Morgunblaðið - 03.01.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.01.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1068 FOSTUDAGSKVOLDIÐ 20. des- emiber frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur tvo einlþáttunga eftir Jónas Árnason undir sam- heitinu „Koppalogn“, en raunar nefnast þættirnir „Táp og fjör“ og „Drottins dýrðar koppalogn“. Eru þessi nýjustu leikfhús'verk Jónasar næsta sundurleit að inn- taki og yfirbragði, þó þau eigi sameiginlega þá góðlátlegu kímni sem er aðal höfundarins. Fyrri þátturinn er mjög skop- færð svipmynd úr sveitalífina: fjósamaður er að kveðja bernskuheimilið og beljurnar sem han-n hefur helgað ævistarf sitt, en þær eru á leið í slátur- húsið vegna hækkaðs mjólkur- skatts og ofríkis yngra bróður- ins, bóndans á jörðinni, sem hef- ur þrælkað eldra bróður sinn, fjósamanninn, alla ævi og haft af honum allt sem hann átti, bæði helming jarðarinnar og væntanlega eiginkonu. Þessi svipmynd er með köflum ákatf- lega skopleg, þó hún sé reyndar á mörkum fjarstæðunnar og feli ekki í sér annað en sjálft grínið. Lýsingin á bræðrunum, sem eru báðir dusilmenni, hvor með sín- um hætti, er góðra gjalda verð sivo langt sem hún nær, en mér fannst höfundinum ekki lánast að samræma fullkomlega natúra- líska aðferð siína í uimhiverfis- og atíburðalýsingum þeim ýkjum sem hann beitir í mótun persón- anna. Kom það greinilegast fram í gerð Mikka, fyrirmyndarpilts- ins sem elur á vonlausum draumum um að verða verulega töff og illa .nnrættur. Að vísu kemur höfundurinn á framfæri ýmsum hnyttnum atihugasemd- um um uppeldismál, sálfræð- inga og annað þessháttar, en saga piitslns og raunar þeirra bræðia líka verður ekki veru- lega hugtæk, aflþví bakvið hana liggur ekki annað en tiltölulega Htilvæg skrýtla um hækkaðan mjólkurskatt. Þessi einþáttungur var hins- vega: ekki iskemmitilegur í sýn- ingu og viða bráðfyndnir sprett- ir, t.d. í átökum bræðranna, an þáttur A'. xarders trúboða spillti sýningunni og dró hana á langinn. Hann hafði ekkert til málanna að leggja nema kynna hið rétta eðli Mikka og tengja saman fyrri og seinni kaflann. í heild virtist mér „Táp og fjör“ fremur vera stílæfing en eigin- legt leikrit — grínið hafði engan undirtón og ekki annan tilgang en þann að vekja hlátur. Það er auðvitað gott og blessað, en verkaði einhvernveginn ófull- nægjandi vegna þess að aðferð og andi leiksins stönguðust á. „Táp og fjör“ kynnti áhorf- endum fimm harla sundurleitar persónur, og valt að sjálfsögðu mikið á skopgervingu þeirra. Steindór Hjörleifsson brá upp sérkennilegri og mátulega skop- legri mynd af roluskap Lása fjósamanns; túlkun hans var „Drottins dýrðar koppalogn": Ungírú Kristin (Sigríður Hagalín), séra Konráð (Brynjólfur Jó- hannesiswn), Georg oddviti (Jón Aðils) og Jakob hreppstjóri (Jón Sigurbjörnsison). hæfilega ýkt, tfasið kauðalegt og svipbrigði forkostuleg, góð- mennskan skein úfcúr hverjum drætti. „Táp og fjör“: Lá-si (Steindór Hjörleifsision), Pálsrion) og Mikki (Borgar Garðarsson). „Drottina dýrðar koppalogn": Séra Konráð (Brynjólfur Jóhann- e&sion) og Vilhjálmur (Guðmundur Pálssion). Guðmundur Pálsson lék Ebba bróður Lása og skóp einnig sér- kennilega persónu, letiblóð og barnalega tiltfinningatepru, sem hefur ha-ft bróður sinn í vasan- um með prettum, kjökri og skap- ofsa. Guðmundur náði einkar góðum fcökum á ytra gervi Elbba og framgöngu, en oflék sums- stfaðar viðbrögð hans, einkum of'sann. Margrét ólatfsdóttir lék Jönu, kionu Ebba sem Lási átti forðum von í, og dró upp veru'lega fyndna manngerð með fáum skýrum drátturru Borgar Garðarsson lék Mikka, fyrirmyndarpiltinn mieð sál- flækjurnar, vanþakklátt hlut- verk sem hann túlkaði dável með ýmsum ytri brögðum, og náði beztum tökum á því þegar leið á leikinn. Inruviðir persón- unnar eru ekki til þess lagaðir að gera úr þeim markrverða hluti. Loks lék Jón Siguribjörnsson Alexander mjólkurbílstjóra og trúiboða, klautfalegt hlútverk og snautt að mannlegum dráitum, og gerði það sem hann gat úr sama og engu efni. Mér virtisf leikstjórinn, -Helgi Skúlason, hatfa unnið þennan einþáttung atf góðum skilningi á möguleikum han's og takmörk- Ebbi (Guðmundur unum, réttilega lagt áherzlu á glensið og grínið, en kannski hefði hann mátt dempa leik Guðmundar og Borgars á stöku stað. „Drottins dýrðar koppalogn" er í öllum skilningi miklu betra verk en „Táp og fjör“, bygging þess rökvísleg og hnitmiðuð, at- burðarásin eðlileg, persónumót- un skýr og margbreytileg, fyndnin frjó og mark'viss, „boð- skapurinn“ tímabær ánþess hon- um sé þröngvað uppá áhorfand- ann. Fyndni leiksins felst ekki sízt í þeirri skírskotun sem hann hefur til alkunnra aðstæðna og umræðuefna, og það veigamesta er kannski að undirtónn grínsins er rammasta alvara. Leikurinn gerist í íslenzku sjávarplássi (Ólatfsvík?) þar sem presturinn er jafná'hugasamur um bátamótora og kirkjuathatfn- ir. Sjálf atburðarásin er eins einföld og verða má: meðan beð- ið er fyrir utan kirkjugarðinn við fjörukampinn eftir jarðar- för, se-m hefur seinkað atf óvið- ráðanlegum orsökum, dyttar presturinn að móbor og þorpsibú- ar kioma á vettvang einn af öðr- um. Ber að sjállfisögðu margt káfcbnoislegt á góima, en megin- viðfangsefni leiksins felst í við- brögðum þorpsfoúa við atburði sem er að gerast utan sviðsins, og er mjög kunnáttusamilega með það efni farið, stöðug stíg- andi og hvergi slakað á spenn- unni. Brynjóltfur Jólhannesson brá eöfcki venju og skóp enn eina sér- stæða sviðspersónu þar sem var séra Konráð, góðlátlegur, ann- arshugar og óðamála trúmaður með mjög praktískar hneigðir og eilífar dönskuslettur, enda prest- lærður í Köbenhavn. Að vísu háði það Brynjólfi talsvert hve textinn vafðist fyrir honum, og dró það sannarlega úr áhrifum persónunnar, en eigi að síður var ’hún bæði skýrt og skemmti- lega mótuð. Jón Aðils lék Georg oddvita, hæglátan sjóara sem veit tals- vert til sín, og dró sömuleiðis upp glögga rnynd af værukærum og vitgrönnum dundara, sem stendur utanvið átök mannlífs- ins nema hann sé beinlínis neyddur til þe-ss með ögrunum. Guðmundur Pálsson lék Vii- hjálm, tengdason gömlu kon- unnar sem jarðsetja á, og skóp þar eina sína kátlegu.stu persónu með öruggum og markvissum leik. Vilhjálmur hans var á sinn hátt engu síðari skopgerving en séra Konráð. Jón Siguribjörnsson lék Jakob hreppstjóra, gigfcveikan, ill- hryssingslegan og sparan á al- mannafé, og náði prýðistökum á önuglyndi hans og sérvizku. Há- mar.kið var rifrildi hans við ung- frú Kristínu, fulLtrúa kvenþjóð- arinnar í hreppsnefnd. Hana lék Sigríður Hagalín og brá upp óiborganlegri svipmynd aif ein- beittri piparmey á miðjum aldri. Pétur Einarsson l'ék Davíð skólastjóra, sem virðist vera einskonar flormœlandi höfundar í leiknum, og fannst mér hlutur hans enganiveginn nógu góður. Davíð er að vísu lýst sem tauga- veikluðu afsprengi taugaveikl- aðrar ættar, en mér fannst Pétur ofleika ofsa hans framanaf, þannig að hann átti ekíki nægan vind í lokin, þegar örvæntingin nær fullum tökum á 'honum. Hófstilltari túlkun og eilítið m.anneskjulegri hefði að minni hyggju orðið áfhritfameiri, magn- að orð hans og viðvaranir. Minni hlutverk léku Borgar Garðarsson, Sigmundur Örn Arngrímsson, Hrafnlhildur Guð- mundsdóttir, Steindór Hjörleifs- son, Margrét Ólafsdóttir, Guð- rnundur Erlendsson, Erlendur Svavarsson og Harald G. Har- aldsson. Þau gefa ekki tiletfni til umsagnar nema hivað Borgar gerði góða fígúru úr drukknum unglingi og Steindór var all- skríngílegur í gervi dauða- drukkins læknis. 'Helgi Skúlason hefur gætt „Drottins dýrðar koppalogn“ Lífi og fjöri á gviðinu, þannig að þar var naumast dauðan blett að finna, en ég sætti mig ekki v.ð skilning hans á hlutverki skóla- stjórans. Og eru þá ótaldar leikmyndir Steindórs Sigurðssonar, sem báðar voru mjög vandaðar. í „Táp og fjör“ var „mjólkurbíll- inn“ kannski ekki alveg eins eðlilegur og allt hitt, en spillti þó alls ekki heildarmyndinni af niðurníddum íslenzkum sveita- bæ einsog þeir gerast víða um land. Leiikmyndin í seinni þætt- inum var sannkallað listaverk, nokkurskonar þrívíddar-mál- verk, sem naut sín fullkomlega, bæði með og án persóna. Sýningunni var vel tekið af frumsýningargestum, og voru leikendur, leikstjóri, leik.mynda- smiður og höfundur hylltir í leikslok. Sigurður A. Magnússon. Berlín. 30. des. NTB INNAN skamms mun Norður- landaflugfélagið SAS opna skrif stotfu í Austur Berlín fyrst vest- rænna flugfélaga. Mun skrif- stofan fyrst og fremst annast fyrirgreiðslu farþega milli Norð urlanda og Austur Evrópulanda. Ekki er þar með sagt að SAS koimi á beinni flugleið til Aust- ur-iÞýzkalandis. Til þess að svo geti orðið þurfa ríkisstjórnir Norðurlanda og Austur-Þýzka- lands að ræðast við um málið en ekkert Norðurlandanna hefur viðurkennt austur þýzku stjórn- ina. Leikfélag Reykjavikur: Koppolog * Höfundur: Jónas Arnason Leikstjóri: Helgi Skúlason Leikmynd: Steinþór Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.