Morgunblaðið - 03.01.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.01.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1968 ■y/s.-y-//vyys.- y 69 þjóðir keppa um heims- meistaratitil í knattspyrnu ísland er ekki þeirra á meðal Sextíu og níu þjóðir höfðu fyrir áramótin tilkynnt þátttöku í heimsmeistarakeppni knatt- spyrnumanna, sem lýkur með úrslitakeppni 16 þjóða í Mexíco 31. maí til 31. júní 1970. Tvær þjóðir til viðbótar, Kúba og S-Kórea höfðu látið þess get- ið að þær hefðu hug á þátttöku en formleg tilkynning hafði ekki borizt alþjóða knattspyrnusam- bandinu — en eigi að síður er búizt við að tilkynningar þeirra verði teknar til greina. „Aðeins" 51 þjóð tóku þátt í HM 1966, en þá gerðu Afríku- ríkin 16 einskonar „verkfall“ og drógu til baka þátttökutilkynn- ingar sínar. Framkvæmdanefnd keppninn- ar, undir forystu Sir Stanley Rous, formanns alþjóðasambands ins, kemur saman til fundar í Casablanka 1. febr. n. k. og verð- ur þá ákveðið um framkvæmd undankeppninnar. Sovétríkin bezta knattspyrnuþjóðin Franska íþróttablaðið „France Football“ hefur gert lista yfir beztu knattspyrnuþjóðir Evrópu. Byggir blaðið á 118 leikjum sem Molar DYNAMO frá Moskvu sigraði I bezta knattspyrnufélag Col- ombiu, Los Millionarios í kvöld 1—0. Áhorfendur voru 35 þúsund. Rússar skoruðu sitt eina mark á 3. mín. eftir | hlé með skalla frá Valery Zynov. Leikurinn var frem- ur hægur og Los Millionarios ‘ sóttu mest allan leikinn, en tókst þó aldrei að skora. leiknir hafa verið í ýmsum Evr- ópukeppnum eða öðrum lands- leikjum. Blaðið skipar Sovét- ríkjunum í efsta sæti á undan Ítalíu og Ungverjalandi, sem ekki er hægt að gera upp á milli en heimsmeistaralið Englands skipar 4. sæti. Efstu sæti listans eru þannig skipuð: 1) Sovétríkin, 2) Italía og Ung- verjaland, 4) England, 5) Búl- garía, 6) A-Þýzkaland og V- Þýzkaland, 8) Júgóslavía, 9) Tékkóslóvakía, 10) Spánn og Portúgal, 12) Skotland, 13) Frakkland og Sviss, 15) Dan- mörk, 16) Rúmenla, 17) Belgía, 18) Grikkland, 19) Holland og Pólland, 21) Austurríki, Nor- egur og Sviss, 24) Tyrkland, 25) Albanía og Luxemborg, 27) Finn land, 28) Kýpur. Eftirtaldar þjó’ðir hafa tilkynnt þátttöku: Evrópa: Austurríki, Belgia, Búl garía, Tékkóslóvakía, Kýpur, Danmörk, England, Finnland, Frakkland, A-Þýzkaland, V- Þýzkaland, Grikkland, Ungverja- land, N-írland, írska lýðveldið, Italía, Lúvemborg, Holland, Nor- egur, Pólland, Portúgal, Rú- menía, Skotland, Spánn, S\|fþjóð, Sviss, Tyrkland, Sovéxríkin, Wales og Júgóslavía. S-Ameríka: Argentína, Bolivía, Brasilía, Chile, Kolumbía, Ekva- dor, Paraguay, Peru, Uruguay og Venezuela. N- og Mið-Ameríka: Bermuda, Kanada, Costa Rica, Guatemala, Haiti, Honduras, Jamaica, Mexi- co, Hollensku antillueyjar, E1 Salvador, Surinam, Trinidad, Bandaríkin. Afríka: Alsír, Kameroon, Eþió- pía, Ghana, Lýbía, Marocco, Ni- gería, Ródesía, Súdan, Túnis og Zambía. Asía: Israel, Japan, N-Kórea. Kyrrahafssvæðið: Ástralía og Nýja Sjáland. Þetta er jólakort sem íþróttasíðunni barst frá knattspymu- deild Víkings. Hann er allbúralegur „víkinkurinn" á mynd- inni og i texta sem fylgdi var í ljós látin ósk um aukna vel- gegni Víkings með hækkandi sól — auk beztu nýársóska. Jim Ryun kjörinn íþrótta- maiur ársins af AP-mönnum Jim Ryun, bandaríski hlaupar- inn, sem setti heimsmet í 1500 Manch. United heldur enn 3ja stiga forskoti í Englandi BOBBY Charlton miðherji Man- chester United skoraði sigur- mark félags síns í keppni við Wolverhapton á nýjársdag og sá sigur gerir það að verkum að Manch. Utd. hefur enn 3 stiga forskot í 1. deildinni enslku. Hef- ur liðið nú hlotið 35 stig en Liverpool kemur næst að stigum með 32, Leeds hefur 31 og Man- chester City 30. 24. umferð ensku deildar- keppninnar fór fram s.l. laugar- dag og urðu úrslit leikja þessi: 1. deild: Arsenal — Chelisea 1-1 Burnley — Everton 2-1 Fulham — Tottenham 1-2 Leeds — Sheffield W. 3-2 Leicester — West Ham 2-4 Liverpool — CoventTy 1-0 Mandhester City — W.B.A. 0-2 Sheffield U. — Southamplon 4-1 Stoke — N. Forest 1-3 Byrjendanám- skeið í judo BYRJENDANÁMSKEIÐ í Judo hefst 4. janúar á vegum Judo- félags Reykjavíkur, jafnframt hefjast almennar æfingar aftur og eru æfingatímar óbreyttir frá því fyrir áramót. í ráði er að halda mót í byrj- un febrúar í tilefni af því að hér verða þá staddir tveir reynd ir erlendir keppnismenn, sem gestir félagsins. Eru það Alex Fraser, d. dan Judo, sem er ísl. Judomönnum að góðu kunnur, og George Kerr, 4. dan Judo, núverandi Bretlandsmeistari í millivigt. George Kerr hefur einnig tvisvar unnið silfurverð- laun í keppni um Evrópumeist- aratitil og í annað skiptið tap- aði hann aðeins fyrir heims- meistaranum Geesink. Báðir þessir garpar munu keppa hér um tíma hjá félag- inu, og munu þeir nýliðar, sem hefja æfingar í janúar eiga kost á að njóta tilsagnar þeirra. Æfingasalur Judofélags Rvík- ur er á 5. hæð í húsi Júpíter & Mars á Kirkjusandi og þjálfari Sigurður H. Jóhannsson 2. dan Judo. Sunderland — Newcastle 3-3 Wol'verhampton — Maneh. U. 2-3 2. deild: Aston Vil'la — Cardiff 2-1 Bristoil City — Birmingham 3-1 Carlisle — Blackpool 1-3 Derby — Blackburn 2-2 Hull — Huddersfield 1-1 M.ddlesbrough — Bolton 1-2 Mililwall — Ipswich 1-1 Norwich — Charlton 1-1 Portsmouth — Crystal Palace 2-2 O-P-R. — Plymioutih 4-1 Rotiherham — Preston 1-0 Staðan er þá þessi: 1. deild: 1, Mancthester U. 35 stig 2. Liverpool z 32 — 3. Leeds 31 — 4. ManObester City 30 — 5. W.B.A. •28 — 6. Newcastle 27 — 7. Tottenham 26 — 8. Everton 26 — 9. Arsenal 25 — '*■' 2. deild: 1. Q.P.R. 33 stig 2. Portsmouth 32 — 3. Blackpooil 32 — 4. Birmingham 31 — 5. Ipswich 27 — 6. Crystal Palace 27 — 7. Norwich 27 — m. hlaupi á árinu 3:33.1 mín, hef- ur verið kjörinn „íþróttamaður ársins" af íþróttafréttamönnum AP-fréttastofunnar. Sundmaður- inn bandaríski Mark Spitz varð honum næstur að stigum og munaði mjög litlu á stigafjölda þeirra. Efst á lista kvenna varð Billie Moffit King, sem vann meistara- titil kvenna í tennis I Kaliforníu annað árið í röð. Urslit kjörsins urðu þessi: Karlar: 1. Jim Ryun- frjálsíþróttir. 2. Mark Spítz, sund. 3. Mike Hailwood, England, mót órhjólaakstur. 4. Dennis Hulme, Nýja-Sjáland, kappakstur. 5. Kurt Bendlin, V-Þýzkaland, tugþraut. 6. Jean-Claude Killy, Frakk- land, skíðaíþróttir. 7. Kees Verkerk, Holland, skautahlaup. 8. Dan Schollander, Bandarikin, sund. 9. Rod Laver, Ástralíu, tennis. 10. Arnold Palmer, Bandarikin, golf. Konur: 1. Billie Jean Moffit King, Bandaríkin, tennis. 2. Debbie Meyer, Bandarikin, sund. 3. Liesel Westermann, V-Þýzka- land, frjólsar. 4. Irena Kirzenstein, frjálsar, Pólland. 5. Linda McGill, Ástralía, Þol- sund. 6. Ada Kok, Holland, sund. 7. Maria Guiana, Búlgaríu, fim- leikar. 8. Nancy Green, Kanada, skíða- íþróttir. 9. Catie Ball, Bandaríkin, sund. 10. Catherine Lacoste, Frakkland golf. Ungverska landsðiiðið í knattspyrnu sean nú er þjálf- að skipulega fyrir Olympíu- leikana lék í Honduras á að- fangadag. Liðið vann auð- veldlega — en þó ekki með meira en 4-0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.