Morgunblaðið - 27.04.1968, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 27.04.1968, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUl J7. APRÍL 1968 13 Guðlaugvr Rósenkranz: Söngleikastarf Þjóðleikhússins Úr Cavalleria Rusticana: Guðmundur Jónsson og Guðrún Á. Símonar. „Brosandi land“, hinn sígildi söngleikur Franz Lehars, er 21. sígildi söngleikurinn, sem Þjóð- leikhúsið sýnir, þ.e.a.s. 13 óperur og 7 óperettur hefur það þegar sýnt. I tilefni þessa þykir mér hlýða að gera nokkuð nánari grein fyrir þessari starfsemi. Ef marka má af skrifum dag- blaðanna á síðastliðnu hausti þegar hópur söngvara, sem kall- ar sig „Óperuna“ hóf starf sitt í Tjarnarbæ, þá virðast blaða- mennirnir, sem þá skrifuðu um þessa óperustarfsemi ekki vita að Þjóðleikhúsið hafi nokkurn tíma flutt óperur. Þá segir Vís- ir t.d. „það er ekki ólíklegt að sunnudagurinn 19. nóvember, þegar íslenzka „Óperan“ tók til starfa að Tjarnarbæ, verði síðan talinn merkur atburður í ís- lenzku tónlistarlífi." Höfundur- inn heldur sýnilega að aldrei fyrr hafi verið uppfærð ópera á íslandi. Tíminn segir um sama atburð: „Þetta er gert til þess að gefa íslendingum kost á að hlýða á sígildar óperur í hefð- bundnum stíl“, og enn segir Tím inn „Verðskuldar þessi sýning fyllilega að henni sé gaumur gef- inn og að menn sannfærist um með eigin eyrum og augum hvers íslenzkir söngvarar eru líkleg- ir til í framtíðinni.“ Það virðist vera gengið út frá því að ís- lenzkir söngvarar hafi aldrei fyrr sungið í óperu. Og gagn- rýnandi Alþýðublaðsins spyr: „Gæti ekki nákvæmlega sams- konar starfsemi rúmast í Þjóð- leikhúsinu?" Það verður ekki annað séð en að honum sé alveg ókunnugt um að í Þjóðleikhúsinu hafi nokkurn tíma verið upp- færð ópera. Fyrsta óperan, RIGOLETTO, eftir Verdi, með íslenzkum söngvurum í öllum hlutverkum að einu undanskildu og með frægasta og vinsælasta óperusöngvaranum, sem ísland hefur átt, Stefáni Islandi, í aðal- hlutverkinu, var frumflutt á veg um Þjóðleikhússins 3. júní 1951, eða rúmu ári eftir að Þjóðleik- húsið tók til starfa. Var hún þá sýnd 29 sinnum og sáu hana 18600 manns. Síðan hafa verið sýndar eftirtaldar óperur og ó- perettur: Söngleikir Þjóðleikhússins nr. 2 Rigoletto eftir Verdi, Leðurblakan eftir J.Strauss, La Traviata eftir Verdi, Nitouche eftir F. Hervé, Cavelleria Rusticana eftir Mascagni, I Pagliacci eftir Leoncavallo, Káta ekkjan eftir Lehar, Töfraflautan eftir Mozart, Sumar í Tyrol eftir R. Ben- atzky, Yosca eftir Puccini, Kysstu mig Kata eftir Cole Porter, Rakarinn í Sevilla eftir Ross- ini, Betlistúdentinn eftir Millöck- er, Don Paskuale eftir Donizetti, Sígaunabaróninn eftir J. Strauss, II Trovatore eftir Verdi, Sardasfurstinnan eftir Kalman, Madame Butterfly, Ævintýri Hoffmanns, Marta eftir F. von Flotow. Samtals hafa verið 436 sýn- ingar á þessum sígildu söng- leikjum og hvorki meira né minna en 136.673 manns hafa séð þá. Sýningafjöldi hverrar óperu hefur verið frá 13 til 38. I þessum óperum hafa sungið 25 íslenzkir söngvarar, stærri og minni hlutverk, t.d. Guðmundur Jónsson 20 hlutverk, Guðmundur Guðjónsson og Þuríður Pálsdótt- ir 9 hlutverk hvort, Sigurveig Hjaltested 13, Jón Sigurbjörns- son og Kristinn Hallsson 8 hvor, Eygló Viktorsdóttir, Svala Niel- sen og Erlingur Vigfússon 4 og svo aðrir færri hlutverk. Allir þeir íslenzku óperusöngvarar, sem nokkuð að ráði hafa starf- að við erlendar óperur, hafa einnig sungið í óperum Þjóð- leikhússins, flestir 2 eða 3 stór hlutverk. Má þar nefna Stefán íslandi, Einar Kristjánsson, Mar- íu Markan, Magnús Jónsson og Þorstein Hannesson. Svo ekki er hægt að segja, að íslenzkir söngvarar hafi ekki átt kost á að láta til sín heyra á íslenzku óperusviði fyrr en í Tjarnarbæ. Hitt má alltaf seéja að það hafi ekki verið nógu oft, þó sjálf- sagt sé engin formúla fyrir því hve mörg hlutverk hver um sig hefði átt að syngja á þessum árum. Þá hefur Þjóðleikhúsið haft 4 gestaóperur, svo sem BRÚÐ- KAUP FIGAROS eftir Mozart, frá Konunglegu óperunni í Stokkhólmi, á fyrsta starfsári Þjóðleikhússins í júní 1950, sem flutt var 7 sinnum. Var það í fyrsta sinn sem ópera með fullri hljómsveit var flutt á íslandi. Síðan sýndi Finnska óperan ÖSTERBOTTNIN G AR eftir Madetoja, Wiesbaden óper- an sýndi Cosi van Tutte eftir Mozart og Pragóperan Seldu brúðina eftir Smetana. Má, eins og af þessu sést, segja að fs- lendingum hafi með óperustarf- semi Þjóðleíkhússins gefist kost- ur á að sjá og heyra æðimarg- ar af frægustu og vinsælustu ó- perum og óperettum heimsins og mörgum af ágætustu óperutón- skáldum, sem þekktust eru. Loks má geta þess, að Þjóð- leikhúsið hefur sýnt þrjá nútíma söngleiki þar sem ekki er gert ráð fyrir að þurfi lærða óperu- söngvara til þess að syngja, nema þá að litlu leyti, svokall- aða „musical". Má þar fyrst og fremst nefna vinsælasta söng- leik þessarar aldar MY FAIR LADY, sem rúmlega 42 þúsund manns sáu. Auk þess hefur leik- húsið frumflutt tvo íslenzka gam ansöngleiki JÁRNHAUSINN eft ir Jón Múla og Jónas Árnasyni og HORNAKÓRALINN eftir Odd Björnsson og Leif Þórar- insson. Samtals eru óperu- og söng- leikjasýningar Þjóðleikhússins þannig orðnar 593 sem samsvar- ar því, að í nær 3 ár hefði Þjóðleikhúsið eingöngu sýnt söngleiki, sem um 317 þúsund manns hafa séð. Að síðustu má benda á, að á- horfendum hefur gefist kostur á að sjá og heyra í óperusýning- um Þjóðleikhússins nokkra af ágætustu og eftirsóttustu óperu- söngvurum stóru óperanna í heiminum eins og t.d. Nicolai Gedda, Hjördis Schymberg, Mattiwilda Dobbs, Joel Berg- lund og Stínu Brittu Melander. Á næstunni fá svo leikhús- gestir tækifæri til þess að sjá hina vinsælu óperettu Lehars BROSANDI LAND með einum af okkar beztu yngri óperusöngv urum, Ólafi Jónssyni, og stinu Brittu Melander í aðalhlútverk- um. G. R. Nýsmíði fiskiskipa EIN AF ráðstöfunum, og ekki sú þýðingarminnsta, sem ríkis- stjórnin vill styðja til eflingar atvinnuöryggis í landinu, og gef in yfirlýsing um í lok síðasta verkfalls, var að stuðla að end- urnýjun báta til bolfiskveiða. Hér er m.a. um að ræða þann fiskiskipaflota, sem aðallega hef unum víðsvegar á landinu þess hráefnis, sem bezt hefir reynzt til gæðavöru framleiðslu og raun ar hlotið þann stimpil á markaði í Bandaríkjum Norðurameríku. Verði af framkvæmdum í þessu efni, og haldist vinnufrið- ur og grundvöllur til framleiðslu í landinu, þá er stort spor stig- ið, sem skapað getur umbætur á sviði atvinnumála bæði hvað snertir afkomu frystiiðnaðarins og atvinnuöryggi fólksins, er að honum vinnur. — Samhliða þessu múndu hinar fullkomnu skipa- smíðastöðvar, sem nú þegar hef ur verið komið upp, fá aukið verkefni bæði við nýsmíði og endurbætur. — Og síðast en ekki sízt, öflun sjávarafurða yrði meiri og þar af leiðandi verðmæti útflutningsins. Verður því ekki fram hjá því gengið, að hér er unnið að bætt um þjóðarhag og flestir láta í veðri vaka að það sé þeirra á- hugamál. Frá því að smíði fiskiskipa hófst eftir árabátaöld, hafa þau öll verið með sama sniði og fyr- irkomulagi hér á landi: tvístefn ungar með stýrishús afturá og vélarúm undir því, opið þilfar fyrir framan og lest undir með lausum hlerum yfir. — Togarar og nú síðast síldveiðiskipin, hafa öll lotið þessari hefð, með einni undantekningu þó, þar sem er v.s. Siglfirðingur. Ekki erfjarri lagi að láta sér detta í hug, að hér hefði mátt byggja betur og rétt hefði verið að byggja einn eða tvo skuttogara til reynslu þegar nýsmíði togara fór síðast fram. Bátadekkin á síldveiðiskip- unum sem notuð hafa verið sem síldarnótapallur, hafa þegar sagt sína sögu. — Það er að bjóða hættunni heim að byggja hús, þar sem skriða hefir fallið eða vatnsflaumur eytt. Hið sama er að byggja á- fram skip með því fyrirkomulagi, sem ekki hefir reynzt vel. — Það er staðreynd að skip hafa farizt vegna yfirhleðslu á bátadekki, og einnig vegna ófullkomins lest arleguútbúnaðar. sem fengizt hefur, áður en ný- smíði er hafin. — Væri t.d. ekki vel þess vert að athuga hvort ekki er hagkvæmt að byggja 100—150 lesta fiskiskip með skut togaralagi og hafa jafnframt full kominn útbúnað til línuveiða, þar sem skipshöfnin getur at- hafnað sig í skjóli, og meira ör- yggi en nú gerist, bæði hvað snertir línuveiðar og togveiðar. — Lestarlúgur væru fastar skot hurðir, er færa mætti til með olíuþrýstingi. Fleiri nýjungar og fullkomnari örýggisútbúnað mætti eflaust finna. Verðlaunum er heitið fyrir uppdrætti og tillögur á ýmsum sviðum umferðar og athafna. Við eigum á að skipa mörgum vel- menntuðum og sérfróðum mönn- um í skipaverkfræði og öðru | því er að sjávarútvegi lýtur, einn ig hugvitsmenn er sýnt hafa á- huga á þessum málum. — Væri ekki rétt að efna til samkeppni Tilgangurinn með þessum lín- um fyrirkomulag og byggingu um er að vekja athygli á því, áðurnefndra skipa? að nauðsynlegt er að kynna sér allar helztu nýjungar á þessu sviði og sérstaklega reynzlu þá, Að vísu skortir okkur ís- lendinga þau tæki, sem notuð eru til þess að reyna sjóhæfni Skuttogari. og ganglægni skipa (modela), slík, sem aðrar siglingaþjóðir nota, en þurfum við þá ekki að eignast þau. Er réttara að nota erlenda reynzlu og teikningar? Val á vélum í fiskiskip er einnig vandamál, sem þarf at- hugunar við. Þar kemur fyTst til greina stærð i samræmi við byggingarlag báts, ending og eyðsla. Þeir, sem hafa verið með báta á heilanum og í höndunum síð- ast liðin 50 ár, fyrst sem leik- föng á tjörnum og við strönd- ina og síðar í starfi og alvöru, vita að sjóhæfni, ganglægni, ör- yggisútbúnaður og annað fyrir komulag verður að samsvara ströngustu kröfum og v era í samræmi hvert við annað, eigi vel að fara og fullkominn ár- angur að nást. Júlíus Þórðarson. HAFSKIPIÐ Queen Mary liggur nú við festar í Long Beach (Langasandi) í Kaliforníu, en bæjaryfirvöld þar keyptu risa- skipið nýlega og nota það sem gisti- og samkomuhús. Talsmað- ur bæjarstjórnarinnar í Long Beaeh skýrði frá því í dag, að í athugun væri að bræða upp eina af fjórum skipsskrúíunum, og smíða úr henni 18 milljón slifsis- nælur, sem seldar yrðu ferða- mönnum á einn dollar hver. Kommúnismi í Kína í hœttu Moskvu, 23. apríl — AP SOVÉZKI kommúnista- flokkurinn lét í dag í ljós þá skoðun, að mikil hætta væri á, að kommúnisminn mundi fara halloka í kín- verska Alþýðulýðveldinu. I harðorðri árásargrein á stefnu Mao Tse-tung segir hugmyndafræðilegt tíma- rit sovézka kommúnista- flokksins „sjálf tilvera kommúnistaflokksins í Kína ... er nú í hættu. Þegar eru komin í ljós hættumerki varðandi breytingar á eðli stjórnar- innar í landinu og þar af leiðandi er sósíalískum ávinningi kínversku bylt- ingarinnar stefnt í mikla hættu“. í tímaritsgreininni segir, að stefna Maós hafi skapað því- líka óánægju, að brottvikn- ing hans og eyðing kommún- istaflökksins væri nú mögu- leg. Maó hefur tekið upp aukna einræðisstefnu, segir í greininni, og stóraukið hlut- verk hersins ýtt undir öfga- fengnar þjóðernistilfinningar og stuðlað að aukinni per- sónudýrkun í sjálfum sér. Samtímis hefur hann reynt að beina athygljnni frá inn- anlandsvandamálum með því að gagnrýna aðra kommún- istaflokka, segir í þessari grein.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.