Morgunblaðið - 17.04.1968, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1968
saman. En þú kemur nú ekki
með mér, nema þú hafir sætt þig
við þá hugsun, að ég kunni að
hafa drepið konuna mína. Hitt
væri ekki heiðarlegt, hvorki
gagnvart mér, eða sjálfri þér.
Þýðir það sama sem, að þú
hafir drepið hana?
Nei, sannarlega ekki. Hann
isit á hana með gleðisvip. Þú
mátt ekki trúa, að þetta sé nein
játning. Það á ekki við mig að
vera að koma með neinar játn-
ingar. Fyrst og fremst hef ég
alltaf talið það ósið að vera að
hrella saklausa með manns eigin
sök. Það er sama sem að láta vin
sinn geyma fyrir sig tíma-
sprengju. Með því setur maður
hann í hræðilegan vanda —
annaðhvort verður hann að fara
í lögregluna, í sjálfsvörn, eða
þá að vera vini sínum tryggur og
springa í loft upp. Fjandans
slæmt ástand. Hugsaðu þér
bara Júdas, sem hengdi sig.
Eigum við ekki heldur að
tala um eitthvað annað? spurði
hún kvíðin.
Jú en við höfum bara ekki
komizt að neinni niðurstöðu.
Víst höfum við það, hvísl-
aði hún innilega. Þú reyndir
að hræða mig en það mistókst.
Ég skal fara með þér. Og ég veit
alveg með sjálfri mér, að þú
hefur ekki myrt konuna þína.
Hann andvarpaði, eins og von
svikinn. — Ég hataði hana. Og
ég vildi losna við hana. Og ég
var heima á þessum tíma, sem
um er að ræða. Og ég hafði
skammbyssu. Það er því alveg
35
sama, hversu mjög ég reyni til
þess, þá get ég aldrei gefið þér
neina fullkomna tryggingu fyrir
því, að ég sé saklaus. Þessvegna
vil ég að þú getir hugsað þér,
að ég sé það ekki og tekið
mig eins og hvern annan galla-
grip, til dæmis með málhelti eða
ellefu fingur.
— Það er nú ekki alveg sam-
bærilegt, sagði hún.
— Gott og vel, þá tekurðu mig
bara ekki. Segðu, að þú getir
ekki lifað með manni, sem er i
grunaður um morð, og ég skal I
skilja þá afstöðu þína. Segðu
það og þá skal ég hverfa út
um dyrnar hérna og láta þig
aldrei sjá mig framar.
— Gott og vel, sagði hún eftir
nokkra þögn, — þú getur tekið
þessu eins og þú vilt. Mér er
alveg sama þó að þú værir ann-
ar Landru — en ég er reiðu-
búin til að fara burt með þér,
hvert sem þú ferð og lifa með
þér meðan þú vilt hafa mig.
— Þetta var betra, sagði hann
og kinkaði kolli.
Langa stund þögðu þau bæði.
Svo spurði hún: — Er það vegna
lögreglufulltrúans, að þú vilt
fara burt?
— Nei. Öðru nær. Lögreglu-
fulltrúinn kom til sögunnar í til-
efni af því að ég ætlaði að fara.
Kannski ekki alveg, en að vissu
leyti. Anna komst að því, að við
vorum eitthvað að búast til að
fara . . .
— Við?
— Já, þú og ég. Síðan fór hún
beint í lögregluna til að kæra
mig.
Alexa þagnaði aftur. Hún
reyndi að koma skipulagi á tafl-
ið. Sumt kom heim, annað ekki.
— Þú hófst undirbúning undir
að fara úr landi? Ekki sagðirðu
mér neitt af því. Ekki fyrr en
núna.
— Ég ætlaði að gera það, en
þá kom dálítið fyrir. Ég neydd-
ist til að bíða og sjá til ...
átta mig. Gera það upp við sjálf-
an mig, hvort ég vildi komast
burt eða ekki.
Hún gekk til hans og lagði
armana um háls honum. — Þú
átt við, að þú afréðst að fara
burt með mér, meðan hún var
enn á lífi?
— Já, vitanlega.
— Já, en hún hefði aldrei gef
ið þér eftir skilnað.
— Það var mér vel ljóst.
— Já, en þá gátum við ekki
gift okkur.
— Hverju breytir það? Fólk
getur búið saman, þó að það sé
ekki gift. Við erum von-
andi myndug og lifum ekki á
miðöldum.
Hún lét armana síga og gekk
frá honum. Og þegar hún tók
til máls aftur, var röddin ró-
leg, eins og ekkert væri um að
vera. Og nú? Nú, þegar þú ert
frjáls? Hvernig líturðu nú á mál
ið?
— Eins og áður. Ekkert ligg-
ur á. Borgarstjóraskrifstofurnar
eru opnar fimm daga á viku. Og
alltaf reiðubúnar til þjónustu,
þegar hver vill.
Vitanlega hefði allt þetta ekki
átt að vera neinar fréttir í henn-
ar augum. Hann hafði aldrei
nefnt giftingu á nafn, og hún
ályktaði fljótfærnislega ef hún
hélt að þetta „að fara burt sam-
an“ þýddi eitthvað annað og
meira en í orðunum lá. En engu
að síður var hún særð og von-
svikin og hún fann tárin leita
út úr augunum. Hún varð að
herða sig upp til þess að geta
haft hemil á þeim.
— Fyndist þér það ekki gera
málið einfaldara, ef við giftum
okkur? sagði hún. Hún fann, að
hún roðnaði. Þarna var hún,
stúlkan. að bera udd bónorðið.
— Nei, sagði hann, — það
held ég ekki. Við byrjum á byrj-
uninni, af því að við viljum vera
frjáls og óháð. Ef við giftum
okkur, yrðum við eins og tveir
samhlekkjaðir fangar að reyna
að flýja.
Hún horfði lengi á hann og
reyndi að skilja hann. En svo
ljómaði andlit hennar snögglega.
— Já, en ef þú hefur aldrei al-
varlega hugsað um að giftast
mér, þá var hún ekki neinn
þrándur í götu?
— Hver? spurði hann, enda
þótt það væri augljóst mál, við
hverja hún átti.
— Anna. Er það rétt, að hún
hafi ekkert staðið í vegi fyrir
þér? Hún endurtók spurninguna
með framandlegri rödd, sem var
eins og í kráku.
— Vitanlega er það satt. Hver
hefur haldið því gagnstæða
fram?
— Enginn. En þáð er ég alveg
viss um, að gamli fauskurinn
heldur.
— Æ, gleymdu honum. Nú kem
ur að mér að segja: „Eigum við
ekki heldur að tala um eitthvað
annað?“
Hann lagðist á legubekkinn og
teygði úr sér. Hann lokaði aug-
unum og hvíldi limina, eins og
eftir mikla líkamlega áreynslu.
— Segðu mér eitt, sagði hún,
meðan hann var að fitla við
hnappana í kjólnum hennar. —
Mundirðu líka fara þó að ég
segðist ekki vilja koma með þér?
Fingur hans stirðnuðu og
hann horfði á hana með ótta-
svip.
— Ertu kannski að segja, að
þú komir ekki með mér? Rödd-
in í honum var framandleg, lík-
ust bergmáli.
— Svaraðu mér. Mundirðu
það?
Hann hikaði andartak. — Nei,
það mundi ég ekki. Svo bætti
hann við: — Nei, það held ég
ekki, að ég gæti ... Ég hlýt að
vera djúpt snortinn. Skrítið,
finnst þér ekki?
— Sumir kalla það að vera
ástfanginn, sagði hún og leit á
hann.
— Þú varst að gera að gamni
þínu, var það ekki? Vitanlega
kemurðu með mér.
— Já, víst geri ég það. Það
veiztu vel.
Hann hneppti frá kjólnum
hennar og dró hann upp yfir
höfuð á henni. Hörund hennar
var enn með vott af sólbruna frá
sumrinu.
— Nei, það vissi ég ekki. Sem
snöggvast tókst þér að gera mig
hræddan.
Þegar Nemetz kom í skrifstof
una sína þennan morgun, beið
Kaldy hans þar, og tilkynnti, að
Jósef Klein, hinn skóarinn, sem
hafði orðið fyrir barðinu á hefni
girni Önnu Halmy, löngu áður
en byltingin hófst, hefði flutzt
til Kamaron, sem var bær,
skammt frá tékknesku landa
mærunum. Það var því óhætt að
strika hann út af skránni yfir
hina grunuðu.
INNHEIMTUFÓLK
Óskum að ráða innheimtufólk til starfa á daginn
og eða á kvöldin. Góð kjör.
Tiiboð sendist Morgunblaðinu fyrir miðvikudags-
kvöld merkt: „Innheimtufólk — 5167‘‘.
Hrúturinn 21. marz — 19. april. í
Vandamál dagsins stendur í sambandi við framleiðsluna. Lausn- J
in, sem þér dettur í hug, er frumleg, en gæti verið brot á samn- t
ingum eða tollaákvæðum. Láttu ekki Skapið hlaupa með þig 1 7
gönur. Lagni gefur miklu betri raun.
Nautið 20. apríl — 20 maí.
Nokkurs kulda gætir, ef til vill af völdum öfundar. Kannski
eru þetta eftirköst vegna undanfarandi velgengni, Haltu þig að
vinnu þinni, og segðu ekki neitt. Þetta lagast með kvöldinu.
Tvíburarnir 21. maí — 20. júní.
Fyrir þá sem eru undir þessu merki er það léleg uppbót að
skrifa bréf í stað þess að hafa persónuleg samskipti, en í dag
gæti það þó verið ákjósanlegra. Ljúkið af bréfaskriftum. Takið
til á heimilinu.
Krabbinn 21. júní — 22. júlí.
Þetta er einn af þessum leiðindadögum, þegar öll veröldin
virðist ómöguleg. Vinnusemi er bezta kækningin við slíku skapi.
Tekjumöguleikar eru með betra móti í dag.
Ljónið 23. júlí — 22. ágúst.
Útgjöldin eru með mesta móti í dag, en er þar átt við bein
fjárútlát. Kannski er bara komið að þér að greiða þinn hlut í
sameiginlegum kostnaði. Líttu á þetta sem lið í heildarútgjöldum.
Jómfrúin 23. ágúst — 22. september.
Engin vandkvæði á að losna við peningana í dag. En sá á kvöl-
ina sem á völina og þú átt ekki nægilegt fé til að gera allt sem
þig langar til. Leitaðu eftir meira fé á nýjum stöðum.
Vogin 23. september — 22. október.
Oll múg- eða félagsstarfsemi getur verið varhugaverð í dag,
hvort sem er í hópgöngum eða með þátttöku í félagsmálasjóðum
Frestaðu þátttöku í sliku. Bezt að fara með gát núna.
Drekinn 23. október — 21. nóvember.
Botninn dettur skyndilega úr eftirsóknarverðum hlutum í dag
og einhver kann að rjúka upp á.nef sér. Forðastu fjöldasamkom-
ur, en gefðu þig að nauðsynlegum störfum.
Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember.
í dag getur ofsahrifning gengið of lamgt, þar sem hún kann
að valda misskilningi á áhugamáli þínu. Haltu áfram rannsókn-
um, en losaðu þið við hversdagsstörfin fyrst.
Steingeitin 22. desember — 19. janúar.
Þitt framlag til lausnar á vandamálum heimsins, er að gera
það sem í þínu valdi stendur þar sem þú ert. f dag geturðu
mjög lítið aðhafst annað en vinna nenjuleg störf. Ef til vill
kemurðu auga á betri leið til árangurs seinna.
Vatnsberinn 20. jánúar — 18. febrúar.
Það kemur þér á óvart hve mörg Ijón eru á veginum I dag.
Byrjaðu snemma og leggðu til hliðar allt, sem ekki er nauð-
synlegt í augnablikinu.
Fiskarnir 19. febrúar —20. marz.
í dag viltu endilega bregða sverði og brandi og vaða fram
til orustu. En þú ættir að halda þig frá öllu slfku, nema þín
eigin velferð sé í veði. Farðu snemma að hvíla þig I kvöld.