Morgunblaðið - 03.01.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.01.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLA.ÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1968 5 Styrkjum úthlutað úr Rithöfundasjóði Útvarpsins A GAMI,ÁRSDAG var úthlutað styrkjum úr Rithöfundasjóði Rikisútvarpsins í tólfta sinn. Að þessu sinni hlutu verðlaunin Björn J. Blöndal og Helgi Hálf- dánarson, en sá síðarnefndi baðst undan að þiggja þau. Upp- hæðin var þrátíu þúsund er hvor listamanna skyldi fá. Athöfnin fór fram í Þjóðminjasafninu, svo sem vandi hefur verið og talaði fyrstur formaður sjóðstjórnar- innar Steingrimur J. Þorsteins- son, prófessor. fráfarandi útvarpsstjóri. Steingrímur hóf má'l sitt á því að bjóða m«nn tamá 1 aráÓherra og aðra gesti velkomna. Hann sagði, að nú væri úthlutað úr sjóðnum í tólfta sinn og hefðu hingað til 21 listamaður hlotið styrk þenn- an. í sjóðnum væru nú um 400 þúsund krónur og væru tekju- stofnar hans þrír, vextiir af höfuðstól, 10 þúsund króna ár- legt framlag frá Ríkusút'varpinu og rithöfundalaun útvarpsins tid þeirra höfunda sem ekki fynd- ust. í stórninni eiga sæti fimm menn og eru þeir auk formanns, Vilhjálmur Þ. Gís'lason, Andrés Björnsson, Helgi Sæmundsson og Stefán Hörður Grínasson. Stein- grímur J. Þorsteinisson flutti fré- farandi útvarpsstjóra, Villhjálmi Þ. Gíslasyni sérstakar þakkir fyrir samistarfið í sjóðstjórninnd undanfarin 12 ár. Síðan sagði Steingrímur, að stjórnin hefði komið sér saman um að veita að þessu sinn verðlaunin Birni J. Blöndal og Helga Hálfdánarsyni. Helgi hefði hins vegair beðiist undan því að þiggja verðlaunin og yrðu þau engum öðrum veitt í hans stað. Er Steingrímur hafði afhent Birni J. Blöndall verðlaun hans, talaði ViLhjálmur Þ. Gíslason nokkur orð, en hann hverfuir nú úr stjórn sjóðsins. Hann kvaðst vilja þakka samvinnuna við stjórnir Ritihöfunda- og Tón- skáldasjóðs og kvaðist vona, að Ríkisútvarpinu auðnaðist fram- vegiis að styrkja þessar listgrein- ar. ViLhjálmur skýrði frá því að Magnús Blöndal Jóhannsson hefði hlotið styrkinn úr Tón- skáLdasjóði, 25 þúsund krónur. Að ávörpum þessum loknum bauð menntaimálaráðherra upp é veitingar og gafst tækifæri til að ná tal af verðlaunahafan- um, Biirni J. Blöndal og spyrja hann fáeinna spurninga um rit- höfundaferil hans. — Ég hef gefið út sjö bækur alls, sú fynsta Haimingjudagar kom út árið 1950, þá var ég orð- inn fullorðinn maður, 48 ára. En alltaf hafði mig langað til að skriifa. Þetta er smitandi eía kannski ættgengt, en langafi minn var Jón skáld Thonoddsen. Ég orti rnilkið þegar ég var ungur strákur — rétt eins og ailir gerðu á þeiim árum. En öLlum mínum Ijóðuim hef ég löngu hent og aidrei birt neitt þeirra, þetta var allt tóm vitleysa, ég er ekki L'jóð- skáld. — Haimingjudagar fékk góðar viðtökur og seldiist upp og var gefin út aftur skömmu síðar. Það getur stundum verið enfitt, þegar fynsta bók fær mjög góðar við- tökur, se.gir Björn og brosir við. — Og mér fannst fynst á eftir að næstu bækur mínar féllu í skuggann af henni, það er óhætt að segja að sú bók elti mig eins og draugur í angan tíima. Björn heldur áfram: — En annars get ég ekki kvartað, því að allar hinar bækurnar rrnínar sex hafa fengið hlýjar og góðar viðtökuir, vel um þær skrifað og þær hafa selzt ágætlega, ein þeirra Vatnaniður mun nú og ófáanleg. — Og 'hverjar eru hinar fknm? — Þær ,eru Að kvöldi dags Vinafundir, Önlagaþræðiir, Lund- urinn helgi og Daggardropar. Ár- tölin man ég ekki nákvæmlega. — Hvað hefurðu í smíðum núna? — Ég er með tvær í smíðum, en ailt óráðið með þær, kanniski hendi ég handritunum og byrja á þeirri þriðju. Sú fyrri er sam- safn þjóðsagna og grínsagna sem ég hef safnað, en þær eru ekki prenthæfar. — Ekki prenthæfar? Björn hlær góðlátiega. — Ekki vegna þess það sé kiám í þeim, segir hann, j— en sumar sögurnar gætu sært menn. Ég ætla að fara með þær til hans Kristjáns ELdjárns og biðja hann að geyma handritið, og fá loforð fyrir því að þær verði ekki gefnar út fyrr en svona þrjátíu árum eftir að ég er allur. Þá ætti það að veira í lagi. Sumar þessara sagna hef ég iíka fengið gegn heiti um að þær verði ekki birtar. Nú hin bókin sem ég er að fást við er ekki nógu vel skrifuð hjá mér. Ég veit ekki, hvað verður úr henni. — Hefurðu alltaf verið bú- settur í sveit? — Já. Ég er fæddur í Staf- holtsey í Borgarfirði, pabbi minn var þar læknir en hann drukkn- aði í Hvítá, þegar ég var barn að aldri. Við bræðurnir bjuggum þó áfram í Stafhoitsey með stjúpa okkar. En ég hef ekki alltaf verið við búskap, heldur veiðiskap, var til dæmis lax- veiðimaður að atvinnu í meira en 20 ár. Synir mínir tveir hafa nú alveg tekið við búskapnum í Laugarholti og annar reist sér nýbýli á jörSinni. Það gleður mig mjög, að þeir hafa báðir snúið sér að búskap. — Er leyfilegt að spyrja, hvernig þú ætlar að verja verð- launafénu? — Ekki treysti ég mér til að svara því að sinni. Ég neita því ekki að mig langar ti'l að sigla, sérstaklega fýsir mlg að fára til Magnús Bl. Jóhannsson, tónskáld. írlands og Skotlands. Þar á ég fjölda góðra vina, sem gaman væri að vitja. En hivort af því ve rður veit ég ekki, ég er ekki heiLsuhraustur orðið, svo að ég get ekki sagt uim það hvort úr verður. En ég vil nota tækiffærið til að taka fram að ég e<r þakk- látur og glaður að haffa orðið þeesa heiðurs aðnjótandi. Ég er ánægður með hvað lesendur Frá athöfninnL Björn J. Blöndal og form. sjóðstjórnar próf. Steingrímur J. Þorsteinsson. Ljósm. Mbl. Kr. Ben. mínir hafa jafnan tekið bókum mínum af miikilli Ainsemd og þá ekki sízt sveitungar mínir, Borgfrðingair. Það er sagt að enginn sé spámaður í sínu föður- lanidi, en þess hef ég ekki goidið í minni sveit. Borgfirðiingar hafa alltatf kunnað vel að meta bæk- urnar mínar og sýnt mér mörg merki um áhuga og vináttu. Slökkviliðið kvott út 408 sinnum í 55 skipti var um 6LÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kvatt út 408 sinnum á árinu 1967. en þar af var 55 sinnum um gabb að ræða. Rúnar Guð- mundsson, slökkviliðsstjóri, sagði Morgunblaðinu, að desem- ber hefði verið óvenju rólegur í þetta skipti, útköll hefðu ekki orðið nema 34, og þætti það ekki mikið í þessum mánuði. Til sam anburðar má geta þess, að út- köll í desember 1965 voru 61. en á árínu 1966 urðu útköll sam tals 486. gabb að rceðo Mestu brunar á árinu voru bruninn í Lækjargötu og þegar Borgarskálinn eyðilagðist, en ekki er viitað gerla á hvorum staðnum varð meira tjón. Bruna boðar í Reykjavík eru 34 og voru þeir 51 sinni notaðir til að kalla út slökkviliðið. Aðeins í eitt skipti var um eld að rseða, en í hin skiptin höfðu einhverj- ir óvandaðir menn verið að sfcemmta sér við að gabba slökkviliðið. Velheppnoðir donsleikir í íþróttnhöllinni í Lnugardnl Talið að á tjórða þúsund manns hafi sótt dansleikina þrjá TALIÐ er að á fjórða þúsund manns hafi sótt dansleiki þá, Abdullnh irjúls Nýju Delhi, 2. jan. AP. • INDVERSKA stjórnin hefur nú afnumið allar hömlur á ferðafrelsi Mohameds Abdullah fursta og fyrrum forsætisráð- herra Kashmír. Má hann nú fara hvert á land sem hann vill, meðal annars til Kashmír, en þangað hefur hann ekki mátt koma árum saman. Abduillah hefur síðustu fjórtán ár verið ýmist í fangelsi, eða varðhaldi vegna kröfu sinnar um, að Kashmír verði sjálfstætt ríki. í síðasta miánuði tilkynnti ndverska stjórnin, að Abduilah mætti fara frjáls ferða sinna, að öðru leyti en því, að hann mætti ekki fara frá Nýju Defllhi og ekki hafa samband við fréttamenn eða halda ræður. Því vildi Abdui'lalh ekki una og kvaðst mundu sitja átfram í varðhaldi unz hann fengi fullt ferðatfrelsi. Þegar Abdullah hatfði fengið frelsið fór hann til Gömlu Delhi og baðst fyrir í hinni fornu mosku Idahao. Síðan fór hann á fund Zakins Husains, forseta Ind lands, sem einnig er múhameðs- trúar og hélt hátíðleg með hon- um iok Ramadam föstunnar. sem haldnir voru í Laugardals- höllinni nú um áramótin, en þeir voru þrír. Menntaskólinn í Reykjavík reið fyrst á vaðið, og héldu nem endur jólagleði sína þar. Höfðu nemendur skreytt veggi ' allar- innar með myndum og málverk um. Á gamlárskvöld héldu svo stúdentar áttundadagsgleði sína þarna og munu um 1000 manns hafa verið þar samankomið. Loks efndi svo Skíðasamband fs lands til unglingadansleiks í íþróttahöllinni, og voru þar sam ankomnir um 1500 unglingar. Mun þetta vera einn fjölmenn- asti dansleikur, sem hér hefur verið haldinn. Allir fóru þessir dansleikir mjög friðsamlega fram. LEIÐRETTIIMG PRENTVILLA varð í áramóta- grein forsætisráðherra, dr. Bjarna Benediktssonar í blaðinu á gamlársdag. Síðasta málsgrem in í öðrum dálki á bls. 16 á að hljóða svo, „Engum fulllæsum manni getur dulizt, að þarna er gefið til lcynna, að ef þessir erfiðleik- ar standi langa hríð, hvað þá ef þeir fari vaxandi, þá verði ekki hjá því komizt að „skerða við- skiptafrelsi eða kjör almenn- ins“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.