Morgunblaðið - 17.12.1967, Blaðsíða 8
MOKGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. DES. 1967
• • r
Ornólfur Arnason
skrifar um
LEIKLIST
Þrettándakvöld
eða
Hvað sem jb/'ð viljið
„Komdu feigð, komdu feigð svöl
og fel mig þar sem síprus grær;
svíf á braut, svíf á braut, kvöl,
mig sveik í tryggðum ein yngis-
mær.
Á hjúpinn ljósa leggið þó
lyngið rauða;
sú ást var djúp sem dapran bjó
mér dauða.“
Er þetta söngur manns, sem
ástin hefur dregið til dauða, en
situr nú á sjálfs sín leiði og
grætur? Nei, þetta kvæði syng-
ur fiflið Fjasti í Þrettándakvöldi
Shakespeares við Orsínó hertoga
til a'ð hjálpa honum að kynda
angurværan ástartrega í brjós.ti
sínu. „Þetta áttu fyrir ómak-
ið,“ segir Orsínó og gefur fífl-
inu skilding. „Ekkert ómak,
herra; ég hef ánægju af að
syngja,“ svarar Fjasti. Og fífl-
ið kveður hertogann með þessum
orðum: „Jæja, þunglyndisguðinn
geymi þig, og skraddarinn
saumi þér treyju úr hverflitu
silki, því hugur þinn er lit-
brigðasteinninn sjálfur. Ég
vildi senda menn með slíka stað-
festu á sjó, svo þeir gætu alls-
staðar og alltaf ekið seglum eft-
ir vindi, því þannig komast menn
bezt áfram. Far vel“.
Þetta er sannarlega sérkenni-
legur tónn í gamanleik. Á því
leikur þó enginn vafi, að Þrett-
ándakvöld er gamanleikur. Áhorf
endum síðustu 365 ára hefur
hann að minnsta kosti aðallega
fært gleði, ánægju, og er senni-
lega sá gamanleikja Shakespea-
res, sem oftast er fluttur. Lík-
lega er það einmitt vegna þessa
lífsþreytta, dapra tóns, sem er
samfelldur þráður í texta verks-
ins og umvefur allt glensið og
ævintýralega atburðarásina, að
við hrífumst svo undarlega af
þessu leikriti meistarans gamla.
í fáum leikritum Shakespea-
res eru eins margar leiðir fær-
ar í túlkun hinna ýmsu persóna
og Þrettándakvöldi. Texti hvers
hlutverks er svo margræður
vefnaður, að í honum má finna
geysilega mismunandi persónu-
sköpun stoð með því einu að
velja áherzlur, þ. e. að rekja
þætti textans á ákveðinn hátt, án
þess að mótsagna kenni.
Hinar raunverulegu söguhetjur
Þrettándakvölds eru þrjár: Or-
sinó, hertogi í Iliríu, Ólivía, auð-
ug greifynja, sem hertoginn ber
óendurgoldna ást til, og Víóla,
aðalsmær, sem komizt hefur lífs
af úr skipbroti vi'ð strendur Ili-
ríu, klæðizt karlmannsfötum,
gengið í þjónustu Orsínós, öðlazt
hylli hans og gerzt sendiboði
með bónorð og fagurgala á vit
Ólivíu, enda þótt Víóla sé sjálf
orðin ástfangin af hertoganum og
vilji ekkert fremur en að eign-
ast hann sjálf að ektamaka. Óli-
vía fellir hins vegar þegar í stað
hug til sendiboðans fríða, missir
á svipstundu alla þá staðfestu,
sem hún hefur haft gagnvart
kvonbænum Orsínós: „Hvað þá!
Er veikin svona fljót að festa
rætur? Mér finnst öll prýði þessa
unga manns læðast me'ð þeirri
leynd, sem ekki er hægt að var-
ast, innum augu mín. Þá það.“
Þetta er auðvitað hið mesta
ófremdarástand og engan veginn
hægt að leysa það með þessum
persónum einum, svo að allir
megi vel við una. Þessvegna
skýtur upp kollinum tvíbura-
bróðir Víólu, Sebastían. Hann
tekur Ólivía þegar í misgripum
fyrir Víólu (Sesaríó) og giftist
honum í snatri. Hertoginn gerir
sig svo auðvitað harðánægðan
með Víólu í sárabætur.
Á yfirborðinu er þetta heldur
fáránleg saga, sem knýttur er á
hamingjusamlegur endir til að
allir geti haldið glaðir í sitt ból
eftir sýninguna. En þegar við
könnum málið dálítið nánar,
kennir sömu grasa í efniviði end-
isins og öðrum þáttum verksins,
SANA- UMBOÐIÐ SÍMAR 40 7-40 & 40 910
Leikarar „Þrettándakvöldsi“ í Þjóðleikhúsinu.
lífsþreytu og dapurlegs hugar-
fars. Það er heldur ósennilegt,
að hjónaband Ólivíu og Sebas-
tíans, sem klórar sér í höfðinu,
hugsar sig um augnablik, en tek-
ur síðan bónorði þessarar fögru,
ríku konu innan tveggja mínútna
frá því hann lítur hana augum í
fyrsta sinn, eða Víólu og Orsí-
nós, sem játast henni umsvifa-
laust um leið og hún tilkynnir,
að hún sé kona en ekki karl, —
séu mjög traust, t. d. a'ð ást
Orsínós jafnist að stöðugleika á
við ást Víólu á honum.
Shakespeare skrifaði Þrett-
ándakvöld á sama tíma og Júlíus
Cæsar og Hamlet (1599—1600).
Augljóst er, að hann hefur ekki
verið mjög léttur í skapi eða
haft mikið álit á raunverulegri
tilveru eða varanleika ástar
flestra manna á öðru fólki, er
hann fæst við smíði þessa verks.
Að ástæðum þessa má leiða
margar getur, — að hann hafi
orðið fyrir djúpum vonbrigðum
skömmu áður og/eða fundizt
aldurinn vera að færast yfir sig
(hann hefur verið 36 til 36 ára),
en um það verður sennilega
aldrei grafizt fyrir með nokk-
urri vissu. Svipað merki um
dapurt hugarfar Shakespeares
er að finna í öllum þremur leik-
ritunum, sem hann samdi á þessu
skeiði, svo að eðlilegt er að rekja
rætur þess til persónulegs lífs
hans.
Þótt texti Þrettándakvöld sé
allur talsvert frábrugðinn fyrri
gamanleikjum Shakespeares t.d.
Jónsmessunæturdraumi og Sem
yður þóknast, er það einkum í
einni persónunni, fíflinu Fjasta,
sem hinn dapri tónn lífsreynsl-
unnar fær beina útrás. Fjasti er
ekki líkur neinu öðru fífli. Hann
er ekki gáskafullur, heldur miklu
fremur angurvær, beizkur, hætt-
ur að búast við nokkru góðu af
lífinu og tekinn að kæra sig
kollóttan um hag sinn. Beinast
liggur við að skilja hann svo,
að hann sjái jafnt í gegnum eigin
moðreyk og annarra, hirði ekk-
er um það lengur, en hafi gam-
an af að syngja, því að með
söngnum þyki honum hann vera
í tengslum við einhvern óhlut-
lægan veruleika og stöðugleika,
sem hann hafi engin dæmi fund-
ið um meðal mannfólksins.
Þær persónur, sem eingöngu
túlka kæti og gáska í Þrettánda-
kvöldi, eru eiginlega aðeins tvær,
þjónustustúlka Ólivíu, María hin
ærslafulla og fíflið Fabían. Herra
Tobías búlki, drykkfelldur skálk-
ur, frændi Ólivíu, er skopgerv-
ingur, oftast leikinn sem ein-
földuð mynd af Falstaff, grallara,
sem Shakespeare skapaði síðar,
en hefur varla til að bera sorg-
lega eðlisþætti hans. Herra An-
drés agahlýr er hreinræktuð
farsapersóna, dregin í skopleg-
ustu mynd og nýtur sáralítillar
miskunnar höfundar. En þá er
ég kominn að þeirri persónu, sem
mörgum hefur orðið eftirminni-
legust af góðum sýningum Þett-
ándakvölds, Malvólíó, bryta Óli-
víu. Hann er grátt leikinn af
Tobíasi og Maríu, og er sú saga
hlægilegasti hluti leikritsins,
grátt gaman, hláturvaki, sem
gefur geysimikla möguleika,
en er þó engan veginn
vandalaust. Malvólíó er ein-
att leikinn af reyndum gam-
anleikurum, enda veltur allt
skopið á persónu hans.
Ástæða þess, að Þrettánda-
kvöld skírskotar svo mjög til
fólks annarra alda og ólíkra þjóð
félagshátta, er auk venjulegrar
snilli meistarans fyrst og fremst
hin mörgu, en skíru litbrigði
verksins, sem birtast t. d. í
andstæ’ðu rómantískrar, ævin-
týraglaðrar atburðarásarinnar og
tímalausrar speglunar manns-
hugans í textanum. Gamanið í
leiknum er líka sjaldan eintómt
skop, heldur sú djúpsæja kímni,
sem greinir gamanleik frá farsa,
af því að skopið er blandið með-
aumkun og skilningi á persónu
hins hædda.
Fá leikrit þykja mér tilvald-
ari fyrir leikhús, sem slá vill
tvær flugur í einu höggi, að
sýna verk, sem líklegt er að
allir hafi mikla ánægju af, og
taka þó ekki niður fyrir sig í
vali verkefnis. Þá er einnig vel
til fundið hjá Þjóðleikhúsinu að
sýna Þrettándakvöld á jólunum,
úr því að sú hefð er komin á
að sýna þá eitthvað „af léttara
taginu“. Þetta leikrit er einnig
þmskavænlegt fyrir starfslið leik
hússins, texti verksins er ótæm-
andi rannsóknarefni og persón-
umar verðar þess að glíma við
fyrir hvern leikara. Leikstjórum
hefur alltaf þótt Þrettándakvöld
freistandi verk, vegna þess hve
frjálsar hendur það gefur um
ýmsa hluti, en hins vegar er
það þeim mun kröfuharðara um
skynsemi, næmi og yfirsýn leik-
stjórans, því að fátt er aumara
að sjá á leiksviði en „nýstárlega
tilraun“ þeirra, sem ekki þekkja
eðli verksins, er þeir færast í
Fram’hald á bls. 17.