Morgunblaðið - 11.02.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1968
3
>
Jón Auðuns, dómpróf.:
hárFíTr
„N'ú reikar harmuir í húsum
og hryggð á þjóðbrautum", —
kvað Jónas eftiir Bjarna látinn.
Þjóðbrautir fara fáir þessar
vilkurnar, vegna vetrarrikis, en
í húsum ríkir harmur um ger-
vallt landið og samúð með syrgj
andi vinum vestur við Djúp og
handan íslandsála á Bretlandi.
Með djúpri samúð, er hugsað
til þeirra vestur í Bolungarvík,
sem eru slegnir harmi, til kon-
unnar, sem missti eiginmann ag
báða syni, og til annarra þeirra,
sem harmi eru lostnir etftir Heið
rúnar-slys.
Og með djúpri samúð er
hugsað til þeirra mörgu brezku
fjölskyldna, sem heimtu ekki
vini sína heim af Íslandsmiðum.
Það hefir oft snortið íslendinga
litlu eða engu síður en missir
e'gin sona, þegar erlendir sjó-
menn hafa hlotið vota gröf við
strendur íslands, víðsfjarri fóst-
urjörð og vinum. <•
„Guð huglgi þá, sem hryggðin
slaer, hvort þeir eru fjær eða
nær.“
„Sá er eldur heitastur, er á
sjálfum brennur." Enginn þekk-
ir sorgina eins og hún er, nema
þeir sem bera hana sjálfir. Sam
úð'n lætur okkur finna til með
þeim, og þó er það aðeims berg-
mál af sorgum anarra, sem við
fáum greint.
Þó er engin sorg algert einka
mál þeirra ,sem hana bera. EkKi
sá harmur, sem nú er borinn.
Enginn harmur og allra sízt sá,
sem vakinn er af slysförum. Sér
hver slík sorg knýr okkur til
að spyrja margs, enginn kennir
okkur að spyrja eins og hún.
Við lifum í heimi, þar sem
haettur bíða við hvert fótmál.
Við lifum í heimi, þar eem
minnsta báran getur snúizt í
beljandi röst og orðið í vetfangi
að banasæng. Við lifum í heimi,
þar sem stormar skiptast á við
stillur, og lognaldan getur á svip
stundu breytzt í banaboða. Við
lifum í heimi, þar sem við erum
umkringd hættum á hafi, í lofti
og á iáði.
Hvers vegna? Hver er arður
okkar af að lifa í slíkri veröld?
Ræður ekki kaldasta tillitsleysi
blindra afla því, að ein óveð-
ursnótt sviptir varnarlausa konu
eiginmanni og sonum?
Þér sýnist, sem séu hér að
verki ómakleg örlög, kærleiks-
laus og köld. En gættu betur
að. Horfðu út fyrir sjéifan þig.
Þú lærir ekkert, ef þú lítur ekki
lengra en svo.
Hver arður okkar af því að
menn hafa iifað við allar þess-
ar hættur í milljónir ára á jörðu.
Allar framfarir, öll framsókn,
öll afrek mannvits og mann-
dóms, eru framkomin vegna
þess, að við höfum búið við
þessar hættur, þessar ógnir,
þessi sorgarefni. Ef mennirnir
hefðu ekki neyðzt til að yfir-
vinna þær, væri mannkynið á
miklu meira bernskustigi en það
er. Þessi er arðurinn, þessi er
gróðurinn, sem hefði aldrei vax-
ið, ef hann hefði ekki vökvazt
tárum kynslóðanna.
Af þeim, sem fórnirnar færa,
er mikils krafizt. Þeim er gert
að greiða stóran skerf af skuld-
inni við lífið. En er það rétt-
látt, að sumir verða að greiða ó-
hemjulega stóran skerf, sem
aðrir komast hjá að greiða?
Það er von að menn spyrji.
Það er von að þeir spyrji þann-
g, sem mest er krafizt af.
Svarið getur enginn gefið þér
enn. En svarið kemur.
Þín, eins og vinanna, sem
hlutu í veðurofsanum vota gröf,
bíður eilífðin. Hvers virði væri
hún, ef hún greiddi ekki svör
við gátum þínum.
En vertu þess viss, að þótt
banasæng vina þinna væri köld,
var hún aðeins augnabliksbeð-
ur þeirra, þar sem vetrarstorm-
urinn var hljóðnaður og vetrar-
nóttinn dimma vikin fyrir vor-
morgni.
Vertu þess viss, að þótt vin-
ur, sem þú þekkir ekki, vinur
sem fylgdi honum frá banabeði
hafsins og heim þangað, sem
allir eiga að taka land að lok-
um.
Á þeirri leið erum við öll. Um
banadægur er allt í óvissu.
Hvar banaboðinn rís, veit eng-
inn. En eins og svanur hetfur
flug af svörtu fljóti, flýgur í
fyllingu tímans sál þin á vit
nýrra leyndardóma.
Minnstu þess, þegar þú hugB-
ar um vininn, sem þú harmar.
Minnstu þess við eiigin ævi-
lok.
▼
Skólasýning Ásgríms
safns opnuð í dag
í DAG verður hin árlega skóla-
sýning Ásgrimssafns opnuð, og
er hún 5. skólasýning safnsins.
Til raun Ásgrímssafns með sér
staka sýningu sem einnkum er
ætluð skólafólki virðist njóta vax
andi vinsælda. Hafa ýmsir skól-
ar sýnt mikinn áhuga á þessum
sýningum, og stuðlað að því, að
nemendum gefist tómstund frá
nárni til þess að skoða listaverka
gjöf Ásgríms, hús hans og heim-
iL.
Fyrirkomulag þessar sýningar
er með öðru sniði en áður hefur
verið á skólasýningum safnsins-
í vinnusal Ásgríms eru eingöngu
sýndar myndir frá Húsafelli, og
er meginuppistaðain Húsafells-
skógur í margslungnum ljós- og |
litbrigðum.
Seinni hluta ævinnar dvaldi Ás
grímur á Húsafelli nokkrar vik-
ur á sumri hverju. ■ Síðast var
hann þar árið 1953. Og með allra
síðustu viðfangsefnum hans á
þessum slóðum, var birkiskógur-
inn í landi Húsafells, og urðu
þarna viss tré miklir vinir hans.
Málaði hann þau í hinum ólík-
ustu veðrabrigðum, en fróðlegt
or að sjá hvernig Ásgrímur túlk-
ar sama viðfangsefnið við ólíkar
aðstæður. í æfiminningum sín-
um, sem Tómas skáld Guðmunds
son skráði, segir Ásgrímur m. a.:
„Mér fannst ég þekkja sum þessi
tré betur en sjálfan mig“.
Á sýningunni eru myndirnar
Þytur í laufi, Rok í Húsafells-
skógi, Nýlaufgað tré, Ljós og
skuggar í Húsafellsskógi. Einnig
vatnslitamynd af herbergi Ás-
gríms á Húsafelli. Líka mynd af
gamla eldhúsinu. Þar sat Ásgrím
ur löngum stundum á kvöldin
að afloknu dagsverki. Húsafells-
hestana Þröst og Fífil málaði
hann lika, og er sú mynd sýnd
nú.
í heimili Ásgríms Jónssonar
eru nær eingöngu sýndar þjóð-
sagnamyndir, bæði blýants- og
pennateikningar, ásamt nokkrum
vatnslitamyndum, en þjóðsögur
voru Ásgrími óþrjótandi við-
fangsefni alla ævi. Þykir safn-
inu sjálfsagt, að hluti skólasýn-
ingarinnar sé helgaður þessum
þjóðlegu sagnaþáttum.
Sýningin er öllum opin sunnu -
daga, þriðj'udaga og fimmtudaga
frá kl. 1,30—4. Skólar geta pant-
að sértíma hjá forstöðukonu
safnsins í síma 14090. Aðgangur
ókeypis. Ásgrímssafn, Bergstaða-
stræti 74.
Uppblástur I HúsafeUsskógl. L
angjökuU í baksýn. Myndin mál
uð 1945—50.
Norsk Turistforening 100 ára
Norska Ferðafélagið hélt upp á
aldarafmæli sitt 21. jan. Og þó
lygilegt kunni að virðast er það
elzta ferðafélag í heimi, þvi að
ferðaslkrifstofur, sem reknar eru
í atvinnus'kyni, geta ekki kailast
ferðafélög. Tilgangur Norska
ferðafélagsins var sá, að vekja
áhuga almenning á þeim slóð-
um innanlands, sem þá voru ekki
öðrum kunnar en „örfáum sér-
vitringum, sem ‘höfðu gaman af
að príla upp á fjöll". Jötiunheim
ar, Harðangursöræfi og önnur há
lendi, sem í dag eru paradís tug-
þúsufnda, bæði sumar og vetur,
voru lokað land fyrir hundrað
árum. Enginn steig fæti á Gall-
höpiggen, hæsta fjaill Noregs
(2468 m.) fyrr en árið 185'0. Og
það voru brezkir fjailiamenn,
sem í rauninni „kenndu Norð-
mönnum sporið“ í fjallgöngum
og öræfaferðum.
Það voru fáeinir áhugamenn
sem stofnuðu „Den norske Turist
forening 21. jan. 1868 undir for-
ustu Thomas Heftye, vel metins
peningamanns í Osló. Hann var
formaður félagsins fyrsbu árin
og reisti fyrsta sæluhús félags-
ins þegar á öðru starfsári þess.
Það sæluhús er nú í eyði, en
elzta starfandi sæluhúsið var
byggt í Gjendebu í Jöturuheim-
um 1872 og er nú margfalt
stærra en það var í upphafi. Á
afmiælisári sinu rekur félagið 50
sæliuhús með 1350 gestarúmum
samtals (auk ótakmarkaðs rúms
fyrir svefnpoka- og vindsængur-
gesti). Stærstu sæluhúsin hafa
sængur fyrir yfir 100 gesti og
geta séð þeim fyrir öllum þörf-
um, eins og almehn fjallagistihús
en sá er munurinn að dvölin í
þesisum sælúhúsum er helmingi
ódýrari en í 'hó'telunum. í hinum
simærri sælúhúsum eru engir hús
ráðendur nema gestirnir sjálfir,
en þar eru matar.bingðir, sem
gestirnir geta notað sér — vitan-
ega gegn bongun.
Norska ferðafélagið hetfur
55.060 mieðlimi. Það kann að virð
ast lítið, en í því sambandi skal
bent á, að flestir hinna stærri
bæja í Noregi eiga sín eigin
ferðafélög, sem reka starfsemi i
nágrenni við sig, en í samvinnu
við aðalfélagið. Ef meðlima-
fjölda þessara félaga væri bætt
við, mundi tailan 55.060 meira en
tvöfaldast.
Stefnuskrá Turistforeningen
er óbreytt frá upphafi: að efla
ferðalög, einkum gönguferðir og
auka kynni af landi og þjóð. Að
þessu skal unnið með :sæluhúsa-
byggingum, vörðun fjallvega, út
vegun báta yfir ár og vötn í
óbyggðum, smíði göngubrúa og
útgáfu árbókar og leiðarlýsinga.
— Eins og sjá má af þessu svip-
ar stefnuskrá Ferðafélags ís-
lands í mörgu til norska félags-
ins, enda var það aðalfyrirmynd-
in, er F.í. var sbofnað, fyrir rúm
um 40 árum.
— Því má bæta við, að nátt-
úrufriðun er ei'tt þeirra mála,
sem Norsk Turistforening vinn-
ur að. Meðal annars að vinna á
móti virkjun fagurra fossa, %vo
sem Vöringfoss i Harðángri, sem
nú er i 'hæftu vegna 'þess að það
er ódýrara að virkja 'hamn en
sum önnur vatnsföill, sem minni
náttúruprýði eru. „Fallegar stúlk
ur eru alltaf útgengiilegri en
ljótar", segja þeir um Vörning-
foss.
Esská.
Ekið á kyrr-
stæðan bíl
EKIÐ var á G-4754, sem er hvít-
ur Volkswagen, þar sem bíllinn
sbóð fyrir utan hús númer 13
við Þingholtsstræti milli klukk-
an 13:30 og 18:30 á föistudag. Við
ákeyrsluna dældaðist vinstra
afturbrebti bílsins.
Rannsóknarlögreglan biður
ökumanninn, sem tjóninu olli,
svo og vitni, ef einhver voru,
að gefa sig strax fram..
Breytmgar a rekstri Habæjar
VEITINGAHÚSIÐ Hábær, sem
tók til starfa 6. apríl 1965, var
frá upphafi með öðru sniði en
tíðkazt hefir um veitingahús hér
í Reykjavík og annars staðar á
landinu. Er ástæðan sú, að stofn
endurnir — feðgamir Svavaar
Kristjánsson og Hreiðar Svav-
arsson — fitjuðu upp á þeirri
nýjung að hafa þar allt í kin-
verskum stíl, bæði skreytingu
húsakynna og þá rétti, sem stað
urinn lagði áherzlu á.
Nú hefur sú breyting orðið, að
Svavar er orðinn einn eigandi
Hábæjar og gerir á honum gagn-
gerar breytingar. Hefir hann
þegar fengið ýmis ný bæki í eld
hús og á von á fleiri á næstunni,
en auk þess hafa verið gerðar
breytingar á sbærri sal neðri
hæðar. Skreytingar þær, sem
þar voru fyrir gluggum, hatfa
verið teknar niður og veggurinn
verið klæddur með sandblásinni
kanadiíiskri risatfuru. Hefir salur
inn tekið miklum stakkaskiptuim
v ð þetta, en er þó enn með kín-
verskum svip, því að skreyting
í lotfti er óbreytt. Arinn sá, sem
verið hetfÍT í bláa salnum niðri
hefir einnig verið lagtfærður.
í Hábæ verður eftir sem áður
lögð aðaláherzla á kínverska
rétti, og i þeim tilgangi hafa
kínverskir matreiðlsumenn ver-
ið ráðnir að veitingahúsinu á
ný til að standa fyrir matargerð
af því tagi, sem tíðkazt með
þjóð þeiirra. Hetfir annar þess-
ara manna starfað um 10 ára
skeið v:ð kínverskt veitingahús
í London.
Borðsalurinn niðri í Hábæ