Morgunblaðið - 27.04.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.04.1968, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1968 Ólöf Magnúsdóttir Hnífsdal - HINN 18. febrúar s.l. andaðist frú Ólöf Magnúsdóttir frá Hnífs- dal í sjúkrahúsi ísafjarðar, eftir langa sjúkdómslegu. Var hún jarðsett í Hnífsdal 24. febrúar að viðstöddu fjölmenni. Ólöf Magnúsdóttir var fædd að Hóli í Bolungarvík 24. nóvem- ber 1909. Var hún því á 59. ald- ursári er hún lézt. Foreldrar hennar voru myndarhjónin Helga Ólafsdótir og Magnús Tyrfingsson búendur á Hóli. Ólst hún þar upp 1 fjölmennum og mannvænlegum systkina- thópi. Um tvítugsaldur leitaði hún sér mennta í Reykjavík og dvaldi þá m.a. á heimili Jóns Helgasonar biskups og síðar hjá Axel Tuliníus sýslumanni, skátahöfðingja og íþróttafröm- uði. Tókst traust vinátta með Ihenni og þessu merka og góða fólki. Síðan lá leið Ólafar aftur heim til átthaganna. Hún giftist 8. desember 1938 Einari Stein- dórssyni framkvæmdastjóra og um langt skeið oddvita í Hnífs- dal, hinum ágætasta manni. Var heimili þeirra jafnan me.ðal fremstu heimila í byggðarlag- inu. Eignuðust þau hjón eitt bam er lézt við fæðingu. En tvö börn, Hansínu og Ágúst, tóku þau í fóstur, ólu upp og önnuð- ust af hinu mesta ástríki. Var Hansína kjördóttir þeirra. Er hún nú gift og er búsett á ísa- firði. Ágúst lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri vorið 1964. Er hann nú kvæntur og er búsettur í Nes- kaupstað. Ennfremur ólu þau Ólöf og Einar upp elzta son Hansínu, Einar Val, sem nú er 11 ára. Ólöf Magnúsdóttir var mikil mannkosta kona. Hún var félags lynd með afbrigðum og tók mik- inn þátt í félagslífi í Hnífsdal. í allri framkomu var hún frjáls- leg og elskuleg. Er það ekki of- mælt að hún hafi notið vinsælda allra er kynntust henni. Óeigin- girni hennar, glöð lund og dreng Minning skapur sköpuðu henni allsstaðar traust. Ólöf bar langvinnan og erf- iðan sjúkdóm af kjarki og æðru- leysi. Lífsgleði hennac entist henni fram í andlátið. Á heimili hennar og Einars Steindórssonar ríki innileg hlýja og gestrisni. Var öll sam- búð þeirra eins elskuleg og hugsazt gat. Framkoma þeirra mótaðist ævinlega af góðvild og hreinskiptni. Minnist ég gest- risni þeirra og alúðar frá fjöl- mörgum heimsóknum á heimili þeirra og fjölþættri samvinnu við hinn starfsama og dugandi oddvita. Það var sama, hvernig á stóð. Hjá Ólöfu og Einari var ævinlega allt hið bezta sjálfsagt, og eðlilegt. Mikið skarð er nú fyrir skildi á heimili míns gamla og trausta vinar. Að honum og fóstUrbörn- unum þremur er harmur kveð- inn. En minningin um ljúfa og góða eiginkonu og móður er huggun harmi gegn. Ólafgr Magnúsdóttur er af öllum minnzt með virðingu og inni- legu þakklætL Vinir hennar og heimilis hennar senda eigin- manni hennar og ástvinum öll- um einlægar samúðarkveðjur. S. Bj. Nauðimgaruppboð Eftir kröfu Ólafs Þorgrímssonar hri. fer fram nauð- ungaruppboð að Mávahlíð 25, hér í borg, mánudaginn 29. apríl n.k. kl. 3.30 e.h. og verður þar selt: ískista, hakkavél og búðarvigt, talið eign verzlunarinnar Krónan Greiðsla fari fram við hamarshögg. _______________Borgarfógetaembaettig í Reykjavik. Dráttarvagn Dráttarvagn óskast til kaups. Upplýsingar í síma 81104. Naiiðnn garuppboð sem auglýst var í 4., 6. og 8. tbl. Lögbirtingablaðs 1968 á Haðarstíg 6. þingi. eign Braga E narssonar, fer fram eftir kröfu Iðnaðarbanka íslands h.f. og Gjaldheimt- unnar í Reykjavík á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 30. apríl n.k. kl. 3 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Ssvraa-M 30280 32262 UTAVER Pilkinton’s tiles postulínsveggflísar Stærðir 11x11, 7^x15 og 15x15 cm. Mikið úrval — Gott verð. Skákin tekur mikinn tíma frá náminu SKÁKÞINGI fslands lauk nú um páskana. Eins og kunnugt er sigraði Guðmundur Sigur- jónsson mótið og varð íslands meistari í skák. Annar varð Haukur Angantýsson, einn af yngri skákmönnum okkar. Þá fór einnig fram Hraðskákmót íslands og þar sigraði Björn Þorsteinsson, sem er einn af traustustn skákmönnum okk- ar. Við spjöllum lítillega við þá af þessu tilefnL „Hngsa að Friðrik blandi sér í baráttuna“ Guðmundur Sigurjónsson Skákmeistari íslands annað sinn á Skákþingi íslands nú um páskana. Guðmundur sigr aði einnig í Haustmóti Tafl- félags Reykjavikur, svo að segja má, að hann hafi staðið sig vel á skákmótum í vetur. Með sigri sínum á þessum tveimur mótum hefur hann tryggt sér rétt til að taka þátt í Reykjavíkurmótinu í vor. — Já. Mótið var fremur erf- itt, en það hefur oft verið erfiðara, enda var mótstilhög un mun léttari nú, aðeins tefld ein skák á dag. Haukur Ang- antýsson veitti mér líka harða keppni til hins síðasta. — Og þú tekur þátt í stór- mótinu í vor? — Já, ég hef ætlað mér það. Það verður mjög erfitt mót, erlendu gestirnir eru yfirleitt atvinnuskákmenn og mjög sterkir. Ég hugsa þó, að Frið- uð erfitt að tefla mikið með námi og ég held að fari ekki vel saman. — En nú eru nokkuð sterk- ir skákmenn í Háskólanum. Munuð þið ekki keppa neitt á stúdentamótum á þessu ári? — Ja, það verður stúdenta- mót í Austurríki í sumar, en óákveðið er, hvort við sendum menn þangað. Hraðskákmót eru meira til gamans“ Björn Þorsteinsson er einn i hópi okkar reyndustu skák- manna. Hann varð íslands- meistari í fyrra og hraðkkák- meistari nú fyrir nokkrum dög Björn Þorsteinsson rik muni blanda sér í bar- áttuna um efstu sætin. — Krefst slíkt mót ekki tölu verðs undirbúnings? — Jú, en ég get ekki undir- búið mig neitt frekar en ég hef þegar gert. Ég hef teflt mikið í vetur og verð að láta það nægja, því að ég verð að taka forpróf í lögfræði í vor. Að vísu er fyrsta árið frekar létt í lagadeild, en það er nokk Haukur Angantýsson — Hefur þú áður orðið hrað skákmeistari Björn? — Já, ég varð það í hitteð- fyrra. — Hver er munurinn á því að keppa á slíku móti eða á venjulegu skákmóti. — Það er talsverður mun- ur. Hraðskákmótið tekur miklu skemmri tíma, og það er meiri pressa að keppa á hin um mótunum og fylgir því meiri alvara. Hraðskákmót eru svona meir til gamans, enda fylgja því engin sérstök réttindi. Það mega allir keppa þar sem vilja, en ekki keppt í flokkum eins á hinum mót- unum. ■— Þú hefur þá ekki öðlazt rétt til að keppa á Reykja- víkurmótinu í vor með þvi að vinna Hraðskákmótið. — Nei, og það er ekki ör- uggt, hvort ég tek þátt í því. Ég þarf að tefla á svokölluðu sex manna móti til þess að öðlast réttindi þar, en þrír efstu komast á stórmótið. Við sem keppum þar erum Jón Kristinsson, Leifur Jósteins- som, Magnús Sólmundarson, Jóhann Sigurjónsson, Gylfi Magnússon og ég. En ég geri Guðmundur Sigurjónsson mér svona frekar vonir um að komast, en það er eins og ég sagði áðan ekki öruggt. „Minn bezti árangur til þessa“ Einn dimittend úr Mennta- skólanum í Reykjavík er Haukur Angantýsson. Hann er einn efnilegasti skákmaður okkar og varð annar á Skák- þingi íslands. Við spurðum hann að því, hvort hann vaeri ekki ánægður með sína framm stöðu á Skákþinginu. — Jú, svaraði hann, „þetta er líklegast bezti árangur, sem ég hef náð, en annars hef ég frekar lítið teflt í vet ur. Mótið var nokkuð erfitt, en þó var til bóta, að aðeins var tefld ein skák á dag og var það til mikils hagræðis. Áður voru tefldar tvær skák- ir á dag og oft biðskákir. Ég held að þetta nýja fyrirkomu lag hafi orðið til þess, að kepp endur hafi yfirleitt sýnt sína betri hlið. — Er ekki erfitt að taka þátt í svona móti og vera um leið að lesa undir stúdents- próf. — Mótið tók nú ekki svo mikinn tíma frá mér. Ég ein- beitti mér bara þeim mun bet ur gð skákinni, þegar ég tefldi en eyddi litlum tíma í að stú- dera skák utan mótsins og hef svo að segja ekkert gert það í vetur. — Færð þú réttindi til að tefla á stórmótinu í vor? — Já, ég hef réttindi til þess. Guðmundur Sigurjóns- son hefur unnið sér réttindi áður og ég fæ þvi að vera með. Hins vegar get ég ekki tekið þátt í þvi verð í stú- dentsprófum þegar það stend ur yfir. Það hefði vissulega verið gaman að geta +ekið þátt í þvi, en ómögulegt að fara að gera sér neina rellu út af því. Auk þess er ekki hægt að fara út í svona sterkt mót nema undirbúa sig vel og rækilega undir það, en ég hef ekki nóga þjálfun til þess. að bezt er að auglýsa í MIIRGUIiLM Nauðungaruppboð sem auglýst var í 4., 6. og 8. tbl. LögbirtingaMaðls 1968 á Ásgarði 19, þingl. eign Jónanns Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka fslands og Jóhanns Ragnarssonar hrl., á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 30. apríl n.k. kl. 11 árdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðnngaruppboð Eftir kröfu Gunnars M. Guðmundssonar hrL, fer fram nauðungaruppboð að Skipholti 25, hér í borg, mánuidagmn 29. apríl n.k. kl. 2.30 síðdegis og verður þar seld loftpressa, taLin ei-gn Garðar Siðmuncls- sonar. GreiSsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.