Morgunblaðið - 03.01.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.01.1968, Blaðsíða 24
Sfówgnstfcf&frtfe RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA SÍIVII 1Q.10D tiri0íituií»!ÍRÍ>i^ MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1968. AUGLYSIN6AR SltVll S,2»4.BO Brunaboðar í Reykjavík óöruggir vegna skemmda á rafmagnstöflu ELDUR kom upp í gömlu slökkvi stöðinni við Tjarnargötu 12, laust eftir klukkan eitt í fyrri- nótt, og urðu nokkrar skemmd- ir á húsinu, en erfitt reyndist að Þungfært í Reykjavík MJNGFÆRT var víða í Reykja vík í gær, og jafnvel nokkur brögð að því að menn yrðu að skilja bila sína eftir í sköflum og brjótast áfram gangandi. Þeg ar Morgunblaðið hafði samband við lögregluna um kl. 10 ■ gær- Framh. á bls. 16 komast að eldinum. Eldurinn kom upp í rafmagnstöflu á neðstu hæðinni, en við hana eru tengdir allir brunaboðar í Reykjavík. Þar hefur slökkvi- liðið jafnan vaktmann og varð hann eldsins var og tilkynnti um hann. Kveikt í bálkestinum á Miklatúni kl. 11. Áramótin voru óvenju friösæl Færra fólk við brennurnar í Reykjavík en venjulega Auk þessarar varðstofu eru þarna til húsa Fræðsluskrifstofa Reykjavíkur og Starfsmannafé- lag Reykjavíkurborgar, og urðu nokkrar skemmdir á báð- um stöðum .Rúnar Guðmunds- son, siökkviliðsstjóri, sagði Morgunblaðinu, að slökkvistarf- ið hafi verið nokkuð erfitt vegna þess, að timiburgólf er í húsinu og komst eldurinn þar á milli og auk þess í loftræstinga- strokka. Þurfti að rjúfa vegg til að komast að eldinum. Slökkvistarfinu var þó lokið eftir um eina og hálfa klukku- Framh. á bls. 16 var virkur félagsmálamaður og átti lengi sæti í stjórn Blaða- mannafélags íslands og var for- maður þess um skeið. Jón Magnússon var kvæntur Ragnheiði Eðvaldsdóttur Möll- ers kaupmanns á Akureyri. GAMLA árið kvaddi og hið nýja kom án þess að nokkur meiri háttar slys eða óhöpp yrðu. Tel- ur lögreglan að þetta sé með al- friðsömustu áramótum í árarað- ir. Brennur voru víða í bænum, en fremur fátt fólk safnaðist í kringum þær, og mún veðrið hafa valdið þar mestu um. Kveikt var í flestum bálköst- unum klukkan 10, en í aðalborg- arbrennunni á Miklatúni klukk- an 11. Urðu engin teljandi óhöpp við brennurnar, og fór allt hið bezta fram. Lögreglan tjáði Mbl. að fólk hefði verið í færra lagi við þær, enda fremur kalt í veðri. Talsverð bílaumferð var t.d. i grennd við Miklatúnið, en þó minni en oft áður. Þurfti lög- reglan aðeins að hafa þar af- skipti af nokkrum piltum, sem gerðu sér leik að-því að sprengja kínverja í göngunum undir Miklubraut, þar sem fólk var á lefð með börn sín að brennunni. MIKIÐ frost var um land allt í gær og varð mest á Hveravöll- um. 30.4 stig. Á Grímsstöðum varð það 25 stig, á Egilsstöðum 20 stig og á Nautabúi í Skaga- firði 21 stig. í Reykjavík varð það um 15 stig. Gert var ráð fyr ir að síðastliðna nótt yrði frost- Tók lögreglan kinverjana af pilt- unum. Götulögreglan upplýsti, a'ð í miðbænum hefði verið sérstak- lega friðsamt á gamlárskvöld. Mjög lítið hefði verið um manna- ferðir þar, og lögreglumenn hefðu vart þurft að hafa afskipti af nokkrum manni, sem þar var á ferð. Hefði kvöldið og nóttin Framh. á bls. 16 ið víða 20 stig, sérstaklega ef lægði. 1 dag var hinsvegar bú- ist við að eitthvað hlýnaði. Þess má geta að frost í Reykjavík er nokkuð breytilegt, þar sem borg in nær yfir stórt svæði, og ekki er sama hvar mælarnir eru. Mikiö frost um land allt 30,4 sticj á Hveravöllum Jón Magnússon, fréttastjóri látinn J Ó N Magnússon, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, varð bráðkvadd nr á götu í gær, en hann varð 58 ára á nýársdag. Jón Magnússon Jón fæddist á Sveinsstöðum i Þingi í Austur-Húnavatns- sýslu, sonur Magnúsar Jónsson- ar, bónda þar og Jónsínu Jóns- dóttur. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1931 og lauk fil. cand. prófi frá háskólanum í Stokkhólmi 1937 f norrænum málum, ensku og bók menntasögu. Árið 1941 varð hann frétta- stjóri Ríkisútvarpsins og gegndi því starfi til dauðadags. Hann kostar frá 1. janúar kr. 120,00 á mánuði. Auglýs- ingaverð kr. 75,00 pr. ein- dálka cm. Lausasöluverð er óbreytt kr. 7,00. Dr. Pál'l ísólfsson við orgelið í Dómkirkjunni. (Ljósm. Ól. K. M.) Dr. Páll ísólfsson lætur af störfum sem Dómorganisti eftir 27 ár — DR. PÁLL ísólfsison, tón- skáld, hefur látið af starfi organista Dómkirkjunnar í Reykjavík, starfi, sem hann gegndi í 27 ár. Við árdegis- messu í Dómkirkjiunni á ný- ársdag skýrði séra Jón Auð- unsv dómprófastur, frá þessu og fór miklum viðurkenning- arorðum um dr. Pál og list hans. Risu kirkjugestir úr sætum í þakkar- og virðing- arskyni við dr. Pál. í ræðu sinni á nýársdag sagði séra Jón Auðuns, dóm- prófastur, urn störf Dr. Pá'ls ísólfssonar sem dómorgan- ista: ,,í dag minnumst vér þess í dómkirkju landsins, að dóm- organistinn, dr. Páll ísólfs- son, lætur af starfi hér í kirkjunni með deginum dag. Það er oss saknaðarefni mik- ið, en verður svo að veTa. Ekki aðeins hér í Reykja- vfk, heldur um landslbyggðina a'lla, hafa menn notið Iþeirrar fráibæru listar, sem enginn íslenzkur onaður hefur skapað við orgel fyrr en Páill ísólfs- son settist að því hljóðfœri. Á stórum stundum þjóð- lífsins hefir hann verið mað- uirinn, sem ekki var bægt að vera án. En um tiitt er ekki minna vert, að á þeim stund- um, sem ihversdagslegri eru kallaðir, hefk hann ekiki síð- Framh. á bls. 16 Eldur í gömlu slökkvistöðinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.