Morgunblaðið - 27.04.1968, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.04.1968, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRÍL 1968 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. IÐNAÐUR í UPPB YGGINGU Skoðunarferðir um svert- ingjahverfið Harlem ¥ ræðu þeirri, sem Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráð- herra flutti við setningu ársþings iðnrekenda sl. þriðju dag gerði hann samanburð á tveimur 6 ára tímabilum, 1955—1961 og 1961—1967 og kom í ljós að á fyrra tímabil- inu hafði aukning fjármuna- myndunar numið 1230 millj. króna og er þá fjármuna- myndunin bæði tímabilin reiknuð á föstu verðlagi árs- ins 1967. Þessar tölur sýna glögglega þá staðreynd, sem raunar er öllum ljós, að mik- il uppbygging hefur orðið í íslenzkum iðnaði á undan- förnum árum, eða frá því að viðskiptahöft og fjárfesting- arhömlur voru afnumin við upphaf viðreisnar. Á þessu árabili hafa ný iðnaðarhverfi risið í höfuðstaðnum og myndarleg verksmiðjuhús verið byggð víðsvegar um landið og fjölmargar verk- smiðjur hafa endurnýjað vélakost sinn og hafið fram- leiðslu á nýjum vörum. En þrátt fyrir þessa miklu uppbyggingu í iðnaðinum á tiltölulega stuttum tíma, hljóta menn einnig að viður- kenna, að iðnaðurinn hefur staðið frammi fyrir algjör- lega nýjum viðhorfum, sem óhjákvæmilega hafa skapað honum töluverða erfiðleika, og tekið hann nokkurn tíma að laga sig að. Fram til árs- ins 1960 hafði iðnaðurinn vaxið upp í skjóli mjög strangra innflutningshafta, en verzlunarfrelsið, sem upp var tekið á því ári leiddi að sjálfsögðu til mikils inn- — flutnings á vöru, sem veitti innlendum iðnaði harða sam- keppni, bæði í verði og gæð- um. Þótt þessi breyting hafi óhjákvæmilega valdið iðnað- inum verulegum erfiðleikum, verður því vart trúað, að iðnrekendur sjálfir hefðu heldur viljað búa við inn- flutningshöftin og fjárfest- ingarhömlurnar áfram, enda hefur innlendur iðnaður brugðizt á þann hátt við hin- um nýju aðstæðum, að ljóst -er að hann er fullfær um að standast samkeppni við er- lendar iðnaðarvörur. í setningarræðu sinni á ársþingi iðnrekenda sagði Gunnar J. Friðriksson, for- maður Félags ísl. iðnrekenda m.a.: „Við verðum nú að horfast í augu við þá alvarlegu stað- reynd, að litlar líkur eru fyr- ir því, að framleiðsla og út- flutningur sjávarafurða og landbúnaðarvara geti í ná- inni framtíð náð þeim vexti og verið svo arðvænlegur að hann geti gert okkur kleift að halda hér uppi því velferð- ar- og menningarríki, sem við viljum hafa og boðið fólkinu svipuð lífskjör og gerast meðal nágrannalanda okkar. Ef þetta tekst ekki eigum við á hættu að dug- mesta og bezta fólkið flytji burt af landinu. Samskipti milli þjóða eru orðin það mikil, að við getum ekki ein- angrað okkur þótt við vild- um. Við verðum því mark- visst og af fullri einurð að stuðla að örum vexti þess, sem lífvænlegt er og leita ótrauðir inn á nýjar braut- ir. Við verðum að stefna að því að sem flestir vinni sem arðbærust störf, aðeins með því getur hér dafnað blóm- legt atvinnulíf, sem veitir næga atvinnu handa öllum, sem vilja vinna. Blómlegt atvinnulíf er undirstaða menningar. Ég þekki þess ekki dæmi, að menning hafi dafnað þar sem atvinnulíf er í rústum og fátækt ríkjandi.“ POUL REUMERT KVADDUR poul Reumert hefur verið *• kvaddur hinztu kveðju. Með honum er til moldar hniginn stórbrotinn listamað- ur. Um hann hefur verið sagt, að hann væri ekki að- eins mesti leikari Norður- landa, heldur og einn snjall- asti leikari Evrópu um sína daga. Persónur þær er hann skapaði verða áhorfendum hans ógleymanlegar. Poul Reumert var frábær- lega fjölhæfur listamaður. Hann var geysilegur starfs- maður og gerði jafnan mikl- ar kröfur til sjálfs síns. Lista- mannsferill hans var allur hinn glæsilegasti, allt frá því að hann kom fram sem ung- ur maður til hinna efstu ára. Þegar Poul Reumert kvænt | ist Önnu Borg, tengdist hann íslandi traustum og órjúf- andi böndum. Sambúð og samstarf þessara tveggja miklu listamanna var ís- lenzku listalífi ómetanlegur styrkur. Þess vegna þakkar íslenzka þjóðin líf og starf Poul Reumerts. Minning hans mun lengi lifa á fslandi. UM gervöll Bandaríkin hafa menn heyrt um svertingjahverf- ið Harlem í New York — og reyndar um allan heim. En hversu margir eru þeir, sem heyra hafa Harlem getið, sem vita hvernig hverfið er í raun og veru? Samkvæmt upplýsing- um frá Ferðamálaskrifstofu New York borgar (New York Convention and Vistiors Bur- eau) geta nú ferðamenn í borg- inni séð og heyrt af eigin raun, hvernig þar er umhorfs, með því að fara í fjögurra klst. skoðun- arferð um þetta heimsfræga svertingjahverfi. Harlem hefur áður verið haft með í skoðunarferðum um borg- ina. En fyrirtækið „Penny Sightseeing Co.“, sem er í eigu svertingja og rekið af þeim, tel- ur fulla ástæðu til að gefa ferða- mönnum kost á því að kynnast „hinu sanna Harlem“. Flestir líta á Harlem sem fá- tækrahverfi. Hinar nýju skoðun arferðir draga ekki fjöður yfir fátæktina þar, en draga einnig fram í dagsljósið þá staðreynd, að Harlem býr einnig yfir eigin menningu og sögu. í skoðunar- ferðunum er t.d. bent á þá stað- reynd, að í Harlem eru óvenju margar kirkjur, m.a. eru 12 kirkjur í einni húsaröðinni. Harlem er svo sannarlega fjöl- breytilegt hverfi. Það var Peter Stuyvesant frá Hudson Bay fé- laginu, sem byrjaði að byggja þar árið 1658, og á tímabili var Harlem eitthvert fínasta hverfið í New York borg. Það var svo árið 1902, að Philip Payton, svartur fasteignasali, byrjaði að kanna möguleikana á því að flytja þangað svertingja frá neðri hluta Manhattan-eyjar Þegar svertingjarnir komust að raun um, að þarna voru betri lífsskilyrði og meiri tækifæri, þá gerðu þeir ættingjum og vinum boð um að koma. í dag er Har- lem eitthvert þéttbýlasta svæði í öllu landinu. Landfræðilega séð er Harlem 5Vz fermíla svæði á milli 110. strætis og 168. strætis á Mann- hattan eyju. Þar búa bæði fá- tækir og ríkir. Þar eru t.d. mörg hús, sem teiknuð eru af hinum víðfræga arkitekt Stanford White og eru að fegurð til í engu eftirbátar húsa í fínustu hverfum borgarinnar, húsa, sem sum voru teiknuð af D. M. King, sama arkitekt og byggði undir- stöðu Frelsisstyttunnar. í Harlem eru kirkjur af öllum stærðum og gerðum. Sumar eru í gömlum verzlunum og söfnuð- urnir aðeins fáeinar sálir. Sum- ar eru stórbrotnar byggingar allt frá bernsku borgarininar. Árið 1892 var byrjað að byggja St. John dómkirkjuna, sem nær yfir 11 ekrur við Amsterdam-breið- götu. Hún er enn í byggingu. Þegar henni verður lokið verð- ur hún stærsta dómkirkja í gotn eskum stíl í heiminum og mun rúma 15 þúsund manns í sæti. Mörg fyrirtæki í Harlem eru í eigu svertingja og eru rekin af þeim. Meðal þeirra eru bankar, eins og t.d. Carver Savings and Freedom National. Stjórnarfor- maður þess banka er Jackie Rob- inson, sem fyrrum var þekkt „baseball" stjarna. Veitingastað- ir bera nöfn frægra svertingja, bæði íþróttamanna og skemmti- krafta, eins og t.d. Wilt Chamb- erlain og Count Basie. í skoðunarferðum um hverfið vekur leiðsögumaðurinn athygli á þekktum byggingum og íbúðarhúsum. Sugar Hill (Syk- urhæð) er eitt þekktasta íbúðar- svæðið. Meðal fyrri íbúa þar má nefna Duke Ellington, Joe Louis og sirkus-jöfurinn John Ringl- ing North. í skoðunarferðum þessum er stanzað á þremur stöðum í hjarta Harlem og fer leiðsögu- sögumaðurinn með ferðamanna- hópinn í gönguferð um göturn- ar. Einn viðkomustaðurinn er Harlem-útibú Almefnningsbóka- safnsins í New York, þar sem sjá má hið fræga Schomberg-safn svertingjabókmennta. Á einum viðkomustaðnum gæða ferða- mennirnir sér á kjúklingum og vöfflum. Á þriðja staðnum er stanzað til að sjá sýningu í App- ollo leíkhúsinu, þar sem heims- frægir skemmtikraftar koma fram, eins og t.d. Ella Fitzger- ald, Pearl Bailey, Miriam Mak- eba og Jim Brown. Á mótum vesturhluta 131. strætis og Sjöundu breiðgötu vekur leiðsögumaðurinn athygli á Tré vonarinnar, trjábol, sem umluktur er járngrind til minn- ingar um Bill Robinson, svert- ingjadansaranum. Trjábolurinn er tákn vonar fólksins í þe^u hverfi. Til að taka þátt i skoðunar- ferðunum um Harlem verður að panta fyrirfram hjá Penny Sightseeing Co. Þátttökugjald er 8 dollarar fyrir fullorðna og 6 dollarar fyrir börn 12 ára og yngri. Er máltíðin ininifalin í verðinu og aðgangseyrir að App- ollo leikhúsinu. Þeir, sem óska nánari upplýs- inga um skoðunarferðir um Har- lem eða önnur hverfi í New York geta skrifað til New York Convention and Vistiors Bureau, 90 East 4nd Street, New York, N.Y. 10017. (Frá Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna). Rannsóknir á Grænlandi í sumar vegna offjöigunarvandamál síns í sumar fer óvenjulegur vís- indalegur leiðangur til héraðs- ins kringum Upernavik í Norð- Vestur Grænlandi. Er tilgang- urinn að athuga hvernig íbúar- nir þarna hafa aðlagast aðstæð um á heimsskautasvæðinu. Þessi rannsókn er liður í umfangs- miklu alþjóðlegu viðfangsefni sem miðar að því að auka mögu leikana og tryggja meira oln- bogarými fyrir mannkynið í þess um yfirhlaðna heimi okkar. Ef til vill mætti orða það svo, að hugsanlega geti Grænland orðið hæli flóttafólki af of þéttbýl- um svæðum. í leiðangrinum í sumar verða vísindamenn frá Noregi, Dan- mörku, Svíþjóð, Finnlandi Banda ríkjunum og Kanada, en forustu og undirbúning hefur dr. med. Jörgen Balslev Jörgensen, frá mannfræðilegu rannsóknarstofn uninni við Kaupmannahafnarhá- skóla. Rannsóknirnar eiga að fara fram í Augilagtox í Upernavik- héraði á Grænlandi, þar sem búa um 150 manns, að lang mestu leyti eskimóar. íbúarnir þarna lifa á selveiðum og veiðum á landi. Er ætlunin að leiðangur- inn rannsaki heilsufar fólksins, líkamlegt þrek og framtaksvilja og yfirleitt alla þá margvíslegu þætti er varða aðlögun að heim- skautaaðstæðum til að halda í sér lífinu. Forsendan fyrir slíkum athug unum hlýtur að vera sú, að hvert einasta mannsbarn sem fæðist eigi rétt til nægilegs hluta af gæðum jarðar til að því sé tryggður tilveruréttur með nægri næringu og einnig náttúrulegt umhverfi er leyfi velferð, heilbrigði og góða lifn- aðarhætti almennt. Nútíma tækni hefur haft í för með sér þéttbýli í borgum, sem alltaf fara stækkandi. Þessi iðnþróun og borgamyndun, sem stöðugt leggst á með meiri þunga, eyði- leggur náttúruna, truflar og breytir vatninu við strendurnar og loftinu í, yfir og utan við borgirnar. Það rými, sem fólkinu er ætl- að, minnkar og þrengir að því, og erfitt er að halda sambandi við hina upprunalegu náttúru. Margir þættir sem manninum eru nauðsynlegir til að hann fái I þrifist og liðið vel, eru eyði- ! lagðir og gefast þannig tilefni ' til sjúkdóma, lélegs heilsufars | og minnkandi starfshæfni. Al- varlegir sjúkdómar, eins og hjartveiki, lungnakrabbi og kro i niskt bronkitis sýna þetta áþreif anlega með sívaxandi tíðni sinni Rannsóknir á Grænladi í sumar miða að því, að afla vitn eskju um líkamlega undirstöðu tfyrir starfshæfni og velferð j mannsins. Þessar vísindalegu j rannsóknir ásamt samskonar | rannsóknum á fleiri stöðum, eins , og á sérstökum aamaþjóðflokk- ; um í Norður-Finnlandi, munu | hafa mikla þýðingu í sambandi við útbreiðslu nútíma menning- ar til svæða, sem nú eru talin | tæknilega nær óhæf og illa nýtt og fyrir vandamálin sem þá rísa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.