Morgunblaðið - 27.04.1968, Side 23

Morgunblaðið - 27.04.1968, Side 23
MOTtGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUU 27. APRÍL 1968 23 Elín Ragnheiður Þorsteinsdótti Þorbjörg Stefánsdóttir og Jón Þorsteinsson Eskifirði Hjónin í Bakaríinu á Eski- firði þau Ragna og Jón Þor- steinsson munu lengi skipa veg- legan sess í huga mínum og þannig mun fleirum farið. Kem- ur þar margt til og þá ekki sízt veglyndi þeirra sem átti sér lítil takmörk, ljúflyndi sem ein- kenndi allt þeirra líf, kurteisin og hið vingjamlega viðmót. Á erfiðum árum á Eskifirði urðu margir þeirrar gæfu aðnjótandi, að þessi ágætu hjón tóku eftir þeim, sáu hvar skórinn kreppti og réttu sína hjálparhönd svo lít ið bar á og þetta var gert af svo einstakri hlýju að það var gott ofanálag góðrar gjafar. Ekki minnist ég þess að þau hjón færu nokkurntíman í mann greinarálit. Þau voru samhent. Jón rak um fjölda ára snyrti- lega brauðgerð á Eskifirði, auk þess er hann hafði ýmsan ann- an varning á boðstólum. Hann var forsjáll og farsæll í æfi' starfi. Jón var Rangvellingur að uppruna, kominn af hinni kunnu Víkingslækjarætt, og stóðu þar að honum traustir stofnar. For- eldrar hans voru Margrét Jóns- dóttir og Þorsteinn Einarsson. Jón var myndarlegur að vallar- sýn og höfðinglegur í sjón og reynd. Snemma kom hann á Eskifjörð og vann þar lengi hjá Tuliniusi í brauð og sælgætis- gerð. Hann var einn af áhuga- mönnum um íþróttir og iðkaði þær mikið um aldamót ásamt öðrum undir stjórn hins vinsæla sýslumanns Axels Tuliniusar. Elín Ragnheiður var fædd 24. júní 1879 að Dyrhólum í Mýr- dal. Foreldrar hennar voru merk ishjónin Matthildur Guðmunds- dóttir ljósmóðir og Þorsteinn H. Árnason hreppstjóri. Þau áttu alls 6 börn og eru enn á lífi tvær dætur þeirra. Ragnheiður ólst upp í foreldrahúsum til tví- tugs og einhvernveginn var það nú svona að hún korh til Eski- fjarðar og þar lágu leiðir þeirra Jóns saman báðum til gæfu og Eskfirðingum til mikils gagns. Þau Jón og Ragnheiður eignuð- ust þrjá syni, Þorstein Hjört, sem dó um fermingaraldur, gott mannsefni, sem mikið var sakn- að, Hlöðver, sem fetaði í fótspor föður síns og sá um rekstur brauðgerðarinnar og verzlunar- innar þangað til nú fyrir fáum árum að hann tók við hafnar- stjórn á Eskifirði, og Baldur Óla tannlækni á Neskaupstað. Ragnheiður var einstök hús- móðir sem sýndi sig í því að þángað sóttust ungar stúlkur eftir að komast í vist þegar sú atvinnugrein stóð með blómá. Hún var mikil hannyrðakona, og því mikill hagur fyrir stúlkurn- ar því þar lærðu þær margt nytsamlegt. Það var vissulega gaman að koma á heimili þeirra hjóna, snyrtimennskan og alúð- in sem þar mætti manni, hafði þau áhrif að jafnan var hlakk- að til næstu samfunda. Þau hjón voru mér og mínum góð í þess orðs fyllstu merkingu og ég var eins og í upphafi var sagt, ekki einn um vinsemd þess- ara ágætu hjóna. Jón Þorsteinsson andaðist 9. júní árið 1954, en Ragnheiður 27. febr. s.l. Var því langur vinnudagur beggja, en hann var fæddur 30. marz 1872. Þau gift- ust 9 ágúst 1908 og hófu brátt byggingu hins veglega húss, sem þótti Grettistak á þeim árum. Margrét móðir Jóns naut þar góðrar umönnunar þeirra hjóna þangað til hún lézt í hárri elli árið 1917. Glaðværðin og góð- vildin entist þeim alla æfi, og sannaðist vissulega á þeim hið fornkveðna að hláturinn lengir lífið, þ.e. gleðin og ánægjan ger- ir lífið allt bjartara og lang- lífara. Nú þegar þessi ágætu hjón eru bæði horfin okkar mannlegu sjónum vil ég ekki láta hjá líða að minnast þeirra með virðingu og þökk, og ég mun ætíð geyma mynd þeirra ofarlega í safni minninganna. Ég veit með vissu að þau eiga góða heimvon, þann- ig var líf þeirra. Þau vissu það að lífið var skóli undir æðra og fullkomnara líf og það gilti að standast prófið í lífsreynslu ævinnar. Þar var allt til vandað og veit ég að þau uppskera trúrra þjóna laun. Margir þakk látir hugir fylgja þeim er leiðir skiljast. Fylgi þeim því jafnan guð og góðir eng'lar á vegum eilífs lífs. Blessuð sé minning mætra Árni Helgason Guðsteinn Gíslason slökkviliðsm. - Kveðja AÐ rmorgni þesis 23. aprfl s.l. var hringt til mín og hér tilkynnt Lát Guðste ns Gislaeonar, Hring- braut 66, Keflavík. Ég varð_ harmi lostin við þessa helfregn. í blóma 'lífisine, rétt um sumarmál kveður hann okkur öll og kemur ekki framar. Þetta lögmiál hfsinis eT og verður alltaf jafn torskilið og alltaf jafn óháð- in gáta hversvegna einmitt hann eða hún kvaddi svona skyndi- lega. En eigi má sköpum renna. Hugur minn leitar aftur í tim- ann, mörg ár, þegar Guðsteinn fyrst kom til Kefilavíkur ungur drengur. Hann var fæddur í Reykjavík 2. janúar 1932, sonur hjónanna Halldóru Þorsteins- dóttur ,sem Látin er fyrir 21 ári og Gísla Einarssonar, sem nú li'ggur á sjúkra/húisi og g-etur ekki fyigt syni sínum síðasta spölinn. Guðsteinn ólst upp í stórum systkinaihópi, en bömin voru 15. Ungur fór Guðsteinn utan og var í farmennsku í tvö ár, en hugur- inn vildi heim og heim kom hann. Hann vann við sjóinn og aila aðra algenga vinnu framan af, seinna var hann við bifvéla- virkjun og þá komu hæfileikar hans vel í Ijós, en hann var einkar hagur maður og lék alit í höndum hams. Síðar stofnaði hann ásamt Einari bróður sinúm eigið bifvélaverkstæði. Störf hans voru ölLum tii fyrirmyndar. f Keflavík fann hann stærstu hamingju Lífs síns, eiginkonuna. Hann giftist Ólafíu B. Guð- mannsdóttur árið 1957 og eignuð- ust þau þrjú eLskuleg börn Örn 10 ára, Lilju 6 ára og Hilmar á ára. Ásamt konu s:n>ni hafði Guðsteino búið fjöllskyldunni elskulegt heimili, ekki aðeins fjölskyidunni heldur og öilum, sem leið áttu um hús þeirra. Þess skal getið að Guðisteinn átti eina dóttur, sem han>n eignaðist áður en hann giftist, hún er 16 ára og heitir Gréta Þuríður Eydal og á heim.a í Borgarnesi. Guðsteinn var að eðlisfari duluT og fiáskiptinn, en eignaðist sarnt fjöida vi-na, því þeir eru margir, sem vi'idu eiga þennan trauista og góða mann að vini og féiaga, hann var líka glaður í vinahópi, þá spilaði hann og söng, þannig man ég 'hann sein- a>st. Ég var svo lánsöm að vera með þeim hjónum fyrir réttum fjór- um mánuðum, þá eins og svo oft áður gat Lóa ekki dulið ást þá og virðingu, sem hún bar í brjósti til mannsinis síns. Það var falleg sjón. Þau báru þessa rólegu hamingju svo greinilega með sér, mér leið vel nálægt þeim, svo mun um fleiri. Börnin þeirra þrjú fiá að arfi þá eigin- leika, sem að góðir og haminigju- samir foreldrar geta veitt, en það er ást og umburðaTÍymdi. Heim- ilið þeirra var þeim allt, enda voru þau samhent í því sem öðru að gera það að hlýjum og falleg- um íverustað, svo sem raun ber vitni um. Fyrir tveimur árum réðst hann til sLökkviliðs Keflavíkur- fLugvallar, þar mun hann hafa komið sér einkar vel og ætlaði að gera þau störf að æfistarfi sínu. Hann var fljótur að vinna sig í álit þar, sem ekki er á alira færi. f stuttu samtali við einn af yfirmönnum hans sagði hann mér að Guðsteinn hafi verið hvers manns hugljúfi og aðals- merki hans hafi verið drenglyndi og samvizkusemi. Er hægt að fá fallegri eftirmæli? Lóa mín, þessar línur eru ekki ætlaðar til að koma fram tárum, heldur til að þakka þér og hon- um fyrir ómetaniega viðkynn- ingu. Ég bið svo algóðan Guð að blessa þig og börnin ykkar. Mínar einlægustu samúarkveðj- ur flyt ég einnig öldruðum föður, systkinum og tengdamóður Guð- steins svo og öllu tengdafólki hans. Guðbjörg Þórhallsdóttir. Húsey, Hróarstungu Á FÖGRUM sumardegi 8. júlí 1891 fæddist að Klúku í Útmanna sveit stúlka, er hlaut nafnið Þor- björg, en foreldrar voru hjónin Guðný Ólafsdóttir og Stefán Bjarnason, er lengi bjuggu á þeim bæ við góðan orðstír. Voru þau þess um komin að veita þessari dóttur ágætt uppeld’, sem hún bjó að til æfiloka. Á yngri árum mun hún hafa búið sig sem bezt undir lífsstarf sitt, en dvaldist sem mest í föð- urgarði. 29. júlí 1922 giftist Þor- björg Nielsi Stefánssyni. Ári síð- ar fengu þau ábúð á hálfri Hús- ey í Hróarstungu, sem er mikil kostajörð, og þar var heimili hennar frá þeim tíma. Það mun hafa verið áform þessara ungu hjóna, er þau stofnuðu heimili, að gera það myndarheimili, og sú var líka raunin, .og var hlut- ur Þorbjargar í þeim efnum ágætur. Það er nú svo að hann er oft langur og annasamur starfsdagur húsfreyju á stóru sveitaheimili. Svo var einnig í hennar starfi. Á vorin er önn dagsins mikii í Húsey. Þar er sel veiði góð, og það starf krefst mikillar fyrirhyggju og vinnu. Þá var fljótlega tekið til við að byggja stór fjárhús og hlöður og íbúðarhús, en hlunnindi voru að vísu trjáreki á Héraðssönd- um. En tíminn líður fljótt. Haust- ið 1943 svífur dökkur skuggi yfir þetta friðsæla heimili og hafði á Urott með sér húsbónd- ann á miðjum aldri. Þá var hljótt á því heimili og víðar. Það undr- aði mig, yfir hvað miklum krafti þessi kona átti að ráða, hún missti svo mikið og börnin þeirra, og öll sveitin okkar. Það fóru erfiðir tímar í hönd, en það fannst lítt á henni ,enda bar hún ekki tilfinningarnar utan á sér. Hún var áreiðanlega mikil táp- kona, og skildi það mörgum bet- ur, að starfið göfgar. Þeim hjónum varð 5 barpa auðið, en eitt dó skömmu eftir fæðingu, en hin eru: Stefanný, húsfreyja í Húsey. Sesselja, húsfreyja á Skjöld- ólfsstöðum á Jökuldal. Soffía, húsfreyja á Selfossi. Jón læknir í Svíþjóð. Þorbjörg sál. var ekki áber- andi kona út á við. Hú* var í kvenfélagi sveitarinnar og vildi veg þess sem mestan, og gæfu- kona var hún. Ævifélagi hennar var mesti öndvegismaður og börnin öll vel gerð, og hafa hlot- ið góðan þroska. Þá var hún einnig þess umkomin að geta annazt aldurhnigna foreldra, er húmaði að fyrir þeim. Þá verður því sízt gleymt, hve oft var gest kvæmt í Húsey, og þær frábæru viðtökur sem gestir urðu þar að- njótandi. Það er fallegt i Húsey á vorin, þetta iðandi líf, og mikill fugla- kliður. Við blasir hinn fagri og víðfeðmi fjallahringur Fljóts- dalshéraðs, og í hafi hin prúða Bjarnaey, í túni stór seftjörn, er nær heim að hlaðvarpa. Allt þetta myndar eina órjúfandi heild, blandaða nið tveggja stór- jökulvatna, Lagarfljóts og Jök- ulsár á Brú. I þessu umhverfi, sem augað á svo gott með að una við, og hugur og hönd að starfa >fyrir, helgaði Þorbjörg sál. alla starfsorku sína, og var starfi og stöðu trú til hinztu stundar. Fyr- ir langt og annasamt húsmóður- starf í Húsey ávann hún sér virð ingu og vináttu allra þeirra, sem höfðu kynni af henni. Fyrir nokkrum árum hætti Þorbjörg búskapnum og við tóku dóttir hennar og tengdasonur, og hafa þau haldið öllu í góðu horfi, en hún var sem fyrr óþreytandi að búa sem bezt að hag heimilisins, þá einnig reiðubúin að rétta öll- um börnum sínum hjálparhönd, svo sem hún megnaði og í fjar- lægð voru. Á öndverðum þessum vetri kom Þorbjörg sál hingað suður til dóttur sem búsett er á Sel- fossi, og ætlaði að eiga dvöl hjá henni um skeið. En það fór á annan veg, heilsu hennar hnign- aði fljótlega eftir að hún kom. Hún lézt í sjúkrahúsinu á Sel- fossi 9. febrúar s.l., sofnaði svefn inum langa rólega, er strengur- inn brast. Kæra vinkona, ég þakka þér af heilum hug alla samfylgdina, mér finnst að það hafi syrt að í sveitinni okkar, þegar þú ert horfin. „Vér komum og förum, sem fannir um vor, fár veit er líður, vor ævinnar spor“. Anna Ólafsdóttir. - FERMING Framhald af bls. 20: Sveinn Sverrisson, Hólabraut 12 Sæmundur Hafsteinsson, Álfaskeiði 14 Tryggvi Harðarson, Tjarnarbr. 11 Þórir Gíslason, Merkurgötu 11 Ægir Þorláksson, Þúfubarði 12 STÚLKU: Guðrún Kristjánsdóttir, . Hverfisgötu 54 Helga Jónsdóttir, Hörðuvöllum 1 Hulda Markúsdóttir, Háabarði 11 Ragnheiður Ásdís Gunnarsdóttir, Norðurbraut 31 Sigríður Jóhanna Friðriksdóttir, Hraunhvammi 3 Sæunn Egilsdóttir Strange, Þrastahrauni 5 Ferming I.ágafelli sunnudaginn 28. april kl. 14. Prestur: Sr. Bjarni Sigurðsson. DRENGIR: Ágúst Þór Árnason. Álfheimum 8 Birgir Finnbogason, Selási 13 Guðbjartur Árni Guðnason, Álafossi Guðni Þór Guðmundsson, Þormóðsdal Gunnar Hansen, Álafossi Lágafelli Jón Sveinbjörn Haraldsson, Lágafelli Pétur Thors Lágafelli Sigurjón Ásbjörnsson Álafossi STÚLKUR: Bjarnveig Pálsdóttir, Bjarkarholti Hanna Erlendsdóttir, Hömrum Helga Jónsdóttir, Suður-Reykjum Margrét Gústafsdóttir, Hraunbæ 88 Þórsmörk Margrét Þóra Baldursdóttir, Þórsmörk Rósa Árnadóttir, Árbakka Rósa Ragnarsdóttir, Reykjavöllum Sigríður Sveinsdóttir, Bjargi Sjöfn Benjamínsdóttir, Álafossi Þorgerður Einarsdóttir, Hraunbæ96 Þórunn Gísladóttir, Selási 9 Ferming Mosfelli sunnudaginn 28. apríl kl. 11. Prestur: Sr. Bjarni Sigurðsson. DRENGIR: Baldur Rafnsson, Selási 3C Bjarki Jónsson, Árvangi Diðrik Ásgeir Ásgeirsson, Suður-Reykjum Gunnlaugur Jón Hreinsson, Helgadal. Halidór Ómar Sigurðsson, Kleppsvegi 122 Helgi Halldórsson, Smálandsbraut 17 Jens Indriðason, Víðigerði. STÚLKUR: Guðrún Friðriksdóttir, Reykjalundi Hlíf Ragnheiður Heiðarsdóttir, Æsustöðum. Yvonne Patricia Carrol, Reykjahlíð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.