Morgunblaðið - 17.04.1968, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.04.1968, Qupperneq 12
 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 196« 12 Framkvæmdaáætlunin til umræðu í Nd. ÖNNUR umræða Framkvæmda- áætlunarinnar fór fram í neðri deild í gær. Matthías Á Mathie- sen mælti fyrir nefndarálitíi meiri hluta fjárhagsnefndar deildarinnar, en hann lag'ði til að frv. yrði samþykkt óbrejrtt. Minnihlutinn, sem Vilhjálmur Hjálmarsson hafði orð fyrir, lagði til að frumvarpið yrði sam- þykkt, en með nokkrum breyt- ingum. Við umræðu gagnrýndi Matt- hías Bjamason þá meðferð máls- ins að leggja fram frumvarp, en gefa ekki skýrslu um fram- kvæmdirnar, svo að þingmönn- um gæfist kostux á áð gera sér vel grein fyrir því, hvernig verja ætti sumu af því fé, er hér væri farið fram á heimild til að nota. Framsögumaður meiri hlutans hefði ekki séð í ræðu sinni á- stæðu til að skýra út þessi at- I Undanþága stýrimanna miðist við 30 tonn í stað 60 á land- róðrarbátum. Breytingattillaga samþykkt í neðri deild 4 PÉTUR Sigurðsson mælti í gær fyrir nefndaráliti sjávarútvegs- nefndar í neðri deild fyrir frv. um atvinnuréttindi skipstjórnar- smanna, er frv. bom til annarrar umræðu í gær. Lagði nefndin fram allmargar breytingartillög ur á frv. og voru þær allar sam- þykktar. Helztu breytingarnar eru, að lágmarksaldur til fiski- mannaprófs er talinn 19 ár, en til farskipaprófs 20 ár. Þá er gert ráð fyrir, að stýrimenn á farskipum verði a.m.k. 6 mán- uði í siglingum til útlanda til að öðlast full réttindi. í>á e? einn- ig breytt ákvörðun efri deildar við meðferð þar, að ekki þurfi stýrimenn á landróðrabáta ef þeir eru undir 60 rúmlestum. Er takmarkið fært niður í 60 rúm- lestir. í Breyting n víxillögum — samþykkt í neðri deild í gær NEÐRI deild afgreiddi í gær sem lög frá Alþingi frumvörp PétUrs Benediktssonar um breyting á lögum um víxla og tékka. Eru frv. þess efnis, að greiðslu og gerð, er varðar tékkarétt og yíxilrétt svo og afsögn, er fara eigi fram á degi, er bankar eru almennt lokaðir megi fresta til næsta virka dags á eftir frídegi. Er frv. flutt til samræmis við þá háttu, að veita frí á þeim dög um, sem ekki eru löghelgir frí- dagar, t.d. laugardagsfrí um sumur svo og frí 17. júní og um verzlunarmannahelgi. Lögmenn geti valið innheimtuaðferðir EINS og kunnugt er, var lagt fram á Alþingi í vetur frv. um breytta skipan í meðferð einka- mála í héraði, að því er tekur til innheimtu vissra fjjr- greiðslna. Var frv. ætlað að hraða afgreiðslu þessara mála. Efri deild samiþykkti fpv., en við aðra umræðu í neðri deild var samþykkt breytingartillaga, er flutt var samkv. beiðni Lög- mannafélags íslands. Samkv. breytingunni er lögmönnum í sjálfsvald sett, hvort þeir beita hinni nýju inniheimtuaðferð eða ekki. Var frv. samþ. til 3ja um- ræðu, með smábreytingum öðr- um. riði fyrir þingmönnum; en fram- sögumaður minni hlutans hefði hins vegar gert það eftir mætti. Mótmælti Matthías Bjarnason vinnubrögðum sem þessum, og sagði, að enda þótt hann viður- kenndi nau'ðsyn og nytsemi frum varpsins, teldi hann enga ástæðu til að gefa ekki skýrslu um mál- ið. Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra, sagðist vissulega geta fall- ist á, að æskilegra hefði verið að geta gefið skýrslu um fram- kvæmdirnar, svo og að leggja frumvarpið fyrr fram. Hinsveg- ar hefðu málin þróast þannig, að ekki hefði unnizt tími til að leggja málið fyrr fram. Auk þeirra tóku til máls þeir Sigurvin Einarsson og Gísli Guð- mundsson. Var frumvarpið samþykkt með 26 samhljóða atkvæðum til þriðju umræðu. Ný lög flá Alþingi: Félagsstofnun stúdenta EFRI deild Alþingis afgreiddi í gær sem lög frv. um Félagsstofn un stúdenta. Var frv. flutt að beiðni Stúdentaráðs og Háskóla- ráðs. Efni laganna er í stórum dráttum, að komið er á fót Fé- lagsstofnun stúdenta, er tekur að sér allar byggingar og fyrir- tæki, er stúdentar ráku áður, einir eða í samvinnu við Há- skólaráð. Stúdentagarðamir munu t.d. verða reknir af þess- ari stofnun og nýir garðar reist- ir á vegum hennar. Nýtt trv. um Aburðarverksmiðjuna: Ríkið kaupi hluta- bréf einkaaðila — á fimmföldu nafnverði í GÆR var tekið til fyrstu um- ræðu frv. meiri hluta landbún- aðarnefndar neðri deildar um heimild til handa ríkisstjóm- inni um að kaupa hlutabréf einkaaðila í Áburðarverksmiðj- unni h.f. á fimmföldu nafnverði. Er frv. öðrum þræði flutt að beiðni landbúnaðarráðherra. Jónas Pétursson (S) mælti fyr ir meirihlutann. Sagði hann að frv. væri flutt öðrum þræði að ósk landbúnaðarráð- herra og samkvæmt ósk Búnað- arþings. Eyjóifur K. Jónsson (S) sagði, að hann hefði verið andvígur því í landbúnaðarnefnd að frv. hefði verið flutt. Sagði Eyjólfur, að oft hefði verið um það rætt, að nauðsynlegt væri að breyta skipulagi Áburðarverksmiðjunn- ar h.f. Sú athugun hefði yfir- leitt beinzt að því, að ríkið næði eignarhaldi á hlutabréfum ein- staklinga og félaga. Hefði hins vegar engin athugun farið fram á því, með hverjum hætti væri eðlilegast að skipuleggja félagið sem traust og heilbrigt hlutafé- lag, með útgáfu jöfnunarhluta- bréfa og hlutafjáraukningu líkt og gert hefði verið hjá Eimskipa félagi íslands h.f. og Flugfélag- inu. Benti Eyjólfur á, að í sam- bandi við slíka endurskipulagn- ingu væri eðlilegt að auðvelda bændum að gerast beinir eign- araðilar að Áburðarverksmiðj- unni h.f., en ekki hefði farið fram rannsókn á því, hvernig því væri bezt fyrirkomið. Virt- ist þó eðlilegast, að slík athuga- un færi fram á vegum verk- smiðjunnar sjálfrar, enda ætti ríkið þar meirihluta. Eyjólfur upplýsti í ræðu sinni, að framkvæmdastjóri verk- smiðjunnar, hefði sagt á fundi með nefndinni, að sín persónu- lega skoðun væri sú, að hluta- félagsformið væri síður en svo til trafala, og engar tafir hefðu orðið af þess völdum við undir- búning stækkunar og endurbóta á verksmiðjunni. Lagði ræðumaður á það á- herzlu, að hann teldi enga á- stæðu til að hraða afgreiðslu málsins nú á síðustu dögum þingsins, og með hliðsjón af þvi, hve undirbúningur væri lélegur, legði hann til að málinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar í trausti þess, að hún frmkvæmdi þær breytingar, er ræðumaður gat um. Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra sagði í ræðu sinni, að engin ástæða væri að ætla, að eins og komið hefði fram í ræðu Magnúsar Kjartanssonar og Ágústs Þorvaldssonar, að ríkinu tækist ekki að notfæra sér kaup heimildina, ef hún væri veitt. Hluthafar hefðu verið tilleiðan- legir til að selja hluti sína á sex földu nafnverði, en nefndin legði til, að þeim yrði goldið fimmfalt nafnverð. Taldi ráðherra líkur á, að stærstu hluthafamir vildu ganga að þessu boði, og væri þá auðvelt að sannfæra hina minni. Auk þeirra tóku til máls Magn ús Kjartansson (K) og Ágúst Þorvaldsson (F). Tillaga Eyjólfs K. Jónssonar var felld með 21 atkv. gegn 2. og frv. vísað til þriðju umræðu. Embættisbústaðir ræddir í Neðri deild Guðmundur Sigurjdnss. Skákmeistari íslands 1968 NOKKRAR umræður urðu um frv. ríkisstjórnarinnar um breyting á lögum um embættis- bústaði. Vilhjálmur Hjálmars- IMý lög um gjaldmiðil EFRI deild Alþingis afgreiddi í gær sem lög frá Alþingi stjórn- arfrumvarp um gjaldmiðil ís- lands. Var frv. flutt til að safna saman og samræma áður gild- andi lög um mynt landsins. Helztu nýmæli laganna er, að bankar og sparisjóðir eru nú ein- ir skyldaðir til að taka við greiðslum í einu á meira fé en (600 kr. í slegnum peningum. son (F) flutti tillögu til rök- studdrar dagskrár um að taka næsta mál fyrir, vegna þess, að ekki væri rétt að gera þessar breytingar á þessum tíma, er æ erfiðara reyndist að fá menn til gegna vissum embættum úti á landsbyggðinni. Var sú tillaga felld með tals- verðum atkvæðamun. Þá var einnig rædd tillaga Magnúsar Kjartanssonar (K) um að biskupbústaður nyti ekki sérstöðu, nema ef hann væri í Skálholti. Sú tillaga var felld með 20 atkv. gegn 6. Var frv. samþykkt til þriðju umræðu. Til máls tóku við umræðuna Gunnar Gíslason, Gísli Guð- mundsson, Halldór E. Sigurðs- son Magnús Kjartansson og Vilhjálmur Hjáímarsson. GUÐMUNDUR Sigurjónsson varð efstur í landsiiðsflokki á Skákþingi ístLands, sem lauk í fyrrakvöld. Guðmundiuæ hlaut 9% vinning og titilinn Skákmeist ari íslands 1968. Annar varð Haiukur Angantýsson mieð 9 vinn inga. í þriðja til sjötta sæti urðu þeir Bjöm Þorsteinsson, Frey- steinn Þorbergsson, Jón Krisit- insson og Magnús Sókmumdsson, með 6 vinmnga hver. Sjöundi og áttundi urðu Bragi Kristjáns- son og Gunriar Gunnarsson með 514 vinning hvor. í neðstu sœi- unum urðu þeir Björn Theódórs son, Halldór Jónsson, Ingimar Halldórsson og Jónas Þorvaids- son með 3 vinninga hver. Þeir Goiðmundur og Hauikur þóttu bera af öðrum keppendum og töpuðu hvorugur skák. Annars vísast um úrslitin nánar til töflu. Sigurvegari í meiistaraflokki varð Jóihann Ö. Sigurjón&son með ? vinninga (af 9 mögutl.). Annar varð Jóhann Þ. Jónsson með 6% og í þriðja til sjötta sœti þeir Júlíus Friðjónsson, Ólafur H. ÓI- afsson, Bjarni Magnússon og Andrés Fjeldsted með 6 vinn- inga hver. Sigurvegari í 1. fllokki varð Héiðar Þórðarson með 5 vinn- imga (af 7 mögul.) Annar varð Guðjón Gunnarsson með 414 og þriðji Ragnar Þ. Ragnarsson með 4 vínninga. í 2. flokki sigraði Eyjólfur Halldórsson með 514 (af 7 mögu- 1). Annar varð Einar M. Sig- urðsson Maut 5 vinninga og þriðji Steingrímur Steinþórsson með 414 vinning. Kristján Guðmundsson sigraði í unglingaflokki, hlaut 614 (af 7) og Benedikt Zoéga varð annar með 6 vinninga. t>--------------------------- Tvö innbrot um páskana TVÖ innbrot voru framin um páskana. Brotinn var sýningar- gluggi í skartgripaverzlun að Laugavegi 70 og stolið úr honum tveimur karlmannsgullhringum að verðmæti 8000 krónur. Þé var brotizt inn í vaktarskúr BP á Laugarnesi og stolið þaðan tveim ur „labb-rabb“-tækjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.