líkam- legrar aðstoðar. Á svæði norska og íslenzka sambands- ins eru nú um 14000 manns, WlMjí IIW ýpyr. Kanill er heilsugjafi í 30. KAP. annarrar Mósebókar segir: „Og Drottinn talaði /tð Móse og sagði. Tak þér hinar ágætustu kryddjurtir: fimrn hundruð sikla af sjálfunninni miyrru, hálfu mina eða tvö hundruð og fimmtíu sikla af ilmandi kanilberki, og tvö hundr uð og fimmtíu sikla af ilmreyr, og fimm hundruð sikla af kanil- viði og eina hin af oiíuiberjaolíu. Af þessu skaltu gera heilaga smurningarolíu, ilmsmyrsl, og skal það vera heilög smurnings- olía. Með þessu skaltu smyrja samfundatjaldið og sáttmálsörk- ina, borðið með öllum áhöldum bennar og reykelsisaltarið, brennifórnaraltarið með öHum áhöldum þess, kerfið og stétt þess. Þú skalt oig smyrja Aron og sonu hans og vígja þá til að þjóna mér í prestsembætti. Og þú skalt tala til ísraelsmanna og segja: Þetta skal veo-a mér heiiög smurningsolía hjá yður frá trynl til kyns“. — Eins og á þessu má sjá er efnið í þessi ilm- smyrsl að Ihálfu leyti af kanii- tré, áður en olíunni er bætt í. Á öðrum stað í bibliunni er líka minnst á kanil. Það eT í Opinberunarbókinni, þair sem spáð er falli Babylons, og er sagt að þá muni verða mikil sorg, er menn geta ekki lengur fenig- ið hinar dýrmætu vörur borg- arinnar, svo sem „kanil, balsam og limjuirtir". Má á þessu sj.á að kanill hefir snemrna verið dýrmætur enda óx þá kaniltré hvergi annars staðar en á eynni Ceylon, og arabískir kaupmenn gættu þess vandlega um margar aldir, að ekkert kvisaðist utan þeirra vé- banda um það, bvar kanill væri upprunninn. Kaniltré er af lárviðarætt og verður um 30 fet á hæð. Lauf- in eru um þuimlungur að iengd. Þau eru hörð o.g vaxa í skútum, ljósgul að lit. KanilUnn er innri börkur þessara trjáa, og leggur af honum þægilegan i’.m. Fr.á dögum hinna fornu Grikkja og Rómverja hefir kan- ill bæði verið notaður í ilm- smiyrsl og til lækninga. Nú sir.na læknavísindin því lítið, en Pasteur rannsakaði ka.nl mjög vandlega og komst ið þeirri nið- urstöðu að hann væri banvænn íyrir alla sýkla. Og sagt er, að Helgi Hróbjartsson sem hafa verið teknir inn í kirkjuna og um 10000 bíða nú eftir fræðslu til að geita gerst meðlimir kirkjunnar. — Hefur þú lengi haft það í huga að fara til starfa í Eþiophiu? — Frá þvi að ég var 14 ára gamall hefur kristniboðsstarf- ið verið ofarlega í huga mín- um og áform hafa miðast að því frá unglingsárum mínum að þetta yrði að veruleika. Orð krists, sem boða mönnum að fara út um allan heim til þess að boða fagnaðarerindið, hafa verið mér köllun til þess að fara og starfa meðal heið ingja. — Hvernig leggsit það í þig, að vera á förum til starfa á kristniboðsakrinum? — Það er óneytanlega spennandi og um leið gleði- efni að vera að fara í slíka för, ekki sízt þegar maður finnur að það uppfyllir þó köliun til líknarstarfs sem maður trúir á. í Austurlöndum, þar sem eru stórar lundir af kaniltrjám, þar fái fólk aldrei ma'aríu, hinn skæða hitabeltissj'úkdóm. Á mið öldum notuðu munkar kaml múkið til að lækna ýmsa smit- andi sjúkdóma, og í Englandi var kanill lengi aðai sóttvarnar- lyfið þegar farsóttir gengu. Það er kunnugt, að eitrun út frá skemimdum tönnum getur valdið margskonar kvi’ljm, svo sem liðagigt og blóðeitrun. Bezta ráðið gegn þessu er að skola m'unn’ og háls bæði kvöids og morgna með kanildropum, og er þá látin hálf teskeið af ósvik- inni kanilsaft í hálft gias af vatni. Auk þess á að vera hægt að fá kaniltöflur, og þær eru taldar eina óbrigðula meðalið við kvefi, ef þær eru notaðar þegar í byrjun, en hær hrífa ekki ef menn hafa gengið með kvefið í nokkra daga. í Arahíu nota menn kanil við hiartveiki. Við inflúensu er ágætt að nota hæfilegan skammt af kaml. Dr. J. C. Ross, læknir i M anchester, hefir sagt: „Fimm dropar af ómengaðri kanilolíu i matskeið af vatni takist inn 6—8 sinnum með klukkustundarfres'i, og þetta mun áreiðanlega drepa in- flúensu sóttkveikjurnar". Það getuir ekki verið neinar ,,kerlingabækur“ sem þessi iækn ir og hinn frægi vísindamaður Pasteur hafa stuðst við Bókafregn Ævintýri Óttars Drengjasaga eftir Hannes J. Magnússon, rithöfunð. Bóka- útgáfa Æskunnar 1967. Það er hvort tveggja alkunn- ugt, að Bókaútgáfa Æskunnar, hefur gefið út fjölda ágætra bóka síðast'liðin ár, einkum barna bækur, og að Hannes J. Magnús- son, fyrrverandi skólastjóri, er fyrir löngu kunnur ritihöfundur. Hann hefur skrifað margar bæk- ur, sem notið hafa vinsælda bæði barna og fullorðinna. Síðasta bók hans er Ævintýri Óttars, drengjasaga, sem út kom um daginn á vegum Bókaútgáfu Æskunnar. Það er fljótt sagt, að þetta er skemmtileg bók, rituð á góðu máli frásögn all hröð og spenn- andi, engar óþarfa málalenging- ar. Og alltaf gerast ný ævintýr. Ég hefi talað við unglinga, sem felia dóm á þessa leið. Auk þess er bókin stórfróðleg um líf og atvinnu'hætti í sveitum íslands á fyrst'U áratugum þessarar aldar. í bókinni eru margar góðar per- sónulýsingar. Nefni ég þar til Þórð gamla í Dal, aðalsöguhetj- un.a, Óttar, og vin hans, Reyk'ja- víkurdrenginn Mugg. Óttar er gáfaður drengur, góður og trú- aður, sem ber óslökkvandi menntunarþrá í brjósti, og sér enga leið vegna fátæktar, að full nægja honni. Hann er á engan hátt ýkt persóna. Þega/ ég iít yfir liðna ævi, minnist ég nokk- urra unglina Óttari lí'ka. Það er lærdómsríkt fyrir unglinga nú- tímans, að kynnast hugarfari og aðstæðum fátækra unglinga á þeim tíma, er sagan greinir frá. Reykjavíkurarengurinn, vinuT Óttars, er líka prýðilegur full- trúi góðra kaupstaðadrengja, sem gaman er að kynnast. Hús- bændurnir í Dal eru einnig ágæt ar persónur. Ævintýri sögunnai eru mörg bæði í samibandi við náttúrutham farir á sjó og landi, stónbruna, spennandi ferðalög o. fl. Ég þykist visis um að ungum lesend- um Ævintýra Óttars þykir þó endirinn allra beztur — ævintýr ið, sem varð orsök þess, að draumur Óttars um skólagöngu rætist. Ég vi'l ekki spilla ánægju lesandanna með því að skýra þrð nánar. Bókin er í snotru bandi og góð kápumynd er bókarprýði. Þökk sé höfundi og útgefanda fyrir bókina. Að síðustu vil ég geta þess, að ýmsir unglingar óska eftir fram- haldi sögunnar. Ingimar Jóhannesson. TVO ÆVINTYRl Verð kr. 160.00 án sölusk. efiir ÁRMANN KR. EINARSSON. Fyrir nákvænrlega 30 árum kom á niarkaðinn fyrsta bamabókin eftir ungan islenzkan rithöfund. Þaff átti fyrir þessum rithöfundi að liggja að verða láng vinsa lasti barna- og unglingabókarithöf- undur á Islandi, auk þess sem hann áttí eftír að geta sér frægð- ar erlendis fyrir sínar ágætu bæk- ur. Þessl ungi rithöfundur var Ármann Kr. Einarsson. — í dag þekkja ailir krakkar á fslandi bækur Ármanns, en tvö fyrstu sevintýri hans hafa verið algjör- lcga ófáanleg uin langt árabil, en þau eru MARGT BVR í FJÖLL- UNUM og HÖLLIN BAK VIÐ HAMRANA — sem nú birtast í nýjnm búningi i tilefni af 30. rithöfundarafmæH höfundaríns. Þetta er jafnframt I. bindi í væntanlegri heildarútgáfu af rit- verkum Ármanns Kr. Linarsson- ar, en hann hefur sent frá sér hátt á þriðja tug barna- og ung- lingabóka. íslenzkir unglingar vilja eignast RITSAFN ÁRMANNS KR. EINARSSONAR frá byrjun. Biöjiö bóksalann yöar aö sýna yöur BÖKAFORLAGS BÆKURNAR BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR . AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.