Morgunblaðið - 11.02.1968, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.02.1968, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1968 t Þjóðkjörið- eða flokkskjörið þing? EINS OG kunnugt er, gerðist það til tíðinda við Alþingiskosn- ingarnar í sumar, að hinar ýmsu kjörstjórnir túlkuðu kosningalög in hver á sinn hátt. Almenningi var ekki alls kostar Ijóst, hvern- ig hið nýkjörna þing myndi skipað. fyrr en það kom saman í haust og kvað sjálft upp úr- skurð í málinu. Allir voru sam- dóma um, að hér þyrfti breyt- ingar við, og svo bar við, að ríkisstjórnin og flestir and- stæðingar hennar virtust á einu máli um, hvernig ætti að koma í veg fyrir annan eins rugling. f hinu nýframkomna frumvarpi dómsmálaráðherra er þannig gert ráð fyrir, að flokknum verði ó- heimilt að bjóða fram nema einn lista í hverju kjördæmi. Ég er á mjög svo annarri skoðun. Mér finnst stefna þessi varhugaverð og óheppileg. Vona ég, að menn virði það á betri veg, þótt ég leyfi mér þess vegna að tsika til máls. Það má ef til vill segja, að mér sem útlend- ingi komi málið ekki við (þó að þessa vandamáls gæti auðvit- að víðar en hér), enda er ég hinn fáfróðasti um hætti og hefð- ir íslenzkra stjórnmála. En mig langar samt að varpa fram nokkrum spurningum. Hvers vegna á að banna flokk að bjóða fram meira en einn lista Hvers vegna á að kref jast þess, að meirihluti flokksstjórnar verði að samþykkja lista? Vilj- um við ekki þjóðkjörið þing frem ur en flokkakjörið? Er okkur ekki annara um lýðræði en flokksræði? Hefur ekki allur þorri fólks fjarska lítil áhrif á tilnefningu frambjóðenda? Eru það ekki tiltölulega fáir menn, er ráSa og raða framboðunum, sem þjóðin á svo aðeins að stað- festa á eftir? Var það ekkí einmitt mikill ávinningur, að Alþýðubandalag- ið fékk að bjóða fram bæði Magnúsarlista og Hannibalslista hér í Reykjavík? Að kjósendur fengu einu sinni meira að segja til um, hvaða menn þeir vildu senda á þing, heldur en þegar hinar raunverulegu kosningar fara fram á flokksfundum, og kjósendur mega svo bara segja já og amen við? Úrslitin sýndu vel, að Þjóðarviljinn nýtur sín betur, þegar fleiri listar eru leyfðir frá einum og sama flokki. Á nú að fara að banna það? Tökum annað dæmi. Það getur komið fyrir, að í kjördæmi, þar sem flokkur er viss um tvö sæti, *éu þrír jafngildir frambjóðend- ur. Nú gefur það auga leið, að það er ekki hægt að koma þrem- ur mönnum fyrir í tveimur efstu sætum lista, en það vandamál mætti einmitt leysa með því að gefa kost á tveimur eða þremur listum. Og er það ekki langt um betra, að almenningur fái að láta f ljósi óskir sínar, en að málið sé til lykta leitt, áður en tjöld- in eru dregin frá? Kostimir eru margir fyrir flokkinn (auk þess sem fleiri kjósendur geta fundið lista víð sitt hæfi): hver fram- bjóðandi verður að leggja sig allan fram, engin hætta er á, að flokksbrot sitji hjá, ftokkurinn getur áunnið sér hylli víðar. Þá er það flokknum í hag að eiga marga verðuga frambjóðendur — sem draga að mismunandi hópa kjósenda — í stað þess að þeir verði tilefni til sundrungar inn- an flokksins. Út á við standa allir saman, öll atkvæði koma flokknum til góða og þjóðin fær síðasta orðið, eins og ætlazt er til, þar sem á að rikja lýðræði. Mér fínnst sem sé sjálfsagt að leyfa hverjum flokki að bjóða fram fleiri en einn lista (eins og núgildandi kosningalögin gera reyndar ráð fyrir), og ég skil ekki betur en að það hljóti að koma sér vel fyrir alla, bæði flokka og kjósendur — nema þá fyrir flokk með mjög strangan flokksaga, þar sem eng in frávik frá línunni em látin viðgangast. Þetta sýndi sig ágæt- lega hér í Reykjavík síðastliðið sumar, og afstaða kommúnist- anna þá var eins og við mátti búast. En af hverju ætla hinir flokkamir nú að hjálpa þeim að viðhalda flokksaga? Það er erfitt að hugsa sér miður áríð- andi verkefni. Að sjálfsögðu em skoðanirnar fleiri en stjórnmála- flokkamir. Þess vegna er það mikilvægt, að hátt sé til lofts og vítt til veggja í lýðræðisleg- um flokki, að ólíkar skoðanir fái að koma í Ijós, ekki ein- ungis bak við tjöldin, heldur einnig í heyranda hljóði, þannig að þjóðin geti skorið úr á kjör- dag. I ríkj um, þar sem pólítíska hefðin er fastmótuð, er einkum hætta á kyrrstöðu í stjórnmál- unum. Það er til að mynda oft unnt að segja til um það fyrir- fram, með nokkurri nákvæmni, hverjir munu ná kjöri. Þegar hlutfallið milli flokkanna er til- tölulega stöðugt, er það þess þess vegna mikilvægt, að kjós- endum séu ekki þar að auki fengnir í hendur kjörseðlar, þar sem allt er klappað og klárt. Ég er hræddur um, að það mundi síður en svo glæða áhuga fólks á stjómmálum. Nú lýsa blöðin því yfir, að endir sé bundinn á skollaleik- inn, en hann var eiginlega úr sögunni strax með úrskurði al- þingis síðastliðið haust — þaðan í frá vissu allir, hvernig lögin skyldu túlkuð. Hvað er þá því til fyrirstöðu, að flokkarnir fá að bjóða fram fleiri en einn lista? Ef kosningalögin þurfa breytinga við, ætti það að vera til þess að tryggja enn þennan rétt. Ég held, að það myndi stuðla að því, að Alþingi verði áfram þjóðþing, en ekki flokka þing Ef til viH getur það líka komið því til leiðar, að meira samræmi verði á milli stétta, kynja o.s.frv. í þjóðfélaginu ann- ars vegar og í þinginu hins veg- ar: það er augljóst að hlutföll in eru heldur en ekki skökk. (Þá mætti einnig athuga, hvort ekki væri unt að bæta tiltöl- una milli íbúafjölda og þing- mannafjölda kjördæmanna —en það skiptir kannski minna máli, því að Reykjavík hefur að vísu of fáa þingmenn, en Reykvík- ingar vírðast eiga þeim mun hæg- ara um vik að ná framboði úti á landi.) Mér finnst reyndar, að vald flokkanna sé of mikið einnig á kjördaginn. Það ætti að vera einn þáttur leynilegra kosninga og einkamál, hvort maður notar atkvæðisrétt sinn eða ekki. Ég verð að viðurkenna, að ég varð bæði hneykslaður og hissa, þeg- ar ég sá fulltrúa flokkanna í sjálfri kjörfundarstofunni Það minnti mig helzt á það, sem skrifað stendur: og liann fann fann í helgidóminum þá, sem seldu naut og sauði og dúfur, og víxlarana sitjandi þar. Ég ■fast um, að úrslitatölurnar breytist til muna fyrir allt erf- iði og alla smalamennsku flokk- anna á kosningadaginn. Tillögunni um breytingu á kosningarlögunum hefur ekki verið veitt mikil athygli, en það er gömul reynsla, að einstakling- num ber að gæta sín alveg sér- staklega, þegar stjóm og and- staða eru sömu skoðunar. Ef þetta mál er athugað rækilega, virðist mér augljóst, að frum- varpið sé spor í öfuga átt. Það er óþarft að stuðla að auknu valdi flokkanna. Þeir mega sin mikils eins og er. f dag er hætt- an sú, að einstaklingurinn verði að þoka algjörlega fyrir fjöld- anum. Flokkamir eru til manns- ins vegna, eigi maðurinn vegna flokkanna. Reykjavík, 28. jan. 1968. Sven Magnus Orrsjö MARGIR telja, að nú sé upp runnið harðindaskeið í þróun leikhúss á íslandi, þ. e. a. s. tíminn meðan sjónvarp sé slík nýlunda, að fáir geti frá því vikið, hvað þá hyggi til að sækja dægrastyttingu í greipar annarra fjölmiðla. Það er eflaust rétt, að sjónvarp dragi nokkuð úr að- sókn leikhúsanna skamma hríð, eða þar til fólk er búið að gera sér grein fyrir því, hvað það vill sjá í því og hvað ekki, en ég hef enga trú á því, að menn snúi ba'kí við leiklist af þessum orsökum. Á bernskuárum kvikmynda- gerðar beittu framleiðendur svip uðum aðferðum við að segja sögu og notaðar eru í leiklist. Á síðar; árum hafa beztu kvik- myndagerðarmenn hins vegar tekið að leggja meiri og meiri áherzlu á þá möguleika, sem þeir hafa fram yfir leikhús- ið. — Leikhús getur ekki keppt við kvikmyndir í að segja spenn andi sögu með því að bregða upp atburðamyndum, hvað þá Vönduð og vinsæl sýning íslenzks lelkrits: „Hart í bak“ í Iðnó. Myndin er af Helgu Valtýrsd ðttur og Steindóri Hjörleifssyni í hlutverkum sinum. • * / m Ornólfur Arnason skrifar um | I i K LIS iT Leikhús t irátt fy rir sjó nvari p tælt menn til að gera sér ferð í annan bæjarhluta, kaupa að- göngumiða og horfa á skemmt- un svipaða þeirri. sem þeir geta notið í eftirlætisstólnum sínum heima. Þetta er augljóst. Skyldi þetta nú vera mikið vandamáil. Svar: Nei. — Leik- húsið þarf sáralítið að breyta starfi sínu til að varast að fást við efni, sem gera má betri skil í kvikmyndum eða sjónvarpi. Möguleikar kvikmyndar um- fram leiksýningu eru einkum algert frelsi í tíma og rúmi, — og að geta sýnt okkur það, sem athyglin beinist að, með snögg- um umskiptum frá ýmsum sjón- arhornum í mismunandi fjar- getur auðveldlega verið marg- lægð, auk þess hve kvikmynd falt nákvæmari útlitsliking veru Ieikans en leiksýning. En Ieikhúsið hefur bæði í verkefnum og starfsaðferðum verið mjög að fjarlægjast eftir- Iíkingu ytri veruleika aftur á síðustu áratugum, meira að segja áður en kvikmyndalist tók að komast til nokkurs telj- andi þroska. Til dæmis er yfir- leitt farið að era leiktjöld miklu einfaldari og þau fyrst og fremst sett í samband við hugmyndir verka eða sniðin til að hjálpa leikurunum, en ekki gera þeim erfitt fyrir. Þótt kvikmyndir noti sér yfir- burði sína til snöggra umskipta í tíma og rúmi, tekst þeim yfir- leitt verr en leikhúsi að vekja imyndunarafl áhorfenda og fá þá til að dragga afályktun. Ein- mitt sú stöðuga meðvitund áhorf andans í leikhúsi, að um raun- verulega atburði er ekki að ræða, kemur til Ieiðar hluttöku vitsmuna hans og dómgreindar í því, sem flutt er af sviðinu. Áhorfandinn í leikhúsi er þess betur minnugur, að ekki er að- eins verið að segja sögu persón- anna eins og hún hefur verið eða gæti hafa verið í raun- verulegu Iífi, heldur er verið að skoða lífíð frá ákveðnu sjónarhorni eða leggja áherzlu á þá þætti eða atburði í lífí persónanna, sem hafa almenn- ara gildi frá félagslegu, sálfræði- Eitt athyglisverðasta innlenda leikhúsverk hér: „Homakórall" í Þjóðleikhúsinu. Myndin er af Róbert Amfinnssyni í hlutverki kölska. legu, ethisku eða metafísisku sjónarmiðL Leiklist er ennþá það Iistform, sem á hugtækastan, lífrænastan og skiljanlegasta hátt fæst við túlkun mannlegra tilfinninga, samskipta og vandamála. Lang- mikilvægasti hlekkur leiklistar er Iifandi fyrir sjónum njótandans, — þ. e. leikarinn. í leikaranum birtast allar þær hugmýndir höfundar og leikstjóra, sem á annað borð komast til skila. Án leikarans verður engin leiklist. Við eigum því láni að fagna hér á íslandi, að í tiltölulega fá- mennum hópi leikarastéttar eru nokkuð margir góðir listamenn. Þessi hópur fólks er bezta líf- trygging íslenzks leikhúss í dag. Við eigum enga arfleifð frá fyrri kynslóðum, — engar hefðir og engar teljandi leikbókmenntir. Um langt skeið ríkti mikil ládeyða í leikritun á íslandi, eða þar til nú síðustu ár, er nokkrir rithöfundar hafa loks tekið að sýna þessu Iistformi áhuga. Segja má, að engin stór- virki hafi svo sem verið unnin enn í samningu innlendra leik- rita, en nokkrir höfundar hafa skotið upp kollinum, sem sýna betri og betri þekkingu á lífi sviðsins og eru til alls vísir. Bæði leikhúsin í Reykjavík hafa lagt íslenzkum leikritahöf- unum Iið eftir megni og oft vandað vel til uppfærslu verka þeirra, þótt sum Ieikritanna hafi ýmist verið klaufalega samin eða höfundunum lítið niðri fyr- ir. Þótt auðvelt sé að gagnrýna leikhúsin fyrir slíkar sýningar, verður að horfa fram í tímann og reyna að gera sér ljóst, að jafnvel dálítið misheppnaðar sýningar nýrra íslenzkra leik- rita geta orðið hérlendri leik- ritun til gagns, ef lærdómur er dreginn af mistökunum og þau hverfa smátt og smátt úr sög- unni. Þannig þróast öll Isit. Ef verulega er vandað til verk efnavals og uppsetninga leikhús anna í Reykjavík, hef ég enga trú á, að þau þurfi neinu að kviða um aðsókn. Fáar sýning- ar þeirra á undanfömum árum hafa verið svo slæmar, að betur hefði verið heima setið yfir þeim sjónvarpsþáttum. sem nú eru sýndir á íslandi, eða þeirri dag- skrá .sem vænta má hér á næstu árum, ef miða má við útsend- ingar sjónvarpsstöðva á öðrum Norðurlöndum sem leneur hafa starfað en bin is'enzka Að minnsta kosti er alveg óhugs- andi, að fólk, sem að nokkru ráði hefur vanizt því að sækja andlega UDnörvun og íbugun- arefni á sýninear leiVKúsa. hætti því vegna sjónvarps og kvik- mynda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.