Morgunblaðið - 27.04.1968, Side 3

Morgunblaðið - 27.04.1968, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUií fl. APRÍL 1968 3 14. ÞING Slysavarrfifélags ís- lanðs hófst s.I. firruntudag, þing- ið sitja 166 fulltrúar víðs- vegar að af landinu. Á þessu ári eru liðin 40 ár frá stofnun félagsins og var þess minnst við þingsetninguna. Þingið hófst með guðsþjón- þjónustu í Dómkirkjunni og pre- dikaði biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson. Síð- an hélðu þingfulltrúar til Slysa varnahússins við Grandagarð og þar setti forseti félagsins, Gunnar Friðriksson, þingið með ræðu, en ávörp fluttu forseti ís- lands herra Ásgeir Ásgeirsson, Eggert G. Þorsteinsson sjávar- útvegsmálaráðherra, Geir Hall- grímsson borgarstjóri og Ólafur Albertsson kaupmaður í Kaup- mannahöfn. Við háborðið á Slysavarnafélagsþinginu. — Ljósm.: Kr. Ben. Þing Slysavarnafélags íslands — -K Minnzt 40 ára afmœls félagsins -K Þjó&lífið kallar sífellt á meira og fjölbreyttara slysavarnastarf, sagði forseti félagsins, Gunnar Friðriksson Á fundi þingsins í gaer var Guðm. Guðmundsson skipstjóri á tsafirði kjörinn forseti þess, og til vara Gróa Pétursdóttir og Björn Pétursson 'Akranesi. Aðalritari þingsins var kjörinn Geir Ólafs- son. Lagðir voru fram reikningar fyrir 2 siðustu ár og fjárhags- áætlun fyrir tvö næstu ár. Þá voru flutt 7 erindi um einstök mál félagsins. Forseti Slysavarnafélagsins, Gunnar Friðriksson flutti skýrslu um störf félagsins á ár- imu 1966—1967 við setningu þings Ans. í oipphafi máls síns minnist Gunnar tveggja látina félaga, þeirrra séra Sigurðar Einarsson- ar í Holti og Tómasar Hjaltason- ar lögregluiþjóns. Vottuðu við- staddir minningu hinna látnu virðingu með iþví að rísa ú,r sæt- um. þ Gunnar skýrði síðan frá því hvernig til hefði tekizt með fram kvæmd þeirra mála er síðasta landsþing fól stjórn félagsins að hrirrda í framkvæmd. Aðild félagsins að bandalagi til vamar umferðarslysum. Eitt af fyrstu verkefnum ný- kjörinnar stjórnar S.V.F.I. var að vinna að samkomulagi um skipulagsbreytingar á fyrirhug- uðum landssamtökum til varnar umferðarslysum. Voru samtökin stofnuð 8. júní 1966 og hlutu nafnið, Varúð á vegum. Tilnefndi stjórn S.V.FÍ. Björn Pétursson formann slysavarnardeildarinnar á Akranesi, sem fulltrúa sinn í stjórn þeirra og er hann nú for- maður samtakanna. Stjórn Slysavarnarfélagsins samþykkti að bjóða samtökunum án endurgjalds húsnæði og að- gang að skrifstofuvélum og síma fyrir starfsemina, svo og að leggja þeim til starfsmann til eins árs. Var þetta tilboð þegið og tók Sigurður Ágústsson, um- ferðafulltrúi félagsins starfið að sér. Hefur sú skipan haldist ó- breytt. Forseti Slysavarnarfélagsins lýsti því yfir sem skoðun stjórn- arinnar, að skipan þessara mála væri óheppileg til frambúð- ar, þ.e. að bæði S.V.F.Í. og Var- úð á vegum störfuðu hlið við hiið að sömu verkefnum. Hefðu komið fram hugmyndir um að breyta þessu fyrirkomulagi og að tengja samtökin S.V.F.Í. nán- ar. . Björgunarnámskeið. Þá gat Gunnar Friðriksson um það að 13. landsþingið hefði sam þykkt að koma á björgunarnám- skeiðum í samvinnu við Land" helgisgæzluna, hefðu slík nám- skeið nú verið haldin og al- menn ánægja væri með fram- kvæmd þeirra. Jafnframt hefði verið í undir- búningi að efna til þjálfaranám- skeiða í skyndihjálp, og væri á- formað að bjóða 6 fulltrúum úr Reykjavík og nágrenni. Yrði val fulltrúa sérstaklega við það mið að, að þeir gætu og vildu, að námskeiði loknu, tekið að sér að kenna og þjálfa meðlimi björg- unarsveitanna, svo og að annast Itinnslu á almennum námskeiðum á vegum félagsins. Mun þessi starfsemi hefjast á sumri kom- anda. Tilkynningarskylda skipa. Forseti gat um að undanfarin ár hefði starfað nefnd að þeim málum á vegum sjávarútvegs- og samgöngumálaráðuneytisins, og ætti S.VF.Í. aðild að nefndinni, sem nú hefði skilað tillögum sín- um. Væru þær nú til frekari at- hugunar hjá sjávarútvegsmála- ráðherra, en segja mætti að það væri nú komið á þann rekspöl, að óhætt væri að fullyrða að það kæmi í höfn áður en langt um liði. Umferðamál. I samvinnu við framkvæmda- nefnd hægri umferðar, var Hannesi Hafstein falið að standa fyrir stofnun umferðaröryggis- nefnda í dreyfbýlinu. Sagði for- seti "S.V.F.Í. að Hannes hefði unnið mjög ósleitilega að þessu verkefni og hvorki sparað tíma né erfiði og hvarvetna notið mjög góðrar fyrirgreiðslu deild- anna. Væri nú stofnun nefnda þessara lokið, og væru þær yfir eitt hundrað. Ú tgáf ustarf semi. Félagið hefur að undanförnu gefið út þrjá bæklinga varðandi umferðarmál og dreyft þeim, og einnig glitmerki til almennings. Þyrilvængja. S.V.F.Í. lagði til helming kaup verðs þyrilvængju á móti Land- helgisgæzlunni. Hefur þyril- vængjan verið í notkunn frá 1965 og reynst hið þarfasta tæki, en jafnframt hefur orðið ljóst að við erfið skilyrði kæmi stærri og kraftmeiri vél til meiri nota. Fer nú fram könnun á kaupum slíkrar vélar í samvinnu við Landhelgisgæzluna, og má vænta þess að kaupin komist í kring á næstunni. Björgunarsveitimar. Farið hefur fram endurskipu- lagning björgunarsveitanna og á tveimur s.l. árum hafa verið stofnaðar nýjar björgunarsveitir á eftirtöldum stöðum: Borgarfirði Staðarsveit, Stykkishólmi, MýJ vatnssveit, Vopnafirði, Borgar- firði eystra, Fáskrúðsfirði, Reyð Gunnar Friðriksson í ræðustól. arfirði og Selfossi. Þá hafa kvennadeildir verið stofnaðar á Hofsósi, Mývatnssveit og Vopna- firði og nýlega var einnig stofn- uð slysavarnardeild á Sóltjarn- arnesi. Fjármál félagsins. Þá vék forseti að fjármálum félagsins og sagði, að það væri mikið ánægjuefni, að tekjur þær, sem deildir félagsins skila því, hefðu farið sívaxandi að undanförnu. Mætti í því sam- 'bandi nefna að tvo mán- uði þessa árs hefðu deild- irnar afhent 2 millj. kr., og væri það svipuð upphæð og þær skil- uðu allt árið 1967. Væru þó ó- komin framiög frá mörgum deild um. Mest væri framlag kvenna- deildarinnar í Reykjavík, en hún hefði afhent 720 þús. kr. Sagði forseti, að á engan væiri hallað, þó að sérstaklega væri getið frábærs dugnaðar frú Gróu Pétursdóttur, formanns deildar- Neskaupstað, 26. apríl — • MIKILL afli hefur verið lagður hér í land í vetur og hefur Hrað frystihús SÚN nú tekið á móti 2600 tonnum, mest þorski og ufsa- Hæsti báturinn, sem rær héðan er Sveinn Sveinbjörnsson með 900 tonn. Geysimikil vinna hefur verið hér í vetur við nýt- ingu aflans og oftast unnið langt fram á kvöld. Á sama tíma í fyrra var vart hægt að segja að uggi hafi verið lagður á land hér. Nú hafa þau ínnar. Einnig ræddi forseti um nokkr ar gjafir sem félaginu hafa bor- izt. Stærstu gjafirnar sagði hann vera gjöf frá Katrínu Soebeck umboðssala, og manns hennar T. Júlíusar Júlinussonar fyrrver- andi skipstjóra, en þau gáfu fé- laginiu 'húseign að verðmæti 1% millj. kr.: Dánargjöf hjónanna Vigdísar Jónasdóttur og Friðriks Tómassonar, Hringbraut 115, er arfleiddu félagið að verðmætum að upphæð 825 þús. kr., og dán- argjöf hjónanna Margrétar Hall dórsdóttur og Magnúsar Berg- manns Friðribssonar, Njálsgötu -31, er arfleiddu Kvennadeild S. V.F.Í. í Reykjavík að eignum, sem námu að verðmæti 900 þús. >kr. í lok ræðu sinnar sagði Gunn- ar Friðriksson: Félagið hefur nú starfað í 40 ár og verður þessa merka áfanga minnst hér sér- staklega á þinginu. Eins og fram hefur komið hér að framan, er félagið enn í vexti, og sýnir það, að þjóðlífið kallar sífellt á meira og fjölbreyttara starf á þessu sviði sem öðrum, og að félags- samtökin hafa fylgt kalli tím- ans. En þrátt fyrir, að geysimik- ið hafi áunnizt á þessu tímabili, og að mörg af upphaflegu verk- efnum félagsins megi nú teljast komin í viðunandi horf, þá blasa alltaf við ný og .ný verkefni á næsta leiti, sem samtökin verða ávailt að vera reiðubúin að leysa. Að lokinni ræðu forseta fé- lagsins fluttu ávörp forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson Eggert G. Þorsteinssom sjávarút- vegsmálaráðherra, Geir Hall- grímsson borgarstjóri og Ólafur Albertsson kaupmaður í Kaup- mannahöfn sem hefur verið gj aldkeri slysavarnardeildarinn- ar Gefion í 15 ár, eða frá stofn- un hennar. Færðu þær félaginu árnaðaróskir í tilefni afmælis þess. Bauð forseti íslands þing- fulltrúum i heimsókn að Bessa- stöðum í dag. tíðindi gerst að atvinnurekendur hafa sagt upp sammngum við verkalýðsfélög hér. Á fundi hinn 22. apríl samþykktu þeir að segja upp gildandi samningum og miðast uppsögnin við 1. júní 1968. — Ásgeir. í hinum almennu verkföllum, er voru hér í marzbyrjun sömdu aðiiar á Neskaupstað nokkru fyrr en annars staðar á landinu. Um 2% munur mun vera á samningum þessum og þeim er tókust um landið. Atvinnurekendur segja upp samningum r STAKSTEIMR Ritstjóraskiptin við Skírni Tímnn ræðir í fyrradag um rit stjóraskiptin við Skírni og segir m.a.: „Virðist sem forseti Bók- menntafélagsins, Sigurður Lín- %■ dal, hafi ráðið hinn nýja rit- stjóra og vikið hinum úr starfi, án þess að bera málið undir stjórn og trúnaðarráð Hins ís- lenzka bókmenntafélags, þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um. Virðist sem forsvarsmenn félagsins hafi staðið frammi fyr- ir gerðum hlutum forsetans, en til að firra frekari vandræðum hafi þorri stjórnar og trúnaðar- manna setið hjá við atkvæða- greiðslu um málið. Er upplýst í Morgunblaðinu í gærmorgun að aðeins einn hafi greitt at- kvæði með Sigurði." Blaðið heldur síðan áfram og segir: „Út af fyrir sig er ekkert við það að athuga, þótt skipt sé um ritstjóra að tímariti með hæfi- v legu millibili, og leitað sé til nýrra manna um slíka forsjá. Gerist slíkt yfirleitt með góðn samkomulagi allra aðila, enda jafnan reynt í þroskuðum fé- lagsskap að hinn nýi maður og skoðanir hans falli sem flestum félagsmanna í geð...... Nú hefur Sigurður Líndal lýst því yfir, að hugmyndir hans, séu þær, að „í framtíðinni myndi Skírnir flytja meira af heiðarlegri bókmenmtagagn- rýni.“ Þetta er mikið og gott fyrir- heit, og viljum við þó taka sér- staklega undir, að bókmennta- gagnrýni í elzta og virðulegasta bókmenntatímariti á Norður- löndum þurfi umfram allt að vera heiðarleg. Virðist Sigurður Líndal telja Ólaf Jónsson manna hæfastan til að framfylgja rökstuddri og heiðarlegri bókmenntagagnrýni í þessu virðulega riti. Kom þó strax fram við atkvæðagreiðslu í stjórninni að sú skoðun á sér þar formælendur fáa. Full yrða má þó að hlutföllin sén enn óhagstæðari forsetanum, ef kannaður væri vilji al- mennra félagsmanna Hins ís- lenzka bókmenntafélags." Loks segir Tíminn: „Þeir sem fylgzt hafa með bókmenntaskrifum í blöðum undanfarin ár, hafa að sjálf- sögðu kynnzt bókmenntaviðhorf um Ólafs Jónssonar, og mati hans á rithöfundum. Hefur hann margt gott gert í þeim efnum. Hann mun m. a. hafa verið upphafsmaður og aðal- hvatamaður að því að blöðin komu sér saman um að veita silfurhestinn einu sinni á ári fyrir bezta skáldverkið. Eins og r kunnugt er, hefur hesturinn ver ið veittur tvisvar, en í bæði skiptin hefur Ólafur haft mikil áhrif á úrslitin, og haldið mjög fram einum manni og einni bókmenntastefnu. I fyrra skiptið hafði Guðbergur Bergs- son næstum borið sigurorð af Snorra Hjartarsyni, og varð að kjósa tvisvar, áður en Snorri sigraði, en í síðara skiptið sigraði stefna Ólafs með því að Guðbergur fékk silfurhestinn. Gengur silfurhesturinn síðan manna á meðal undir nafninu Sokki — með ljótu forskeyti. Og er nú spurningin þessi hvort það hross eigi eftir að fara á kostum í Skírni, virðBlegasta < bókmenntatímariti á Norður- löndum.“ Af þessum ummælum Timans virðist ljóst að blaðið telur, að þær aðfarir, sem hafðar voru við ritstjóraskiptin hafi ekki verið með þeim hætti, sem sæmi- legur geti talizt. Vafalaust hafa menn mismunandi skoðanir á því en væntanlega muna aöilar gera nánari grein fyrir viðhorf- um sínum til málsins en þegar er komið fram.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.