Morgunblaðið - 27.04.1968, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.04.1968, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1968 LANDSÞING Slysavarnafé- lags íslands var sett sl. fimmtudag og verður því slit- ið á morgun. Mættir eru til þingsins rúmlega 200 þáttaL- endur víðs vegar að af land- inu, og notaði Morgunblaðið tækifærið og ræddi við nokkra þeirra til að forvitn- ast um starfa deilda úti á landsbyggðinni- Veturinn verður minnisstæð- astur. Fyrsta hittum við að máli Guðmund Guðmundsson, mann slysavarnadeildarinn- ar á ísafirði, og Daníel Sig- mundsson, sem er formaður björgunarsveitarinnar þar. Spurðum við þá um starf kassa. Skýlin eru af tveimur stærðum og flest nýjustu skýl in, sem Slysavarnafélagið hefur sett upp víðs vegar um landið, eru smíðuð á ísafirði. Gizka ég á, að þau kosti rúm lega 100 þúsund krónur með öllum útbúnaði, en öll vinna við flutning og uppsetningu þeirra er ókeypis. Við spyrjum Guðmund um starfsemi kvennadeildarinnar á ísafirði, og hann segir okk- ur; að hún sé þar mjög öfl- ug. — Kvennadeildir gegna mjög veigamiklu hlutverki innan hverrar slysavarna- deildar, því að segja má, að þær beri fjárhag deildanna uppi- Konurnar í deildinni á ísafirði eru mjög starfsamar og halda fjölda funda á ári hverju. Minna er um funda- höld hjá okkur karlmönnun" um, við höldum okkar aðal- fund einu sinni á ári, og eins einn og einn fund af og til ef eitthvað sérstakt er að gerast. ísfirðingarnir Guðmundur Guðmundsson og Daníel Sig- mundsson. deildarinnar og sveitarinnar þar vestra. — í deildinni á ísafirði, segir Guðmundur, eru um 200 félagar, en sveitina skipa um 20 til 30 menn, og það eru þeir, sem fara til hjálpar, ef slys ber að höndum. Verði t.d. sjóslys í okkar umdæmi hringir erindreki Slysavarna- félagsins í Reykjavík í mig sem fornruann deildarinnar og gerir viðvart, en ég hef síð- an strax samband við Daníel, sem kallar síðan björgunar- sveitina út. — Hvernig er með æfingar bj örgunarsveitar innar ? — Við förum út til sam- æfinga öðru hverju, tjáir Dan íel okkur, og miðast þær yfir- leitt við björgun úr sjávar- háska. Æfum við þar aðal- lega meðferð björgunar- tækja, svo sem fluglínutækja. Engar sérstakar æfingar eru varðandi björgun í landi, en við eigum öll tæki, sem þarf til hennar. Störfum við yfir- leitt mjög náið með hjálpar- sveit skáta við landbjargarnir, svo sem leitir að mönnum o.fl. og flestir björgunarsveitar- manna eru þrautþjálfaðir skíðamenn og ýmsum veðrum vanir. Töluverður liður í starfi uppsetning nýrra björgunar- skýla á Hornströndum, og tvisvar til þrisvar á ári för- um við þangað til að líta á á skýlin. Skýíin eru yfirleitt ágæt'lega útbúin, nú orðið eru talstöðvar í þeim flestum, auk vista, fatnaðar, svefn- poka og einfaldasfca lyfja- Bæði Guðmundur og Dan- íel hafa starfað að slysavarna málum á ísafirði í nærfellt aldarfjórðung, og við spyrj- um þá, hvað sé þeim minnis-' stæðast á ferli þeirra innan deildarinnar. Og þeir þurfa ekki lengi að bera saman bæk ur sínar áður en þeir svara: — Minnisstæðast verður okk ur vafalaust veðurhörkurnar nú í vetur, og þær hamfarir, sem þeim fylgdu. Mjög kom til okkar kasta, er sjóslysin urðu við Djúpið, og menn úr björgunarsveitinni okkar leit uðu fjörur á stóru svæði í 3 daga. Erfiðara er að nefna minnisstæðustu björgunina sem við höfum haft með hönd um, þær hafa alla tíð geng- ið áfallalaust hjá sveitinni, og því ekki hægt að nefna -eina annarri fremur, segja þeir fé- lagar að lokum. Þegar á þarf að halda, er hver hönd reiðubúin. Næstan hittum við að máli Ingólf Nikodemusson, for- mann björgunarsveitarinnar á Sauðárkráki. — Björgunarsveitin á Sauð árkróki var stofnuð í októ- ber 1964, segir Ingólfur. Hún telur nú tólf fasfcamenn og eru sex þjálfaðir fyrir björg- un úr óbyggðum, en sex fyr- Ingólfur Nikodemusson frá Sauðárkróki. ir björgun við sjávarsíðuna. — Hvað með tækjakost? — Jú, við höfum fengið nauðsynleg tæki og útbúnað til starfans, en þó vantar okk ur mjög tilfinnanlega burð arfcalstöð. Sem stendur höfum við aðeins tvö labb-rabbtæki og það er ekki nóg. En við höfum góðar vonir um að burðarfalstöðin komi innan skamms. •— Starfið er eingöngu sj álfboðavinna, ér ekki svo? — Jú. >ví miður er dálítið erfitt að ná mönnum saman til æfinga, en samt sem áður, þegar á þarf að halda, þá er hver hönd reiðubúin til að aðstoða okkur. Sem betur fer eru slys fá- tíð hjá okkur, en engu að síður verðum við auðvitað að vera við öllu búin og það reynum við. Sýslan og bæjar- stjórn hafa sýnt sveitinni mikinn skilning og lagt fram fé til hennar og almenningur er einnig sveitinni mjög hlið- hollur. Það kom vel í ljós í leitinni að flugvélinni íhaust, en þá má segja, að hver mað- ur hafi verið fús til að leggja hönd á plóginn. — Hvað eru íbúar Sauðár- króks márgir núna? — Þeir munu vera eitthvað á fjórtánda hundrað og fer fjölgandi- Þama er gott að búa, hitaveita og nóg rafmagn. Það sem okkur vantar er auk inn iðnaður og hann sem fjöl- breyttastan til að unnt sé að nýta til fulls þann vinnukraft, sem fyrir hendi er. — Þegar Sauðárkrók ber á góma, dettur mörgum í hug ... er hún nú með öðru sniði en þegar ég lifði hana sælasta fyrir 30 árum. Þá var hún ætíð haldin í tengslum við sýslufundinn og þá voru sýnd ir sjónleikir í tveimur til þremur húsum og dansað var í jafnmörgum. En það sem mörgum fannst þá setja einna sælastan svip á vikuna voru málfundirnir. Þar stigu í pontu margir fljúgandi mælskumenn, bæði lærðir og leiknir, og málin voru rædd af miklu fjöri. Á eftir fengu menn sér svo snúning. Nú eru málfundir þessir horfnir með öllu. — Það hefur verið góður húsakosturinn þá? — Ojæja. Menn létu sér lítið nægja, hvað húsnæði snertir. En þarna voru Temp- larar með sitt hús, Ungmenna félagið með sitt og til skamms tíma áttu verkamenn líka sitt samkomuhús. Nú er varla nema einu til að dreifa, félagsheimilinu Bif röst, sem er eign sex félaga: Verkakvennafélagsins, Verka- mannafél., Ungmennafél., Leik félagsins, Iðnaðarmannafélags- ins og Kvenfélagsins. En þó Sæluvikan sé nú með nokkru öðru sniði en áð- ur, er bragurinn ætíð sá sami, segir Ingólfur um leið og hann kveður okkur. Ég ætla að leggja svolítið meiri á- herzlu á burðartalstöðina, segir hann í dyrunum. Baráttumál okkar skal ná fram. Sigríður Pálsdóttir er for- maður kvennadeildar Slysa- vairn'afélagsins á Húsavík, sem nú mun vera ein sú stærsta á landinu — miðað við íbúatölu auðvitað. — Deildin var stofnuð 1937 og var frú Lára Jónsson fyrsti formaður hennar. Árið 1961 voru 160 konur í deild- inni, en nú eru þær 262 og hugasömum einstaklingum um stofnun umferðacviku á Húsa vík. Deildin á eitt herbergi í félagsheimilinu og þegar Umferðaröryggisnefnd Húsa- víkur tók til starfa lánaði deildin henni herbergið og þar er nú H—dagurinn til húsa á Húsavík. Ýmislegt fleira gæti ég auð vitað nefnt, en þetta ætti að duga til að sýna fram á, að við höfum ekki setið auðum höndum. — Hvað er mál málanna hjá ykkur núna? — Aðaláhugamál okkar núna er bygging ljósvita á Mánáreýjum og að settur verði hljóðviti í Húsavíkur- vita. Húsavík er nú önnur stærsta, ef ekki stærsta, ver- stöð fyrir smábáta á landinu og því eru þetta brýn hags- munamál fyrir þá, sem sjóinn sækja, og fjölskyldur þeirra. En þetta er líka nauðsyn- legt fyrir aðra en smábát- ana, því það er vitað mál, að Eyjabrekinn hefur grand- að mörgum s kipum og er þess skemmst að minnast, að öllum ber saman um, að á Brekanum hafi brezki togar- inn Kingston Peridot farizt nú í vetur. Þetta er því okkar baráttu mál í dag óg það skal ná fram, segir Sigríður ákveðin að lokum. Skipsáhafnir fái ullarföt um borð SLYSAVARNADEILD, INNI á Eyrarbakka er ekki skipt í karla og kvennadeild eins og víða annars staðar, heldur er aðeins um eina sam eiginlega deild að ræða, og þar heldur kona um stjórn- taumana. Hún heitir Gróa Jakopsdóttir, og við ræddum lítillega við hana. — Hvað eru margir félag- ar í Slysavarnardeildinni á Eyrarbakka? Sigrún Pálsdóttir frá Húsavík. fer stöðugt fjölgandi, segir Sigríður. — Hvað um starfsemina? — Deildin var aðili að byggingu skipbrotsmannaskýl is í Naustavík og eftir að Flatey lagðist í eyði studdi deildin það, að komið yrði upp neyðartalstöð í eyjunni, sem öryggistæki fyrir smábát ana, sem sækja á miðin þarna í kring. Á fyrstu árunum stuðlaði deildin að því með fjárfram- lögum, að einn af stærri Húsa víkurbátunum gæti séð um björgunar- og eftirlitsstarf að vetrinum til og var það til mikils öryggis fyrir alla, sem þar gátu átt hjálpar von. Deildin lagði fram 87.000 krónur í björgunarskútu- sjóð Norðurlands, sem rann til byggingar Alberts á sín- um tíma og 25.000 krónur lagði deildin í sjúkrabíl, ,sem Rauða krossdeildin á Húsa- vík sá um kaup á. Þá hefur deildin unnið mik- ið að umferðarmálum og var hún frumkvöðull að því, að samstarf tókst með ýmsum frjálsum félagasamtökum og á Gróa Jakobsdóttir frá Eyrar- bakka. — Félagar eru um 400 tals ins, og má því segja að flest- ar fjölskyldur í þorpinu eigi fleiri en einn fulltrúa í deild- inni. í mörgum tilfellum eru börnin skráð inn í deildina um leið og þau eru skírð. Þó eru einstaka fjölskyldur, sem eiga engan fulltrúa í deild- inni, en e.t.v. er það meira vegna mistaka stjórnarinnar en viljaleysis fólksins. — Eru félagarnir áhuga- samir í störfum fyrir deild- ina? — Já, sérstaklega konurn- ar og unglingarnir Karlmenn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.