Morgunblaðið - 11.02.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.02.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1968 Verkfallið í New York: Rockfeller og Lindsay ósammála New York, 10. febr. AP. NELSON Rockefeller, ríkisstjóri í New York lagði í gær á það ríka áherzlu að sorphreinsunar- vandamál New York-borgar yrði að leysa án þess að kalla til menn nr þjóðavrnarliðinu, eins og Lind say borgarstjórj hafði lagt til. Heilbrigðisyfirvöld borgarinn- ar hafa sagt, að mikil hætta sé á, að alvarlegar farsóttir brjótist út í borginni, ef svo fari sem fram horfir. en nú liggja 80 þús- und tonn af sorpi og rotna bæði á götum og í húsagörðum. Ríkísstjórinn skipaði nefnd til að finna lausn á verkfalli sorp- hreinsunarmanna og bar bún á föstudag fraim tillögur sínar. >ó að þær væru að nokkru lægri en kröfur, sem verkfallsmenn 'höfðu s-ett fram, tjáðu þeir sig reiðubúna að ganga að þeim. En þá neitaði Lindsay borgar- stjóri að samþykkja þær og sagði að hér væri um alvarlegar þving- unaraðgerðir að ræða. Þetta hef- ur leitt til þess, að viðkvæm póii tísk deila virðist nú í uppsigl- ingu milli hinna tveggja framá- manna repúblikana, Lindsay borgarstjóra og Rockefellers, rík isstjóra. Prói við Háskólann I JANÚAR og febrúar hafa eft- irtaldir stúdentar lokið prófum við Háskóla Islands: Embættispróf í guðfræði: Brynjólfur Gíslason. Embættisprófi í læknisfræði: Ársæll Jónsson, Atli Dagbjartsson, Davíð Gíslason, Guðni Þorsteinsson, Guðrún Agnarsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Sigurður Björnsson, Snorri Sv. Þorgeirsson. Kandídatsprófi í tannlækn- ingum: Hreinn Aðalsteinsson. Embættisprófi í lögfræði: A FUNDI miðstjórnar Framsókn arflokksins í gær var prófessor Ólafur Jóhannesson kjörinn for maður flokksins. Hann hefur verið einn af foringjum flokks- ins á síðustu árum og helzti tals maður hans í efri deild Alþingis. Ólafur Jóhannesson var kjörinn varaformaður Framsóknar- flokksins 1960 og gegndi þvi em bætti þar til nú. Ólafur Jóhannesson Varaformaður flokksins var kjörinn Einar Ágústsson banka stjóri og alþingismaður. Prófessor Ólafur Jóhannesson fæddist 1. marz 1913 í Stór- Hplti í Fljótum, sonur hjónanna Jóhannesar Friðbjarnarsonar og Kristrúnar Jónsdóttur. Lauk stúdentsprófi frá M. A. 1935 og varð eand. juris. frá Háskóla ís- lands 1939. Hann var settux prófesisor í lagadeild Háskóla fslands 1947, skipaður árið eftir og hefur gegnt því embætti síð- an. Þá hefur hann oft gegnt vara- dómarastarfi í Hæstarétti. Hann var kjörinn þingmaður Skag- firðinga vorið 1959 og um haust- ið þingmaður Norðurlands vestra Bogi ísak Nílsson, Guðjón Albertsson, Jónas Gústavsson, Þorsteinn Skúlason, Þorvaldur Grétar Einarsson. Kandídatsprófi í viðskipta- fræðum: Herbert Haraldsson, Sveinn Sæmundsson, Tómas Heiðar Sveinsson, Vigfús Aðalsteinsson. Meistaraprófi í íslenzkum fræðum: Tryggvi Gíslason, Vésteinn Ólason. BA-prófi: Helga Skúladóttir. og hefur verið það síðan. Prófessor Ólafur tiók sæti í mið- stjórn Framsóknarfloksins 1946. Árið 1960 var hann kjördnn vara formaður Framsóknarflokksins og var það, unz hann tók kjöri sem formaður flokksins í gær. Kvæntur er prófessor Ólatfur Jóhannesson Dóru Guðbjarts- dóttur. Á NÆSTUNNI efna Félag ís- lenzkra iðnrekenda og Landsam band iðnaðarmanna til umfangs- mikillar kynningar á íslenzkum iðnaði og iðnaðarframleiðslu. Er undirbúningur þegar hafinn, og hefur Matts Wibe Lund jr. gert drög að kynningaráætlun. f ráði er að leggja aðaláherzluna á þessa kynningu að vori, hausti og um jólaleytið, þegar sem mest líf er í kauptíðinni, að því er Gunnar J. Friðriksson, formaður Félags ísl. Iðnrekenda tjáði blaða mönnum í gær. Markmið þessarar kynningar er aðallega tvenns konar. í fyrsta lagi að vekja þjóðina til aukinn- ar íhugunar mikilvægi aukinnar iðnvæðingar á íslandi, og í öðru lagi að hvetja alla íslendinga til aukinna kaupa á íslenzkum fram leiðsluvörum, þar sem með því sé verið að stuðla að aukinni at- vinnu, atvinnuöryggi og velmeg- un. Verður í þessu sambandi lögð áherzla á að vekja athygli á að- stöðu neytenda til að hafa já- kvæð áhrif á iðnþróun á íslandi MIKLAR gkemmdir urðu á raf- magnslínum í óveðrinu sem gekk yfir í byrjun síðustu viku eins og áður hefur verið getið um í blaðinu. Þessar myndir voru teknar af Eskifjarðarlínu en þar féllu niður átta staurar og einar fjórtán slár. þannig að línan lá niðri á tveim og hálf- EKKI hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort reynt verði að bjarga brezka togaranum Notts County af strandstað. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við Geir Zoega eldri, og sagði hann að fulltrúar trygging- Skdhþing NU er flestum biðskákum lokið á skákþinginu og tvær umtferð- ir ótefldar. Staðan í mótinu er nú þannig eftir 9 umferðir að Guðm. Sigur- jónsson er efstur í A-riðli með 7V2 (af 8 mögulieguim), Gunnar Gunnarsson með 6% vinn. (8), Björgvin Víglundsson 6 (8), Benóný Benediktsson 5 (8)„ Andrés Fjelsted 4 (8), Jón Þor- með valí sínu í innkaupum, Þessi kynning mun standa að miklu leyti þetta ár. Svo vikið sé að undirbúningn- um, er nú verið að leita eftir samsarfi við stærstu samtök vöru dreitfenda, m. a. til Kaupmanna- satmtaka fslands, Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga, og leitað mun verða eftir samstarfi við fjölmarga aðila annarra um fram kvæmd kynningarinnar. Gunnar sagði, að rætt hefði verið um mál þetta við iðnaðarmálaráðherra Jóhann Hafstein, og málið hlot- ið mjög góðar undirtektir af hans hálfu. í sambandi við þessa kynningu er áformað að efna til saimkeppni á fjölmörgum sviðum viðvíkjandj iðnaðinum. Fyrst af slíkum verð ur samkeppni um merki þessarar kynningar, sem á að verða ein- falt í sniðum, og er skilafrestur á tillögum til 1. marz n. k. Jatfn- framt sagði Gunnar, að tillögur um góð slagorð væru vel þegn- ar. Þá er einnig ráðger.t að efna til samkeppni um góðan frágang um kílómetra. Stærri myndin sýnir brotinn staur sem liggur í snjónum við Dalhús í Egils- staðaskógi, em sú minni sýnir ísingu á rafmagnslínu sem orð- in er allt að 20 sm í þvermál. (Ljósm.: E. Bellesen og Erl. G. Jónasson. arfélagsins væru enn á ísafirði. Þeir fóru út í skipið í fyrradag ásamt froskmönnum til að kanna skemmdir, og ætluðu að fara aftur í gær, en gátu það ekki vegna veðurs. valdsson 3% (8) og Jón Pálsson 3»/2 (8). í B-riðli er Björn Þorsteins- son enn efstur með 7 (af 9 mögu- leguim), Bragi Kristjánsson 6V2 (9), Jón Kristinsson 5 (8), Leif- ur Jósteinsson 5 (8), Bjarni Magnússon 4 (7), Gytlfi Magnús- son 4 (8), Jðhann Þórir Jóns- son 3V2 (8) og Júlíus Friðjónsson 3% (9). Tíunda og niæst síðasta umferð in í mótinu er tefld í dag, og hefst keppnin kl. 14 að Grensáis- vegi 46. og snyrtilegt útlit á umbúðum, og um beztu auglýsinguna, svo eitthvað sé nefnt. Gunnar sagði ennfremur, að leitað yrði eftir nánu siamstarfi við dagblöðin, útbreidd vikublöð og tímarit, útvarp og sjónvarp í sambandi við skipulagða fræðslu þætti um iðnaðinn og, framleiðsl- una. Verða ma.. veitt verðlaun til blaðamanns fyrir beztu grein eða fréttaþátt, sem birtist á ár- inu um íslenzkan iðnað. Gunnar og Vigfús Sigurðsson, formaður Landssambands iðnað- armanna, sem sat einnig fund þennan með fréttamönniun, sögðu að það væri sameiginlegt áli-t stjórn-ar Félags ísl-enzkra iðn rekenda og Landssambands iðn- aðarmanna, að reynsla síðustu mánaða hafi sýnt, hversiu ótví- ræð nauðsyn það er að renna fleiri og styrkari stoðum undir atvinmilíf okkar. Yrði það naum ast gert á tryggari hátt en með því að -efla iðnaðinn — s-tærsta atvinnuveg íslendinga — sem þriðjungur ladnsmanna lifir á. Galdrakarlinn í Oz j síðasta sinn á sunnudag kl. 15. Barnaleikritið „Galdrakarlinn í Oz“ verður sýnt í 32. sinn í Þjóðleikhúsinu í dag, sunnudag, kl. 15 og er það síðasta sýningin á þessu vinsæla barnaleikriti. í æfingu er nú nýtt barnaleik- rit „Bangsímon", sem sýnt verð- ur innan skamms í Þjóðleikhús- inu. Úlafur Jóhannesson — formaður Framsóknarflokksins Umfangsmikil kynningar- herferð á íslenzkum iðnaði — og iðnaðarframleiðslu fyrirhuguð á næstunni Óvíst, hvort reynt verði að ná togaranam út

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.