Morgunblaðið - 27.04.1968, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 27.04.1968, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1988 4 -BYGGJA VERÐUR Hátíðahöld í tilefni 60 ára afmælis UMF Biskupstungna Framhald af bls. 1. að hún mundi verða á næstu áratugum og fjalla síðan um sam hengið milli þessarar atvinnu- þróunar og markaðsbandalag- anna í Evrópu og þá fyrst og fremst Fríverzlunarbandalags- ins. Á tímabilinu 1910—1960 hef- ur sú breyting orðið á atvinnu- skiptingunni í landinu, að fólki hefur fækkað mjög mikið hlut- fallslega í frumgreinum þjóðar- búskaparins, þ.e. í framleiðslu *á hráefnum og fyrstu úrvinnslu þeirra en með því er átt við landbúnað og fiskveiðar. Á ár- inu 1910 voru það 63% þess fólks, sem atvinnu stundaði í landinu, sem starfaði í þessum atvinnugreinum, þar af 48% í landbúnaði og 15% við fiskveið- ar. Árið 1960 hafði þessu fólki fækkað í 24% þar af 16% í landbúnaði og 8% við fiskveið- ar. í tölum var þessi þróun sú, að 1910 stunduðu 16.600 land- búnað en 1960 10.100 og 1910 atunduðu 5400 fiskveiðar en 1960 5.600. f landbúnaði hefur verið stöðug fækkun á þessu tímabili en í fiskveiðunum var fjölgun í tölum á tímabilinu 1910—1940 en þá komst fjöldi manna við fiskveiðar upp í 7000 "en fækkaði síðan í 5.600 1960 og sennilega í 5000 1965. Þessi þróun hefur verið sveiflu bennd eins og við var að búaat og á árabilinu 1930—1940 gekk hún miklu hægar en bæði á undan og eftir. Á árunum 1920— 1930 fækkaði fólki í þessum at- vinnugreinum úr 58% í 50% en 1930—1940 út 50% í 46% Þetta sýnir okkur að því örari sem efnahagsþróunin er, þeim mun hraðari verður þessi breyt- ing atvinnuskiptingar. Þá komum við að öðrum þætt- inum, sem er úrvinnsla þ.e. fisk- iðnaður og annar iðnaður, bygg- ingarstarfsemi, framleiðsla raf- magns, samgöngur o.fl. Árið 1910 störfuðu 17% landsmanna við þessar atvinnugreinar en þeim hafði fjölgað í 45% 1960 og sennilega í 49% 1965 og í tölum úr 5.800 1910 í 31.400 1960. Þriðji þátturinn er svo þjón- nstugreinar þ.e. verzlun og við- skipti, t.d. tryggingarstarfsemi, * bankar og innanhúsþjónusta, sem fyrst og fremst var á fyrri hluta þessa tímabils þ.e. heim- ilishjálp. Árið 1910 störfuðu 20% við þessar atvinnugreinar en 30% 1960. Á þessu tímabili hef- ur orðið mikil fækkun í innan- húsþjónustu eða úr 13,6% 1910 í 1,5% 1960. Ef þessi flokkur er því tekin út fjölgar í þjón- ustugreinum eins og t.d. verzlun úr 1200 í 9300 og í annarri þjón- ustustarfsemi úr 1300 í 10.600. Þessi þróun er hliðstæð þeirri þróun, sem orðið hefur hjá öðr- um iðnþróuðum þjóðum og á sér sömu orsakir. Þær orsakir eru fyrst og fremst, að eftir því sem tekjurnar aukast, nota menn þær til nýrra og nýrra hluta. <■ Þegar tekjurnar aukast kaupir fjölskyldan eitthvað meiri og dýr ari mat en notar þó tekjuauk- ann aðallega til annarra þarfa, svo sem kaupa á bílum, heim- ilistækjum o.fl. Við getum einn- ig sagt, að eftir því sem iðn- þróuninni flegir áfram og tekj- urnar aukast nota menn minna og minna efni. Berum t.d. saman húsgögnin í dag og húsgögnin um aldamótin. Húsgögnin sem við notum eru dýrari af þvi meiri vinna er í þau lögð en efnið er ekki meira, heldur jafn- vel minna. Við leggjum upp úr því að fá meira út úr efninu og við leggjum meiri áherzlu á að fá ýmsa persónulega þjón- aistu. Framleiðniaukningin í at- vinnuflokkunum er einnig mjög mismunandi. Framleiðnin eykst mest í grundvallargreinunum t. d. alveg sérstaklega í fiskveið- unum hjá okkur. Framleiðnin í úrvinnslunni eykst einnig mikið en þó ekki eins mikið og í frum- greinunum en framleiðniaukning in er minnst í þjónuatugreinum. Við getum gert okkur betur grein fyrir þessu með því að at- huga tölur frá Efnahagssamvinn stofnuninni, sem gefa glögga mynd af þróun atvinnuskipting- ar í aðildarríkjum stofnunarinn- ar. Þessum löndum er skipt í fjóra flokka. í fyrsta flokkn- um eru þau lönd, sem eru skemmst á veg komin í iðnþró- un (Spánn, Portúgal, Grikk- land, ítalía og Tyrkland) en þar stunduðu 56% frumgreinarnar, 23% úrvinnslu og 21% þjón- ustugreinar. Þetta er nokkurn veginn sama skipting og á ís- landi 1920 og sýnir, að þessi lönd eru á svipuðu þróunar- stigi og við þó. Á því ári voru hlutfallstölurnar hjá okkur þess ar: frumgreinar 58%, úrvinnsla 21% og þjónusta 21%. Sennilega eru tekjur á mann í þessum löndum einnig svipaðar og á íslandi 1920. í öðrum flokknum eru iðn- þróuð lönd V-Evrópu svo sem Beneluxlöndin, Svíþjóð, Sviss V.-Þýzkaland Bretland. Þar stunduðu frumgreinar 9%, úr- vinnslu 52% og þjónustu 39%. f þriðja flokknum er svo þau lönd sem lengst eru komin í iðnþróun, þar sem framleiðni- aukning í iðnaði hefur orðið mest og aukning atvinnu mest í þjónustugreinum. Þetta eru Bandaríkin og Kanada. Þar stund uðu frumgreinar um 9%, úr- vinnslu 38% (Kanada 42%) og þjónustu 54% (Kanada 46%). Loks er svo fjórði flokkurinn sem er nokkuð sérstæður en í honum er ísland, Frakkland og Noregur. Þessi lönd einkennast af því, að nokkru fleiri stunda frumgreinar en hjá hinum iðn- þróuðu þjóðum V-Evrópu og nokkru færri þjónustugreinar. Meðaltalið hjá þessum þjóðum er 22% í frumgreinum, 47% í úrvinnslu og 31% í þjónustugrein um. Þessar þjóðir hafa langtum betri skilyrði í frumgr. en aðrar þjóðir, íslendingar í fiskveiðum, Norðmenn í fiskveiðum og skóg arhöggi, Frakkar í landbúnaði. Samfara iðnþróunimni hefur einn ig orðið meiri aukning alþjóða- viðskipta, sem hafa aukizt miklu meira en sem svarar aukningu framleiðslunnar. Hjá V-Evrópu- þjóðunum hefur framleiðsla imd angengin ár aukizt um 5% á ári að meðaltali og iðnaðarfram- leiðsla 7-8% en útflutningurinn hefur aukizt um 10%. Á árabil- inu 1959-1966 jókst þjóðarfram- leiðsla okkar um 5% á ári en út flutningur vöru og þjónustu um 10% og innflutningur um svip- að. Það er ljóst, að við getum ekki náð nægilegri aukningu í 'hagvexti nema með mikilli aukn ingu í alþjóðaviðskiptum. Jónas Haralz vék síðan að framtíðarhorfum og sagði, að Efnahagsstofnunin væri að reyna að gera sér grein fyrir þróun- inni 20 ár fram í tímann eða til ártsins 1985. Ljóst væri a’ð á þessu tímabili yrði mikil aukning á fólki á atvinnualdri, mun örari aukning en áður. Á þessu tíma- bili mundu 34.000 manns koma á vinnumarkaðinn og væri það 45% aukning. Á árunum 1945 —1965 hefði þessi aukning num- ið um 20 þúsund manns eða 37% og á árunum 1925—1945 um 10 þúsund manns eða 31%. Það er því áberandi meiri fjöldi en áð- ur sem kemur á vinnumarkað- inn og þetta atriði mun hafa mikla þýðingu fyrir þróun al- mennra efnahags- og atvinnu- mála. En hvernig getum við bú- izt við, að skipting verði milli atvinnugreina á þessu tímabili. Það er alltaf erfitt að spá en við getum þó sagt þetta: Ef á að verða ámóta aukning á vel- megun og hefur verið í öðrum löndum og við höfum vanizt að gera okkur vonir um, verður að verða hlutfallsleg aukning í úr- vinnslugreinunum samhliða enn meiri aukning í þjónustugrein- unum en hlutfallslega fækkun í frumgreinunum. Ef þetta verð- ur ekki mun skapast hér svipað ástand og var 1930—1940 þegar hagVöxtur var mjög hægur og atvinnuleysi var landlægt. Á þeim árum jókst fjöldi starfandi manna í þjónustugreinunum svo til ekkert, úrvinnslugreinarnar lítillega og í frumgreinum fækk- aði aðeins úr 49,6% í 46,4%. Það má gera sér í hugarlund, Skálholti, 26. apríl UNGMENNAFÉLAG Biskups- tungna er 60 ára um þessar mundir, eins og fleiri ungmenna félög í Árnessýslu. Það var stofn að á Vatnsleysu á sumardaginn fyrsta 23. apríl 1908, en áður höfðu að vísu tvö unglingafélög verið starfandi í sveitinni um skamma hríð. Afmælisins er minnst með veglegum hátíða- höldum. í gær á fyrsta sumardegi var efnt til samsætis í Aratungu. Hófst það gl. 10,30 síðdegis. Áð- ur en sezt var undir borð söfn- uðust gestir saman úti fyrir dyr um félagsheimilisins og og var þar afhjúpuð mynd eftir Ásmund Sveinsson, myndhöggvara. Mynd þessa, er listamaðurinn nefnir: Ekki verður bókvitið í askana látið, hefur ungmennafélagið keypt og afhenti formaður há- tíðarnefndar félagsins, Sveinn Erlendsson, Dalsmynni eigenda- nefnd Aratungu myndina að gjöf við þetta tækifæri. Hófið sjálft setti formaður há- tíðarnefndarinnar með snjöllu á varpi, en veizlustjóri var Sigurð ur Erlendsson, Vatnsleysu, vara- formaður félagsins. Formaður UMF er Björn Sigurðsson í Út- hlíð, en hann var því miður fjar verandi vegna alvarlegra veik- inda. Aðrir í stjórn eru Gunnar Ingvarsson, Efri-Reykjum og Guðni Lýðsson, Gígjarhóli. Félagar UMF skemmtu sam- komugestum undir borðum með upplestri, söng og myndasýning- Hestarnir voru í Viðey ÞAU mistök urðu á fimmtudag- inn, þar sem greint var frá för út í Engey í því skyni að kanna ástand hestanna, sem þar eru, að mynd var birt með greininni og látið að því liggja að hún væri af hestunum í Engey. Til að fyrirbyggja misskilning skai þess getið, að myndin var tek- in af hestunum, sem eru nú úti í Viðey. að á árunum fram til 1985 muni fjöldinn við fiskveiðar standa í stað eða vera um 5000 manns, í landbúnaði muni verða lítils- háttar fækkun fjölda og mikil hlutfallsleg lækkun eða úr 19% 1965 í 13% 1985. Jafnhliða muni verða nokkur aukning í úrvinnsl greinunum eða úr 49% í 50% en það þýðir mikla aukningu í beinum tölum, úr 37.000 í 55.000, eða 18.000 manna aukn- ingu. Þjónustugreinarnar mundu taka mesta aukningu úr 31,5% í 37% eða úr 23 þúsundum í 40 þúsund en það þýðir 17 þúsund manns. Ef þróunin yrði þessi mundum við 1985 verða komin nálægt þeirri atvinnuskiptingu, sem nú er í þróuðustu löndum V-Evrópu. Þetta er ekki hugsað sem spádómur heldur til þess að gefa nokkra mynd af því sem búast má við, ef okkur tekst að ná þeirri aukningu í hag- vexti sem telja mætti eðlilega. Það er svo enn meira álitamál, hvernig þessi fjölgun muni skipt ast á einstakar atvinnugreinar. Við verðum þá að gera ráð fyr- ir að hinn almenni iðnaður verði að taka a.m.k. 8000 manns, fisk- iðnaðurinn taki varla meira en 1000—2000 manns og byggingar- starfsemi 3000—4000 manns. En hvernig á þetta að gerast Hvaða greinar iðnaðarins eru liklegastar til vaxtar? Margir leggja höfuðáherzlu á fiskvinnsliu Þeir segja, að við eigum ein- stök tækifæri til frekari vinnslu fisks, sem við flytjum nú út lítið unnin.' Ég gerði þetta mál að umræðuefni á ráðstefnu Verk fræðingafélagsins og skal hér aðeins geta þess hverjar mínar niðurstöður voru. Ég sagði, að það gæti margt verið rétt í því, að við ættum að leggja áherzlu á meiri vinnslu fisks, en þeir sem héldu þessu fram gleymdu um. Fjölmargar ræður voru flutt ar og bárust félaginu margar kveðjur og rausnarlegar gjafir. Var samkoman öll með miklum menningar- og myndarbrag. Næsta sunnudag hinn 28. apríl gengst félagið fyrir barnasam- komu í Aratungu og hefst hún með guðsþjónustu kl. 2 síðdegis. Afmælishátíðinni lýkur síðan á Gísli Magnússon því, að við höfum engar sér- stakar aðstæður umfram aðra til fullvinnslu sjávarafurða. Það er ekki hægt að færa nein rök fyr- ir því, að slík fullvinnsla sé ein hver sérstök gull náma fyrir okk ur, og það er vafalaust engin tilviljun hve lítið þessar grein- ar hafa þróazt hér. Aðrir svara því til, að við eigum að leggja áherzlu á að nýta ódýra orku fallvatnanna og byggja hér upp orkufrekan iðnað. Og einmitt þetta hefur verið gert í sambandi við Búr- fell og Straumsvík. Það má segja það saima um þessa lausn og hina fyrstu. Það er erfitt að sjá, að við höfum yfirburði í þessum efnum fram yfir aðrar þjóðir sem skipti megin máli. Og þeir yfirburðir sem við höf- um fara minnkandi. Þá komum við að þriðja svar- inu. Af hverju þurfum við endi- lega að byggja á hráefni eða orku sem fyrir er í landinu, til þess að efla iðnað. Getum við ekki byggt á hugkvæmni, dugn- aði og menntun fólksins í land- inu. Getum við ekki hagnýtt j okkur yfirburði í þessum efnum eins og t.d. Svisslendingar og Danir. Mín skoðun er sú að þarna liggi aðalsvarið. Ef við eigum að geta náð þessu marki miklum hagvexti og aukningu velmegunar verður þetta að ger- ast jafnhliða aukinni fiskvinnslu og uppbyggingu orkufreks iðn- a’ðar. Annað mál er það, að ekki er hægt að gefa neina forskrifc fyrir slíkri þróun. Iðnþróunin í öðrum löndum hefur orðið á 1 grundvelli framtaks einstaklinga og félaga með fyrirgreiðslu rík- iBvaldsim sem hefur byggzt á því að skapa réttar aðstæður og skilyrði. Þetta verður einn- ig að gerast hér. Ef ríkisvaldið þriðjudagskvöld 30. apríl og verð ur þá haldin kvöldvaka í Ara- tungu, er Ijúka mun með dans- leik. Verður ungmennafélögum úr næstu grannsveitum boðið til þeirrar kvöldvöku. Á afmælis- daginn kom blað UMF Bergþór út. Er þar rakin ítarlega saga félagsins af Arnóri Karlssyni, Bóli. — BJE. Stefán Edelstein sjálft á að taka forustuna mun þróuninni verða beint fyrst og fremst að stóriðnaði eins og ál- inu. Því miður hefur efnahagsþró- unin undanfarin ár beinzt inn á brautir, sem ekki er varan- legur grundvöllur fyrir. Við höf- um lent í enn einu síldarævin- týrinu, sem nú torveldar okkur vöxt á traustari grundvelli. Við höfum einbeitt okkur að síldar- gróða en jafnhliða vanrækt aðra þætti atvinnulífsins. Meginverk efni næstu ára er að s kapa grundvöll fyrir alhliða þróun, en ekki sé einungis miðað við innlendan markað heldur einnig miðað við útflutning. Reynslan segir okkur, að án þess að út- flutningur aukist náist ekki ör hagvöxtur. Ekkert af þessu getur þó orð- ið nema með þátttöku okkar í viðskiptasamvinnu landanna í kringum okkur. Þess vegna eig- um við nú að hugsa til þátt- töku í EFTA. Við getum hvorki aukið fiskvinnslu, orkufrefcan iðnað né annan iðnað til útflutn- j ings nema með slíkri þátttöku. Ef við stöndum utan við slíka samvinnu, þýðir það viðskipta- lega og efnahagslega einangrun, ,sem aftur þýðir stöðnun eða ,beina afturför. Ég vil ekki gera •lítið úr þeim erfiðleikum. sem fylgja slíkri þátttöku, svo sem ,tollvernd iðnaðarins og aðstöðu erlendra fyrirtækja til atvinnu- •starfsemi hér á landi. En allt þetta er þó tiltölulega smávægi- legt saman borið við þau megin atriði, sem ég hefi hér reynt a’ð draga upp mynd af varðanr1i þróunina hérlendis næstu 20 ár- in. Vonir fólksins í landinu um aukna velmegun á næstu árum ,og áratugum munu ekki geta rætzt nema í sambandi við slíkt ■viðskiptalegt samstarf. Tónleikor Tónlistnriélogsins ÞRIÐJU tónleikar Tónlistarfe- lagsins á þessu ári, verða næst- komandi mánudag og þriðjudag, 29. og 30. apríl kliukkan 7 í Aust- urbæjarbíói. Þetta eru píanótónleikar fyrir tvo flygla. Leika þeir Stefán Edelstein og Gísli Magnússon verk eftir Bach, Brahms, Mozart og Milhaud. Þeir Gísli og Stefán hafa áð- ur leikið saman á tvo flýgla í útvarp og með Sinfóníuhljóm- sveit íslands í marz sl. ár, en þar léku þeir konsert fynir tvö píanó eftir Mozart. Gísli hefur nokkrum sinnum áður komi® frarn á vegum Tón- listarfélagsins og einnig nokkr- um sinnum leikið með Sinfóníu- hljómsveitinni. Stefán kemur nú í fyrsta sinn fram á vegum Tónlistarfélagsins. briigði sín yfir stef eftir Haydn upphaflega fyrir hljómsveit. Það var ekki fyrr en síðar að hann skrifaði verkið í heild fyr- ir tvö píanó og þykir það njóta sín þannig með afbrigðum vel. Alkunnur er pínókonsert Moz- arts fyrir tvö píanó og hljóm- sveit. En hann samdi einnig annað stórverk fyrir tvö píanó, sónötuna í D-dúr, sem þeir Gísli og Stefán leika hér núna. C dúr konsert Bach er einn af þremur konsertum er Bach samdi fyrir tvö píanó, en sá eini sem er upprunalega saminn fyr- ir tvö hljóðfæri. Darius Milhaud er Frakki. 1 þessu verki hans, Scalamouche, eru mjög greinileg áhrif frá dvöl hans í Brasilíu, en þar dvaldist hann um skefð sem sendiráðsritari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.