Morgunblaðið - 27.04.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.04.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUJt 27. APRÍL 1968 19 Blöð Axels Springers út um allar götur í Berlín. - ISL. STUDENTAR Framh. af bls. 17 vanti og hefur þá hér í Ber- lín myndast eins konar utan- þings stjórnarandstaða. Önnur ástæða er breyting á háskólakerfinu, sem verið hefur á döfinni um mörg und anfarin ár, en kerfið er til- tölulega gamaldags enn. Breytingar þessar hafa feng- ið lítinn framgang eða stuðn ing frá opinberri hálfu. Stúd entar hafa komið með breyt- ingatillögur um þetta efni og krafizt breytinga, en undir- tektir hafa þeir ekki feng- ið, Þetta tel ég vera veiga- mestu ástæðurnar. — Nei, ekki tel ég að komm únistiskra áhrifa gæti neitt að heitið geti. Reyndar eru mjög áhrifamikil öfl innan þessarar hreyfingar, sem eru mjög vinstrisinnuð, en ekki beinlínis kommúnísk. Vinstri- sinnuðum stúdentum fannst að mörgu leyti jafnaðarm. flokkurinn hafa svikið sjálfan sig, er hann gekk itil samvinnu við Kristilega demokrata. SDS — Socialistische deut sche studenterbund, var áður fyrr stúdentafélag Jafnaðar manna flokksins, en vegna róttaekra skoðana var þeim fyrir mörgum árum vikið úr flokkunum. Hefur félagið síð an verið mjög sterkt sem póli- tískt stúdentafélag, frumkvöðl ar og ríkjandi afl í stúdenta- hreyfingunni og meðal annars má geta þess að Rudi Duts- chke tilheyrir þessu félagi, sagði Indriði að lokum. I Munchen er Þorkell Helga son og leggur hann stund á stærðfræði. Hann taldi marg ar orsakir liggja að óeirðun- um. Hér er ekki um einn hóp að ræða, sagði Þorkell, held ur eru ýmsir hópar, sem þarna eru að verki. Sumir eru að mótmæla afturhaldssömu há- skólakerfi og slæmum aðbún aði stúdenta. Einnig eru marg ir, sem eru róttækir í stjórn- málum, aðallega vinstrisinnað ir og enn aðrir, sérstaklega menntaskólastrákar, sem að' eins taka þátt í þessu að gamni sínu. Ég las í blaði hér um daginn frásögn blaðam. er farið hafði inn í einhverja kröfugöngu, sem var að mót- mæla einhverju, og spurði mótmælendurna svolítið út úr. Kom þá í ljós, að þeir vissu eiginlega ekki, hverju verið var að mótmæla. Þeir höfðu bara fengið frí í skólanum og höfðu síðan gaman af öllum látunum. Aftur á móti er það að sjálfsögðu of mikið sagt Þorkell Helgason að állt sé eintómt grín, en þó veit ég ekki hvort ástæða er til að taka þetta of alvarlega. — Hér í Þýzkalandi er að sjálfsögðu geysilega mikill kynslóðamunur. Hér eru gjör ólík viðhorf t.d. fólks, sem er á mínum aldri og síðan fólks sem man eftir Hitlerstíman- um. Ég tók strax eftir þessum geysilega mun, er ég kom til Þýzkalands, því að hann er miklu meiri en sá munur, sem alltaf er milli kynslóða. Þetta unga fólk er óánægt, m.a. með það, að því finnst ekki vera til nein stjórnarand- staða, sem að vissu leyti er satt, síðan. báðir stóru flokk arnir mynduðu stjórn saman. Varla er nú nokkur flokkur á þingi, sem fer með mál þeirra sem að einhverju leyti eru óánægðir. — Ég veit Það jekki, hvort kommúnistiskra áhrifa gætir að baki þessara óeirða. Ég var nú einmitt í dag að glugga í Neues Deutschland — blað- austur-þýzkra kommúnista og eru þeir að sjálfsögðu stór- yrtir og algjörlega á bandi stúdentanna og styðja þá. Tala þeir með miklum gífur- yrðum um málið. en það finnst mér engin sönnun. Auðvitað er það þannig og ég geri fast lega ráð fyrir því að hinn leynilegi kommúnistaflokkur, sem er bannaður, starfar að einhverju leyti og reyni að notfæra sér þetta. Hins vegar finnst mér fráleitt að halda því fram, að þetta sé ein- göngu af kommúnistiskum á- stæðum eins og blað Axels Springers, stærsta blaðið hér Bild Zeitung sagði. Lokasetn- ing í leiðara hjá þeim um dag inn var að þetta væri komm- únistisk nákvæmnisvinna þetta væri skipulagt að aust an og því um líkt. Þetta tel ég algjörar ýkjur. Auðvitað reyna þeir að notfæra sér þetta eitthvað, en að undir- lagi þeirra kemur framkvæmd in ekki geri ég ráð fyrir. — SDS var stúdentafélag Jafn- aðarmanna, en þótti brátt of róttækt til vinstri. Ef ég man rétt var það 1959, sem jafnaðarmenn skiptu um skoð un í sambandi við þjóðnýt- Rudi Dutschke ingu — svo kallaðs Godes bergerprogramm. Þessi Stúd- entahópur fylgdi ekki með þegar flokkurinn tók þetta spor til hægri og þótti hon- um sem flokkurinn hefði svik ið málstaðinn. Árið 1960 sleit tjafnaðarmannaflokkurinn síð- an pUu sambandi við þennan stúdentahóp og skömmu seinna fordæmdi hann meira að segja hann að öllu leyti. Margir segja að stjórnmála- lega séu þetta hreinir komm- únistar, en um það er ég ekki viss. Mér finnst alla vega ó- líklegt að þeim sé stjórnað að austan. Hins vegar hafa þeir verið róttækur og róttækari í skoðunum en vinstri sinn- aðir stúdentar yfirleitt. Að lokum sagði Þorkell: — Ég held að ekki sé á- stæða til þess að óttast að þetta kunni að leiða til upp- lausnar í Þýzkalandi. Hér hafa heyrzt raddir í blöðum og útvarpi, sem bent hafa á það, að svona hafi óaldartím- inn í Weimarlýðveldinu byrj- að. Nú þekki ég það náttúr- lega ekki af eigin raun og veit lítið um það sögulega séð en ég héld að ekki sé ástæða til þess að hafa miklar áhyggj ur af þessu og það verður mín niðurstaða. - BRÉF UM Framh. af blsl. 5 sem slíkur rekstur leggur þeim á herðar. í þessu skyni eru sett- ar strangari og ítarlegri reglur en fyrr um hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að öðlazt verzl- unnarleyfi. if Lög um vörumerkingu, sem miða m.a. að því, að samræma vörumerkjalöggjöfina við al- þjóðasamþykkt sem ísland er aðili að. it Lagabreyting á tékka- og víxillögunum, er mæla fyrir um að ef lokadagur greiðslufrests er löghelgur dagur eða almenn- ur lokunardagur bankanna, þá lengist hann til næsta virks dags á eftir. ■k Lagabreyting á ættaróðals- lögunum, sem heimila að ýi5- herra geti leyst ættaróðul úr óð- alsviðjum. if Lög um Bjargráðasjóð ís- lands. Markmiðið með lögum þessum er, að komið verði lands mönnum til hjálpar í hallærum og einnig verði bætt stórtjón á mannvirkjum og búfénaði sem verða af völdum náttúruham- fara og sjúkdóma. Lög um Fiskimálaráð, kveða á um, að stofnað skuli Fiskimálaráð, sem á að vera ráðgefandi um mótun heildar- stefnu í uppbyggingu sjávarút- vegsins og í markaðsmálum. 18 félög og félagssamtök skulu eiga sæti í ráðinu. ★ Lög um áskorunarmál miða að því að flýta meðferð ein- faldra einkamála, t.d. tékka og víxilmálum, í héraði. ic Breyting á umferðarlögun- um miða að því, að eftir 1. janúar 1909 skuli vera öryggis- belti í framsætum nýrra bif- reiða. -fr Lög um tímareikning á fs- landi er ákvarða, að framvegis gildi sami tímareikningur allt árið á íslandi, þ.e. miðtími Greenwich. ★ Breyting á lögum um sölu ópíum o.fl., miða að því að banna tilbúning og verzlun með marihuana, L.S.D. og peyote. if Lög um gjaldmiðil íslands koma í stað eldri laga um gjald- miðilinn og fela einnig í sér nýj unar, t.d. að eftirleiðis hafi Seðlabanki íslands einkarétt á að láta gera og gefa út pen- ingaseðla og láta slá og gefa út peninga úr málmi. if Breyting á dýraverndunar- lögunum sem banna að reka hvali á land, nema fullvíst sé, að unnt sé að hagnýta þá til matar eða á annan hátt. ÞingsályktunartiIIögur it Tillaga um strandferðir og útgerð strandferðaskips frá Ak- ureyri, sem leggur til að kann- aðir verði möguleikar þess, að Skipaútgerð ríkisins geri eitt skipa sinna út frá Akureyri. ■k Þingsályktunartillaga um að ríkisstjórninni verði heimil- að fyrir íslands hönd að gerast aðilar að GATT (General Agree ment on Tariffs and Trade) og Genfarbókun. ★ Fiskirækt í fjörðum. Skorað er á ríkisstjórnina að láta fara fram at'hugun á möguleikum vísindalegrar tilraunastarfsemi með fiskirækt og uppeldi nytja- fiska í einstökum fjörðum, er hentugir kynnu að þykja til slíkrar starfsemi. Skal haft sam ráð við Hafrannsóknarstofnun- ina og Fiskifélag íslands við þessa atihugun. •k Þingsályktun um að Al- þingi feli menntamálaráðuneyt- inu að gera tillögur um, hvernig bezt megi stuðla að auknum myndlistarsýningum úti um land og stofnun og starfrækslu listasafna. it Tillaga um að Alþingi skori á samgöngumálaráðherra að láta gera áætlun um vega- og brúargerðir á Skeiðarársandi sem tengi hringleið um landið, og á hvern hátt afla megi fjár til að framkvæma verkið. ic Tillaga um að kosin verði 5 manna nefnd til að atfhuga, hvaða ráðstafanir séu nauðsyn- legar til að komaí veg fyrir að vandræðaástand skapizt, þegar ís leggst að landi og siglingar teppast með ströndum fram af þeim sökum. Tillaga um að ríkistjórninni verði falið að láta endurskoða löggjöfina um utanríkisráðu- neyti íslands og fulltrúa þess erlendis. Skal stefnt að því með endurskoðuninni að koma þeim málum í hagkvæmara horf. ic Ályktun Neðri deildar að kannað verði, hversu margir fiskibátar í landinu munu ekki verða gerðir út á vetrarvertíð- inni og af hvaða orsökum. Tillaga um að atihugun sér- fróðra manna fari fram á því hverjar gerðir fiskeldisstöðva, er reknar yrðu sem aukabú- grein hentuðu ísl. bændum bezt, og með hvaða hætti opin- ber stuðningur við búgrein þessa mætti að mestu gagni koma. it Ályktun Efri deildar, að fræðsla um ræktun og eldi vatnafiska verði efld við bænda- skólana í landinu og einnig, að ráðunautar í fiskirækt og fisk- eldi verði ráðnir til starfa, ef henta þykir. ic Tillaga um að ríkisstjórn- inni verði falið að undirbúa breytingu á lögum um lífeyris- sjóð bogarasjómanna og undir- manna á farskipum á þann veg, að sjóðfélögum verði tryggð eigi minni réttindi en aðilar að lífeyrissjóði starfsmanna ríkis- ins njóta nú. ic Tillaga um að yfirstjórn lög reglumála í Reykjavík verði breytt á þá lund, að bæði hin almenna lögregla og rannsókn- arlögregla heyri framvegis und- ir yfirstjórn lögreglustjóra. •k Tillaga um að endurskoðun fari fram á lögum um almanna- tryggingar, með það fyrir aug- um, að sjúklingar, sem leita þurfa læknishjálpar erlendis, fái verulega auknar bætur frá því, sem nú á sér stað. ic Tillaga um endurskoðun laga um náttúruvernd, friðun Þingvalla og þjóðgarða. Endur- skoðunin miði að því að auka náttúruvernd og auðvelda al- menningi aðgang að heppileg- ustu stöðum til útivistar og nátt úruskoðunar. •k Tillaga um að hlutazt verði HJÁLFARSJÓÐUR R.K.Í. hefur að undanförnu tekið við fjár- framlögum almennings til starfe Alþjóða Rauða krossins í Viet- nam. Borizt hafa framlög frá bæði einstaklingum og félags- samtökum. Áhugafólk efndi til dansleiks í Glaumbæ, þar sem starfefólk gaf vinnu sína til stuðnings málefninu, en Flow- ers, Óðmenn, Rooftops, Ómar Ragnarson o.fl. skemmtu endur gjaldslaust. Litli leikflokkurinn endursýndi ,,Myndir“ eftir Ing- mar Bergman og fleiri til ágóða fyrir hjálparstarfið, og ýmsir starfshópar efndu til samskota fyrir söfnunina. Rauði kross íslands er nú að ganga frá peningasendingu til Alþjóða Rauða krossins, sem mun verja þeim til hjálpar- starfeins hvarvetna í Vietnam, til um að ákvæðum laga um hýsingu, fóðrun og aðra hirð- ingu sé framfylgt að því er varð ar hross sem og annan búpen- ing. ic Ályktun Efri deildar um styrjöldina í Vietnam. I tillög- unni kemur fram, að deildin lýs ir þeirri skoðun sinni að styrj- öldina í Vietnam beri að leysa með friðsamlegum hætti, og telur deildin, að friðarsamning- um verði helzt fram komið m.a. með því, að Bandaríkin stöðvi allar loftárásir á Norður-Viet- nam, en jafnframt dragi stjórn Norður-Vietnam og Viet Cong- hreyfingin úr sóknaraðgerðum af sinni hálfu og láti þannig í ljós ótvíræðan vilja til að ganga til samninga. Steinar J. Lúðvíksson. eftir því hvar RK-fulltrúar 1 Norður- og Suður-Vietnam telja þörf vera mesta. Rauða kross félög um allan heim hafa safnað fé til starfsins í Vietnam en starf þetta er gífurlega erfitt og fjár- frekt, eins og flestir geta gert sér í hugarlund. Rauði krossinn þakkar öllum þeim, sem hafa gefið fé til hjálp- arstarfsins í Vietnam, en í söfn- unina hérlendis hafa nú borizt kr. 266.722.87 og verða pening- arnir sendir aðalstöðvum Rauða krossins í Genf til ráðstöfunar. Hjálparsjóður R.K.I. mun halda áfram að taka á móti framlög- um til hjálparstarfsins í Vietnam a.m.k. fyrst um sinn. Gjöfum er veitt móttaka á skrifstofu R.K.f. á Öldugötu 4 í Reykjavík, á skrifetofum dagblaðanna, og hjá RK-deildum um allt land. R.K.Í. sendir peningonðstoð til hjólporstnrfsins í Vietnom

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.